Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ómar Lokið Margir sem unnu við bygg- ingu Hörpu eru nú að leita að vinnu. Lítið hefur ræst úr atvinnuástandi meðal iðnaðarmanna að undanförnu, nema síður sé. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, bendir á að mjög stór hópur iðnaðar- manna hafi misst vinnuna eftir að framkvæmdunum við Hörpu lauk að mestu leyti í vor. Þar voru á bilinu 400 til 500 manns við störf en Þorbjörn segist hafa fengið þær upplýsingar hjá verk- takafyrirtækinu ÍAV að mjög fá önn- ur störf virðist vera í boði. Ljóst er að fjöldi þeirra er án vinnu í dag þótt ekki liggi fyrir ná- kvæmar upplýsingar um hversu margir þeir eru. Verklokin við Hörpu eru stærsta breytingin sem hefur orðið á vinnu- markaðinum að undanförnu. „Það er mjög dauft yfir öllu. Það eru að vísu framkvæmdir í fullum gangi við ál- verið í Straumsvík og framkvæmd- irnar við Búðarhálsvirkjun eru að komast í fullan gang en þar er aðeins um störf fyrir einhverja tugi manna að ræða,“ segir Þorbjörn. Einstaka viðhaldsverkefni en ekkert sem skiptir sköpum Hann segir marga iðnaðarmenn farna til starfa í Noregi. Þróunin hafi lítið breyst á umliðnum misserum hvað það varðar. „Það hefur bara engin breyting átt sér stað og ef eitt- hvað er, þá er frekar að draga úr verkum en hitt. Þó sjáum við að ein- staka fyrirtæki eru að setja í gang viðhald á húsum en þetta er ekkert sem skiptir sköpum.“ Erlendir starfsmenn eru nokkuð áberandi við ýmsar byggingafram- kvæmdir sem í gangi eru í höfuð- borginni í sumar. Þorbjörn segir að hér sé áreiðanlega fyrst og fremst um útlendinga að ræða sem hafa bú- ið á Íslandi í langan tíma. Pólverjar og Lettar eru mest áberandi á vinnu- markaðinum en þeir hafa margir hverjir búið svo lengi á Íslandi að þeir eru komnir með sömu stöðu og Íslendingar á vinnumarkaðinum. omfr@mbl.is Það er mjög dauft yfir öllu  Fjöldi iðnaðarmanna án vinnu eftir að framkvæmdum við Hörpu lauk  Iðn- aðarmenn ráða sig áfram til vinnu í Noregi  Fá verk í byggingageiranum í boði 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Ekki gefur á sjóinn hjá frístundaveiðimönnum sem koma í stríðum straumum úr Evrópu til sjávarþorpanna í þeim tilgangi að veiða á hin- um gjöfulu fiskimiðum Vestfirðinga – og skemmta sér saman. Ekki er á vísan að róa, þegar íslensk náttúra á í hlut. Bátarnir eru litl- ir og þarf veðrið að vera gott til að hægt sé að róa. Þýsku frístundaveiðimennirnir sem komnir eru til Flateyrar fara þó ekki heim með öng- ulinn í rassinum, heldur bregða sér niður á bryggju og prófa veiðitækin. Kolinn sem bítur á kemst þó ekki í hálfkvisti við stórlúðurnar og risafiskana sem þeir hafa látið sig dreyma um mánuðum saman. Veiða kola á Flateyri í stað stórfiska Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýjasta hótel höfuðborgarinnar, Hótel Klettur, hefur verið opnað við Mjölnisholt, steinsnar frá Hlemmi. Hót- elið er í eigu sömu aðila og reka Hótel Cabin við Borg- artún og Hótel Örk í Hveragerði. Unnið hefur verið að því undanfarna mánuði að innrétta hótelið. Hótel Klettur býður upp á 86 herbergi. Þar af eru 20 svokölluð lúxusherbergi á fimmtu og sjöttu hæð hótels- ins. Þessi herbergi eru annaðhvort með einkasvölum sem snúa í suður eða útsýni yfir sundin í átt að Esjunni. Allt útlit og innviðir hótelsins fá innblástur frá ís- lenskri náttúru og sérstaklega frá íslenskum bergteg- undum. Þannig er nafn hótelsins dregið af kletti sem hef- ur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn. „Að margra mati er sá klettur í raun álfasteinn sem er ein aðalástæða þess að kletturinn fékk að halda sér,“ seg- ir í tilkynningu frá eigendunum. Álfaþema ríkir á 1. hæð hótelsins og fundarsalurinn þar hefur fengið nafnið Álfa- hellirinn. sisi@mbl.is Nýtt hótel í borginni dreg- ur nafn sitt af álfakletti Ljósmynd/Jón Svavarsson Hótel Klettur Nýja hótelið er við Mjölnisholt í Reykja- vík en þar rétt hjá var Hampiðjan áður til húsa.  Hótel Klettur við Hlemm býður upp á 86 herbergi Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir það rangt að um sé að ræða mikla skattlagn- ingu á eldsneyti af hálfu ríkisins. Steingrímur segir það staðreynd að skatthlutfall á eldsneyti hér á landi teljist með því lægsta sem tíðk- ast. „Það er undir helmingur af út- söluverðinu og er t.a.m. umtalsvert hærra annars staðar Norður- löndum.“ Steingrímur kvaðst í viðtali í sjónvarpi mbl.is í gær bíða eftir nið- urstöðu skýrslu um eldsneytisverð og yrði þá athugað hvort grípa skyldi til sértækra aðgerða. „Við munum skoða það þegar skýrslan verður komin, hvort í einhverju mæli verður reynt að mæta þessu ástandi. T.d. hvað varðar flutningskostnaðinn,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann væri meðvitaður um að lands- byggðin, líkt og aðrir landsmenn, fyndi fyrir háu eldsneytisverði. Stein- grímur sagði ýmsar hugsanlegar ráð- stafanir vera til staðar þegar horft væri til lengri tíma. „Eins og að efla almenningssamgöngur, hraða þróun í átt til vistvænni orkugjafa í sam- göngum og sparneytnari bíla.“ Stein- grímur sagði flutningskostnað viðvar- andi vandamál sem mikið væri kvartað undan. Skoðum hluti mál- efnalega Steingrímur J. Sigfússon Mjög kvartað undan flutningskostnaði Ekki verður gefin út ákæra af hálfu ríkissaksóknara á hendur íranska hælisleitandanum Mehdi Kavyan Pour sem hellti yfir sig bensíni og gerði sig líklegan til að kveikja í sér í höfuðstöðvum Rauða krossins í síð- asta mánuði. Vildi hann með því mótmæla því að seint hafi gengið að afgreiða umsókn hans um hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Helga Vala Helgadóttir, lögfræð- ingur Pour, segir að um gleðilegar fréttir sé að ræða. hjorturjg@mbl.is Mehdi ekki ákærður Átak Samtaka á vinnumarkaði og ríkisskattstjóra, „Leggur þú þitt af mörkum?“ er byrjað af fullum krafti. Það miðar m.a. að útrýmingu gerviverktöku og að ganga úr skugga um að farið sé að lögum og reglum á vinnu- stöðum. Á hverjum degi fara tíu til tólf manns út á vinnustaði. Er m.a. kannað hvort skattskil eru í lagi, vinnustaðaskírteini til staðar og hvort fólk á atvinnu- leysisskrá er við vinnu. 10-12 manns út dag hvern EFTIRLIT Á VINNUSTÖÐUM Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Steingrím. öll sumarhúsgögn á 20-30 afsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.