Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 16
VIÐTAL Andri Karl andri@mbl.is Á meðan úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingamála hefur til meðferðar kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um synjun tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð í miðbænum fer skipulags- og byggingarsvið borgarinnar fram á að gerðar verði úrbætur á ónýtu húsi á lóðinni, annars verði það lagfært á kostnað eig- anda eða dagsektum beitt. Eigandinn fékk fimmtán daga til að svara erindi borgarinnar. Á sama tíma fer Reykjavíkurborg sjálf langt fram yfir frest úrskurðarnefndarinnar um af- hendingu gagna vegna synjunarinnar, en hann rann út 19. desember sl. „Ég vil helst ekki tala um árásir en eig- endurnir upplifa þetta sem vel skipulagða her- ferð og það er líkt og öllu kerfinu sé beitt,“ segir Stefán S. Guðjónsson, talsmaður eiganda lóðarinnar að Klapparstíg 19 en hún er nú í eigu dánarbús. Á lóðinni eru þrjú hús sem eigendur vilja rífa og byggja á reitnum fjölbýlishús á tveimur hæðum með risi. Þau áform kviknuðu fyrst um aldamót og síðan þá hefur verið unnið að verk- efninu. Meðal annars var árið 2007 keypt húsið að Veghúsastíg 1 og það sameinað lóðinni. Það er húsið sem borgin vill nú fá nákvæmar áætl- anir um. Húsið hefur hins vegar verið metið ónýtt, meðal annars eftir vatnsleka í kjölfar þess að heitavatnsrör sprakk og heitt vatn lék um húsið dögum saman. Reykjavíkurborg sein til svara Samskiptin við borgaryfirvöld hafa geng- ið afar stirðlega fyrir sig að undanförnu. Eig- endur lögðu fyrir skipulagsráð í febrúar á síð- asta ári tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina, meðal annars eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá skrifstofu skipulagsstjóra borgarinnar. Fram að því höfðu samskipti við borgaryfirvöld verið góð og ýmis fyrirheit gefin um að deiliskipulag- stillagan yrði samþykkt. „Að vísu var fullyrt við okkur að ýmislegt gæti breyst við af- greiðslu málsins, til að mynda að ekki mætti vera gluggi á tilteknum stað eða svalir. En hús eftir þeirri forskrift sem okkur var gefin yrði heimilað,“ segir Stefán og einnig að kostnaður við deiliskipulagsvinnu á við þessa hlaupi á milljónum króna og því ekki ráðist í slíka vinnu nema tryggt sé að málið muni hafa framgang. Þrátt fyrir að hafa gengið ítrekað eftir svörum frá borgaryfirvöldum fékkst ekki svar fyrr en Stefán ritaði nýjum borgarstjóra bréf 23. september sl. Komst þá hreyfing á málið og synjaði skipulagsráð deiliskipulagstillögunni sex dögum síðar. „Við kærðum ákvörðunina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála enda teljum við á okkur brotið. Þegar ég svo gekk á eftir málinu í vor og spurði hvað tefði afgreiðslu þess fékk ég þau svör að Reykjavík- urborg sé svo sein til svara.“ Að sögn Stefáns var tillagan öll í samræmi við byggðina sem fyrir er og almenna skilmála gildandi deiliskipulags, „Það vakti aldrei fyrir okkur að byggja fimmtíu hæða blokkir líkt og eru þarna neðar í götunni. Hugmyndin er að byggja snoturt fjölbýlishús sem fellur vel að byggðinni í kring. Sá viðsnúningur sem varð hjá borginni kom okkur því verulega á óvart og við viljum reyndar meina að svona stjórn- sýsluhættir séu ólögmætir, enda kærðum við ákvörðun skipulagsráðs.“ Ólíðandi hringlandaháttur Í synjun skipulagsráðs segir að vinna verði að því að útbúa nýja tillögu með lóð- arhöfum og kanna hvort ekki sé hægt að fella „steinbæ á lóðinni inn í upp- bygginguna.“ Stefán segir að með því sé farið fram á að útbúin verði ný deiliskipulag- stillaga með öllum þeim kostnaði sem því fylgir, vit- andi að mögulega verði lóð- arhafar gerðir brottrækir með hana einnig. Hann segir hringlandahátt sem þennan í ákvörðunum með öllu ól- íðandi og um sé að ræða gríð- arlegt virðingarleysi fyrir fjármunum borgarbúa. Auk þess hafi í apríl 2004 verið samþykkt af borgarráði að rífa mætti rústir steinbæjarins og reisa nýbyggingu á reitnum. „Þessi ákvörðun skipulagsráðs kom því mjög flatt upp á okkur svo ekki sé meira sagt,“ segir Stefán. „Þar fyrir utan var aldrei haft sam- band við okkur þrátt fyrir þessi fyrirmæli skipulagsráðs. Því sáum við okkur nauðugan þann kost að kæra úrskurðinn.“ Umræddur steinbær er að Klapparstíg 19 en Stefán segir þó varla hægt að tala um steinbæ. „Það sem kallað er steinbær er í mín- um huga aðeins tveir veggir sem er það eina sem stendur eftir af hinum upprunalega steinbæ sem stóð á lóðinni. Búið er að rífa aðra langhliðina úr húsinu til að klastra viðbygg- ingu við húsið og sama má segja með gaflinn.“ Því hafi meðal annars verið farið í deiliskipu- lagsvinnuna. Í kæru eiganda til úrskurðarnefndar segir að synjun um deiliskipulag gangi þvert gegn gildandi deiliskipulagi sem heimilar niðurrifið. „Við höfum um árabil reynt að hagnýta þenn- an steinbæ. Stundum hefur tekist að leigja húsin út en leigan hefur ekki staðið undir kostnaði, meðal annars þar sem Reykjavík- urborg leggur há fasteignagjöld á lóðina. Nú- verandi húsakostur á lóðinni er þannig að það er aðeins fyrir fjársterka aðila eða hið op- inbera að halda byggingunum við og reyna að skapa þeim eitthvert hlutverk. Það er okkur í reynd óskiljanlegt að Reykjavíkurborg sé á móti uppbyggingu á lóðinni því að í dag gerir hún ekkert fyrir miðbæinn.“ Húsafriðunarnefnd skerst í leikinn Kæran vegna ákvörðunar skipulagsráðs fór af stað í september. Í febrúar fékk Stefán svo bréf frá Húsafriðunarnefnd þar sem segir að uppi séu hugmyndir um að gera tillögu að friðun á nokkrum steinbæjum í Reykjavík, þar á meðal steinbænum að Klapparstíg 19. Stefán hefur gert margvíslegar at- hugasemdir við málsmeðferð Húsafrið- unarnefndar, meðal annars fór hann fram á að forstöðumaður nefndarinnar og starfslið hans verði úrskurðað vanhæft til að fjalla um málið þar sem hann hafi opinberlega tjáð sig um málið, í viðtali við Ríkisútvarpið, og sagt hreint út að steinbærinn eigi að standa. „Almennt er litið svo á í stjórnsýslurétti að starfsmenn stjórnvalda megi ekki hafa gert upp hug sinn áður en mál er fullrannsakað. Er ótækt að fulltrúar stjórnvalda lýsi því yfir að máli eigi að ljúka á einn eða annan veg áður en meðferð málsins er lokið,“ segir í bréfi Stefáns til nefndarinnar. Forstöðumaður nefndarinnar taldi hins vegar að ummælin breyttu engu um máls- meðferðina og taldi þau ekki til þess fallin að valda vanhæfi. Stefán hefur ekki sætt sig við þessi sjónarmið: „Það er ótækt að forsvars- menn stofnana óski sjónarmiða frá aðilum og lýsi því svo yfir opinberlega hver niðurstaðan eigi að vera áður en nokkur sjónarmið eru komin. Myndum við sætta okkur við það að dómarar töluðu um niðurstöðu í málum áður en aðalmeðferðin færi fram?“ Stefán segist einnig hafa bent forstöðu- manninum á að búið væri að taka gaflinn úr húsinu og klastra viðbyggingu við. „Þá segir hann, að það sé einmitt svo frábært. Að sjá hvernig þetta alþýðufólk tók við þessum hús- um og þróaði til áframhaldandi íbúðar. Ég segi að það sé fínt, en nú sé ég tilbúinn að taka við boltanum og þróa þetta lengra til framtíðar. En það má ekki. Hér þarf að frysta augnablik- ið eða söguna. Þetta finnst mér vera sjálfhverf fortíðarþráhyggja, einskonar Amish- hugsunarháttur.“ Geta ekki ráðið sér her lögfræðinga og barist á mörgum vígstöðum Stefán bendir einnig á að frá því í febrúar, þegar samskiptin hófust við Húsafrið- unarnefnd, hafi umræða í ýmsum fjölmiðlum hafist um niðurnídd hús í miðbænum. „Svo endar það með þessu bréfi þar sem okkur er gert að gera við ónýtt hús en sæta annars dag- sektum. Og við fáum 15 daga til að svara. Þess vegna segi ég, að það er ekki skrítið að maður upplifi sig verða fyrir árásum.“ Hann bendir einnig á að neglt hafi verið fyrir alla glugga á umræddu húsi og hurðir að beiðni slökkviliðs og borgaryfirvalda til þess að koma í veg fyrir að útigangsmenn haldi þar við. „Svo þurfum við að sæta því að tilteknir borgarfulltrúar lýsi því yfir í blöðum að ein- hverjar illar hvatir liggi að baki hjá eigendum þessara húsa. Nú þekki ég ekki eigendur ann- arra húsa, skilst reyndar að Landsbankinn eigi þau nokkur. En í okkar tilviki eru húsin í eigu fjölskyldu sem er búsett í Reykjavík og hefur sterkar taugar til miðborgarinnar og vill veg hennar sem mestan. Þegar maður veltir fyrir sér þessari atburðarrás, kúvendingu skipu- lagsráðs gagnvart okkur, breyttri afstöðu til þess hvort rífa megi steinbæinn á Klapparstíg 19, hótun um dagsektir og afskiptum Húsa- friðunarnefndar þá finnst mér stundum eins og allt kerfið vinni gegn okkur. Lóðin er núna í eigu dánarbús en arflátinn fór af stað með þetta verkefni og ætlaði aldrei annað en að finna lóðinni ný og hagkvæmari not. Hún lifði það ekki að sjá fyrir endann á því og reyndar er mjög erfitt að sjá nokkuð fyrir endann á þessu ferli. Erfingjarnir eru ekki einhverjir stórefnamenn sem hafa efni því að ráða sér her lögfræðinga og eiga við borgina á mörgum víg- stöðum. Okkur finnst eiginlega óskiljanlegt í hvaða farveg málið er komið.“ Upplifunin að borgin beiti öllu kerfinu í skipulagðri herferð  Talsmaður eiganda lóðarinnar að Klapparstíg 19 segir óskiljanlegt í hvaða farvegi mál hennar er Morgunblaðið/Árni Sæberg Óhaggað Stórframkvæmdir eru við húsið að Klapparstíg 17 og gnæfir það yfir rústirnar af steinbænum, þ.e.a.s. húsið með klukkunni. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Fyrstu samskipti eignarhaldsfélagsins Ottós við borgaryfirvöld voru í júlí 1999. Í samtali við arkitekt á skipulagssviði Reykjavíkurborgar kom fram að heimilt væri að rífa húsin að Veghúsastíg 1 og Klapparstíg 19 og byggja hús á lóðunum með nýtingahlutfalli 1,5 samkvæmt þá- gildandi skipulagi. Nýtt deiliskipulag var samþykkt 2004 sem fól í sér að rífa mætti steinbæ á lóð- inni og byggja nýbyggingu á tveimur hæð- um, með kjallara og risi. Í nánu samtarfi við við skipulagsyfirvöld í Reykjavík var ráðist í undirbúning fram- kvæmda. Teikningar af mögulegu húsi á lóðinni voru kynntar og vel í þær tekið. Eftir að fleiri teikningar voru bornar undir borgaryfirvöld var samþykkt af þeirra hálfu að hafin væri deiliskipulagsvinna. Tillagan var unnin með arkitektastof- unni Arkís. Í henni er gert ráð fyrir fjöl- býlishúsi með sjö til átta íbúðum og var tekið mið af nánasta umhverfi í hæð. Lóðin er um 650 fm og átti húsið að koma þar sem rúst- irnar af steinbænum standa, þ.e. bláa húsið með klukkunni, upp Klapparstíg og teygja sig aðeins fyrir hornið. Að- koman yrði þá frá Veg- húsastíg inn á lóð húss- ins. Nú virðist sem rústirnar af steinbænum séu steinn í götu verk- efnisins. Unnið í nánu sam- starfi við yfirvöld ALLTAF VEL TEKIÐ Í TILLÖGUR Reiturinn umræddi Lindargata Hverfisgata Veghúsastígur Kl ap pa rs tíg ur Va tn ss tíg ur Laugavegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.