Morgunblaðið - 18.06.2011, Page 52

Morgunblaðið - 18.06.2011, Page 52
LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Elísabet hefur lést um 27 kíló … 2. Erfiðasta baráttan 3. Halla Vilhjálms hafnaði … 4. Hundsar hundabannið á 17. júní  Retro Stefson og Danni Deluxe leika í kvöld í Stúdentahúsinu í mið- borg Álaborgar. Tilefnið er þátttaka U-21 í lokakeppni Evrópumótsins. Blásum nú til leiks! Retro Stefson, fótbolti, Álaborg  Tónleikaþyrstir ættu að reka nef- ið (og eyrun) inn á Faktorý í kvöld en þar verður fjöld- inn allur af for- vitnilegum sveit- um. Waiters & Bellboys (Jóhann Kristinsson og hljómsveit) ríður á vaðið en við tekur bandaríska sveitin The Noise Revival OrcHestra. Mektardúettinn Nolo er svo næstur en það er stórsveitin Orphic Oxtra sem bindur lokahnút- inn. Orphic Oxtra og fleiri á Faktorý í kvöld  Ólafur Arnalds fer í viðamikinn Evróputúr frá og með 27. júní næstkomandi. Spilar hann á liðlega tutt- ugu tónleikum um alla álfuna en ferðalagið stendur fram til hausts- ins. Byrjað er á Ítalíu og þar verð- ur líka endað hinn 15. september, nánar tiltekið í Mílanó. Ólafur Arnalds í helj- arinnar Evrópureisu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Skúrir syðst, en annars víða skýjað með köflum. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast á suðvestanverðu landinu. Á sunnudag og mánudag NA-læg átt, 3-10 m/s. Stöku skúrir SV-lands, þokuloft á an- nesjum norðan- og austantil. Hiti 4 til 15 stig. Líkur á næturfrosti í innsveitum NA-lands. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag NA-læg átt, yfirleitt hæg. Skýjað með köflum og væta af og til sunnantil á landinu, en úrkomulítið fyrir norðan. Heldur kólnandi. Íslenska 21 árs landsliðið leikur síð- asta leik sinn í riðlakeppni Evrópu- mótsins í Danmörku í kvöld, gegn Dönum, og á veika von um að komast áfram í undanúrslitin. „Það er engin uppgjöf í okkar liði. Strákana þyrstir í að sýna hvað í þeim býr,“ sagði Eyj- ólfur Sverrisson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í Álaborg. »2-3 Strákana þyrstir í að sýna hvað í þeim býr Rory McIlroy er enn í mikl- um ham á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann lék völlinn á 66 högg- um í gær og er samtals á ellefu höggum undir pari eftir 36 holur. McIlroy var fljótastur til að ná tveggja stafa tölu undir pari í sögu opna bandaríska meistara- mótsins. Hann verður að teljast langlíklegastur til að vinna mótið. »1 Einstakt gengi hjá Rory McIlroy Evrópubikarkeppnin í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvellinum í dag og á morgun en þar er keppt í 3. deild. Fimmtán lið mæta til leiks víðs- vegar að úr Evrópu. Unnur Sigurðar- dóttir liðsstjóri segir að stefnan sé að ná öðru tveggja efstu sætanna og fara uppí 2. deild en Ísland hafnaði í fjórða sæti í síðustu keppni. »4 Íslenska frjálsíþrótta- liðið stefnir á 2. deild Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Sjóðurinn var stofnaður eftir að Kristján lést og þá hófst fjársöfnun. Hún náði hámarki þegar við héldum minningartónleika, ári frá andláti Kristjáns, vorið 2003 en fé var safn- að jafnt og þétt. Árið 2007 töldum við okkur vera komin upp í þann höf- uðstól að geta hafið úthlutun,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og formaður stjórnar Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Þórarinn er faðir Kristjáns, sem lést 22. apríl 2002, tæplega þrítugur að aldri eftir erfið veikindi. Sjóðurinn var stofnaður af ættingjum, vinum og samstarfsmönnum Kristjáns en honum er ætlað að verðlauna fram- úrskarandi tónlistarmenn. Hinn 16. júní var úthlutað úr sjóðnum í þriðja sinn og hlaut viðurkenningu Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harm- onikkuleikari. Áður hafa hlotið við- urkenningu þeir Kristinn H. Árna- son gítarleikari og Daníel Bjarna- son, hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari. Óháð aldri eða tegund tónlistar Ekki er úthlutað úr sjóðnum eftir umsóknum heldur er það stjórn minningarsjóðsins sem velur verð- launahafa hverju sinni. Að sögn Þór- arins skiptir ekki máli á hvaða aldri sá er sem viðurkenningu hlýtur né hvernig tónlist viðkomandi fæst við. „Fjölbreytnin er höfð að leiðarljósi við úthlutun. Við teljum það í anda Kristjáns en hann var bæði klassískur gítar- leikari og spilaði mikið á rafmagnsgítar, djass, rokk og hvað sem er. Það er ekki til fín tónlist og ófín heldur bara góð og vond, innan allra geira tónlistar,“ segir hann. Hingað til hefur verið úthlutað úr sjóðnum annað hvert ár en á næsta ári verður þó úthlutað á ný. Þá hefði Kristján orðið 40 ára en jafnframt verða 10 ár liðin frá andláti hans og af því tilefni er verið að undirbúa út- gáfu á ýmsu efni. Fjáröflun sjóðsins byggist meðal annars á frjálsum framlögum og sölu minningarkorta. „Við höfum einnig gefið út hljómdisk þar sem ég les ljóð og Kristján spilar undir en það var verkefni sem við gerðum saman áður en hann dó. Einnig gáfum við út barnabókina Max og Mórits í þýðingu Kristjáns eldra á ný en hún var orðin uppseld,“ segir Þórarinn. Öllum er frjálst að styrkja sjóðinn en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu minningarsjóðsins, www.eldjarn.net. Fjölbreytni höfð að leiðarljósi  Verðlaun veitt úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns Morgunblaðið/Ernir Verðlaunahafi Helga Kristbjörg harmonikkuleikari ásamt Þórarni Eldjárn, formanni stjórnar minningarsjóðsins. Verðlaun voru veitt á fimmtudag úr Minningarsjóði Kristjáns Eld- járns gítarleikara við hátíðlega at- höfn í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Að þessu sinni hlaut viðurkenningu Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harm- onikkuleikari. Á árunum 1995-2007 lagði Helga Kristbjörg stund á harm- onikkuleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur. Vorið 2010 lauk Helga Kristbjörg B.Mus.-prófi frá Listaháskóla Íslands, fyrst nem- enda til að útskrifast í harm- onikkuleik frá skólanum. Hún hef- ur starfað sem harmonikkuleikari og -kennari og var valin harm- onikkumeistari Sambands ís- lenskra harmonikkuunnenda árið 2010. Hún hyggur á framhalds- nám í harmonikkuleik erlendis. Efnilegur harmonikkuleikari VERÐLAUNUM ÚTHLUTAÐ Í ÞRIÐJA SINN Kristján Eldjárn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.