Morgunblaðið - 25.06.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.06.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 afnotarétt af nema öðrum hverjum sporði sem Einar Hálfdáns landar. Frumvarpið var áfall „Við höfum byggt útgerðina mikið á leigukvóta. Á núverandi fiskveiðiári hefur verið erfitt að fá leigðar afla- heimildir, einkum vegna ákvörðunar um 50% veiðiskyldu. Sáum við okkur knúna til þess í vor að fjárfesta veru- lega í aflahlutdeild til að geta haldið áfram útgerð bátsins, mitt í allri óvissunni um skipan sjávarútvegsins. Reyndar var forsætisráðherra þá nýbúinn að tala um að væntanlegar breytingar myndu byggjast á niður- stöðum endurskoðunarnefndarinnar. Við urðum því fyrir áfalli þegar stóra kvótafrumvarpið kom fram,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarpið geri ráð fyrir því að lokað verði á flutning kvóta úr aflamarkskerfinu niður í krókaaflamarkskerfið og veiðiskylda verði aukin í 75% af úthlutuðum heimildum. „Það verður því lítið til leigu, ef frumvarpið nær fram að ganga,“ segir hann. Viðurkennir Jón Þorgeir að þeir bræður hafi séð fram á að þurfa að segja áhöfn bátsins upp og leggja honum í nokkra mánuði. „Nú er búið að fresta frumvarpinu fram á haust og við höfum aðeins meira svigrúm, í bili,“ segir hann og bætir því við sér þyki undarlegt að sjá að þingmenn fólksins úr Norðvesturkjördæmi skuli bera þungann af því að koma þessum breytingur fram, bæði í ráðuneytinu og sjávarútvegsnefnd, á sama tíma og ekkert væri gert til að jafna húshitunarkostnað og flutn- ingskostnaður að sliga atvinnurekst- ur víða á landsbyggðinni. Jón Þorgeir þekkir vel til í sjávar- útvegi á Vestfjörðum í gegnum störf sín sem endurskoðandi. Hann telur að breytingarnar sem boðaðar voru í stóra kvótafrumvarpinu komi illa við nokkra útgerðarmenn smábáta í Bol- ungarvík og víðar, sérstaklega þá sem hafa verið að byggja sig upp. Þeir sem treyst hafa á leigumark- aðinn þurfi að leggja bátunum því ljóst sé að ekki verði mikið til skipt- anna úr svokölluðum leigupotti. Þeir sem hafi verið að kaupa kvóta séu litlu betur staddir því þeir séu skuld- ugir. „Þessir menn sækja stíft og ef þeir fá ekki kvóta, verða þeir að stoppa í nokkra mánuði – eða losa sig við út- gerðina. Það yrði mikið högg fyrir byggðarlagið,“ segir hann og getur þess að um 80 til 90 menn starfi við útgerð í Bolungarvík, þar af 60 til 70 við smábátaútgerð. Klukkunni ekki snúið til baka Jón telur ekki raunhæft að ætla að hægt verði að byggja upp á ný fisk- vinnslu í hverju þorpi. Tilraunir í þá veru yrðu þjóðhagslega óhag- kvæmar. „Sjávarútvegurinn grund- vallast á tæknivæddum fisk- iðjuverum og vel búnum bátum, þar sem lögð er áhersla á að vinna aflann á sem hagkvæmastan hátt. Við erum í beinni samkeppni við útgerð og fisk- vinnslu í öðrum löndum. Tímarnir hafa breyst og klukkunni verður ekki snúið til baka.“ Hann segir sjálfsagt að útgerðin borgi auðlindagjald, þegar vel árar. „Það er áhættusamt að rýja sjávar- útveginn alveg inn að skinni, eins og staðan er nú, fyrirtækin eru nýkomin út úr hruni og eru að byggja sig upp. Og ef lagt er á auðlindagjald verður að leggja sambærilegt gjald á alla aðra nýtingu auðlinda í landinu,“ bætir hann við. Jón segir að ef auð- lindagjald yrði lagt á allar auðlindir þjóðarinnar myndi það væntanlega hækka heita vatnið og draga úr mis- mun á húshitunarkostnaði. Jón segist geta sætt sig við að hagnaður þeirra sem selja sig út úr atvinnugreininni með umtalsverðum söluhagnaði sæti hærri tekjuskatts- prósentu – en það sama verði þá að gilda um fjárfestingu í öðrum at- vinnugreinum. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel síðustu árin, meðal annars vegna gengis íslensku krónunnar, en miklar skuldir hvíla á fyrirtækjunum. „Ég hef trú á því að ef sjávarútvegurinn fær að vera í friði klári fyrirtækin skuldir sínar og þá verði hægt að hækka auðlindagjaldið í framtíðinni,“ segir Jón Þorgeir Einarsson. Nógu erfitt að glíma við náttúruöflin  Sjávarútvegurinn er helsta áhuga- mál Jóns Þorgeirs Einarssonar, aðal- eiganda Endurskoðunar Vestfjarða  Bátarnir stöðvast ef lokað verður fyrir leigu kvóta til krókaaflamarks- kerfisins  Stóra kvótafrumvarpið mikið högg fyrir Bolungarvík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Líf á bryggjunni Útgerð er helsta áhugamál Jóns Þorgeirs Einarssonar endurskoðanda. Hann kemur oft við á bryggjunni þegar verið er að landa úr Einari Hálfdáns ÍS og fylgist síðan með sölunni á fiskmarkaðnum til að geta flutt fréttir af árangri dagsins. Báturinn hefur sótt mikið í ýsu og steinbít en vænn þorskur kemur með. Aflaheimildir í ýsu hafa verið skert- ar verulega á síðustu árum, vegna ástands stofnsins. Útlit er fyrir að útgerð Einars Hálfdáns ÍS muni á næsta fiskveiðiári aðeins hafa til af- nota um helming þeirra heimilda sem keyptar hafa verið á síðustu árum. Jón Þorgeir Einarsson nefnir að útgerðin hafi keypt 236 tonna afla- hlutdeild í ýsu frá árinu 2008. Vegna skerðingar á kvóta geti út- gerðin notað 163 tonn á þessu fisk- veiðiári. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar muni kvótinn fara í 121 tonn á næsta fisk- veiðiári. Skerðingin nemur því 115 tonnum sem þýðir að 49% þeirra heimilda sem keyptar hafa verið hafa horfið. Jón vekur athygli á því að lánin sem tekin voru til að kaupa kvótann standi óskert. Þegar til þess komi að ýsukvótinn verði aukinn muni aðeins hluti hans skila sér til út- gerðarinnar aftur, verði stóra sjáv- arútvegsfrumvarpið að lögum. Þannig mun útgerðin tapa rúmum 50 tonnum þótt kvótinn verði ein- hvern tímann aukinn í það horf sem verið hefur síðustu ár. Þar fyrir ut- an er gert ráð fyrir afturköllun aflaheimilda á næstu árum. Útgerð- in mun samkvæmt því aldrei eiga kost á að nýta þessa fjárfestingu að fullu. Ýsukvóti útgerðar Einars Hálfdáns ÍS Keyptur kvóti 2008-2011 Úthlutun 2010-2011 Væntanl. úthlutun 2011-2012 Kvóti eftir hugsanl. aukningu heildarkvóta 236 tonn 163 tonn 121 tonn 184 tonn 50 100 150 200 250 0 Helmingur ýsukvótans hverfur Jón Þorgeir Einarsson er fædd- ur og alinn upp í Bolungarvík en fór 15 ára suður til náms. Þegar hann kom til baka, 28 ára gam- all löggiltur endurskoðandi, stofnaði hann skrifstofu með tveimur endurskoðendum á Ísa- firði. Hann stofnaði Endurskoðun Vestfjarða ehf. fyrir sjö árum og í lok árs 2009 keypti félagið rekstur Löggiltra endurskoð- enda Vestfjörðum ehf. á Ísafirði. Meðeigendur Jóns eru Elín J. Jónsdóttir og Deloitte sem á 19% hlut. Jón segir nauðsyn- legt að vera í sambandi við stærri keðju til að hafa aðgang að sérhæfðum kerfum og þekk- ingu. Fyrirtækið er með um 300 fyrirtæki og stofnanir í við- skiptum, þar á meðal flest af stærri fyrirtækjunum á norðan- verðum Vestfjörðum. „Það er að mörgu leyti erfitt að vera endurskoðandi úti á landi. Miklar og vaxandi kröfur eru gerðar um endurmenntun til að viðhalda réttindum og ég þarf að sækja hana alla til Reykjavíkur,“ segir Jón. Hann segir að starfið sé að sama skapi fjölbreyttara en störf end- urskoðenda á stærri stofum þar sem sérhæfingin er miklu meiri. Þá skapar smæðin nánari tengsl við atvinnulífið. Jón Þorgeir hittir viðskiptavinina niðri á bryggju eða úti á götu og við- fangsefnin eru oft leyst á staðn- um. Endur- skoðandi Vestfjarða FJÖLBREYTT STARF Steinbítur Stofninn er í lágmarki og útlit fyrir samdrátt í veiðum. Löndun Mikil umsvif hafa skapast í kringum smábátaútgerð í Bolungarvík. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er nógu erfitt að glíma við nátt- úruna, eins og sést á þróuninni í ýsu og steinbít, tegundum sem eru okkur mikilvægar, þótt við þurfum ekki að etja við stjórnvöld á sama tíma,“ seg- ir Jón Þorgeir Einarsson, endur- skoðandi í Bolungarvík. Þótt hann hafi í nógu að snúast sem stjórnandi Endurskoðunar Vestfjarða, stærsta endurskoðunarfyrirtækis landshlut- ans, leitar hugurinn mikið til sjávar- útvegsins. Hann fylgist daglega með aflabrögðum báts sem hann gerir út með bróður sínum og sölu afurðanna og er þannig stöðugt með puttann á púlsinum. Frá því Jón kom heim frá námi, fyrir rúmum tuttugu árum, hafa orð- ið afdrifaríkar breytingar í atvinnulífi í Bolungarvík. Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf. stöðvuðust og voru gerð upp og rækjuvinnslur sem við tóku hafa gengið illa. Útlitið var ekki bjart því kvótinn var seldur í burtu með tilheyrandi atvinnuleysi, óvissu og erfiðleikum í atvinnulífi bæjar- félagsins. Ástandið lagaðist smám saman. Duglegir sjómenn hófu útgerð og náðu miklum árangri. Nú er bolfisk- kvótinn um 7 þúsund tonn og bátarn- ir landa rúmlega 12 þúsund tonnum á ári. Hlutdeild Bolungarvíkur í bol- fiskkvóta landsmanna er orðin meiri en hún var fyrir gjaldþrot EG og landaður afli meiri en á meðan tog- ararnir voru gerðir út. „Það er þó mikilvægara að eggin eru ekki öll í sömu körfunni,“ segir Jón. Byrjuðu aftur að gera út Jón Þorgeir hefur tekið þátt í upp- byggingunni með fjölskyldu sinni. Hann var í fyrstu í útgerð með föður sínum, Einar Guðmundssyni, Guð- mundi bróður sínum, Daða föður- bróður sínum og Guðmundi Jens mági sínum. Bátar fyrirtækisins urðu aflahæstu smábátar landsins í mörg ár undir stjórn hinnar þekktu aflaklóar, Guðmundar Einarssonar, bróður Jóns. Fleiri bátar voru keypt- ir og stöðugt bætt við kvótann. Út- gerðin var að lokum seld og sam- einuð stærsta fyrirtæki staðarins, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf., og á fjölskyldan á í dag um 7% hlut í því fyrirtæki. Ekki gátu bræðurnir setið auðum höndum og byrjuðu aftur að gera út sjálfstætt fyrir nokkrum árum. „Við vorum fyrst að hugsa um sumar- vinnu fyrir strákana okkar. Svo jókst ýsuveiðin og okkur langaði að prófa að gera út allt árið,“ segir Jón Þor- geir. Fyrirtækið gerir út bátinn Einar Hálfdáns í krókaaflamarkskerfinu. Tíu menn eru í vinnu og veltan er 350 milljónir á ári. Þótt keyptar hafi verið aflaheimildir og fjárfest í bátum fyrir 800 milljónir á síðustu tveimur til þremur árum, á fyrirtækið enn ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.