Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið/G.Rúnar Hestar Tveir glófextir með einn gráan á milli sín. Brúnn er algengasti hestaliturinn í dag samkvæmt Bergljótu. unum, því mig langaði að hafa þau til sýnis á hestaleigunni svo fólk gæti átt- að sig á litunum. Þau hár eru nú til sýnis í krukkum á Kjarvalsstöðum,“ segir Bergljót og hlær. Það sem er einstakt við íslensku hestalitina er fjölbreytileikinn og það má meðal annars þakka íslenskum hrossabændum að sögn Bergljótar. „Þeir hafa staðið sig vel í að halda lita- fjölbreytninni við. Litaafbrigðin eru gríðarlega mörg en grunnlitirnir eru: grár, rauður, brúnn, jarpur, leirljós, moldóttur, bleikur, móálóttur og vind- óttur. Svo eru blæbrigðin af þeim mjög mörg og auðkennin líka. Blæ- brigði er eins og glóbrúnn eða ljós- jarpur. Auðkennin eru t.d. skjótt, blesótt og sokkótt. Svo koma líka önn- ur einkenni eins og glófext, vindhært og hringeykt. Engin önnur hestakyn eru með slíkan fjölbreytileika. Ég hef verið mikið innan um útlendinga á hestaleigunni og í hestaferðunum og þeim þykir mjög spennandi að velta fyrir sér þessum litablæbrigðum.“ Velur ekki eftir litnum Bergljót hefur ekki áhyggjur af að þessi litafjölbreytni muni tap- ast úr ís- lenska hrossa- stofn- inum. „Mér finnst allir vera svo vakandi í kringum ræktun ís- lenska hestsins, allir eru að vanda sig og hafa áhuga á að halda litunum við. Það eru samt alltaf ákveðnir grunn- litir mest áberandi, t.d. er brúnn ríkjandi núna en rauður litur var al- gengari áður.“ Spurð hvort hún eigi uppáhalds- hestalit segir Bergljót það nú ekki vera. „Þeir eru skemmtilegir sem maður sér sjaldnar. Annars finnst mér fjölbreytileikinn skemmtileg- astur. Ég er sjálf ekkert í ræktun en ég á eina meri sem er sérkennileg á litinn. Hún er sótrauð með grásprengt tagl og fax, hringeyg og blesótt. Ég setti hana nú bara undir voða fallegan jarpan graðhest um daginn, ekki með það í huga að fá sérkennilegan lit. Í hestaleigunni er nauðsynlegt fyrir mig að vera með alveg tamda hesta svo ég hef ekki verið í neinni ræktun. Ég sæki bara í mjög góða hesta en vel þá ekki eftir litum.“ Landsmót hestamanna hefst í Skagafirði á morgun. Bergljót má ekki vera að því að fara þangað enda háannatími á hestaleigunni. „Það er alltaf að verða meira að gera, bæði verið aukning á Íslendingum og út- lendingum. Við ríðum bæði um Rauð- hóla og Hólmsheiðina og þarna er hægt að fara í einn útreiðatúr og sjá fjögur stöðuvötn en samt alltaf verið innan borgarmarka Reykjavíkur. Endalaust fallegt,“ segir Bergljót að lokum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Brákarhátíðin verður haldin í þriðja sinn í Borgarnesi í dag. Hugmyndin að hátíðinni er sótt til Egilssögu og hinnar mögnuðu ambáttar Þorgerðar brákar. „Þetta er skemmtileg bæj- arhátíð sem sækir hugmyndina í sög- una og víkingamenninguna. Brák var mikil hetja og við segjum stundum að hún sé fyrsta íslenska hetjan því hún fórnaði lífi sínu fyrir barn sem hún var að passa, sem var Egill Skalla- grímsson. Í sögunni hljóp hún niður Borgarnesið og stakk sér til sunds til að reyna að bjarga lífi sínu en henni var drekkt þar, steini var hent milli herða hennar. Það er alltaf verið að tala um víkinga sem fóru út og drápu mann og annan en hin raunverulega hetja er manneskjan sem sýndi um- hyggju og ást og kenndi Agli skáld- skapinn og fórnaði svo lífi sínu fyrir hann,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir í Landnámssetrinu. Hún er ein þeirra sem standa að hátíðinni. „Það er félagsskapur sem heitir Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi sem stendur fyrir hátíðinni. Í þeim samtökum er fólk sem hefur áhuga á því að efla mannlífið í bænum.“ Borgnesingar hafa alltaf haldið nafni Brákar á lofti og er mörg örnefni að finna tengd henni í bænum, t.d. Brák- arbraut, Brákarsund og litlu og stóru Brákarey. Margt verður um að vera í bænum í dag. Hátíðin hefst kl. 10 á leðjubolta í fjörunni í Englendingavík. Kl. 11 verð- ur Brákarhlaup ræst frá Grana- staðatúni, en Brák hljóp niður nesið á flótta undan Skallagrími. Hlaupnir verða 10 km og 2,5 km. Á sama tíma verður búningagerð fyrir börnin. „Síðan verður mikil skrúðganga frá Brákarsundi sem risabrúður leiða. Bernd Ogrodnik vann brúðurnar fyrir hátíðina í fyrra með krökkunum í vinnuskólanum en þær eru af Brák, Agli, Skallagrími og Þórði Granasyni. Það mæta líka víkingar úr Hringhorna og Rimmugýgi í fullum skrúða og verða með víkingahátíð í garðinum,“ segir Sigríður. Bænum hefur verið skipt í hverfi eftir litum og um kvöldið verður götugrill. „Eftir það verður safnast saman við menntaskólann og gengið fylktu liði við harmónikkuleik niður í Englend- ingavík þar sem kvöldvaka hefst,“ segir Sigríður sem er að vonum spennt fyrir fjörugum degi. Brákarhátíð í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Brákarhátíð Frá skrúðgöngunni á Brákarhátíðinni í Borgarnesi í fyrra. Hátíð fyrir kvenhetju www.brakarhatid.is Svartur, brúnn, móbrúnn, dökkjarpur, korjarpur, ljós- jarpur, rauðjarpur, bleikálóttur, dökkbleikálóttur, ljós- bleikálóttur, bleikur, dökk- bleikur, fífilbleikur, fölbleikur, rauðbleikur, grár, albinói, ljós- grár, steingrár, leirljós, dökk- leirljós, ljósleirljós, moldóttur, gulmoldóttur, ljósmoldóttur, móálóttur, dökkmóálóttur, ljós- móálóttur, rauður, dreyrrauður, dumbrauður, dökkrauður, rauðglófextur, sótrauður, skjóttur, bleikálóttskjóttur, bleikskjóttur, brúnskjóttur, grá- skjóttur, jarpskjóttur, móskjótt- ur, rauðskjóttur, glámóttur, hjálmóttur, höttóttur, kinn- skjóttur, slettuskjóttur, vind- óttur, dökkmóvindóttur, ljósmóvindóttur, sótvindóttur, rauð- vindóttur, rauðlitfö- róttur, brúnlitför- óttur, jarplitföróttur, mó- litföróttur, bleikálótt- litföróttur, bleiklitföróttur. Heimild: www.847.is Fjölbreytt litbrigði HESTALITIR www.islenskihesturinn.is AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI! Orkulykillinn hefur ekkert nema góðar hliðar. Hafðu hann á kippunni og tryggðu þér: Sæktu um Orkulykilinn í dag á www.orkan.is • 2 kr. afslátt hjá Orkunni • 4 kr. afslátt hjá Shell • 5 kr. afslátt á Ofurdögum • 10 kr. afslátt í fyrstu 2 skiptin • 10 kr. afslátt á afmælisdaginn • Afslátt af bílavörum • Afslátt af smurþjónustu • Afslátt af bílaþvotti • Greiðslumöguleika á Stöðinni • Orkuvernd (verðstefna Orkunnar) • Reglulega endurgreiðsluleiki • Sérmerkingar lykla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.