Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.11.2000, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.11.2000, Blaðsíða 1
Fastír fundtr í vetur verður sjálfstœðisflokhurinn með fasta fundi, annan hvern fimmtudag kl: 18.00. Nánar auglýst í Tunnunni i vetur: Allír vélhomnir Sjálfstœðísflokkurínn Fjölskyldudagur í skólagörðum — 1. tbl. 71. árg. 2000 Málgagn Sjálfstæðismanna á Siglufírði Til hamingju KS-ingar Liðið sumar er eitt hið besta í sögu knattspyrnunnar á Siglu- firði. Alls sendi KS 10 flokka til keppni og allir stóðu þeir sig með stakri prýði. Sérstaklega er þó vert að geta árangurs 3ja flokks kvenna og meistara- flokks karla. Stelpurnar komust í fjögurra liða úrslit og mættu þar liði Vals. Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi og því enduðu okkar stelpur í þriðja til fjórða sæti sem er glæsilegur árangur. Meistaraflokkur karla varð í öðru sæti 2. deildar og tryggði sér sæti í 1. deild að ári. Enn sætara er að hugsa til þess að liðið var að langstærstum hluta skipað heimamönnum og verður svo vonandi áfram. Fá lið í Evrópu geta státað af slíku í dag nema ef vera skyldi Manchester United. Vel gert strákar. Þriggja ára áætlun 2000-2003 - framkvæmt fyrir 50 millj. á ári án þess að skuldir hækki Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþykkt 3ja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir á vegum bæjar- félagsins til ársins 2003. í áætlun- inni er gert ráð fyrir því að skatttekjur verði um 300 milljónir á ári og rekstur málaflokka um 80% af skatttekjum. Til fjárfestinga verða þá um 50 milljónir á ári en þá er ekki gert ráð fyrir lántökum. í fjárfestingum verður megináhersla lögð á annars vegar götur og gangstéttir og hins vegar skóla- og fræðslumál. Gatnagerð og endurbætur á skólum Bærinn hyggst halda áfram með markvissa áætlun um malbikun gatna og samhliða því gerð gang- stétta. Einnig er í gangi og verður áfram áætlun um lagfæringar og endurbætur á eldri götum með sérstaka áherslu á Eyrina og mið- bæinn. Endurbótum á skólahúsnæði verður framhaldið, innréttingar og tæki endumýjuð með sérstaka áherslu á tölvubúnað. Stefnt að hefjast handa 2001 á uppbyggingu tölvu- kerfis. Stefna bæjarins er að verða í fremstu röð á meðal sveitarfélaga í þessum efnum. Samhliða þessu verður innra starf skólanna eflt.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.