Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 28

Morgunblaðið - 25.06.2011, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 ✝ Friðrik JensFriðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Hann lést á dval- arheimili aldraðra, Heilbrigðisstofn- uninni Sauð- árkróki, 11. júní 2011. Foreldrar Frið- riks voru Friðrik Ásgrímur Klem- enzson, kennari og póst- afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 21. apríl 1886, d. 5. september 1932 og kona hans María Jóns- dóttir, kennari og húsmóðir, f. 18. október 1886, d. 5. sept- ember 1961. Systkini Friðriks voru Ásgrímur Klemenz, f. 24. október 1918, d. 24. mars 1961 og Áslaug María, f. 13. júlí 1921, d. 29. júní 2004. Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1. júlí 1921 í Reykjavík, d. 26. mars 1987. Foreldrar hennar voru Guð- varður Þórarinn Jakobsson bif- reiðarstjóri, f. 18. janúar 1900, d. 19. október 1959 og kona hans Oddrún Guðmundsdóttir hús- freyja, f. 8. september 1900, d. 17. apríl 1951. Fósturdóttir Frið- riks og Sigríðar er Oddný Finn- dæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshér- aði vestra frá 1978-1993. Sam- hliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina Sauð- árkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skaga- fjarðar og formaður utanfar- arsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var for- maður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félags- málaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatl- aðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu við- urkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heið- ursfélagi í Golfklúbbi Sauðár- króks, auk þess sem hann var fé- lagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði. Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttu- samband sem var þeim inni- haldsríkt og færði þeim gleði. Útför Friðriks Jens fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. bogadóttir, f. 11. nóvember 1948, gift Birni Friðriki Björnssyni, f. 4. febrúar 1941. Dæt- ur þeirra eru: 1) Emma Sigríður, f. 1968, gift Iain Dou- glas Richardson, börn þeirra eru Al- exander Douglas, Andrew Björn og Fiona Sylvía. 2) Ásta Sylvía, f. 1971, d. 2004. Var gift Kristjáni Erni Jóhannessyni. 3) Alma Emilía, f. 1978, sam- býlismaður var Carlos Echeg- aray, börn þeirra eru Sylvía Eir, Björn Friðrik og Oddný Vikt- oria. Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reyk- hólum, Blönduósi og við Karol- inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Árið 1954-1955 var hann héraðs- læknir á Patreksfirði, en frá jan- úar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yf- irlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var um- Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kæri tengdafaðir. Orðstír þinn mun lifa lengi, þú hefur verið hálf- gerð þjóðsagnapersóna í Skaga- firði frá því þú komst þangað. All- ir kunna sögur af þér, tilsvörum þínum, uppátækjum og glettni. Ég þekkti þig af þessum frásögn- um áður en ég kynntist þér og tengdist þér fjölskylduböndum. Nú er runnin upp kveðjustund eftir 44 ára kynni sem aldrei hef- ur borið skugga á. Margs er að minnast og margt er að þakka á svo langri vegferð. Efst er mér í huga geislandi glettni í augum og fasi, gleði og kannski góðlátleg stríðni, þó umfram allt góðvild og hjálpsemi í okkar garð. Það sóp- aði að þér hvar sem þú fórst og þú varst hrókur alls fagnaðar. Þú varst hreinskiptinn og sagðir þín- ar skoðanir umbúðalaust. Eitt af einkennum þínum var að leggja aldrei illt orð til nokkurs manns, frekar að leita hins góða í fari fólks. Meta skyldi samferðamenn af kynnum við þá en ekki umtali. Starf þitt sem læknir var mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag. Fyrstu árin varstu einn á vaktinni allan sólarhringinn. Þegar kallað var eftir læknishjálp var ekki hugað að veðri, heldur lagt af stað inn til dala eða út á Skaga og dæmi voru um að þú færir hluta leiðarinnar á hestum, á hestas- leða, á skíðum eða á jarðýtu. En þú varst mikið hraustmenni og hafðir lúmskt gaman af volki, því sumar eftir sumar fórstu á hest- um um hálendið og lentir þar í ýmsum ævintýrum. Þú áttir góða ferðahesta um árabil og tókum við öll þátt í hestamennskunni með þér. Þú varst áhugasamur um jarðsögu Íslands og ræddir oft um það sem fyrir augu þín bar, ekki síst á ferðum þínum um há- lendi Íslands. Þú varst mjög félagslyndur og starfaðir mikið að félagsmálum, varst pólitískur og léðir Sjálf- stæðisflokknum krafta þína til góðra verka um árabil. Nú síðast varst þú orðinn vistmaður á stofn- uninni sem þú áttir þátt í að byggja upp og helgaðir mestan hluta ævistarfs þíns. Ekki síst áttir þú hvað mestan þátt í hvar hún var staðsett. Það reyndist þér þessum hrausta, stolta manni erfitt að verða svo háður öðrum. Þú vissir að hverju dró, þú varst ferðbúinn og hvíldin var þér líkn. Með virðingu og þökk kveð ég þig. Blessuð sé minning þín. Björn Friðrik. Elsku afi Friðrik, við systurn- ar eigum margar góðar minning- ar um þig. Við komum oft á Smáragrundina til ykkar ömmu enda stutt að fara. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þú varst glaðvær og glettinn og hafð- ir gaman af að æsa okkur upp, enda þurfti oft ekki mikið til. Stundum þurfti amma að sussa meira á þig en okkur. Þú og amma voruð mjög ólík, hún mjög róleg en þið áttuð vel saman og bættuð hvort annað upp. En þeg- ar þið hefðuð átt að geta farið að njóta lífsins veiktist amma af erf- iðum sjúkdómi. En þú sýndir hvaða mann þú hafðir að geyma, hugsaðir vel um hana og hafðir hana heima eins lengi og mögu- legt var. Smátt og smátt lærðum við á þig og eftir því sem við komumst til meiri þroska kenndir þú okkur að rökræða og verja skoðanir okkar. Þú kenndir okkur margt í mannlegum samskiptum og hvernig lífið er. Þú hafðir gaman af því að ræða um stjórnmál við okkur þegar kom að því að við mættum fara að kjósa. En aldrei hélst þú að okkur þínum skoðun- um, sagðir jafnvel að oft kysi yngra fólkið vinstriflokkana. En hvernig sem þú fórst að því þá þótti okkur vænlegast að fylgja þínum skoðunum í fyrstu. Við fundum alltaf fyrir áhuga þínum og stuðningi varðandi það sem við tókum okkur fyrir hendur og við fundum að þú hafðir hjartað á réttum stað þegar á reyndi. Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni, tókst virkan þátt í félagslífi og áttir mörg áhugamál sem þú sinntir af kostgæfni. Þú leyfðir okkur að fylgjast með og vera þátttakendur eins og til dæmis þegar þú varst með hestana. Þú reyndir að smita okkur af golf- bakteríunni en það tókst ekki. Þú hafðir gaman af grúski og síðari árin sastu oft við tölvuna þína við myndvinnslu, ættfræði og við það að koma vísnasafninu í tölvutækt form. Eftir að þú kynntist Öldu vinkonu þinni varstu duglegur að ferðast hérlendis og erlendis, sækja viðburði og tónleika og njóta lífsins. Og þið náðuð að gera margt skemmtilegt saman áður heilsa þín fór að bila. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum þig með þökk fyrir allt það sem þú gafst okkur í veganesti út í lífið. Blessuð sé minning þín. Alma Emilía og Emma Sigríður. Friðrik Jens Friðriksson ólst upp í foreldrahúsum í steinbæ við Bergstaðastrætið, yngstur þriggja systkina. Faðir hans fékk heilablóðfall og lamaðist skömmu eftir að Friðrik kom í heiminn og féll frá 8 árum síðar. María, móðir hans, sá því ein um heimilið og börnin þurftu því snemma að taka til hendinni. Eitt af fyrstu verk- efnum Friðriks utan heimilis var að reka kýrnar á Brennu, sem stóð á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs, í Vatnsmýrina á morgnana og sækja þær aftur á kvöldin. Lítil efni komu ekki í veg fyrir að börnin gengju mennta- veginn. Að loknu menntaskóla- námi lá leið Friðriks í Háskóla Ís- lands og þaðan lauk hann læknanámi árið 1950. Síðan tók við nám í Svíþjóð og ýmis störf á sjúkrahúsum og í læknishéruðum hér á landi. Árið 1956 var Friðrik skipaður héraðslæknir í Skagafirði með að- setri á Sauðárkróki, þar sem Sig- ríður Guðvarðardóttir, eiginkona hans, starfaði einnig sem deildar- og yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu. Bæði störfuðu þar til starfsaldursloka. Í Skagafirði var Friðrik á slóðum föðurættar sinnar. Faðir hans Friðrik Ás- grímur Klemenzson hafði ásamt Árna Hafstað og Jóni Sigurðssyni á Reynistað stofnað Æskuna árið 1905, en það félag er líklega fyrsta ungmennafélagið hér á landi. Friðrik Klemenzson, sem var búfræðingur frá Hólaskóla, var í byrjun umsjónarmaður með tilraunastöðinni á Sauðárkróki, en hún var sett á laggirnar árið 1906 og þar voru gerðar ýmsar tilraunir með matjurtir, tré og blóm. Þótt faðir hans hafi flutt ungur til Reykjavíkur til frekara náms, átti Friðrik Jens sterkar rætur í Skagafirði og leit ávallt á sig sem Skagfirðing. Friðrik Jens var héraðslæknir af gamla skólanum. Hann hafði verið aðstoðarlæknir hjá Páli G. Kolka í Húnaþingi og lært til verka. Hann gerði sér far um að Friðrik Jens Friðriksson ✝ Sesselja Guð-rún Þórð- ardóttir fæddist á Ísafirði 1. október 1946. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 14. júní 2011. For- eldrar hennar voru Þórður Sigurðs- son, f. 25. ágúst 1906, d. 5. desem- ber 2001 og Sal- óme Halldórsdóttir, f. 4. júní 1915, d. 10. nóvember 1991. Systkini Sesselju Guðrúnar eru: Hjördís Olga, f. 1936, Sig- urður Borgar, f. 1937, Gerðar Óli, f. 1940, Gunnar Trausti, f. 1941, d. 2010, Sæþór Mild- inberg, f. 1942, Halldór Gutt- ormur, f. 1943, Jón Hafþór, f. 1945, d. 1967, Stúlka Þórð- ardóttir, f. 1947, d. 1948, Sig- urborg Elva, 1950 og Kristín Silla, f. 1956. Sesselja Guðrún giftist 25. desember 1964 Magnúsi Þor- gilssyni, f. 8. ágúst 1941. For- eldrar hans voru Þorgils Árna- 1992. 3) Jón Guðbjarni, f. 17. febrúar 1971, börn hans eru: a) Sesselja Guðrún, f. 1990, maki Søren Madsen. b) Gunnar Jón, f. 1993. 4) Magni Fannberg, f. 12. ágúst 1979, maki Lea Sif Valsdóttir og dóttir þeirra er Lára Dröfn, f. 2010. Sesselja ólst upp á Ísafirði og síðar í Vatnsfirði. Tólf ára gömul kom hún til Súðavíkur og átti hún þar heima lengstan hluta ævi sinnar. Hún starfaði í kaupfélaginu og fiskvinnslunni í Súðavík. Einnig sá hún um sérleyfisferðir milli Súðavíkur og Ísafjarðar frá 1973 til 1981. Sesselja var formaður slysa- varnafélagsins á staðnum frá 1984 til 1986 og lét hún málefni þess sig mjög varða. Hún var einnig með útgerðina Kristínu Jónsdóttir frá 1981 til 1992 sem hún gerði út frá Súðavík. Eftir að hún flutti með Magn- úsi eiginmanni sínum til Ísa- fjarðar vann hún við heima- hjúkrun á elliheimilinu Hlíf og síðar rak hún um árabil sjopp- una og nætursöluna Krílið. Hin seinni ár hafa þau Sesselja og Magnús átt heim í Reykjavík en dvalið á sumrin í Súðavík. Útför Sesselju Guðrúnar fer fram frá Súðavíkurkirkju í dag, 25. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 11. son, f. 25. febrúar 1915, d. 27. desem- ber 1991 og Agnes Lára Magn- úsdóttir, f. 18. október 1915, d. 19. desember 2009. Börn Sesselju Guð- rúnar og Magn- úsar eru: 1) Hall- dór, f. 25. mars 1964, börn frá fyrra hjónabandi: a) Ingibjörg Heba, f. 1982, sam- býlismaður, Rafn Pálsson, dótt- ir þeirra er Anna Magnea, f. 2010, börn hennar frá fyrri samböndum eru Eygló Inga, f. 1998, Theódóra Björg, f. 2002 og Jóna María, f. 2006, b) Björn Elías, f. 1984, sambýliskona hans er Brynja Dís Stef- ánsdóttir og sonur þeirra er Halldór Sveinn, f. 2009, c) Sal- óme, f. 1989, sambýlismaður hennar er Kristinn Gauti Ein- arsson, dóttir þeirra er Katla Guðrún, f. 2010. 2) Agnes Lára, f. 5. september 1966, sonur hennar er Magnús Pálmar, f. Nú kveð ég hana mömmu mína í hinsta sinn. Þó að hlut- irnir hafi ekki alltaf verið eins og ég hefði viljað eða í sátt við Guð og menn þá kýs ég að sjá tilganginn í því að hún hafi fætt mig, klætt, komið mér til manns og alltaf látið mig finna að ég var engillinn hennar. Oft- ar en ekki hefði ég viljað að hlutirnir hefðu verið öðruvísi en ég trúi því að það var til- gangur með því að ég valdi mér hana sem mömmu. Ég mun minnast kraftmik- illar konu sem ávallt fór sínar leiðir og studdi mig í hverri hindrun sem varð á vegi mín- um. Þann stuðning verð ég henni ævinlega þakklátur fyrir sem og þau yndislegu systkini sem hún gaf mér. Ég mun gera eins og við töluðum um á henn- ar síðustu ævi dögum, minnast góðu stundanna og segja börn- unum mínum frá ömmu Settu. Elsku mamma, nú veit ég að þér líður betur. Takk fyrir allt og skilaðu kveðju til Nonna frænda. Þinn, Magni. Elsku amma Setta, nú fallin ertu frá. Minning þín lifir í brjóstum okkar um ókomin ár. Ég vil þakka fyrir að hafa feng- ið að hitta þig og kynnast þér og veit að ef ég þarfnast þín verður þú með mér. Þó að tíminn hafi verið stutt- ur þótti mér vænt um þig og gjafir þínar sem ég geyma mun sem minningu um þig. Dúkkan mína og kjóllinn sem þú gerðir handa mér munu ávallt minna mig á góða tímann með þér. Nú kveð ég þig í hinsta sinn og lofa að hugsa vel um hann elsku afa minn. Þín Lára Dröfn. Elsku besta amma mín. Sama hvað ég reyni: ég skil ekki dauðann. Þú ert á góðum stað og þér líður vel. Oft er svo margt eftir – margt ósagt, margt ógert, ótal faðmlög sem aldrei verða aftur. Ástarjátningarnar sitja fast- ar í hálsi mínum. Eina játn- ingin er tárin sem falla. Ég elska þig. Lífið er of stutt – alltof stutt. Þó það virðist vera heil eilífð, þá er það aldrei nógu langt. Ég veit hvað verður, elsku amma, og ég veit að þér líður vel þegar ástvinir þínir taka á móti þér. En ég sakna þín, því ég elska þig svo heitt. Góða ferð, elsku amma mín. Þín Heba. Langamma góð ég kveð þér eitt ljóð til að tjá mína ást til þín. Þú ert mín stytta og stoð skilur kærleiksins boð segir „allt endar vel stúlkan mín“ þá ég trúi þér vel. Því hver manneskja sér hversu reynd og gáfuð þú ert þú hefur þolað svo margt, enginn lúxus né skart. En lífið er mikils vert þú ert fyrirmynd mín ég oft hugsa til þín. Þú hefur svo fallega sál þú ert stór partur af mér og ég vonandi af þér. Að dýrka þig er sko minnsta mál. Ég mun ávallt sakna, þín elsku langamma mín. Þínar Eygló Inga, Theódóra Björg, Jóna María og Anna Magnea. Elskulega Setta mín er látin. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þó fyrst og fremst allt það góða og skemmtilega. Aldr- ei hef ég kynnst konu eins og henni sem alltaf, og þá meina ég alltaf, sá góðu hliðarnar á öllu. Ég man að hún sagði einu sinni við mig: Maggi minn, það er alveg sama hversu dimmt verður í hugskoti manns, það er alltaf ljós punktur þarna ein- hvers staðar, maður verður bara að leita svolítið betur stundum. Það er svo sannar- lega satt og hef ég hugsað um þessi orð hennar þegar eitthvað bjátar á og haft þau að leið- arljósi. Maður átti alltaf athvarf hjá henni og voru það þá aðallega barnabörnin hennar og þá ekki bara til að vera innan um hana heldur líka til að geta notið ná- vistar hennar. Það var ekki sjaldan sem fullt var út úr dyr- um í Súðavíkinni, hún með lúnu beinin sín, studdi sig við eld- húsbekkinn sinn hitandi kaffi og berandi á borð bakkelsi, lét mann svo heyra það óþvegið ef henni fannst eitthvað vera eins og það ekki átti að vera. Ég hélt satt að segja að þú myndir verða hundrað ára, Setta mín, þú varst eiginlega búin að lofa því. En nú er kom- ið að skilnaðarstund og ég er miður mín, en ylja mér þó (með pínulítið bros á vör) við allar góðu minningarnar sem ég á um þig og hversu góð og dug- leg þú varst. Það er leitun á annarri eins konu og þér. Ég bið alla heimsins engla að vaka yfir þér og veit að þú ert ekki ósátt við þitt hlutskipti núna. Hvíldu í friði, elsku Setta mín, og takk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Þinn Magnús. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem.) Stórbrotin kona hefur nú kvatt þetta líf. Elsku Setta mín, hjartans þakkir fyrir trygga og einlæga vináttu og stuðning á okkar samleið og ég hlakka til að hitta þig hinum megin. Fólkinu þínu og vinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Þín vinkona, Sigrún. Sesselja Guðrún Þórðardóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.