Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Arion banki í samstarfi við Gekon ehf. býður til morgunfundar þriðjudaginn 28. júní n.k. Tilefni fundarins er annars vegar útgáfa skýrslu um greiningu og samstarfsmótun íslenska jarðvarmaklasans og hins vegar stofnun formlegs samstarfsvettvangs klasans. Efni skýrslunnar byggist m.a. á kortlagningu klasans sem kynnt var á ráðstefnunni Iceland Geothermal 2010 þann 1. nóvember sl. Dagskrá fundar: • Arion banki og íslenski jarðvarmaklasinn. Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. • Íslenski jarðvarmaklasinn: Vegferð og vegvísir Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Gekon. • Hvaða væntingar hafa stofnaðilar til samstarfs- samnings og hins íslenska jarðvarmaklasa? Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. • Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School. Á fundinum munu fyrirtæki og hagsmunaaðilar staðfesta stofnun formlegs samstarfs innan íslenska jarðvarmaklasans. Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, frá kl. 8:30 – 10:00, boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00. Takmarkað sætaframboð. Skráning á arionbanki.is eða gekon.is Virðisauki í jarðvarma - Dr. Michael Porter heiðursgestur á morgunfundi. Morgunfundur Pósthússtræti hefur verið lokað fyrir bílaumferð frá kl. 11-18 alla daga frá 24. til 31. ágúst. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður gert á mótum Pósthússtrætis og Hafn- arstrætis að vestanverðu. Hafnarstræti milli Aðalstrætis og Naustsins er í hönnunarferli og verður lokað frá þeim degi sem framkvæmdir hefjast. Hafnarstræti austan við Póst- hússtræti var lokað hinn 17. júní sl. og verður gatan lokuð til 31. ágúst með mögulegri aðkomu bíla frá Tryggvagötu. Bílastæði á þessum kafla verða óheimil. Áður hefur Austurstræti verið breytt í göngugötu, frá Lækjargötu að Pósthússtræti. Morgunblaðið/Eggert Sumar Líf og fjör í Austurstræti. Fleiri götum lokað Í dag, laugardag kl. 11-17, verður haldinn sveitamarkaður í Reyk- holti. Á boðstólnum verða afurðir úr héraði auk kynningar á ýmis- konar starfsemi sem þrífst í upp- sveitum Borgarfjarðar. Hug- myndin er að markaðurinn verði farvegur fyrir ýmiskonar menn- ingu: fólk hittist, spjalli og njóti sveitarinnar. Markaðurinn er sá fyrsti í röð þriggja sem áætlað er að halda í sumar. Boðið verður upp á veitingasölu, ratleik, víkingabrauð eldað á glóð- um, hestateymingu og leiki fyrir börnin. Harmonikkan og Þorvaldur verða á staðnum, boðið upp á sögu- stund með Geir Waage o.fl. Þá verður fjölbreytt úrval af fram- leiðslu sveitamanna í sölutjöldum. Sveitamarkaður í Reykholti Miðlun ehf. og Rannsóknir & ráð- gjöf ferðaþjónustunnar gerðu könnun um fyrirhuguð ferðalög landsmanna í sumar. Svör bárust frá rúmlega 800 einstaklingum. Fram kom að flestir töldu áhuga- vert að heimsækja Akureyri í sum- ar (39,6%) sem er heldur minna en fram kom í sambærilegri könnun fyrir ári. Stærsta breytingin frá könnuninni sem gerð var sumarið 2010 er aukinn áhugi á Vest- mannaeyjum (28,0%) og Siglufirði (17,9%). Fólk í ferðahug Í dag, laugar- dag,verður farið í göngu þar sem fetað verður í fótspor barna- bókarithöfund- arins Jóns Sveinssonar – eða Nonna. Þetta verður létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna, lesið upp úr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum. Haraldur Þór Eg- ilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, leiðir gönguna sem tekur rúmlega klukkustund. Lagt verður að stað kl. 14 frá Nonnahúsi, Aðalstræti 54 á Akureyri. Þátttaka er ókeypis. Gengið um slóðir Nonna á Akureyri Jón Sveinsson STUTT Í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, standa Íbúasamtök Kjalarness fyrir fjöl- skylduhátíð á Kjalarnesdegi. Kjalarnesdagar hafa verið haldnir nokkur undanfarin ár og er síðasta helgin í júní frátekin fyrir þá. Með lið- sinni fleiri félaga og stofnana verður boðið upp á viðamikla dagskrá. Laugardagurinn hefst með skrúðgöngu kl. 11:00 frá róló í miðju hverfisins. Gengið verður upp að battavelli þar sem UMFK-leikar hefjast og skipt verður í lið eftir litum hverfanna. Leik- arnir eru fyrir alla, unga sem aldna og hvert lið (litur) safnar stigum. Þá verða hefbundnar bátsferðir á vegum Björgunarsveitarinnar Kjalar og Hagsmuna- félag hestamanna verður með hesta á staðnum. Dr. Baldur Hafstað prófessor verður með sögugöngu þar sem segir frá Kjalnesingasögu og hugarheimi hennar. Gengið verður frá Fólks- vangi niður í útistofu með viðkomu í Kléberginu. Unglingadeild Storms grillar pylsur gegn vægu verði. Á Fólksvangi verður svo markaðsdagur þar sem framtakssömu fólki er boðið upp á aðstöðu til að koma framleiðsluvörum sínum og öðrum söluvarningi á framfæri. Kvenfélagið Esja starf- rækir einnig kaffihús á Fólksvangi á sama tíma þar sem hægt verður að hvíla sig og njóta dýr- indis veitinga. Á laugardagskvöldið kl. 20:00 verður grill, glaumur og gleði á róló og verðlaunaafhending frá UMFK-leikunum. Bjössi Greifi mætir með gítarinn og íbúar skemmta sér fram eftir kvöldi. Sunnudagurinn hefst svo með helgistund á Esjubergi kl. 14 þar sem fyrsta kirkjan á Íslandi var byggð. Í framhaldi af helgistundinni segir Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur frá fornleifauppgrefti á Esjubergi. Að því loknu hefst menningardagskrá Sögufélagsins Steina í Fólksvangi þar sem m.a. Gunnar Kristjánsson veltir fyrir sér hvers virði það sé að rifja upp söguna og séra Gunnþór Ingason segir frá kelt- neskri kristni og ferðum papa. Veittar verða umhverfisviðurkenningar hverfisráðsins í lok þessarar dagskrá sem verður um kl. 17:00. Á Kjalarnesdögum verður Gler í Bergvík einnig með tilboðsdaga frá kl. 10:00-15:00 á laugardag og sunnudag þar sem veittur verður 15% afsláttur á öllum vörum. Nánari upplýsingar um Kjalarnesdaga eru á www.kjalarnes.is. Kjalnesingar bjóða fólki heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.