Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is George Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, fullyrti í gær að gríska ríkið myndi fá annað neyðarl- án frá Evrópusambandinu og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Forsætis- ráðherrann sagði á fundi með blaðamönnum að lánið yrði um 110 milljarðar evra, rétt eins og lánið sem var veitt grískum stjórnvöldum í fyrra. Stefnt er að því að leiðtogar ESB gangi frá útfærslu lánveitingar- innar í byrjun júlí. Rétt eins og næsta greiðsla af neyðarláninu sem veitt var í fyrra er forsenda lánveitingarinnar að gríska þingið samþykki að hrinda aðhalds- aðgerðum og einkavæðingaráform- um stjórnvalda í framkvæmd í næstu viku. Allt bendir til þess að atkvæða- greiðslan verði tvísýn og þarf for- sætisráðherrann að treysta á að ekki bresti flótti á þinglið hans, en Sósíal- istaflokkurinn hefur fimm manna meirihluta í þinginu. Frumvarpið gerir ráð fyrir um 28 milljarða evra niðurskurði, en frá því að það var lagt fram hafa sérfræðingar ESB og AGS komist að því að skera þarf frekar saman um tæpa sex milljarða. Ef það verður ekki samþykkt munu greiðslur af neyðarlánum ekki berast og þar af leiðandi mun gríska ríkið standa frammi fyrir greiðslufalli í júlí. Þrátt fyrir að allt stefni í að neyð- arlánið verði samþykkt þá eru uppi djúpstæðar efasemdir um hvort það muni leiða til einhvers annars en að slá vandanum á frest. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sagði til að mynda í gær að frekari neyðarlán til ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal myndu ekki leysa þann vanda sem steðjar að evrusvæðinu. Að sögn King felst vandi þessara ríkja í þeirri staðreynd að þau eru vart greiðslufær miðað við núverandi stöðu ríkisfjármála og þar af leiðandi gera frekari lánveitingar ekki annað en að fresta hinu óumflýj- anlega. Nýtt 110 milljarða neyðar- lán til gríska ríkisins í höfn Reuters Útför Breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage stóð fyrir mótmælum gegn frekari lánum til Grikklands í gær. ● Feikilegur sölu- þrýstingur var á hlutabréfum ítölsku bankanna UniCredit SpA, In- tesa Sanpaolo SpA, Banca Popol- are di Milano og UBI Banca í kaup- höllinni í Mílanó í gær. Þurfti að stöðva viðskipti með bréf bankanna nokkrum sinnum vegna „mikilla sveiflna“ eins og tals- maður kauphallarinnar orðaði það. Söluþrýstingurinn kemur í kjölfar yf- irlýsingar Moody’s um að lánshæfi nokkurra ítalskra banka kynni að lækka á næstunni. En eins og fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal er einnig þrálátur orðrómur um að láns- hæfi ítalska ríkisins kunni að verða lækkað á næstunni auk þess sem óttast er að nokkrir ítalskir bankar kunni að koma illa út úr álagsprófum evrópskra fjármálayfirvalda. Prófin verða gerð í júlí og óttann má annars rekja til þess að hugsanlegt er að sumir ítalskir bank- ar geti ekki tekist á við frekari lækkun á virði ríkisskuldabréfa í þeirra bókum. Mikill söluþrýstingur á hlutabréf ítalskra banka Álagið á mörk- uðum er mikið. ● Hrein eign heimilanna í landinu losar 240% af landsframleiðslu, eða 3.700 milljarða króna. „Er þetta umtalsverð eign sem stendur þrátt fyrir hrun bankakerfisins og þá kreppu sem ís- lenskt samfélag hefur tekist á við á undanförnum árum með tilheyrandi lækkun á verði eigna og hækkun á verð- tryggðum og gengisbundnum lánum,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Meirihluti sparnaðar heimilanna er bundinn í íbúðarhúsnæði. Því til við- bótar eru heimilin með eignir sínar í líf- eyrissjóðum, innlánum, verðbréfum og bifreiðum svo það helsta sé talið. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.984 millj- örðum króna í lok apríl síðastliðins og eignir heimilanna á innlánsreikningum stóðu í 629 milljörðum króna á sama tíma. Samanlagt eiga heimilin því um 5.463 milljarða króna í íbúðarhúsnæði, lífeyrissjóðum og innlánum hjá bönk- unum. Þetta eru um 43 milljónir króna á hvert heimili í landinu eða um 353% af landsframleiðslu. Við þetta bætist síðan bifreiðaeign og bein eign í verð- bréfum, en tölur yfir það eru ekki til- tækar. Á móti þessum eignum eru skuldir heimilanna umtalsverðar, eða um 110% af landsframleiðslu, samkvæmt Morg- unkorni Íslandsbanka. Hrein eign heimilanna 3.700 milljarðar króna Forstjóri Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórsson, og framkvæmdastjóri fjármálasviðs sama fyrirtækis, Krist- ján Þorbergsson, hafa fest kaup á 60% í bílaumboðinu. Það er Lands- bankinn sem selur þeim Úlfari og Kristjáni meirihlutann í félaginu, sem hafði hafnað í höndum bankans eftir að skuldir félagsins urðu óviðráðan- legar. Fyrri eigandi félagsins var Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Í eigendatíð hans keypti Toyota á Íslandi meðal annars Toyota-umboðið í Danmörku. Danska umboðið hefur nú verið selt aftur til þeirra sem seldu Magnúsi, en skila- nefnd Landsbankans hafði mestra hagsmuna að gæta í þeim viðskipt- um. Skuldauppgjör Toyota á Íslandi hefur því ekki verið með einfaldasta móti, þar sem bæði gamli og nýi Landsbankinn höfðu hagsmuna að gæta í fyrirtækinu. Toyota á Íslandi hefur umboð fyrir tvær tegundir bif- reiða hér á landi, Toyota og Lexus. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Toyota á Íslandi eru 34 einstak- lingar í vinnu hjá fyrirtækinu. Bankinn minnihlutaeigandi Landsbankinn mun áfram eiga 40% í fyrirtækinu. Í fréttatilkynn- ingu vegna sölunnar í gær var tekið fram að bankinn myndi ekki hafa af- skipti af daglegum rekstri fyrirtæk- isins. Salan til þeirra Úlfars og Kristjáns er gerð með samþykki Toyota Motor Europe (TME), sem er dreifingaraðili Toyota í Evrópu. „Samþykki TME byggist fyrst og fremst á góðri samvinnu við Úlfar Steindórsson og Kristján Þor- bergsson og því að þeir munu áfram stýra rekstri og stefnu félagsins,“ segir í fréttatilkynningu vegna söl- unnar, sem er háð því að Samkeppniseftirlitið veiti blessun sína. Meirihluti Toyota í eigu stjórnenda Landsbankinn heldur eftir 40% hlut Morgunblaðið/Ernir Bifreiðar Sala á 60% hlut í Toyota á Íslandi til stjórnenda er sögð hluti af viðamiklu skuldauppgjöri fyrirtækisins sem staðið hefur yfir um hríð. Stuttar fréttir ...                      !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-,2 ++0-/2 //-.3 /+-+, +4-312 +50-45 +-2211 +02-5 +,2-43 ++,-5 +0,-.3 ++0-13 //-+11 /+-/// +0-..4 +53-+/ +-2234 +02-01 +,1-/1 //.-,,/1 ++,-10 +0,-12 ++0-32 //-// /+-/02 +0-., +53-1+ +-2153 +01-2 +,1-4+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Jón Ásgeir Jóhannesson hafnar því að hafa borið mesta ábyrgð á því að Baugur hafi keypt eigin bréf af þremur hlutafélögum í eigu helstu hluthafa Baugs árið 2008, en skipta- stjóri Baugs hefur höfðað skaðabóta- mál á hendur Jóni Ásgeiri vegna meints fjárhagslegs tjóns sem kröfu- hafar Baugs urðu fyrir, þegar Hagar voru seldir úr Baugi fyrir 30 millj- arða og helmingur söluandvirðisins nýttur til að kaupa bréf í Baugi. Í greinargerð Jóns Ásgeirs vegna skaðabótamálsins, sem Morgunblað- ið hefur undir höndum, hafnar Jón því að hafa borið mesta ábyrgð „ásamt fjölskyldu sinni“ (eins og það er orðað í stefnu skiptastjóra) á kaupum Baugs á eigin bréfum, held- ur hafi stjórn félagsins borið ábyrgð- ina. En stjórnina skipuðu Jón Ásgeir sjálfur, Jóhannes Jónsson (faðir Jóns Ásgeirs), Ingibjörg Pálmadótt- ir (eiginkona Jóns Ásgeirs), Kristín Jóhannesdóttir (systir Jóns Ás- geirs), Hreinn Loftsson og Hans Christian Hustad. Segir í greinar- gerðinni að stjórnin hafi samþykkt viðskiptin, en áður borið þau undir hluthafafund Baugs. En hluthafa- hópur Baugs var í meginatriðum samsettur af sama fólki og var talið upp hér að framan. Þess má geta að vísað er í „tengsl stjórnarmanna við hluthafa“ í greinargerðinni. Hafnar gildi skýrslu RNA Meðal þess sem skiptastjóri Baugs lagði fram í stefnu vegna skaðabótamálsins voru valdir hlutar úr skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. „Ekki verður séð að fram- lagningin þjóni nokkrum tilgangi með tilliti til málatilbúnaðar stefn- anda, auk þess sem skýrslan hefur ekkert sönnunargildi í dómsmáli,“ segir í greinargerð Jóns Ásgeirs. Stjórnin ábyrg, ekki fjölskyldan Morgunblaðið/RAX Kröfuhafafundur Baugs Skiptastjóri hefur höfðað riftunarmál vegna Hagasölunnar, en líka skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Segir stjórn Baugs hafa borið ábyrgð á sölunni, með samþykki hluthafa Baugs Ábyrgð á sölunni » Jón Ásgeir hafnar því að hafa borið ábyrgð á því ásamt fjölskyldu sinni að hafa selt Haga út úr Baugi sumarið 2008 fyrir samtals 30 millj- arða króna. » Heldur hafi stjórn félagsins, sem var þó að mestu skipuð fjölskyldumeðlimum Jóns Ás- geirs, borið ábyrgð, með sam- þykki hluthafafundar Baugs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.