Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 8

Siglfirðingur - 23.12.2000, Blaðsíða 8
Eyjafjörður verður ein byggð Það er ástæða til bjartsýni hér á Siglufirði í byrjun aldar. Fyrir- tækin standa traustum fótum, af því að áhersla hefur verið lögð á þróunarstarf, - á það að vera í fararbroddi í sinni atvinnugrein. Auðvitað eru alltaf sveiflur í sjávarútvegi, en til langs tíma litið skiptir það sköpum að sýna framsýni og fyrirhyggju í rekstrinum eins og hér er gert. Og það er ánægjulegt nú, að framleiðsla skuli vera að hefjast í Genes á verðmætri afurð úr rækjuskel, kítósani, sem m.a. verður notað til lyfjaframleiðslu. Svo hefur þessi afurð það sér til ágætis, sem mikið er lagt upp úr núna, að vera vistvæn, fullvinnsla, svo að ekkert fer til spillis. Meðan ég var samgöngu- ráðherra varð ég áþreifanlega var við, að Siglfirðingar voru staðráðnir í að nýta nýja fjar- skiptaækni og jöfnun sím- kostnaðar til atvinnusköpunar heima í héraði. Þeir vildu ekki treysta á aðra í þeim efnum, heldur hófust sjálfir handa og hefðu fleiri betur farið að þeirra dæmi. Sparisjóður Siglufjarðar gerði verktakasamning við Kaupþing og hefur ráðið sjö til starfa og mun fjölga á næsta ári. En auðvitað gnæfa jarð- göngin hæst, þegar mér er hugsað til Siglufjarðar. Þau eru vafalaust það samgöngumannvirki, sem mestu skiptir núna í byggðalegu samhengi. Sameining Þormóðs ramma og Sæbergs rekur á eftir til þess að mannafli nýtist betur og til þess að styrkja rekstrar- grundvöll þeirra fyrirtækja, sem þjónusta útgerðina. Um leið og göngin opnast fylgir fleira á eftir. Sjúkrahúsið á Siglufirði nýtist betur og ný viðhorf skapast í skólamálum. Ég sé fyrir mér framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Atvinnusvæðið stækkar og viðhorfin gjörbreytast á sumum sviðum eins og í ferðaþjónustu, um leið og hringvegurinn um Tröllasskaga opnast, af því að Siglufjörður hættir að vera jaðarbyggð. Ég er oft spurður að því, - í viku hverri, - hvort hætta sé á því að ekki verði ráðist í jarðgöngin. vegna niðurskurðar eða vegna Reykjanesbrautar. En svo er ekki. Undirbúningnum hefur verið haldið áfram með fullum hraða og er rannsóknum lokið, en verkið hefur verið látið í umhverfismat. Ekkert á að vera því til fyrirstöðu, að hægt verði að bjóða það út í lok næsta árs og mun ég ekki liggja á liði mínu til að svo verði. Með þessum göngumverða byggðimar við Eyjafjörð loksins sama atvinnusvæðið. Sú þjónusta, sem Akureyri lætur í té, mun nýtast öllum, svo að þetta landssvæði verður fjölskyldu- vænt í besta skilningi þess orðs, af því að fullkomin heilbrigðis- þjónusta er fyrir hendi , framhaldsskóli og háskóli og það menningarlega umhverfi, sem sóst er eftir. Og hagsmunirnir eru gagn- kvæmir. Akureyri getur ekki haldið sínum styrk, nema byggðimar við utanverðan Eyja- fjörð eflist. Þessi þróun mun flýta fyrir því, að þessar byggðir sameinist í eitt sveitarfélag, sem ég tel eftirsóknarvert og raunar óhjákvæmiegt til þess að hægt sé að taka myndarlega á málum hvar sem er á svæðinu. Ég hef komið nokkrum sinnum til Siglufjarðar upp á síð- kastið og hrifist af fegurð staðarins og því mannlífi sem hér er. Síldarminjasafnið og Þjóð- lagasetur séra Bjama Þorsteins- sonar sýna það og sanna, að Siglufjörður er ekki að ófyrirsynju nefndur menningar- bær, sem á sér djúpar rætur. Ég óska Siglfiröingum gleðilegra jóla og alls góðs á nýju ári. Megi Siglufjörður dafna í framtíðinni. Halldór Blöndal.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.