Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Fjármálaráðherra hefur nú upp-lýst að engin áform séu um að lækka verð á eldsneyti almennt með því að draga úr himinháum sköttum ríkisins, sem farið hafa hækkandi með hækk- andi heims- markaðs- verði.  Hannheldur hins vegar opnum möguleikanum á að fara út í sértæk- ar aðgerðir og lækka eldsneytis- kostnað sumra. Þetta hefur sennilega þann kost í huga ráðherrans að vera flókið í framkvæmd og nýtast al- menningi lítið eða ekki.  Helsta röksemdin sem ráðherrannteflir nú fram fyrir því að lækka ekki álögur á eldsneyti er að hann telur engar horfur á að heims- markaðsverðið muni lækka á næst- unni.  Aðrir hefðu þvert á móti taliðþetta röksemd með því að lækka álögurnar, en í þeim heimi sem rík- isstjórnin lifir í er afleitt að sjá fram á skattalækkun sem gæti orðið til langs tíma og jafnvel varanleg.  En auðvitað er þetta bara tylli-ástæða til að komast hjá því að lækka skattana.  Og ráðleggingar fjármálaráð-herra til almennings eru kostu- legar: Þið skuluð bara kaupa ykkur nýjan umhverfisvænan bíl og spara þannig bensínkostnað.  Oft eru góð ráð dýr, en nú vitamenn í það minnsta fyrir hvað forskeytið ráð- í orðinu ráðherra stendur.  Góðráðherra væri þó enn réttarastarfsheiti í tilviki Steingríms. Ráðleggingar góðráðherrans STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 9 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Vestmannaeyjar 11 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 léttskýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 15 léttskýjað London 17 léttskýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 13 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 23 skýjað Montreal 17 skúrir New York 18 þoka Chicago 18 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:57 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:12 23:48 Hópi veiðimanna sem fóru til veiða á Arnarvatnsheiði um seinustu helgi brá heldur betur í brún er þeir gengu fram á hátt í 100 illa flakaða fiska í vatnsborðinu á Arnarvatni litla. Höfðu þeir sem báru ábyrgð á þessum sóðaskap greinilega skorið besta bitann úr fiskunum og síðan hent afganginum í vatnið. Frá þessu er greint í veftímaritinu Flugufréttir á vefslóðinni flugan.is. Var veiðivörður kallaður til og kom hann ásamt formanni Veiði- félags Arnarvatnsheiðar og var þeim stórlega misboðið. „Á tanga við norðanvert Arnar- vatn litla blasti við ömurleg sjón. Veiðimenn sem voru þarna á undan okkur höfðu hent hátt í 100 dauðum silungum út í vatnið eftir að hafa flakað þá, eða öllu heldur skorið úr þeim bestu bitana, því þessir menn hefðu ekki fengið háa einkunn fyrir nýtingu í frystihúsum landsins,“ segir í frásögn Flugufrétta. Fram kemur að þeir Snorri Jó- hannesson veiðivörður og Guð- mundur Kristinsson, formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar, skoð- uðu ummerkin og var þeim aug- ljóslega brugðið. „Ekki var um annað að ræða en að sækja stóra svarta ruslapoka, vaða út í vatnið og hreinsa upp óþverr- ann. Fylltu dauðu fiskarnir nærri því tvo slíka poka.“ Algert einsdæmi Snorri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þetta hafi verið ljót aðkoma að sjá dauðu fiskana í vatn- inu. „Sem betur fer er þetta algert einsdæmi. Menn eru almennt betur upplýstir um umgengni á svona stöðum,“ segir Snorri. Hann bendir á að mikil sjúkdóma- hætta fylgi því þegar fiskarnir rotni í vatninu og hringrásinni er lokað fyrir bandorminn í fiskinum. Snorra og Guðmundi tókst að hreinsa ófögnuðinn úr vatninu. „Ég er búinn að hafa uppi þeim sem þarna átti í hlut og messa yfir hon- um,“ segir Snorri. Hann segir engin viðurlög vera við þessu athæfi. Ekk- ert stoði að kæra fyrir svona nokkuð því þær nái aldrei í gegn. „Við reyn- um bara að leysa málin með öðrum hætti,“ segir hann. „Svona á ekki að ganga um yndis- lega íslenska náttúru sem okkur hef- ur verið falin til varðveislu. Beina- garða og innvols úr veiddum fiskum eiga menn að hafa með sér heim og setja í ruslið,“ segir í frásögn veiði- mannanna í Flugufréttum af um- hverfissóðaskapnum á Arnarvatns- heiði. Mjög góð veiði hefur verið í vötnunum á Arnarvatnsheiði að undanförnu að sögn Snorra veiði- varðar. omfr@mbl.is Hreinsað Snorri H. Jóhannesson veiðivörður á Arnarvatnsheiði tekur dauðu fiskana upp úr vatninu sem umhverfis- sóðar skildu eftir sig. „Sem betur fer er þetta algert einsdæmi,“ segir Snorri. Eiríksjökull blasir við í bakgrunni. Ljósmynd/Flugur.is Umhverfissóðar á ferð Hátt í 100 dauðir fiskar voru skildir eftir í Arnarvatni litla Einsdæmi, segir Snorri H. Jóhannesson veiðivörður Dauðu fiskarnir tíndir upp Guð- mundur Kristinsson, til vinstri, með Snorra Jóhannesson sér við hlið. 1.081 tillaga að nafni á hæsta fossi Íslands, sem myndaðist nýver- ið í Morsárjökli, höfðu borist inn á mbl.is í gær. Ætla mætti að um sé að ræða 500-600 mismun- andi nöfn. Hug- myndasam- keppnin stendur fram til nk. fimmtudags. Ritstjórn Morgunblaðsins mun fara yfir tillögurnar og velja þær sem hún telur koma til greina sem nafn á fossinn. Veitt verð þrenn vegleg bókaverðlaun fyrir þær til- lögur sem þykja skara fram úr. Niðurstaðan verður tilkynnt í Morgunblaðinu og á mbl.is laug- ardaginn 2. júlí. Tillögurnar verða síðan sendar örnefnanefnd sem til- lögur að nafni á nýja fossinn. Yfir 1.000 tillögur borist að nafni á hæsta foss landsins Háir Fossar við Morsárjökul. Framkvæmdir geta hafist í haust við uppbyggingu stúdentagarða í Vatnsmýrinni og skapað um 300 ársverk. Ríkisstjórnin samþykkti í gær fjárheimildir fyrir Íbúðalána- sjóð sem tryggja fjármögnun fram- kvæmdanna. Heildarkostnaður er áætlaður um fjórir milljarðar króna og mun Íbúðalánasjóður veita lán fyrir 90% kostnaðarins. Félagsstofnun stúdenta hefur síðustu ár undirbúið þessar fram- kvæmdir. Áformað er að reisa byggingu með 280 íbúðum fyrir um 320 námsmenn en að jafnaði eru um 350-550 manns á biðlista eftir leigu- íbúðum. Lánað til nýrra stúdentagarða Vatnsmýri Teikning af svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.