Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Það kom sól hérna fyrir nokkrum dögum og ég hélt að ég væri kominn til himna. Ég hef ekki séð hana í næstum mánuð,“ segir Bjarni Magn- ússon, hreppstjóri í Grímsey. Þegar blaðamaður náði tali af honum í gær sagði hann veðrið ekki gott í eynni, súld og rigning, kuldi og norðanátt. Sumarið virðist lengi á leiðinni norð- ur og óvenjuleg kuldatíð ætlar eng- an endi að taka. Í Grímsey, þar sem byggð er nyrst á Íslandi, er kalt og sólarlítið. Krían hvarf með hretinu „Gróður er sáralítill ef enginn. Kal í túnum er hins vegar ekki hér, en sprettan er lítil,“ segir Bjarni um gróðurfar. Á Norðausturlandi og víðar hafa bændur þurft að berjast við afleiðingar kuldakastsins og óvíst er um heyskap í sumar, meðal annars vegna skemmda í túnum. Áhrifin ná þó einnig til dýralífsins. „Bjargfuglinn bjargaði sér og verpir vel og snemma, bæði langvía og lundi, en við náðum svolítið af eggj- um fyrr í vor. Það gerði slæmt veður seinni hluta maímánaðar þar sem varð bæði snjókoma og öskufall. Þá hvarf krían alveg, en hún var komin hingað fyrir hretið. Núna er hún smátt og smátt að koma en ég held að hún sé enn að verpa, mánuði á eft- ir. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur farið illa,“ segir Bjarni Magnússon og nefnir jafnframt að lítið sé af mó- fugli og æðarfugli. Um sé að ræða óvenjulegt ástand. Bregður við að sjá sólina „Það var aldrei mikill snjór hérna því lítið er um frost. Það var hins vegar ömurlegt að sjá allt hvítt með öskuna yfir,“ segir Bjarni um hretið. Hann segir látlausan kulda fylgja austanátt, norðaustanátt og norðan- átt. Ekki frystir vegna nálægð- arinnar við sjóinn en hitinn er eng- inn, mest eru það fimm eða sex stig á daginn en tvö til þrjú stig yfir nótt- ina. Þó sólin láti sjá sig er enn sami kuldinn til staðar. „Okkur bregður orðið við að sjá sólina á ný eftir að hafa ekki séð hana vikum saman og það er sérstakt að sjá ekki sumarsól- stöðurnar í júní. Það er skrýtið hvað þetta stendur yfir lengi. Ég man eft- ir köldum vorum í apríl og maí en svona ástand í júní er sjaldgæft,“ segir Bjarni og bendir á að júnímán- uður sé senn á enda. „Hljóðið í fólki er ágætt, það er nú hægt að fiska þokkalega þrátt fyrir þennan kulda,“ segir Bjarni að- spurður um mannlíf eyjarinnar. Hann segir veðrið þó hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Grímsey en líflegt er í eyjunni á sumrin. Minna af fólki komi með ferjunni en vanalega á þessum tíma árs auk þess sem fólk er sækir eyjuna heim ákveður að dvelja þar færri daga en áætlað var, fyrst og fremst vegna veðurs. Bjarni útskýrir að á sumrin í Grímsey séu hvorki miklir hitar né kuldar. Vanalegt er að norðanátt standi í nokkra daga á þessum árs- tíma en ekki svona lengi. Hann seg- ist hafa verið í Færeyjum nýlega og þar væri sama sagan með norðanátt- ina. „Hann stóð aldrei neitt norðan í vetur heldur voru þá eintómir snún- ingar, ýmist frost eða hiti, “ segir Bjarni um veðurfar þessa árs. Hann er ekki bjartsýnn á að veður fari hlýnandi á næstunni og veðurspáin lofi ekki góðu. Síðustu daga virðist rigning og súld hafa bæst við kuld- ann. „Meira að segja völuspá fyrir vestan sagði að engin hlýindi væru framundan,“ segir Bjarni. Hann vonar hins vegar að sólin fari að láta sjá sig. „Þegar sólin er svona hátt á lofti og sterk getur hún heldur betur lífgað upp á mannlífið og lífríkið ef hún sést,“ segir Bjarni. Ekki sást til sólar í heilan mánuð  Óvenjuleg kuldatíð fyrir norðan er áberandi í Grímsey  Fuglalíf kemur illa undan löngu hreti sem nær fram í júní  Kuldinn hefur einnig áhrif á gróðursprettu og ferðaþjónustu í eynni í sumar Morgunblaðið/ÞÖK Grímsey Alnafnarnir Bjarni Magnússon hreppstjóri og sonarsonur. Í eynni hefur lítið sést til sólar þetta sumar. Trausti Jóns- son veður- fræðingur heldur úti vefsíðunni Hungur- diskar á Mogga- blogginu. Þar skrifar Trausti að kuldakastið hafi staðið yfir í fimm vikur samfleytt eða frá 20. maí. Hann hefur borið tímabilið saman við fyrri ár með áhugaverðum nið- urstöðum. Hann miðar við mæl- ingar á Akureyri allt aftur til ársi s 1949, á tímabilinu 19. maí t l 23. júní. Í efsta sæti kuldali ta s trón- ir árið 2011 en meðalhiti á tíma- bilinu hefur verið 5,51 gráða á Akureyri. Trausti bendir þó á að árið í ár, 2011, velur dagana og hefur því ákveðið samanburðar- forskot. Í öðru sæti er árið 1952 en þá var meðalhiti tímabilsins 5,61. Í þriðja sæti listans er árið 1949 en þá var meðalhiti á þessu tímabili 6,31. Athygli vek- ur að fjögur ár af tíu á listanum eru frá því um svipað leyti eða 1979, 1981, 1982 og 1983. Trausti hefur einnig borið sam- an athuganir í Stykkishólmi allt aftur til ársins 1846 fyrir sömu daga. Árið 2011 er í sjöunda sæti og meðalhitinn á tíma- bilinu er 5,65 gráður. Kaldast var 1860, meðalhiti 4,28 gráður. 2011 í efsta sæti listans VEÐURATHUGANIR Trausti Jónsson Leópold Jón Jóhann- esson, fyrrverandi veitingamaður í Hreðavatnsskála, lést á Hrafnistu í Reykja- vík 23. júní síðastlið- inn, 93 ára að aldri. Hann fæddist 16. júlí 1917 á Ingunnar- stöðum í Múlasveit. Frá 1946-1960 var Leópold vélamaður og verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins. Hann vann við snjómokstur, vegmerkingar, brúa- og ræsasmíðar og margt fleira um allt land. Leópold var veitingamaður í Hreðavatns- skála 1960-1977. Leópold var mörgum að góðu kunnur fyrir hjálpsemi og greið- vikni við þá fjölmörgu sem þurftu þess með. Hann lauk starfsferli sínum hjá Olíufélaginu Esso, en þar vann hann fulla vinnu þar til hann var rúmlega 78 ára er hann sagði starfi sínu lausu. Leópold var alla tíð virkur í fé- lagsmálum. Hann var einn af þeim sem stóðu að stofnun Starfs- mannafélags Vegagerðarinnar, sem stóð m.a. fyrir skemmtunum og heimildarmyndagerð með Ósk- ari Gíslasyni um flutning á efni í brýr austur á Öræfi. Leópold var alla tíð mjög áhugasamur um björgunar- og slysa- varnamál. Sat sem slíkur mörg þing Slysavarnafélags Ís- lands og sinnti ýms- um trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Hann var áhuga- maður um stofnun Björgunarsveit- arinnar Heiðars í Borgarfirði og tók virkan þátt í starfi hennar. Leópold var kunnur hestamaður og stóð fyrir kynbót- um og ræktun hrossa. Hann var stofnfélagi í Félagi hrossabænda og heiðursfélagi númer tvö. Leópold var um tíma formaður Félags eldri borgara í Kópavogi og fararstjóri í fjölmörgum ferð- um þess félags um land allt. Hann var á efri árum eftirsóttur leiðsögumaður. Fyrri kona Leópolds var María Magnúsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn: Önnu Sigurbjörgu, en hún lést árið 1989, Magnús og Hall Valþór. Síðari kona hans var Olga Sigurðardóttir. Þau eign- uðust fjögur börn: Jóhönnu Gunnborgu, Sigurð Hjarðar, Leif Einar, en hann lést árið 1995 og Margréti Oddnýju. Leópold á 12 barnabörn og 16 barnabarna- börn. Andlát Leópold Jón Jóhannesson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Bolvíkingar lögðu mikið í þetta hús á sínum tíma, peninga og sjáfboðavinnu. Þeir bera heitar tilfinn- ingar til félagsheimilisins og vildu ekki láta það grotna niður,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Félagsheimili Bolungarvíkur var tekið í notkun fyr- ir tæpum sextíu árum. Þar hefur verið miðstöð menn- ingar og skemmtanahalds bæjarbúa. Lengi hefur verið rætt um að endurnýja húsið og gera breytingar svo það fullnægi kröfum nútímans, meðal annars um aðgengi. Bæjarstjórn ákvað að ráð- ast í verkið en það tafðist, meðal annars vegna fjár- hagserfiðleika bæjarins. Endurnýjað hús var síðan tekið í notkun við hátíðlega athöfn í vor. Elías segir að Bolvíkingar hafi tekið endurbættu félagsheimili vel og séu duglegir að nýta það. Auk samkomusalar með leiksviði er þar eldhús vel tækjum búið og fundarsalir. Þá er útisvið við húsið og að- staða til að halda samkomurnar að hluta eða öllu leyti utan húss, ef þannig viðrar. „Öll bæjarfélög þurfa miðbæ. Með endurbyggingu félagsheimilisins og tilheyrandi útisvæði er verið að færa bæjarmiðjuna á þennan stað. Þar verða allar helstu samkomur haldnar,“ segir Elías. Kostnaður við endurbyggingu félagsheimilisins og tilheyrandi framkvæmdir er um 250 til 300 milljónir kr. Elías vonast til að leigutekjur standi undir bein- um rekstrarkostnaði. „Við sjáum ekki mikið koma upp í fjárfestingarkostnað,“ bætir hann við. Miðjan færist að félagsheimilinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Miðjan Starfsemi er komin á fullan skrið í Félagsheimili Bolungarvíkur. Unnið er að lokafrágangi útisvæðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.