Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Fasteignamat í núverandimynd var fyrst gert fyrirárið 2010 en áður hafðimatið verið framreiknað árlega af yfirfasteignanefnd frá árinu 2001. Nú er hver fasteign end- urmetin á hverju ári í ljósi kaup- samninga sem gerðir hafa verið um sambærilegar eignir. Með framreikningi hækkuðu allar eignir í hverjum flokki í sveitar- félagi jafnmikið og þróunin varð sú að sala á einstökum eignum var ekki eins og framreikningur hafði gefið vísbendingar um. Lagabreytingar voru því gerðar um fasteignamat vorið 2008 og tóku gildi um áramótin 2008-2009. Endurbættar mats- aðferðir voru teknar upp í því mark- miði að markaðsvirði fasteigna myndi endurspeglast betur í fast- eignamatinu en áður. „Yfir- fasteignanefnd ákvarðaði áður hversu mikið tilteknir eignaflokkar hækkuðu eða lækkuðu mikið. Þá voru gerðar fastar breytingar fyrir stóra hópa; íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hækkaði kannski um 10% í heild sinni og svo fram- vegis,“ segir Þorsteinn Arnalds, að- stoðarframkvæmdastjóri mats- og hagsviðs Þjóðskrár Íslands. Marg- víslegir eiginleikar hafa nú áhrif á matið, t.d. flatarmál lóðar, svalir, fjöldi hæða og svo framvegis. Við fyrsta endurmatið fyrir árið 2010 urðu miklar sveiflur á fast- eignamatinu milli hverfa og svæða á landinu. Dæmi um þetta voru til að mynda suðurhluti Þingholta sem hækkaði um 31,5% á meðan Valla- hverfið í Hafnarfirði lækkaði um 16,2%. Heildarmatið á landinu lækk- aði um 0,3%. „Þetta var auðvitað ekki besti tíminn til að gera mark- aðsmat, enda var markaðurinn á þessum tíma næstum horfinn. En við vorum mjög varkár og áætluðum matið 5% lægra en reiknilíkanið okk- ar gerði ráð fyrir.“ Meiri gögn til að vinna úr Í fasteignamati fyrir árið 2011 lækkaði heildarmatið um 8,6%. „Við sigldum nokkuð lygnan sjó í fyrra. Þá var markaðurinn á niðurleið og við sáum ekkert annað fyrir en hann héldi áfram að fara niður. Þess vegna birtum við matið 4% lægra en líkanið sagði okkur. Nú í ár hefur mark- aðurinn tekið við sér og við höfum meiri gögn til þess að vinna úr. Við höfum því öðlast meiri sannfæringu fyrir því hvernig landið liggur og áætlum því matið 2% lægra en kom fram í reikningunum. Það er vaninn að túlka þessa reikninga frekar fast- eignaeigendum í hag.“ Aðspurður hvað valdi því helst að heildarmatið fyrir allt Ísland hækki um 6,8% fyrir árið 2012 segir Þorsteinn ástæðuna að hluta til vera aukið líf á markaði. „Við höfum líka verið að endur- bæta aðferðir okkar. Líflegri mark- aður býr jafnframt til betri gögn fyrir okkur að vinna úr. Við þurftum að vera miklu varkárari þegar lítið var af gögnum og markaðurinn var kyrrstæður.“ Gróin hverfi styrkjast Gróin íbúðarsvæði á höf- uðborgarsvæðinu hækka í mati fyrir árið 2012. Mest hækkar svæðið vestan við Bræðraborgarstíg, um 14,9%. Þorsteinn segir ljóst að Vesturbærinn hafi verið metinn of lágt áður. „Þetta er að einhverju leyti endurbót, vegna þess að hverfið hefur verið að styrkj- ast og verðþróun hefur ekki verið sú sama og á höfuðborgarsvæðinu öllu.“ Líflegri markaður speglist í endurmati Morgunblaðið/Golli Vesturbærinn Fasteignamatið þar hækkar árið 2012 en Vesturbærinn var metinn of lágt áður, að sögn Þorsteins Arnalds hjá Þjóðskrá Íslands. 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekkert ermeira rættþessa dag- ana en vandi evru- svæðisins og Evr- ópusambandsins. Leiðtogar í álfunni eiga í látlausum samtölum um stöðuna og reyna að finna lausn sem geti komið í veg fyrir að evrusvæðið brotni upp og jafnvel að Evrópusam- bandinu sjálfu sé ógnað. Er- lendir fjölmiðlar sem hingað til hafa stutt samrunann í Evrópu dyggilega fjalla nú um fátt meira en efasemdir um framtíð evrusvæðisins og sumir þess- ara miðla spá evrunni dauða með áberandi hætti. Aðrir reyna í örvæntingu að benda á leiðir út úr vandanum, en engin þeirra er sérstaklega trú- verðug og efasemdaraddirnar magnast en þagna ekki. Þeir sem geta halda sig fjarri vandamálinu. Þannig er greint frá því á Evrópuvaktinni að David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, hefði náð því fram í samtali við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að Bretar þyrftu ekki að taka þátt í nýjum björgunar- aðgerðum fyrir Grikkland. Bretland er í þeirri stöðu að hafa haldið í eigin mynt, en þau ríki sem hafa tekið upp evruna eiga erfiðara með að neita að taka þátt í björgunaraðgerð- um. Þau ríki sitja uppi með gríska bráðavandann og skammt undan eru fleiri og stærri vandamál sem bíða lausnar takist að koma plástr- um á sárin í Grikklandi. Takist það ekki er óvíst hvort hafa þarf áhyggjur af því að binda um sár evrusvæðisins. Á sama tíma og þessar fjár- málalegu hamfarir ganga yfir á meginlandi Evrópu kynnir ríkisstjórn Íslands að merkum áfanga hafi verið náð í aðlög- unarviðræðum Íslands og Evr- ópusambandsins. Nú sé búið að rýna lögin og framundan séu „eiginlegar samninga- viðræður“ við sambandið. Heitustu stuðningsmenn að- ildar Íslands að ESB hér á landi héldu því fram á sínum tíma að Ísland gæti fengið flýtiferð inn í sambandið, en eins og svo margt annað sem sagt hefur verið um þessi mál reyndist það ósatt. Sem betur fer. Ef Ísland hefði fengið flýtimeðferð hefði ríkis- stjórnin ef til vill í óðagotinu tekið upp evru hér á landi, því evran hefur verið ein helsta röksemdin fyrir því að Ísland eigi að ganga í Evrópusam- bandið. Hefði þetta tekist sætu Ís- lendingar nú uppi með gríska bráðavandann auk annarra risavaxinna vandamála evru- svæðisins. En Íslendingar eru ekki sloppnir. Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna held- ur þrátt fyrir allt áfram við- ræðum um að laga Ísland að Evrópusambandinu og segist áfram vilja „kanna hvað okkur býðst“. Íslendingar vita vel hvaða aðstæður og hvaða afar- kostir bjóðast í Evrópusam- bandinu. Þar er enn í boði sama fullveldisafsalið og sama afsalið á yfirráðunum yfir fiskimiðunum og alltaf hefur verið. Og nú hefur bæst við að boðið er upp á upplausnar- ástand í gjaldmiðilsmálum. Eitt boð hefur að vísu bæst við frá Brussel og það boð er nokkuð sem íslensk stjórnvöld ættu að taka fegins hendi. Á dögunum benti sendiboði stækkunarskrifstofu ESB á það á fundi hér á landi að Ís- land gæti ákveðið að hætta við viðræðurnar. Þetta ágæta boð sýnir að Ísland þarf engar áhyggjur að hafa af því að viðræðuslitum yrði illa tekið innan Evrópusambandsins eins og sumir hafa óttast. Þvert á móti. Í Brussel hafa menn áttað sig á því að Íslend- ingar hafa engan áhuga á að ganga í Evrópusambandið. Þar, líkt og hér á landi, yrði því fagnað ef ríkisstjórn Ís- lands sæi að sér og segði við- ræðum lokið. Nú er kjörið tæki- færi til að hætta stórskaðlegum við- ræðum um aðild} Gott boð frá Brussel Líklegt var tal-ið að Obama forseti Bandaríkj- anna myndi nýta sér dráp bin Lad- ens til að draga saman í liði sínu í Afganistan. Al- menningur er orðinn þreyttur á stríðinu og virðast margir telja fall skæruliðaforingjans ágæt verklok. Forsetinn vill ógjarnan ganga til endur- kjörs í nóvember á næsta ári í óbreyttum stríðs- rekstri. En því miður aukast nú líkur á að talib- anar nái að bíða bandamenn af sér. Og hinn kviki bandamaður, Pak- istan, verður enn lausari í rásinni. Þá glittir á ný í upp- eldisstöðvar hryðjuverka- manna. Því er ekki víst að ákvörðun forsetans reynist farsæl. Stríðsþreyta segir til sín og blandast saman við kosninga- skjálfta} Stríðsþreyta - kosningaskjálfti Þ ar sem ég sat í 18 stiga hita og þægi- legum raka heima á Akureyri í gær og gaumgæfði rósirnar sem vinur minn nostrar við á hverju ári, áttaði ég mig skyndilega á því hve lífið er yndislegt, þrátt fyrir allt. Bara passa sig að vera á réttum stað á réttum tíma. Ef vel er gáð er hér allt í blóma, ekki bara þessar fallegu, litskrúðugu rósir. Börnin okkar nýstigin úr skóla út í sumarið, sum alla leið út í lífið. Við ræddum um heima og geima, rifjuðum upp gamlar gleðistundir, eitt og eitt prakkara- strik og veltum ekki síst framtíðinni fyrir okkur. Sötruðum svaladrykk (óáfengan að sjálfsögðu) til að gera okkur lífið bærilegra í hitanum. Þó að vorið hafi verið kalt, tún séu meira og minna kalin á Norðurlandi, grasspretta nánast engin og margir uggandi, leynast dásemdirnar víða. Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð, eins og segir í kvæðinu. Hárrétt hjá Gylfa. Þar sem við sátum félagarnir bærðist ekki hár á höfði og sem betur fer sást ekki til sólar því þá hefði hitinn eflaust verið óbærilegur. Á þessari stund okkar í gær hefði ég ekki viljað skipta og því að vera á Flórída í 40 stiga hita eins og kunningjafólk mitt í síðustu viku. Þetta var nákvæmlega að mínu skapi; 18 stig, sólarlaust og logn. Til hvers að kvarta? Hér heima höfum það líka fram yfir marga aðra að bens- ínið kostar nánast ekki neitt. Þeir sem finnst það dýrt ættu að minnsta kosti að hugga sig við það að hátt verð dregur úr akstri og við það sparast háar fjárhæðir sem ella hefði þurft að eyða í lagfær- ingu vega eftir sumarið. Minni eldsneytisnotkun, minni mengun. Gleymum því heldur ekki. Þá má gleðjast yfir þeim fréttum að hug- myndir um matarskatt eru aftur komnar upp á matarborðið. Ég verð að segja að stjórnvöld láta vonandi til skarar skríða í þeim efnum. Samkvæmt rannsóknum er þjóðin orðin of feit þannig að skattahækkunin kæmi sér vel að því leyti. Eftir að við vinirnir höfðum setið góða stund á stuttermabolnum fékk ég sms frá fjölskyld- unni: Ætlarðu ekki að fara að elda? Hrökk í kút þegar ég áttaði mig þá á því hve klukkan var orðin margt Skyldan kallaði. Lífið er ekki bara leikur og fleiri verk þarf að inna af hendi en þau sem skemmtileg þykja. Ég þurfti að koma við í búð áður en maturinn hækkar enn í verði, elda handa mínum elskulegu og loks að skrifa pistil fyrir morgundaginn. Rétt er að taka fram að til allra þess- ara verka geng ég með bros á vor. Muna bara að lykilatriði í lífinu er að vera á réttum stað á réttum tíma. Eftir að við kvöddumst vafði ég treflinum um hálsinn á mér, klæddi mig í úlpuna og fór í vettlingana. Setti svo und- ir mig hausinn og gekk út úr gróðurhúsinu hans. Út í hið raunverulega líf. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Lífið er yndislegt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fasteignamat hefur verið mjög mismunandi eftir svæðum síð- ustu ár. Mat íbúðarhúsnæðis fyr- ir 2012 byggist á rúmlega 34.000 kaupsamningum frá júlí 2005 til apríl 2011. Fasteigna- og stimpilgjöld og erfðafjárskattur eru reiknuð út frá fasteignamati og því getur breytt mat haft um- talsverð áhrif á útgjöld fólks. Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir afar mismunandi eftir sveit- arfélögum hvernig þau hafa brugðist við nýju fast- eignamati í gegnum ár- in. „Aðalatriðið er að þegar matið kemur snemma gefst sveit- arfélögum svigrúm til að meta stöðuna hvort ástæða sé til að taka upplýstar ákvarðanir.“ Viðbrögðin eru misjöfn KARL BJÖRNSSON Karl Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.