Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 25
Þegar Evrópusam- starfið hófst með form- legum hætti um miðja síðustu öld, lágu til þess langtímasjón- armið, sem voru sann- færandi, hvort sem menn stóðu til vinstri eða hægri í litrófi stjórnmálanna. Heims- styrjöldin, sem hafði lagt Evrópu í rúst, var ein út af fyrir sig nægileg ástæða til að leita leiða til að byggja varan- legar forsendur fyrir frið og öryggi í álfunni. Frá lokum stríðsins og fram til 1949 hafði fjarað nokkuð undan þeim sem sáu framtíðaröryggi og frið í faðmi Stalíns. Uppbygging Evrópu litaðist strax af kalda stríðinu. Margar helstu stofnanir samstarfs- ins urðu til á þeim tíma sem járn- tjaldið setti sinn drungalega svip á Evrópu og áður en múrinn féll. Frá upphafi var ljóst að sam- starfið yrði á kostnað fullveldis ríkjanna. Það var sú hugsun, sem lögð var til grundvallar verkefninu. Hversu langt menn voru tilbúnir að ganga, fór eftir aðstæðum. Mjög sérkennilegur atburður varð á þeirri ögurstundu, þegar Frakk- land var að hruni komið 1940. Win- ston Churchill freistaði þess að blása lífi í síðustu glæður ríkisstjórnar Pauls Reynaud og koma í veg fyrir að Frakkar gæfust upp fyrir Þjóð- verjum. Lögð var fram tillaga bresku ríkisstjórnarinnar um að Stóra-Bretland og Frakkland sam- einuðust í eina ríkisheild, eins konar bandaríki, með eigin stjórnarskrá, sameiginlega ríkisstjórn, eitt þing og sameiginleg borg- araréttindi. Tillagan var studd ötullega af nýskipuðum ráðherra í stjórn Reynauds, Charles de Gaulle. Þegar á hólminn kom hafði Paul Reynaud ekki styrk til að styðja hugmyndina og sagði af sér. Við tók Pétain marskálkur sem lét það verða sitt fyrsta verk að leita eftir vopna- hlésskilmálum við Hit- ler. Það verk var svo upphafið að niðurlægingu Frakklands á tímum Vichy-stjórnarinnar. Þetta mál er rifjað upp af nokkr- um ástæðum. Annars vegar varpar það nokkru ljósi á örvæntingu Frakka og Breta á ögurstundinni 1940, að þeir tveir menn, sem einna mest hafa verið orðaðir við þjóð- legan metnað og sjálfstæði, hvor á sínum vettvangi, lögðu nafn sitt við hugsanlegan samruna Bretlands og Frakklands. Fullkomnara afsal sjálfstæðis, í þeim tilgangi að verja sjálfstæði, er varla hægt að hugsa sér. Báðir urðu þeir Churchill og de Gaulle síðar meir fráhverfir hug- myndinni um samruna þjóðríkja, þegar Evrópusamvinnan hófst á 6. áratugnum. En örvæntingin, sem blés þeim í brjóst neyðarúrræðinu fræga í júní 1940, er einn af horn- steinum Evrópusambandsins. Kyn- slóðirnar, sem unnið hafa að upp- byggingu Evrópusambandsins síðast liðina hálfa öld, eru allar markaðar af þeim óhugnanlegu átökum, sem í tvígang skóku und- irstöður Evrópuríkja á síðustu öld og þeim skugga sem kalda stríðið varpaði á lýðræðis- og öryggismál álfunnar. Í hvert skipti sem Evrópu- sambandið hefur staðið frammi fyrir því hvort stíga ætti enn eitt skrefið í samrunaátt, hefur verið blásið sterk- lega í lúðra örvæntingarinnar mál- inu til stuðnings. Þessi örvænting- artónn var ekki síst áberandi í frönskum fjölmiðlum í aðdraganda Maastricht-samningsins. Eins og menn muna, lá þá við að Frakkar felldu samninginn. Hitt er þó ekki síður athyglisvert, að höfundur samrunaplaggsins, sem þeir Churchill og de Gaulle vildu að samþykkt yrði 1940, var Jean Mon- net. Sá merkismaður hefur réttilega verið talinn höfuðsmiður Evrópu- samstarfsins. Fyrir utan það að Monnet naut mikillar virðingar og fulls trúnaðar helstu forystumanna Bretlands og Bandaríkjanna á stríðsárunum, þá lagði hann – að til- hlutan de Gaulle – grunninn að end- urreisn efnahagslífs Frakka með sérstakri áætlun þegar árið 1945. Þegar Marshall-aðstoðin hófst var Frakkland reiðubúið. Jean Monnet var arkitekt Kola- og stálsambands- ins, sem var fyrsta formlega skref Evrópusamstarfsins. Auðlindir áttu verulegan hlut að máli í heimsstyrjöldunum tveimur, ekki síst orkumál. Fyrsta bygging Evrópusamstarfsins var reist utan um auðlindir, kol og stál. Stjórn þessara auðlinda varð sameiginleg, og fyrsti forseti sameiginlegrar valdastofnunar varð Jean Monnet. Það er ástæða til að leggja sér- staka áherslu á að með Jean Monnet berst inn í evrópsk stjórnmál sterk- ur andi alþjóðlegra viðskipta. Þótt Monnet væri af sterkefnuðum at- hafna- og peningamönnum kominn, var formleg menntun hans takmörk- uð. Hugmyndir hans og ævistarf endurspegla á hinn bóginn gríðar- lega mikla þekkingu á efnahags- og stjórnmálum. Þótt hann hafi haft öðrum mönnum meiri áhrif á mótun Evrópusamstarfsins, var hann aldr- ei þjóðkjörinn til nokkurra starfa. Jean Monnet hefur verið lýst sem einum mesta skipuleggjanda tutt- ugustu aldarinnar. Mikilvægur þátt- ur í hugmyndaheimi hans var stofn- un evrópsks markaðssvæðis, sem grundvallar viðskipta og öryggis í álfunni. Monnet virðist hafa verið sann- færður um að samstarf Evrópuþjóða ætti ekki mikla möguleika nema rík- in rynnu saman í Bandaríki Evrópu. Það var hins vegar hvorki sýn Char- les de Gaulle né Churchills, eftir að hin sérkennilega hugmynd um sam- runa Bretlands og Frakklands frá júnímánuði 1940 gufaði upp. Alla tíð síðan hefur samstarf Evrópuríkj- anna, hvaða nafni sem það hefur nefnst og hverjir sem tekið hafa þátt í því, sveiflast milli tveggja ósam- ræmanlegra langtímamarkmiða. Þeir sem trúa á samstarf sjálfstæðra ríkja, eins og de Gaulle kallaði það, hafa smátt og smátt orðið undir í baráttunni við þá, sem trúa því eins og Jean Monnet, að Evrópa eigi ekki framtíð nema ríkin sameinist. Flest- öll meginskref í þróun Evrópusam- bandsins hafa verið í þessa átt, þótt enn sé leiðin að samruna ríkjanna löng og nokkurri óvissu háð. Það, sem veldur togstreitunni, er að mestu leyti byggt á sterkum og býsna varanlegum straumum, sem marka samskipti þjóða almennt og skapa þeim örlög. Þótt ekki sé til gott hugtak á íslensku um þessa strauma, er þar um að ræða flókið samspil landafræði, mannfjölda, auðlinda og menningar sem gengur stundum alþjóðlega undir nafninu „geostrategia“. Þegar Íslendingar sækja um aðild að Evrópusamband- inu, þurfa þeir að átta sig vel á því hvort þeir vilja láta sér nægja að standa nærri þeirri iðu, sem Evr- ópusamstarfið er, eða hvort þeir vilja frekar berast með straumnum. Svarið við því hlýtur að byggjast á því hvernig samspil landafræði, mannfjölda, auðlinda og menningar markar Íslendingum leið fram á við og veitir leiðsögn um hvernig æski- legast er fyrir þá að haga sam- skiptum við Evrópusambandið. Það er ekki auðveld sigling, því talsmenn skersins og bárunnar eru fastir fyrir í trú sinni á frelsun. Ríkisstjórnin sótti um aðild að ESB án þess að nokkur eðlileg og lýðræðisleg forsenda væri fyrir henni. Það á væntanlega eftir að koma okkur í koll. Eðlilegast og heiðarlegast gagnvart þjóðinni sjálfri og viðsemjandanum, Evrópu- sambandinu, væri að draga umsókn- ina til baka og hætta aðlögunarferl- inu. Á meðan ferlinu er haldið áfram, og hver sem örlög þess verða, er nauðsynlegt að skoða sem flestar hliðar utanríkismála. Stefnan í þeim málum er einn af grunnþáttum í stjórnmálalífi Íslendinga. Eftir Tómas Inga Olrich »Ríkisstjórnin sótti um aðild að ESB án þess að nokkur eðlileg og lýðræðisleg forsenda væri fyrir henni. Það á væntanlega eftir að koma okkur í koll. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Hugleiðingar um stöðu Íslands og hagsmuni í utanríkismálum 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Smár en knár Eigendur cavalier-hunda fóru nýverið saman í göngutúr með hvuttana. Eggert Ég hef orðið var við að margir furða sig á fram- göngu forsvarsmanna Sam- taka atvinnulífsins í tengslum við kjarasamn- inga. Í stað uppbyggilegs samtals inn í samfélagið hefur málflutningurinn ein- kennst af gífuryrðum, svikabrigslum og ásökunum af pólitískum toga um „stjórnleysi“ og „for- ystuleysi“ ríkisstjórn- arinnar. Alveg sama hvað gert er, alltaf er verið að svíkja þá Vilmund Jósepsson og Vilhjálm Egilsson. Þessum neikvæða tón úr ranni SA höfum við ekki átt að venjast í langan tíma og alls ekki nú síðustu árin, í aðdraganda hrunsins þegar Samtök at- vinnulífsins og Viðskiptaráðið lágu á spena stjórnvalda, hvöttu þau til dáða og fengu nær undantekningalaust sínu framgengt. Einhvers staðar held ég að ég hafi séð að Viðskiptaráð hafi beðist opinberlega afsök- unar á framferði sínu en slíku hefur ekki verið til að að dreifa af hendi Samtaka at- vinnulífsins. Stóra svikabrigslamálið nú í sumarbyrjun er að ég sem ráðherra samgöngumála, skuli ekki hafa viljað setja á vegatolla til að ráð- ast í sérstakar flýtiframkvæmdir í til- teknum afmörkuðum stórframkvæmdum en þess í stað viljað halda mig við ódýrari lausnir, sem þó skapa fleira fólki vinnu. „Þú hefur lagaheimildina, þú getur sett á tolla,“ var mér sagt, og skipti þá engu þótt ég benti á andstöðu samfélagsins, tugþúsundir undirskrifta, andstöðu sveitarstjórn- armanna og þingmanna að ógleymdum at- vinnurekendum, sem tugum saman hafa skrifað mér og kvartað yfir forsvars- mönnum sínum. Þrátt fyrir þetta leyfði for- maður SA sér að segja að sú staðreynd að ég lyti ekki boðvaldi sýndi fram á „getu- leysi ríkisstjórnarinnar“ og „forystuleysi“ að „láta einn mann stoppa svona mikilvægt mál …“ … framkvæmdir „upp á tugi milljarða …“. Þrátt fyrir skýran þjóðarvilj- ann leyfa menn sér að segja upp í opið geðið á þeim tugum þús- unda sem hafa látið vilja sinn í ljósi að það sé einn maður, und- irritaður, sem sé að „bregðast“ og „svíkja“ og nú síðast krefjast blessaðir mennirnir þess í bræði sinni að mér verði vikið úr rík- isstjórninni: „Verkstjórar stjórn- arsamstarfsins hljóta að bregð- ast við og sjá til þess að innanríkisráðherra snúi af villu síns vegar. Takist það ekki er vart annar kostur en að fela öðrum að fara með sam- göngumálin í ríkisstjórninni.“ Hvernig væri nú að Samtök atvinnulífsins snéru sér að því í framtíðinni að semja um kaup og kjör, vinnutíma og réttindi launa- fólks og hættu að halda almennu launafólki í gíslingu með það að markmiði að ná fram þröngum sérhagsmunum og þá einnig að sveigja þjóðfélagið á gamalkunna braut út í frjálshyggjufenið. Þessi vinnubrögð og sú vanvirða við lýð- ræðið sem þau endurspegla mun sem betur fer brátt heyra til liðinni tíð. Þetta er fyrst og fremst hvimleitt en ekki til að gera sér mikla rellu út af. Stóryrtar hótanir og mikið loft, en innistæðan engin. Það finn ég á þeim viðbrögðum sem ég verð var við þessa dagana, ekkert síður frá fé- lagsmönnum þeirra Vilmundar og Vilhjálms en frá launafólki sem blöskrar yfirgangur þeirra. Hvimleiðar raddir fortíðar Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson » Þetta er fyrst og fremst hvimleitt en ekki til að gera sér mikla rellu út af. Miklar hótanir og mikið loft, en innistæðan engin … Höfundur er innanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.