Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 3
Sú öld, sem senn kveður, einkennist af stórkostlegum framförum á flestum sviðum þjóðlífsins. Rafmagnið, afl þess og ótrúlegur eiginleiki, hefur þar verið einna fyrirferðarmest. Sú þjóð er ekki til lengur, sem gæti án þessa tuttugustu aldar undurs verið. Og við sem búum í þessu norðlæga landi, sem í þúsund ár gat ekki brauðfætt fleiri en sjötíuþúsund manneskjur, hljótum að gleðjast yfir gjöfum tækni og vísinda. Þær hafa breytt frumstæðu þjóðfélagi á norðurhjara í tækni- vætt velferðarþjóðfélag sem talið er í fremstu röð meðal þjóða. En jafnvel fyrir daga rafmagns og hvers kyns annarra þýðingar- mikilla uppgötvana gerðist dálítið kraftaverk um vetur hvem í nafni jólanna. Birta þeirra, eiginleg og óeiginleg, varð þjóðinni haldreipi, jafnvel þegar harðræðið virtist vera um það bil að ganga alveg frá henni. Jólin, og vitundin um þann atburð, sem varð í gripahúsinu í Betlehem, gáfu hrjáðu fólki von um heim allan. Líka í þessu landi. Ljós jólanna og vonin sem þau vöktu í hverjum manni, var fagnaðarundur og gleðiefni í svartasta skammdeginu. Og veraldargæði af ýmsu tagi hafa ekki úthýst jólunum né dregið úr gildi þeirra. Örðu nær. Þau eru enn sem fyrr til fyllingar sálarlífi og trúarþörf okkar, og eru í engum tengslum við auð og eignir og annan veraldlegan ávinning, sem er svo yfirþyrmandi í nútíma þjóðfélagi. Stjórnmálaáhugi og lífs- skoðanir em líka utan vébanda hinnar helgu hátíðar. A þeirri stundu horfa flestir landsmenn til einnar áttar - til þess staðar og til þeirrar stundar sem ljósið kviknaði. Ég sendi ykkur öllum mínar bestu hátíðarkveðjur með óskum um farsælt ár í upphafi nýrrar aldar. Gleðileg jól. Davíð Oddsson, forsætisráðherra Góður rekstur bæjarfélagsins Gjöld sem hlutfall af tekjum 3ju lægstu á landinu Arbók sveitarfélaga fyrir árið 1999 er nú komin út. I henni er að finna upplýsingar um rekstur og stöðu allra sveitar- félaga á landinu jafnframt því sem gerður er samanburður á hinum ýmsum kennitölum. Mjög ánœgjulegt er að sjá hveru vel Siglufjörður kemur út úr samanburði þessum og geta Siglfirðingar verið stoltir afstöðu bœjarfélagsins. Sá mœlikvarði sem sýnir hvað best árangur í rekstri félaga eru rekstrarútgjöld sem hlutfall af tekjum. Flest sveitarfélög setja markið á að rekstrarútgjöld verði ekki yfir 80% af tekjum En þrátt fyrir göfug markmið ná ekki öll sveitarfélög þessu markmiði. 1 þessum samanburði kemur Kópavogur best út með 62% af tekjum, Vesturbyggð með 74% af tekjum og Siglufjörður er í þriðja sœti með 75% aftekjum til reksturs málalokka. Starfsfófk íslandsbanka óskar víðskiptavínum aííra heilla á nýju ári og þakkar samskíptín á árínu sem er að !íða Sendum starfsfóCki ofifuir otj Sigíjirðingum öCCum 1 bestu óskir um gCeðiíeg jóC og ifengsceCcC ogfarsceCtC íframtíð. ÍSLANDSBANKI 4 ■P Þormóður rammi-Sæberg hf.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.