Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 9

Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Björn Björnsson Sauðárkrókur | Á þeim tuttugu árum sem Háskólinn á Hólum hef- ur annast kynbætur og ræktun ís- lenskra bleikjustofna hefur náðst mjög góður árangur. Hefur árang- urinn verið slíkur að samsvarar 3,5% aukningu vaxtarhraða á ári. Auk þess hefur tekist að draga úr ótímabærum kynþroska bleikj- unnar sem rýrir gæði hennar sem matfisks og var áður vandamál í eldinu. Þetta kemur m.a. fram á nýrri heimasíðu Bleikjukynbótastöðv- arinnar á Hólum sem Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, opnaði formlega á dögunum. Skúli Skúlason, rektor Háskól- ans á Hólum, sagði við athöfnina að þetta væri mjög ánægjulegur áfangi sem hér hefði náðst, enda hefði vandvirkni, þrautseigja og atorka einkennt þetta kynbóta- verkefni frá fyrsta degi og aldrei hvikað frá þeirri ætlun að besti mögulegi árangur mætti nást. Þakkaði Skúli þeim Jóni Bjarna- syni, þáverandi rektor skólans, og Einari Svavarssyni, umsjónar- manni bleikjueldisins, fyrir fram- sýni og metnað í þeim áformun að ná sem bestum árangri, en þess má geta að Einar er úr fyrsta ár- gangi fiskeldisfræðinga sem út- skrifuðust frá skólanum. Frábær árangur náðst Jón Bjarnason sagði að fyrir 20 árum hefði verið staðfestur samn- ingur um að á Hólum skyldi vera miðstöð bleikjueldis á Íslandi. Þá þegar hefði verið tekið til við að leita að stofnum sem mögulega gæfu sem bestan árangur í rækt- un, og nú væri sú leit og sú rækt- un farin að skila frábærum ár- angri. Sagði Jón að næsta skref væri að setja í gang verkefni sem gera mundi kleift að votta uppruna bleikjunnar og gera framleiðsluna rekjanlega. Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeldisdeildar, sagði að að- alstofnar til eldisins væru tveir, þ.e. bleikjur úr Ölvesvatni á Skaga, sem eru með ljósan roðlit, og svo bleikjur úr Grenlæk í Land- broti, sem eru dökkar á roðið. Einar Svavarsson sagði allt starf stöðvarinnar miða að aukinni hag- kvæmni í bleikjueldinu, sem virtist eiga sér góða framtíðarmöguleika, enda væri markaðsleg staða Ís- lendinga sterk og mun betri hvað varðar bleikjuna en aðrar fiskteg- undir. Þá sagði Einar að sífellt væri leitað leiða til að gera fóðr- unina ódýrari og skilvirkari, en uppistaða fiskifóðurs væri fiskimjöl og því væri nú einnig leitað leiða til að auka afurðir úr jurtaríkinu til eldisins og virtist það gefa nokkuð góða raun. Vaxtarhraði bleikjunnar hefur tvöfaldast  Hólar miðstöð bleikjueldis í 20 ár  Sjávarútvegsráð- herra opnaði nýjan vef Bleikjukynbótastöðvarinnar Hólar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði heima- síðu Bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum í Hjaltadal í vikunni. Kynbætur á bleikju » Hinn góði árangur af kyn- bótum og ræktunarstarfi er sá að framleiðslan nemur nú 470 lítrum af hrognum. » Hrognin duga til framleiðslu á um fimm milljónum fiska hjá hinum ýmsu eldisstöðvum víða um land. » Stöðvarnar framleiða nú ár- lega um 3.500 tonn, að verð- mæti 2,5 til 3 milljarða. Morgunblaðið/Björn Björnsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Skutlurnar, eini kvenbifhjólaklúbb- ur landsins, lögðu af stað á mótor- hjólum sínum í gær í hringferð um landið. Í hópnum eru um 40 konur en í hringferðina að þessu sinni tóku þær maka sína með og hóp- urinn því allstór. Margar Skutlur aka um á Harley Davidson-hjólum en annars eru hjólin af ýmsum tegundum og gerð- um. Lagt var af stað frá Shell við Vesturlandsveg í blíðviðri í gær- morgun. Klúbburinn var stofnaður árið 2005 og hefur meðlimum fjölg- að jafnt og þétt. Stofnfélagar voru 14 en félagsmenn eru orðnir hátt í 30 talsins. Nálgast má upplýsingar um klúbbinn á www.skutlur.is. Morgunblaðið/Ernir Skutlast í hringferð um landið á hjólunum Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra gaf í gær út reglu- gerð um auknar strandveiðar í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða, sem birtust í Stjórnartíð- indum í gær. Aukningin kemur þegar til framkvæmda þannig að heimildir nú í júnímánuði aukast um 633 tonn af óslægðum þorski og 200 tonn af óslægðum ufsa. Samkvæmt auglýsingu ráðu- neytisins, sem tekur gildi 28. júní, fellur úr gildi fyrri auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Alþingi sam- þykkti að heimila aukningu strandveiða um allt að 1.900 tonn af óslægðum þorski og 600 af óslægðum ufsa. Aukningin skiptist þannig að 33,3% koma til aukn- ingar á svæði A, 23,7% á svæði B, 25,5% á svæði C og 17,5% á svæði D. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Kvótinn í strand- veiðunum aukinn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Léttar yfirhafnir Vattjakkar, flísjakkar, kápur og úlpur St. 36-52 Hvít kakípils Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag 10 - 15 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað laugardag www.rita.is Stærðir S-XXL Verð 13.500 kr. Sendu m í póstkrö fu www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Verum smart og hugsum um umhverfið Umhverfisvænu & fjölnota töskurnar frá Envirosax færðu hjá okkur Dísir Boutique www.disir.is Við erum líka á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishorn á www.laxdal.is (la DolceVita) SUMARÚTSALA HAFIN 20%-50% AFSLÁTTUR ÚTSL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.