Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 2

Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Fundi í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk án árangurs á ellefta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkis- sáttasemjara varð ekki mikil hreyfing á stöðu mála á fundinum í gær og var lítið að frétta eftir fundinn. Á ann- að þúsund farþega gætu orðið fyrir barðinu á deilunni á morgun, verði þá enn ósamið. Nýr samningafundur hefur verið boðaður í dag. Kjartan Jónsson, formað- ur FÍA, segir að stærsta málið sem standi út af, auk þess sem beri í milli í launakröfum, séu til- lögur um bætt starfsöryggi flugmanna, sem missi margir vinnuna hluta árs vegna sveiflna í rekstri. Menn vilji geta reitt sig á starf sem þeir hafi borgað á tug milljóna til að mennta sig fyrir. Á annað þúsund farþega fyr- ir barðinu á kjaradeilunni  Launadeila flugmanna er óleyst  Funda á ný í dag FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðadeild Land- spítalans í Fossvogi, staðfestir að nýr álagsmælir hafi verið tekinn í notkun á deildinni. Elísabet staðfestir einnig að hann hafi oft sýnt rautt og svart álagsstig. Til útskýringar eru fimm stig á mælinum, túlkuð með litum. Grænt, þar sem allt er í góðu lagi, gult þegar mikið er að gera, appels- ínugult þegar deildin er full, rautt þegar deildin er mjög yfirfull og svart þegar hún er mjög alvarlega yfirfull. Mælirinn tekur mið af ýmsum atriðum, svo sem fjölda sjúklinga á bráðamóttöku í hlutfalli við fjölda rúma á spítalanum og á deildinni sjálfri, einnig hversu langt sé síðan síðasti sjúklingur var færður af bráðadeild á aðra deild, hversu löng bið var eftir síðasta rúmi sem losnaði, hvað sjúkling- urinn sem hefur verið lengst á deildinni hefur ver- ið þar lengi og hversu margir sjúklingar eru þar sem þurfa hjálp sem krefst aukamannskapar. Ekki komnar formlegar niðurstöður „Bráðadeild er að innleiða álagskvarða til að hafa áþreifanlegri tölur um álagið í starfseminni, sem er í takt við það sem spítalinn er að gera á legudeildunum,“ segir Elísabet. Tilgangurinn sé sá að þegar mælirinn gefi til kynna of mikið álag verði búin til viðbragðsáætlun til að mæta slíkum álagstoppum. Hún leggur áherslu á að mælirinn sé enn í þróun fyrir LSH og ekki séu komnar nein- ar formlegar niðurstöður af notkun hans. Hann er að bandarískri og breskri fyrirmynd og miðar við rauntímaupplýsingar sem skráðar eru inn í af- greiðslukerfi spítalans og sjúkraskrá. Læknar sem rætt hefur verið við segja mælinn staðfesta það sem hafi verið vitað, að álagið sé óviðunandi og að öryggi sjúklinga sé stefnt í voða. Björn Zoëga, forstjóri LSH, hafnar því að ör- yggi sjúklinga sé ógnað. „Við miðum okkar rekst- ur við að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað,“ segir hann. Ekki sé enn búið að stilla álagsmælinn af og það muni taka allt að hálft ár að fá niðurstöður. Björn segir að alltaf muni koma svartir álagstopp- ar. Sem dæmi nefnir hann að fyrir skömmu lenti þyrla með tvo slasaða á sama tíma og átján manns komu inn með reykeitrun. Á sama hálftíma kom maður með lík í bifreið og játaði á sig manndráp. Bráðadeildin er alvarlega yfirfull  Ætlunin að nota mælingarnar til að búa til viðbragðsáætlun við álagstoppum  Öryggi sjúklinga ekki ógnað, segir forstjóri, svartir toppar munu alltaf koma Morgunblaðið/Þorkell Beinbrot? Læknir á bráðamóttöku rýnir í röntgenmyndir af sjúklingi. Gæsluvarðhald yfir karlmanni, er grunaður er að hafa orðið sam- býliskonu sinni að bana í maí- mánuði síðast- liðnum, var fram- lengt til 21. júlí. Samkvæmt heim- ildum frá lög- reglu er beðið niðurstaðna krufn- ingar sem og geðrannsóknar. Konan sem um ræðir fannst látin í farangursgeymslu bifreiðar við Landspítalann í Fossvogi að kvöldi 12. maí og var maðurinn handtekinn í kjölfar þess. Maðurinn, sem grun- aður er um verknaðinn, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í maí og ver- ið vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni. Hann ber við minnisleysi. Gæsluvarðhald karl- manns framlengt Á vettvangi Lög- regla og tæknimenn. Verkefnið Safetravel var formlega sett á laggirnar í gær. Um er að ræða átak sem ætlað er að bæta forvarnir og stuðla að öruggari ferða- mennsku hér á landi. Að verkefni þessu koma fjölmargir aðilar, fyr- irtæki og opinberar stofnanir, en það er rekið af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitarmenn hafa lagt af stað í fyrstu hálendisvaktir sínar og er búist við að þær standi fram í miðjan ágúst. Framundan er fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins og tók Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, þátt í að dreifa kynningarefni átaksins til ferðamanna á Olís-stöð við Rauðavatn í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Átak gegn slysum meðal ferðamanna innanlands Ellefu af þrettán starfsmönnum Lotnu ehf. á Flateyri hefur verið sagt upp störfum. Ástæða uppsagn- anna segja forsvarsmenn Lotnu vera viðvarandi óvissu um áfram- haldandi rekstur fyrirtækisins á Flateyri. Frá þessu var greint á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Á fundi forsvarsmanna fyrirtæk- isins með starfsmönnum voru ástæð- ur uppsagnanna raktar og fulltrúar frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fóru yfir stöðuna með starfsfólki og hvernig væri best að haga málum þegar uppsagnirnar taka gildi 31. júlí næstkomandi. Starfsmönnum Lotnu sagt upp Ekki er hægt að útiloka að gripið verði til lagasetn- ingar á yfirvinnubann flugmanna, þótt það væri óyndisúrræði, segir Katrín Júlíus- dóttir, ráðherra ferðamála. „Ef eitthvað svona fer að dragast á langinn og fer að hafa verulega skaðleg áhrif á ferðaþjón- ustuna þá náttúrlega hljóta menn að horfa á hlutina í heildarsamhengi.“ Gjaldeyr- istekjurnar sem ferðaþjónustan skili skipti miklu máli og nú sé háannatími. Kjartan Jónsson segir að það væri „einstaklega frekjulegt“ ef af yrði. Reynt hafi verið frá ársbyrjun að semja fyrir daufum eyrum Icelandair-manna. Hægt að setja lög VILL VERNDA HAGSMUNI HEILDARINNAR Katrín Júlíusdóttir Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var sett á Hvammstanga í gærkvöldi, að við- stöddum ráðherrunum Guðbjarti Hannessyni og Jóni Bjarnasyni. Á þriðja hundrað keppendur eru skráðir til leiks en mótinu lýkur á morgun. Eftir setningu mótsins fór fram keppni í búrfjárdómum, sem vakti mikla kátínu á meðal áhorfenda. Fór svo að lokum að heimamanneskjan Elín Ása Ólafsdóttir varð efst, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, varð önnur og Guðbjartur Hannesson, sem þuklar hér á hrúti, varð í þriðja sætinu. Ljósmynd/Jón Kristján Sigurðsson Með brons í búfjárdómum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.