Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rætur vandans í Sýrlandi eru efna- hagsástandið sem hefur versnað mjög síðustu árin og gegndarlaus spilling einræðisstjórnarinnar. Upp- reisnin sem byrjaði í Túnis var að- eins neistinn sem kveikti bálið, nóg var af eldiviði. Fálmkenndar til- raunir síðustu sjö ár til að koma á markaðsumbótum af sama tagi og ýttu undir vöxt í Egyptalandi merktu lækkaðar niðurgreiðslur á mat og eldsneyti. Almenningur fyllt- ist örvæntingu. Niðurgreiðslur voru þá aftur teknar upp en þær kosta ríkissjóð stórfé. Miklir þurrkar sem hófust 2006 urðu til þess að 1,5 milljónir manna flosnuðu upp í sveitunum og hröktust til stórborganna þar sem enga vinnu var að fá. Há fæðingar- tíðni veldur því að geysilegur fjöldi ungs fólks ráfar um atvinnulaus og eygir enga von, einvörðungu þeir sem eru vel tengdir geta bjargað sér. Svar valdaklíkunnar hefur ávallt verið að lofa öllu fögru, einnig hefur verið reynt að beina athyglinni frá innanlandsvanda með því að reka herskáa utanríkisstefnu. Bandalag við Íran hefur að vísu tryggt aðstoð fagmanna í hrottaskap við að berja niður uppreisnina. Nú velta menn fyrir sér hvaða áhrif þessi „hjálp“ Írana muni hafa á orð- spor þeirra meðal almennings í arabaríkjum. Bashar al-Assad og flokks- einræði baath-sósíalista hafa lengi notið öflugs stuðnings hjá efri milli- stétt og efnuðum kaupsýslumönn- um, einnig ýmsum minnihlutahópum en ætt forsetans er úr röðum alavíta, sem margir múslímar fyrirlíta. Hrun í ferðaþjónustu En sýrlenska pundið hefur fall- ið um 17%, tekjur af ferðaþjónustu, sem námu átta milljörðum dollara árlega, eru nú að verða að engu. Reiknað hafði verið með 55 milljarða dollara fjárfestingum næstu árin en allt bendir til að lítið verði úr þeim. Nú er að sögn New York Times far- ið að bera á mikilli óþolinmæði hjá kaupsýslumönnum. „Sem kaupsýslumenn viljum við lausn, við getum ekki beðið enda- laust,“ sagði Muhamad Zaion, fata- kaupmaður í Aleppo. „Forsetinn ætti að finna lausn á vandanum, ef ekki ætti hann að láta aðra um þetta. Við þurfum lausn, einhverja lausn.“ Efnahagshrun í Sýrlandi?  Tekjur af ferðaþjónustu nær horfnar og vaxandi urgur í kaupsýslumönnum  Þurrkar hafa hrakið 1,5 milljónir manna úr sveit í atvinnuleysið í borgunum Reuters Andóf Þátttakandi í mótmælum gegn Sýrlandssstjórn í Tripoli í norðanverðri Líbanon í gær með spjald sem sýnir Hamza al-Khatib, 13 ára dreng. Sagt er að öryggissveitir Assads forseta hafi pyntað hann og loks myrt drenginn. Mannfall á ný » Enn kom til fjölmennra mótmæla í Sýrlandi í gær eftir föstudagsbænir eins verið hef- ur reglan síðustu þrjá mánuði. » Heimildarmenn sögðu að liðsmenn öryggissveita hefðu skotið allt að 10 óvopnaða borgara til bana. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar af Nicotinell lyfjatyggigúmmíi mega aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, að meðtöldu Prinzmetal afbrigði hjartaangar, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Sjúklingar með háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á, stöðuga hjartaöng, sjúkdóm í heilaæðum, teppusjúkdóm í útlægum slagæðum, hjartabilun, sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli, auk alvarlega skertrar nýrna- og/eða lifrarstarfsem skulu gæta varúðar við notkun á Nicotinell. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. Nicotinell Fruit 2 mg 24 584 24.31 486 -49% Nicotinell Fruit 2 mg 96 2.484 25.88 518 -45% Nicotinell Fruit 2 mg 204 4.611 22.60 452 -52% Nicotinell Fruit 4 mg 24 902 37.60 752 -21% Nicotinell Fruit 4 mg 96 3.483 36.28 726 -23% Nicotinell Fruit 4 mg 204 6.380 31.28 626 -34% Tegund Bragð Styrkleiki Pakkning Meðal verð Meðal verð Meðalverð Sparnaður pr. pakka** pr. tyggjó x20 * Meðalverð á kartoni í verslunum 10-11, Shell, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. Könnun gerð 26. maí 2011 **Verðkönnun gerð í 14 apótekum og apótekskeðjum 5., 16.-19. og 26. maí 2011 ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Í þessum samanburði er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn tyggi eitt tyggjó fyrir hverja sígarettu sem hann reykti*** Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!52%SPARNAÐUR! 34% SPARNA ÐUR! 3 vinsælar tegundir 200 9.464 44.32 946 Tegund Fjöldi í Meðalverð Meðalverð Meðalverð kartoni pr. karton* pr. sígarettu pr. pakka Augnlækn- irinn Bas- har al- Assad tók við forseta- hlutverkinu í Sýrlandi árið 2000 að föður sínum látn- um og naut velvildar margra sem vonuðust eftir betri tíð. Faðirinn, Hafez al-Assad, var alræmdur grimmdarseggur en ungi mað- urinn kom vel fyrir. Hann menntaðist að hluta í Bretlandi, talar reiprennandi ensku og þokkalega frönsku, kona hans, Asma, er sýrlensk en fædd og uppalin í Bretlandi. Yrði nú stefnan loks tekin á lýðræði og mannréttindi í Sýrlandi? Í grein í ísraelska blaðinu Haaretz er rifjað upp að banda- ríska tímaritið Vogue hafi birt fallega úttekt á hjónunum snemma á þessu ári, ást- úðlegur faðir lék sér við börnin, allt var svo himinblítt í Damas- kus. Nú sé búið að fjarlægja greinina af heimasíðu ritsins. Fjölmenn mótmæli þrátt fyrir ofsóknir, pyntingar og morð, þúsundir hafa flúið land. Ímynd Assads og klíku hans hefur á fáeinum mánuðum hrunið – og Asma hefur ekki uppfært heimasíðuna sína í marga mán- uði. Hrunin glansímynd al-Assads UMSKIPTI Í DAMASKUS Bashar al-Assad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.