Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 4

Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Nýnemar í framhaldsskólum fengu langþráð svör við umsóknum sínum í gær. Alls sóttu 4.205 nemendur, víðsvegar að um landið, um skóla- vist í ár. Nær allir, eða rúmlega 96 prósent þeirra, er luku 10. bekk grunnskóla sóttu um áframhald- andi nám við framhaldsskóla og var öllum tryggð skólavist. Umsækjendum var gert að velja tvo skóla, þar sem annar var hafður í forgangi yfir hinn og fengu rúm- lega 98 prósent umsækjenda inn í öðrum þeirra skóla er þeir sóttu um. Er það aukning frá því í fyrra, en þá var um að ræða tæplega 97 prósent. Mikill fjöldi umsókna Framhaldsskólum var jafnframt gert að líta sérstaklega til og veita forgang þeim umsækjendum er komu frá grunnskólum í þeirra ná- grenni. Lagt var til að áðurnefndur forgangur að skólavist væri að lág- marki 40 prósent lausra nýnema- plássa. Vert er að geta að slíkt hlut- fall var 45 prósent árið 2010. Menntaskólinn við Hamrahlíð fékk í ár alls 892 umsóknir og þar af fengu 286 nemendur skólavist að þessu sinni. Þeir nemendur er ekki nutu forgangs við inngöngu þurftu að vera með um 8,50 í meðal- einkunn á þeim fjórum náms- greinum er horft er til við af- greiðslu umsókna. Alls sóttu yfir 750 nemendur um skólavist við Verzlunarskóla Ís- lands í ár. Þar af fengu 336 nem- endur inngöngu í skólann. Sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Verzlunarskóla Íslands eru flestir þeirra nýnema, er hefja nám næsta vetur, með 8,70 í meðaleinkunn eða yfir. Öllum umsækj- endum tryggð skólavist í ár  Mikil ásókn var meðal nýútskrifaðra tíundu bekkinga í lausar stöður Morgunblaðið/Kristinn Framtíð Ljóst er að mikill áhugi er á námi meðal ungra Íslendinga. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Engir gildandi samningar eru á milli Sjúkratrygginga Íslands og sér- fræðilækna. Samningar runnu út 1. apríl síðastliðinn og ekki hefur tekist að semja upp á nýtt. Það hefur eink- um áhrif á tvo þætti: Í fyrsta lagi er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nú miðuð við úreltar kostnaðartölur en þjónusta sérfræðilækna hefur hækkað sem nemur 4-6% að meðal- tali frá því í apríl. Mismunurinn lend- ir alfarið á sjúklingunum. Í öðru lagi ber læknunum nú engin skylda til að senda reikningana til Sjúkratrygg- inga heldur þurfa sjúklingarnir oft og tíðum að leggja út fyrir öllum kostnaði. Dæmi er um að sjúklingar hafi þurft að borga tugi þúsunda fyr- ir læknisverk og bíða svo í sex vikur eftir að fá hluta kostnaðarins end- urgreiddan. Þetta er þó ekki algilt því sumir læknar hafa haldið áfram samstarfi við Sjúkratryggingar um að senda reikningana beint. Sjúkratryggingar taka til nauð- synlegra rannsókna og meðferðar hjá sérgreinalæknum. Þótt samning- ar við sérfræðilækna séu ekki lengur í gildi eiga sjúklingar þó áfram rétt á tryggingavernd í samræmi við lög. Fyrirkomulaginu er best lýst með dæmi: Ef Sjúkratryggingar meta samkvæmt gjaldskrá að kostnaður við tiltekið læknisverk sé til dæmis 10 þúsund krónur þyrfti sjúklingur- inn e.t.v. að borga um 3.000 krónur og Sjúkratryggingar 7.000 krónur. Ákveði læknirinn hins vegar að rukka 12.000 krónur þarf sjúkling- urinn að borga 5000 krónur en hlutur Sjúkratrygginga er þó áfram 7000. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir ástæðu samningsleysisins vera þá að Sjúkratryggingar geti ekki boðið betur miðað við núverandi fjárlög. Kostnaður sjúklinga eykst „Það er stórt bil á milli fjárlagatöl- unnar og rauntölunnar. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að greiða þeim sem eiga rétt og ef menn skerða ekki réttindin eða eru ekki reiðubúnir til að auka með beinum hætti kostnað- arhlutfall sjúkratryggðra þá fara gjöldin fram úr fjárlagatölunum,“ segir Steingrímur Ari. Hann segir samningaviðræður við sérfræði- lækna árangurslausar. „Gjaldskráin sem tók gildi 1. apríl miðaðist við þá taxta sem voru í gildi áður en samn- ingarnir runnu út. Í fyrstu inn- heimtu sérfræðilæknarnir sam- kvæmt gamla taxtanum en svo nú þegar samið hefur verið á vinnu- markaði hafa læknarnir verið að hækka taxtann.“ Samkvæmt minnisblaði fjármála- ráðuneytisins um stöðu ríkissjóðs, sem Morgunblaðið hefur sagt frá, er gert ráð fyrir að útgjöld vegna sjúkratrygginga fari tæpa tvo millj- arða fram úr fjárlögum á þessu ári. Geta ekki boðið betur  Samningar Sjúkratrygginga við sérfræðilækna hafa verið lausir síðan 1. apríl  Endurgreiðslur Sjúkratrygginga eru því miðaðar við úrelta gjaldskrá Aukinn kostnaður » Þjónusta sérfræðilækna hefur hækkað sem nemur 4 til 6% að meðaltali síðan í apríl. » Sjúklingar eiga rétt á endur- greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. » Sjúkratryggingar geta ekki boðið læknum betri samning miðað við núverandi gjaldskrá. Andri Karl andri@mbl.is Kaþólska kirkjan á Íslandi á undir högg að sækja eftir að fjórir ein- staklingar, tveir karlar og tvær kon- ur, hafa stigið fram og greint frá kyn- ferðislegu og andlegu ofbeldi af hendi tiltekinna starfsmanna kaþ- ólsku kirkjunnar sem störfuðu við Landakotsskóla. Brotin áttu sér stað á löngum tíma og ekki er hægt að úti- loka að fleiri fórnarlömb stígi fram. Ásakanirnar eru mjög alvarlegar en þar sem gerendurnir eru látnir er erfitt að sækja einhvern til saka. Tvær konur lýsa kynferðislegri misnotkun og áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu A. George, hollensks kaþólsks prests og þáverandi skóla- stjóra Landakotsskóla, í Fréttatím- anum í gær. Önnur þeirra lýsir því að frá því hún var tíu ára, árið 1961, til þrettán ára hafi presturinn í fleiri tugi skipta beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hafi það oftar en ekki gerst þannig að hún var kölluð úr kennslu- stund og á aðsetur prestsins, þar sem ofbeldið fór fram. Hin konan var nemandi við skól- ann frá 1982 til 1989 og lýsing hennar er í fullu samræmi við lýsingu hinn- ar. Umræðan um brot innan kaþólsku kirkjunnar vekur mikla reiði. Aðfaranótt föstudags var karl- maður handtekinn við bústað kaþólska biskupsins í Landa- koti en þá hafði hann brotið í bú- staðnum fimmtán rúður. Tengist rúðubrotið umfjöllun um kynferðis- brotin. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sam- tali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, að tvær kærur hefðu borist lögreglu í lok síðasta árs. Annars vegar á hendur A. George og Mar- géti Müller, sem var þýsk og kennari við Landakotsskóla, og hins vegar á hendur öðrum kaþólskum presti. Þau eru öll látin. Rannsókn lögreglu beinist að Landakotsskóla og kaþólsku kirkj- unni því brotin gerðust innan veggja stofnananna. „Það er ekkert útilokað að skoða það nánar,“ segir Björgvin en bætir við að engin ákvörðun hafi verið tekin hvað það varðar. Þá sendi stjórn Landakotsskóla frá sér yfirlýsingunni í gær, en skól- inn er ekki kaþólskur í dag. Í yfirlýs- ingunni segir að stjórn og starfsfólk Landakotsskóla harmi að starfsemi skólans nú skuli þurfa að bíða hnekki fyrir misindisverk einstaklinga við skólann á fyrri tíð. „Það veldur óhug meðal skjólstæðinga skólans, for- eldra og nemenda. Við vonum að fórnalömbin fái að upplifa eitthvert réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir að lokinni rannsókn op- inberra aðila.“ Ásakanir um fleiri brot kaþólsks prests  Fimmtán rúður brotnar í bústað kaþólska biskupsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Brotið Nágrannar vöknuðu við brothljóðin og kölluðu til lögreglu. Maðurinn var enn að þegar hana bar að garði. „Við getum í sjálfu sér ekkert gert. Þetta er alfarið á hendi biskups og lögmannsins. Ég veit að þeir eru á kafi í þessu máli. Það var fundur hjá þeim í [gær]morgun,“ segir Gunnar Örn Ólafsson, formað- ur Félags kaþólskra leikmanna í Landakotssókn. Hann segir fólk almennt í miklu sjokki og þetta hafi gífurleg áhrif á alla. Gunnar segist vona að kirkjan standi þetta af sér: „Kenn- ing kirkjunnar eru sú sama samt sem áður. Þetta eru starfs- menn kirkjunnar. En það er ægilegt þegar svona kemur upp og að þetta hafi legið niðri svona lengi,“ segir Gunn- ar sem á allt eins von á fjölgun úrsagna úr kaþ- ólsku kirkjunni. „Alfarið á hendi biskups“ FORMAÐUR FÉLAGS KAÞÓLSKRA LEIKMANNA Gunnar Örn Ólafsson Einn viðmælenda Morgunblaðs- ins þurfti að leita til meltingar- læknis. Að læknisheimsókn lok- inni þurfti viðkomandi að greiða 66 þúsund krónur og var sagt að hann gæti sjálfur beðið um endurgreiðslu frá Sjúkratrygg- ingum Íslands. Endurgreiðsla hafi svo ekki borist fyrr en sex vikum síðar. Reikningurinn kom flatt upp á viðkomandi sem var ekki vanur að hafa svo háa fjár- hæð á reiðum höndum. Af þessu er ljóst að óhagræði samningsleysisins er mikið. Þegar samningar voru í gildi greiddu sjúklingar aðeins sinn hluta beint, en þar sem samn- ingar eru lausir milli Sjúkra- trygginga Íslands og sérfræði- lækna kann það að lenda á sjúklingunum sjálfum að krefj- ast réttmætrar endurgreiðslu. Fékk 66.000 kr. reikning MIKIÐ ÓHAGRÆÐI „[Það]sætir […] furðu í ljósi þess hve alvarlega atburði er hér um að ræða að kaþólska kirkjan skuli ekki hafa gengið fast eftir því að fá öll gögn í hendur til skoðunar þegar í stað og hefja sjálfstæða rannsókn á málinu, með það að leiðarljósi að upplýsa málið eftir fremsta megni og mæta þeim einstaklingum sem hafa verið beittir órétti af hálfu kirkjunnar þjóna,“ segir í svarbréfi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra til lögmanns sem ritaði ráðuneytinu fyrir hönd biskups kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi. Í bréfinu er leiðréttur misskiln- ingur í bréfi kaþólsku kirkjunnar þess efnis að dregist hafi að senda kirkjunni gögn frá ráðuneytinu sem vörðuðu meint gróf lög- brot af hálfu þjóna kirkjunnar og stofnana henn- ar á skjólstæðing- um sínum. Ögmundur segir að hann hafi gert biskupi ljóst á fundi fyrir tveimur mánuði að kirkjan gæti óskað formlega eftir af- ritum af lögregluskýrslunum frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slík ósk var hins vegar aldrei sett fram. Kaþólska kirkjan bað ráðherra ekki um gögn Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.