Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 26

Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 26
Eftir Sigurð Sig- urðsson Morgunblaðið birtir hinn 20. júní í leiðara vangaveltur sínar um evruland og er eins og þarna sé loks fundinn einhver ægilegur sann- leikur. Evruland Morg- unblaðsins er ekkert annað en ákveðið form á því ríkjasambandi sem er reyndar hund- gömul útfærsla á ríkjasambandi og er til dæmis það form sem Bandaríki Norður-Ameríku stofnuðu á átjándu öld og notast við enn þann dag í dag. Þar eru rúmlega fimmtíu ríki með eina alríkisstjórn. Í öllum ríkjunum er sami gjaldmiðill og einn seðla- banki og alríkisstjórnin hefur yf- irumsjón með skatta- og fjármálum allra ríkjanna auk her, lögreglu alrík- isstjórnar og einhvers í þeim dúr. Í þessu ríkjasambandsformi eru ríki síður að lenda í vandræðum eins og til dæmis Grikkland í núverandi ríkja- og myntsambandi Evrópu. Einhver mörk virðast þó vera á þess- ari USA fjármálaformúlu þar sem Kaliforníuríki ríkisstjórans Arnolds Schwarzeneggers hefur verið í mikl- um fjárhagsvandræðum. Það er víst enginn vandi að eyða um efni fram. Það er þetta USA ríkjasambands- form sem Evrópusambandið sér lík- lega sem hugsanlega lausn á evr- uvandanum því þá er ekki þetta gífurlega misvægi milli gjaldmiðils- ins og skatta- og peningaeyðslu- stefnu ríkisstjórna innan myntsvæð- isins auk efnahags, hagsældar og verðmætasköpunar einstakra ríkja innan sambandsins. Allt jafnað út. Allt ójafnvægi setur svona gjaldmið- ilssamband úr jafnvægi eins og nú er að gerast í Evrópu án evru- eða doll- aralands með alríkisstjórn. Þetta vandamál um misvægi milli efnahags ríkja með sama gjaldmiðil leystu ríki ESB reyndar í upphafi gjaldmiðilssamstarfsins þannig að í stað þess að mynda jafn formlegt ríkjasamband og USA með sameig- inlega alríkisstjórn voru ríkjunum í evrusamstarfinu settar þröngar efnahagslegrar skorður sem áttu að koma í staðinn fyrir að sameina öll evruríkin í eitt efnahagsríki. Í dag virðist sem þau evruríki sem eru efnahagslega vel stæð svo sem Þýskaland hafi á einhvern hátt brotið rammann með því að spara of mikla peninga, tekið lítið af lánum og eytt litlu þannig að engin af hinum ríkj- unum hafa efnahagslega haft roð við þeim. Þetta skapar vandamál. Á hin- um endanum eru síðan lönd svo sem Grikkland, Spánn, Ítalía, Írland og Portúgal sem hafa tekið mikil lán og lítið sparað og tapað peningum. Efnahagslega ójafnvægið milli ríkjanna er mikið og efnahagslegu skorðurnar virðast ekki hafa virkað. Um þetta er fjallar til dæmis Ed- mund Conway í The Daily Telegraph 17. júní sl. þar sem hann meðal ann- ars bendir á að líklega sé engin leið að vera með sameiginlegt gjaldmið- ilssvæði nema ákvarðanir um skatta o.fl. sem varðar fjármál allra gjald- miðilsríkjanna sameiginlega sé allt miðstýrt svipað og í USA enda hafa Bretar ekki tekið þátt í evrunni. Til að vera saman í gjaldmið- ilssvæði þurfi ríki að hafa svipaða efnahags- stefnu og aðhald í fjár- málum þar sem mörg vandamál fylgja því að fá hóp ríkja til að reka sín ríkisfjármál með ábyrgum hætti í sam- ræmi við efnahagslegan ramma eins og evrurík- in hafa. Það er þó draumur evrumanna að með evrunni sé grund- völlur fyrir frjálsu flæði fjármagns, vöru og vinnu milli landa Evrópu sem skapi stöðugleika og efnahagslega hagsæld. Þrátt fyrir mikinn mun á ríkidæmi Evrópuríkja á hvern íbúa þar sem til dæmis Stóra-Bretland er með um 36.000 USD á ári á íbúa, Frakkar ca 33.000 USD og Þýskaland ca 35.000 USD en ríki eins og Pólland o.fl. eru helmingi lægri eða með u.þ.b. USD 17.000 á ári á hvern íbúa. Án efnahagslegrar stöðu í takt við ríkari og sparneytnari þjóðirnar inn- an svæðisins er mjög erfitt að vera með þeim í myntsamstarfi þar sem ójafnvægi mun fyrr eða síðar setja myntsamstarfið úr skoruðum. Ríku þjóðirnar verða varla fúsar til að bera uppi skuldasöfnun eyðslusamra þjóða eins og nú blasir við með Grikkland nema þetta væri þá eitt efnahagsríki. Nú er rætt um hvort Ísland eigi að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil. Stað- reyndin er sú að Ísland er talsvert á efnahagslegu pari á hvern íbúa við þær þjóðir sem eru efnahagslega sterkastar í Evrópu- og í evrusam- starfinu. Efnahagslegar forsendur eru því fyrir Ísland að vera í evrusamstarf- inu og að ákvörðunin um inngöngu í Evrópusambandið og upptaka evru er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og spurning um hvernig land Íslend- ingar vilja eiga. Hvernig eiga efna- hagssveiflur að koma niður á íbúun- um og vilja Íslendingar draga úr líkum á efahagssveiflum og hruni og njóta góðs af nánu samstarfi við 500 milljónir manna sem eru í Evrópu gegn þeim ágöllum sem því fylgja? Nýlegt undangengið bankahrun hefur bitnað skelfilega á fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu og ljóst að engin leið er að ganga aftur og aftur í gegnum svona hrun. Gengisfellingar, seðlaprentanir og verðbólga fyrri ára sem rændi fólk eigum sínum aftur og aftur er eins og barnaleikur miðað við núverandi nýlegt bankahrun. Nú hvílir sú skylda á stjórnvöldum að að ganga þannig frá málum að landið fari ekki aftur í aðra eins skelf- ingu og bankahrunið var 2008 og losa landið við þá miklu togstreitu sem er um auðlindirnar og völdin í landinu. » Stjórnvöld verða að gæta þess að landið fari ekki aftur í banka- hrun og losa landið við þá togstreitu sem er um auðlindirnar og völdin í landinu. Sigurður Sigurðsson Höfundur er Cand Phil bygg- ingaverkfræðingur. Evruland eða Ísland? 26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Afmælisþakkir Ég sendi hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem að glöddust með mér á 100 ára afmælisdeginum mánudaginn 13. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Ragney Eggertsdóttir -Eyja í Dal- Eftir að stór- viðburður hefur orðið í sögu Fjallabyggðar er einangrun litlu sjávarþorpanna nú formlega lokið. Grein- arhöfundur óskar öll- um íbúum sveitarfé- lagsins til hamingju með þessa samgöngu- bót sem tryggir öruggara vetr- arsamband milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þótt meira vanti upp á til þess að Fjallabyggð losni eins fljótt og hægt er við tvo einbreiða flösku- hálsa í utanverðum Fljótum og Múlagöngin sem eru allt of langt frá Dalvík. Það er til háborinnar skammar ef íbúar sveitarfélagsins sitja áfram uppi með einbreið veg- göng sem sem nú eru sprungin vegna mikils álags. Þetta þola göngin ekki þegar vonlaust verður fyrir heimamenn að sækja vinnu í næsta kauptún. Sunnan Múlaganganna og vest- an Strákaganganna er slysahætt- an nógu mikil til þess að aur- skriður geti fljótlega eyðilagt alla vegtengingu Fjallabyggðar við landsbyggðina um ókomin ár án þess að allir þingmenn Norðlend- inga hafi áhyggjur af því hvaða af- leiðingar einangrun sveitarfé- lagsins getur haft fyrir heimamenn. Með opnun Héðinsfjarðarganga er þessi ein- angrun að hluta til rofin. Sá sem hér stingur niður penna sendir þingmönnum Norðvestur- og Norðausturkjördæmis, sveit- arstjórn Fjallabyggðar og öllum heimamönnum skýr skilaboð um að þeir standi saman og berjist fyrir nýjum og tvíbreiðum jarð- göngum 3 km norðan Dalvíkur og undir Siglufjarðarskarð. Eftir öðr- um leiðum verður aldrei komið í veg fyrir einangrun sveitarfé- lagsins við landsbyggðina. Úti- lokað er að Héðins- fjarðargöngin geti það ein og sér þegar jarðsig, snjóflóð, aurskriður og grjót- hrun vestan Stráka- ganganna og sunnan Múlaganganna halda áfram að hrella veg- farendur. Uppsetn- ing snjóflóðavarn- argarða kemur aldrei í veg fyrir að aurskriður eyðileggi allt vegasamband sunnan ganganna. Óþolandi er að íbúar Fjallabyggð- ar geti aldrei losnað við þessa einbreiðu flöskuhálsa næstu þrjá áratugina á meðan tvíbreið jarð- göng nær Dalvík og undir Siglu- fjarðarskarð eru ekki á vegaáætl- un. Sunnan Múlaganganna hverfur slysahættan aldrei þó að þau verði breikkuð. Eftir það sem á undan er gengið veit enginn hvenær snjóflóð sem útilokað er að sjá fyrir getur kostað fleiri mannslíf í Ólafsfirði, Héðinsfirði og Skútudal við Siglufjörð. Með tilkomu Héðinsfjarð- arganga eru engar líkur á því að Eyjafjörður verði eitt samfellt at- vinnusvæði sem nái frá Akureyri alla leið til Siglufjarðar á meðan allir þingmenn Norðlendinga hafa engan áhuga á tvíbreiðum veg- göngum sunnan Múlaganganna. Þessar einbreiðu slysagildrur eyðileggja sameiningu Dalvíkur- og Fjallabyggðar fyrir fullt og allt. Það geta þingmennn Norð- austurkjördæmis þrætt fyrir þeg- ar þeim hentar. Á hverjum vetri lenda litlir fólksbílar hvað eftir annað í snjóflóðum sunnan Múla- ganganna. Þarna hafa snjóflóð með stuttu millibili stöðvað um- ferð flutningabifreiða. Þá lenda allt of margir bílstjórar á þessu svæði í sjálfheldu þegar snjó- mokstur á veginum sunnan gang- anna er óframkvæmanlegur vegna blindbyls. Einangrun Fjallabyggðar við landsbyggðina næstu áratugina er vel hægt að stöðva ef heima- menn í öllum sveitarfélögunum á Eyjafjarðarsvæðinu standa sam- an og halda til streitu kröfunni um að hraða undirbúningsrann- sóknum á tvíbreiðum jarðgöngum nær Dalvík og milli Siglufjarðar og Fljóta. Óþolandi er að vilji þingmanna Norðvestur- og Norð- austurkjördæmis hefur aldrei staðið til þess að íbúar nýja sveit- arfélagsins á Tröllaskaga losni næstu 30 árin við báða flösku- hálsana sem bjóða upp á aukna slysahættu. Tímabært er að heimamenn bíði þess að rík- isstjórnin falli og safni undir- skriftalistum til að stöðva ein- angrun Fjallabyggðar við byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Auk heimamanna ættu allir þingmenn Norðlendinga að segja núverandi samgönguáætlun stríð á hendur og flytja um leið þingsályktun- atillögu á Alþingi um að hraða framkvæmdum við tvíbreið veg- göng í stað Múlaganganna og undir Siglufjarðarskarð. Víða á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyj- arsveit hafa allt of margir heima- menn áhyggjur af því að allir þingmenn Norðausturkjördæmis berjist gegn þeim og vilji frekar stytta vegalengdina milli Reykja- víkur og Akureyrar með vel upp- byggðum heilsársvegi í nærri 1000 m hæð um Kjöl eða Sprengisand. Allt árið um kring eykst hættan á einangrun Fjalla- byggðar. Múlagöngin sprungin Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Þetta þola göng- in ekki þegar vonlaust verður fyr- ir heimamenn að sækja vinnu í næsta kauptún. Höfundur er farandverkamaður. Verstu mistök Georg Bush eldri í embætti forseta Bandaríkjanna voru eflaust þau að hækka skatta og koma með nýja, eftir að hafa lýst því eftirminni- lega yfir í kosninga- baráttuni fyrir for- setakosningarnar 1989 að hann ætlaði ekki að gera það. Hann notaði hvert tækifæri og fór með slagorð sitt: „Read my lips: no new taxes“ (Lesið af vörum mínum: engir nýir skattar). Lítt þekktur ríkisstjóri frá Arkansas, demókratinn Bill Clinton var ekki lengi að nýta sér þetta í sinni kosningarbaráttu 1992-3 á móti Bush eldri og kom með enn betra slagorð: „It’s the economy, stu- pid“ (Það er efnahagslífið, fáviti). Clinton vann. Hinn 17. júní síðastliðinn héldu Hægri grænir, flokkur fólksins, aðalfund í Tjarnarbíói. Þessi yngsti stjórnmálaflokkur landsins sendi síðan frá sér ályktun. Úrdr.: „Flokkurinn harmar hvernig kom- ið er í efnahagsmálum þjóðarinnar og vill að boðað verði til kosninga sem fyrst. Eftirfandi efnahags- aðgerðir eru nauðsynlegar, það verður að auka hagvöxt og upp- ræta atvinnuleysi. Hækka skatt- leysismörk í 200.000 kr. Einfalda skattkerfið og taka upp flatan 20% virðisauka- og tekjuskatt. Lækka tryggingargjald á fyr- irtæki í 3%. Lækka verð á lítra af bensíni og dísil um 60 kr. Af- nema gjaldeyrishöft. Flokkurinn er á móti inngöngu Íslands í ESB og vill segja upp Schengen- samningnum. Gera fríverslunarsamninga við Bandaríkin. Upp- ræta eyðslu og spill- ingu í stjórnsýslunni, birta og eyrnamerkja alla greidda reikn- inga ríkisins – hversu mikið, hverjum greitt og fyrir hvað. Afnema lögbundna drátt- arvexti og afnema verðtryggingu. Hefja strax þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Helguvík, Grundartanga og á Bakka við Húsavík. Lög verði sett um þak markaðshlutdeildar á smá- sölumarkaði. Brjóta upp við- skiptasamsteypur og hindra hringamyndun, fákeppni í at- vinnulífinu. Aðskilja starfsemi fjárfestinga- og viðskiptabanka og takmarka ríkisábyrgð. Setja lög og reglur um þjóðaratkvæða- greiðslur.“ Svo mörg voru þau orð, en þetta fór verulega fyrir brjóstið á vinstrimönnum. Ráðist var á flokkinn fyrir að vilja lækka verð á eldsneyti og klára fyrirhugaðar stórframkvæmdir. Þeim sömu láð- ist að lesa kaflana 10 á afram- island.is/ um náttúruvernd og „grænu“ ályktanir flokksins. Sum- ir vinstrimenn halda að þeir einir hafi rétt til þess að tala um nátt- úrvernd og hægrimenn megi ekki tala um umhverfið og sjálfbærni. Undarlegast er þó laga- frumvarp stjórnvalda sem rústar sjálfbæra fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Íslendingar hafa ver- ið mjög virkir á alþjóðavettvangi um málefni hafsins og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Litið er á ís- lenska kvótakerfið sem fyrirmynd um hvernig unnt er að stjórna veiðum á takmörkuðum auðlindum með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þess vegna er það grát- broslegt að sjá vinstri „grænan“ ráðherra rústa fyrsta umhverf- isvæna og sjálfbæra fisk- veiðistjórnunarkerfi jarðarinnar. Þetta er ekkert annað en „smjörklípa“ til þess að draga at- hyglina frá ESB-umræðunni og ástandinu í efnahagmálum lands- ins. Það verður að draga úr skattpíningu hér á landi ef efna- hagslífið á að braggast og við Jó- hönnu og Steingrím segi ég: Það er efnahagslífið …! Eftir Guðmund F. Jónsson Guðmundur F. Jónsson » Sumir vinstri- menn halda að þeir einir hafi rétt til þess að tala um nátt- úrvernd og hægri- menn megi ekki tala um umhverfið og sjálfbærni. Höfundur er viðskiptafræðingur og er formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Það er efnahagslífið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.