Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is É g kem þarna inn sem hestamanneskja og leiðsögumaður og verð með létta leiðsögn í gegnum sýninguna um hestalitina. Ég mun fjalla um litina og set íslenska hestinn á þann stall sem hann á skilið að vera á,“ segir Bergljót Rist um leiðsögnina sem hún verður með á sýningunni Jór! – Hestar í ís- lenskri myndlist á Kjarvalsstöðum kl. 15 á morgun, sunnudag. Á sýningunni er varpað ljósi á hvernig hesturinn hefur birst íslenskum listamönnum í eina öld. En hvaða stall vill Bergljót setja íslenska hestinn á? „Ég vil horfa á þetta í samhengi. Þegar við tölum um íslenska hestinn má gjarnan tala um tungumálið líka og íslenska náttúru en þetta er allt nátengt. Hesturinn hefur hjálpað okkur að varðveita tungu- málið á marga vegu og þannig gert okkur að þjóð. Hann hjálpaði okkur t.d. að komast yfir erfiða fjallvegi og jökulár og þannig komumst við á milli héraða. Nöfnin á hestalitunum eru svo náttúrutengd. Hesturinn hefur líka verið notaður mikið í skáldskap og listum. Ég kem þarna inn sem leik- maður og tengi þetta saman.“ Safnaði vetrarhárum Bergljót rekur hestaleiguna Ís- lenski hesturinn sem er sú eina sinnar tegundar í Reykjavík. Hún hefur sem von er mikinn áhuga á litbrigðum ís- lenska hestsins. „Þegar Listasafn Reykjavíkur kom á leit við mig í vetur var ég á fullu að kemba hestum og safna vetrarhár- Bleikur og blesóttur, glaseygur og glófextur Íslenski hesturinn er einstakur að mörgu leyti. Það eru ekki aðeins gangtegund- irnar fimm sem gera hann sérstakan heldur eru litbrigði hans mjög fjölbreytt. Bergljót Rist fjallar um liti íslenska hestsins á Kjarvalsstöðum á morgun. Hún hefur ekki áhyggjur af því að litafjölbreytnin muni tapast úr stofninum og vill að íslenski hesturinn verði settur á hærri stall í menningarsögulegu samhengi. Hestakonan Bergljót Rist talar um hestaliti á Kjarvalsstöðum á morgun. Morgunblaðið/Eyþór Frá landsmóti Það verður forvitnilegt að sjá hvaða hestalitir raða sér í efstu sætin á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í ár. Skógræktarfélag Íslands heldur úti vefsíðunni Skog.is. Ein af nýjung- unum á síðunni er skógarkortið Rjóð- ur í kynnum en það er leiðarvísir um skóga landsins. Var það gefið út í til- efni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011. Í kortinu er að finna upplýsingar um fimmtíu áhugaverða útivist- arskóga um land allt. Megintilgangur þess er að vekja athygli landsmanna á skógunum og hvetja þá til að staldra þar við og eiga ánægjulegar stundir í skjóli trjáa. Á kortinu má sjá staðsetningu reitanna og einnig er stutt lýsing á hverjum og einum reit ásamt upplýsingum um aðstöðu/ þjónustu á staðnum og GPS-hnit sem auðveldar fólki að finna þá. Kortið má nálgast endurgjalds- laust í útibúum Arion banka, upplýs- ingamiðstöðvum ferðamála, garð- plöntusölum og víða. Einnig má hlaða því niður af vefsíðunni. Vefsíðan www.skog.is Morgunblaðið/Kristinn Skógrækt Það getur verið huggulegt að fara í skógarferð. Áhugaverðir útivistarskógar Í kvöld, laugardagskvöldið 25. júní, bjóða Bláa lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu. Gang- an hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Gengið verður á fjallið Þor- björn. Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon úr Vinum Sjonna leika tónlist við varðeld á fjall- inu. Að því loknu heldur dagskráin áfram til miðnættis í Bláa lóninu. Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ kl. 19.30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20. Sæta- ferðir frá Bláa lóninu verða til Grinda- víkur kl. 00.30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01.00. Endilega … … gangið á Þorbjörn Gítarspil Hreimur og Vignir leika fyr- ir þá sem komast á toppinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bara góðar hliðar Orkulykillinn færir þér svo miklu meira en bara afslátt af ódýrasta* bensíninu E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 9 *Samkvæmt www.bensinverd.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.