Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Arion banki í samstarfi við Gekon ehf. býður til morgunfundar þriðjudaginn 28. júní n.k. Tilefni fundarins er annars vegar útgáfa skýrslu um greiningu og samstarfsmótun íslenska jarðvarmaklasans og hins vegar stofnun formlegs samstarfsvettvangs klasans. Efni skýrslunnar byggist m.a. á kortlagningu klasans sem kynnt var á ráðstefnunni Iceland Geothermal 2010 þann 1. nóvember sl. Dagskrá fundar: • Arion banki og íslenski jarðvarmaklasinn. Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. • Íslenski jarðvarmaklasinn: Vegferð og vegvísir Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Gekon. • Hvaða væntingar hafa stofnaðilar til samstarfs- samnings og hins íslenska jarðvarmaklasa? Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. • Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School. Á fundinum munu fyrirtæki og hagsmunaaðilar staðfesta stofnun formlegs samstarfs innan íslenska jarðvarmaklasans. Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, frá kl. 8:30 – 10:00, boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00. Takmarkað sætaframboð. Skráning á arionbanki.is eða gekon.is Virðisauki í jarðvarma - Dr. Michael Porter heiðursgestur á morgunfundi. Morgunfundur Samningaviðræður milli demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi um hækkun skuldaþaks alrík- isstjórnarinnar eru runnar út í sand- inn. Repúblikanar slitu viðræðunum vegna krafna ríkisstjórnar Barack Obama um að meiri áhersla verði lögð á að hækka skatta en nið- urskurð í tilraunum stjórnvalda við að koma böndum á ríkisfjármálin. Bandaríkjaþing verður að sam- þykkja að hækka skuldaþak stjórn- valda, sem er nú 14,3 þúsund millj- arðar Bandaríkjadala, fyrir 2. ágúst. Ef það tekst ekki blasir við að Bandaríkjastjórn mun ekki geta greitt af skuldum sínum og ljóst er að það myndi valda meiriháttar skjálftavirkni á fjármálamörkuðum. Talið er að hækka verði skulda- þakið um 2 þúsund milljarða fyrir næstu tvö ár. Repúblikanar vilja að það verði skorið jafn mikið niður á móti en demókratar vilja leggja meiri áherslu skattahækkanir. ornarnar@mbl.is Viðræðum slitið  Engin sátt í sjónmáli um hækkun skuldaþaks Bandaríkjastjórnar Reuters Skuldaklukkan tifar Ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki hækkun skulda- þaksins fyrir 2. ágúst blasir greiðslufall við bandaríska ríkinu. Íslandsbanki hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Menn- ingarhúsið Hof á Akureyri. Menn- ingarhúsið hefur verið starfrækt í tæpt ár og hafa vel á annað hundrað þúsund manns heimsótt það á þeim tíma. „Þá hefur hin góða aðstaða í Hofi gert það að verkum að framboð hefur stórauk- ist á menningarviðburðum á Norð- urlandi sem hefur haft jákvæð áhrif á menningarlíf Norðlendinga og samfélagið í heild, svo sem verslun, þjónustu og aðra atvinnu- uppbyggingu. Íslandsbanki er stoltur bakhjarl Menningarhússins Hofs og vonar að starfsemin þar haldi áfram að vaxa og dafna,“ segir í tilkynn- ingu frá bankanum. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs, segir í til- kynningunni að aðstandendur Hofs séu stoltir af því að fá Ís- landsbanka sem einn af bak- hjörlum. „Það skiptir okkur miklu máli að vera í góðu samstarfi við fyrirtæki og þjónustuaðila, ekki síður en listamenn og gesti sem heimsækja Hof. Það að fyrirtæki sjái sér hag í að tengjast Hofi fel- ur í sér ákveðna viðurkenningu á mikilvægi starfseminnar og gildi hennar í atvinnuuppbyggingu.“ Íslandsbanki styrkir Hof Samstarfssamningur til þriggja ára Hof Karl Frímannsson, Birna Ein- arsdóttir og Ingi Björnsson undir- rita samstarfssamninginn. Alls var 77 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 17. júní til og með 23. júní og var heildarveltan 2.521 milljón króna. Sömu viku í fyrra var 52 kaupsamningum þing- lýst og var heildarveltan 1.182 millj- ónir króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Á sama tíma var þremur kaup- samningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var einn samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 47 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,7 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamn- ingum þinglýst á Akureyri. Þar af voru fjórir samningar um eignir í fjölbýli og þrír samningar um sér- býli. Heildarveltan var 190 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,2 milljónir króna. Þá var fimm kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru þrír samningar um sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild- arveltan var 86 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,2 millj- ónir króna. Samning- um fjölgar milli ára Íbúðir 77 samningum var þinglýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.