Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 29

Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 kynnast sem flestum í héraðinu og safnaði ýmsum fróðleik. Hann kunni kynstrin öll af lausavísum úr Skagafirði og sagði skemmti- lega frá. Hann var glaðvær og gat verið glettinn í tilsvörum – stund- um gráglettinn. Umfram allt fannst honum vænt um Skaga- fjarðarhérað og fólkið, sem þar býr. Áhugamálin voru mörg og margvísleg. Í mörg ár var hesta- mennskan í fyrirrúmi, síðar átti golfið hug hans allan. Hann var formaður Golfklúbbs Sauðár- króks í nokkur ár og heiðursfélagi klúbbsins. Friðrik tók talsverðan þátt í félagsmálum héraðsins og sat í bæjarstjórn Sauðárkróks um skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Varla verður sagt að hann hafi verið mjög pólitískur. Hann horfði fremur á viðfangsefnin frá sínu eigin heimspekilega sjónar- horni. Síðustu árin hrakaði heilsu Friðriks jafnt og þétt og dvaldist hann þá á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar. Oddný, fósturdóttir hans og Sigríðar, Björn, maður hennar og Alda Ell- ertsdóttir, vinkona Friðriks, lögðu sig öll fram um að gera hon- um lífið léttara til hinsta dags og vöktu yfir honum síðustu dægrin. Friðrik frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, var okkur náinn alla tíð enda bjó María, móðir hans og amma okk- ar, á heimili foreldra okkar til dauðadags. Að honum gengnum minnumst við allra skemmtilegu samverustundanna frá liðnum ár- um. Þær minningar munu lifa. Við og fjölskyldur okkar kveðjum frænda og vin með söknuði og vonum að hann eigi góðar stundir í nýjum heimi. Friðrik Sophusson, Guðmundur Sophusson, María Sophusdóttir, Kristín Sophusdóttir. Ég hitti Friðrik fyrst hjá tengdaforeldrum mínum, Ás- laugu og Sophusi, systur hans og mági. Þar var Friðrik heima- gangur þegar hann átti leið um höfuðborgina. Það var auðvelt að umgangast hann, hvort sem talað var eða þagað. Hann var einkar fróður um menn og málefni, en ekki síður næmur á mannleg samskipti. Síðustu ár gisti Friðrik jafnan hjá okkur Maju þegar hann átti erindi suður. Þá kynnt- ist ég manninum betur og sam- henginu í margbrotnum persónu- leika hans. Hann var stálminnugur og gat endalaust þulið ljóð og kviðlinga og tengt málefnum líðandi stund- ar. Friðrik bjó yfir vel grundaðri þekkingu og var opinn fyrir nýj- ungum. Hann hugsaði jafnan í lausnum. Á háskólaárunum valdi hann á milli læknisfræði og verk- fræði. Hann var áhugasamur um margt, m.a. ljósmyndun og allar tækninýjungar. Hann fylgdist vel með þróun upplýsingatækninnar, las sér til og prófaði sig áfram með tölvur, gagnabanka, netsam- skipti og stafræna myndvinnslu. Friðrik var fyrst og síðast hér- aðslæknir. Sérfræðingur úr fag- stétt sem tók þátt í að nútíma- væða íslenskt samfélag, en er nú að hverfa af sjónarsviðinu. Frið- rik læknir, eins og hann var kall- aður fyrir norðan, hafði ekki bara staðgóða þekkingu í undirstöðu- þáttum læknislistarinnar, heldur ríka köllun til að þjóna því sam- félagi sem hann átti rætur í. Ég heyrði sögur af vitjunum til sjúk- linga á afskekktum bæjum, oft í óblíðum veðrum og ófærð. Stund- um varð ekki komist nema ríð- andi eða fótgangandi síðasta spöl- inn. Læknirinn varð að treysta á sjálfan sig, sjúkdómsgreiningu sína og kunnáttu og síðast en ekki síst að nýta þau verkfæri og lyf sem tiltæk voru í tösku hans eða á staðnum. Héraðslæknirinn ann- aðist ekki bara sjúklinginn, held- ur skildi að hann er hluti af fjöl- skyldu, ættboga. Friðrik gat rakið ættir langt fram í aldir og tengt fólk og bæi. Það var hluti af fagmennsku héraðslæknisins. Hann var sérfræðingur í heilsu- fari héraðs. Næmi hans á fólk og aðstæður, samskiptahæfni hans og samræðulist var hluti af reynslubanka héraðslæknisins. Ég átti leið um Skagafjörð hrá- slagalegan dag í maí og kom við hjá Friðriki á Sauðárkróki. Hann heilsaði mér fagnandi og tók um- svifalaust upp þráðinn þar sem síðasta samtali okkar sleppti nokkrum mánuðum fyrr. Hann hafði áhyggjur af þjóðmálunum. Svo sýndi hann mér nýja lyftig- ræju í herberginu og útlistaði hvernig betrumbæta mætti hana og gera þjálli. Þá vildi hann fá fréttir af skyldmennum og vinum fyrir sunnan. Hann svaraði spurningum um heilsufar sitt í hálfkæringi, en þó duldist ekki að hann, héraðslæknirinn, vissi manna best hvert stefndi. Hann minntist foreldra sinna, Maríu og Friðriks, og rifjaði upp rætur sín- ar í Skagafirði og Strandasýslu. Hann kastaði að venju fram vís- um til að krydda frásögnina. Það var ljóst að andinn var frjór þótt líkaminn væri að gefa sig. Rúm- um þremur vikum síðar barst andlátsfregnin. Blessuð sé minn- ing Friðriks Jens Friðrikssonar. Við Maja sendum samúðar- kveðjur til Oddnýjar og Björns og fjölskyldu þeirra. Einnig þakkir og kveðju til Öldu. Sigurjón Mýrdal. Í dag er kvaddur Friðrik Jens Friðriksson héraðslæknir sem um marga áratugi vann þessu héraði og íbúum þess farsælt og heilladrjúgt starf. Friðrik starf- aði sem héraðslæknir í Sauðár- krókshéraði á árunum 1956 til 1974 en var yfirlæknir gamla sjúkrahússins 1956 til 1961. Hann var læknir á sjúkrahúsi Skagfirð- inga frá 1962 til 1993, umdæm- islæknir frá 1974 til 1978 og hér- aðslæknir í héraði Norðurlands vestra frá 1978 til 1993. Fyrstu fjögur árin sem Friðrik starfaði hér var hann einn læknir í stóru héraði. Alla daga ársins, nánast allan sólarhringinn, stóð hann vaktina og sinnti skyldustörfum og útköllum. Það var svo 1961 sem Ólafur Sveinsson kom til starfa sem sjúkrahúslæknir en hann og Friðrik lögðu grunninn að þeirri heilbrigðisstarfsemi sem síðan hefur þróast í Skagafirði. Þegar Friðrik kom í Skagafjörð 1956 var í undirbúningi bygging nýs sjúkrahúss á grundunum þar sem fjölbýlishúsin standa í dag en hann var hvatamaður þess að húsið var reist á Sauðárhæðum. Þótti mörgum sú staðsetning ekki góð á þeim tíma enda töluvert ut- an byggðar en hún sýnir í dag hversu framsýnn Friðrik var. Friðrik fór sínar eigin leiðir en alltaf hafði hann vísur á hraðbergi og var snöggur til svars. Í starfi var Friðrik traustur og farsæll læknir, ávallt ljúfur og um- hyggjusamur við þá sem dvöldu á sjúkrahúsinu á Sauðárhæðum. Stundum sást til hans með tafl undir hendi er hann skundaði eft- ir göngum inn á einhverja sjúkra- stofuna til þess að stytta mönnum stundir og létta mönnum lífið. Þá hafði Friðrik gaman af öll- um tækjum og tólum en á stofu sinni hafði hann jafnan stóra verkfæratösku með skiptilyklum, skrúfjárnum og öðrum verkfær- um sem gott var að grípa í enda var hann bæði uppfinningasamur og úrræðagóður. Til að mynda festi hann einhverju sinni kaup á fiskispöðum í Verslun Haraldar Júlíussonar en þeir voru lengi notaðir við kviðholsaðgerðir á sjúkrahúsinu og reyndust vel. Víða á stofnuninni má sjá minn- ingar um Friðrik þar sem ýmsum lækningaáhöldum hans er haldið til haga, sum hver smíðuð og hönnuð af honum sjálfum. Áhugamál Friðriks voru mörg og tók hann virkan þátt í sam- félagsmálum. Hestar veittu hon- um ómælda ánægju og átti hann túnskika og hesthús sunnan sjúkrahússins. Fyrir tíma boð- tækja og farsíma var sá háttur hafður á ef vitað var af Friðriki á túninu og hans var þörf að veifa hvítu laki út um glugga og stökk hann þá af stað og mætti til starfa. Með fáum orðum viljum við að leiðarlokum þakka langt og gott samstarf hér á Sauðárhæð- um og sendum fjölskyldu og ætt- ingjum samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Sauðárkróks, Hafsteinn Sæmundsson. Kveðja frá sjálfstæðisfólki Friðrik Jens Friðriksson hér- aðslæknir kom ungur maður, metnaðarfullur og kappsamur til starfa á Sauðárkróki um miðja síðustu öld. Starfsvettvangur hans var fyrstu árin á „Gamla spítalanum“ og í hans hlut kom þá þegar að fylgja fram þeirri ákvörðun Skagfirðinga að reisa á þess tíma mælikvarða fullkomið og vel búið sjúkrahús á Sauðár- króki. Mun Friðrik hafa ráðið mestu um staðarval byggingar- innar, en á þeim tíma var hreint ekki sátt um þá ákvörðun, en Friðrik varð ekki hnikað, og nú sjá allir hversu vel tókst til og ánægðir með stofnunina þar sem hún er. Þannig var Friðrik, fram- sýnn og ódeigur að fylgja fram þeim hugmyndum sem hann vissi réttastar og bestar. Friðrik var glaður og reifur og hafsjór fróðleiks í vísum og sög- um, mikill félagsmála- og útilífs- maður, átti lengi góða hesta og ferðaðist á þeim um byggð og óbyggð í góðra vina hópi. Þá var hann einn af frumkvöðlum golf- íþróttarinnar á Sauðárkróki og um árabil félagi í Rotaryklúbbi Sauðárkróks og Frímúrara- reglunni. Eiginkonu sína, Sigríði Guð- varðardóttur, missti Friðrik fyrir nokkrum árum og varð honum sá missir þungbær. Frá fyrstu tíð skipuðu þau hjónin sér undir merki Sjálfstæðisflokksins og átti Sigríður sæti á framboðslista hans á Norðurlandi vestra og tók nokkrum sinnum sæti sem vara- maður á Alþingi. Hinsvegar sinnti Friðrik meira heimavíg- stöðvunum og um árabil sat hann í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir sjálfstæðismenn. Á vegum bæjar- stjórnar og sveitarfélagsins gegndi Friðrik fjölmörgum trún- aðarstörfum, sat í nefndum og veitti mörgum þeirra forystu, svo sem nefndum um skóla-, heil- brigðis- og félagsmál. Hvarvetna þar sem Friðrik lagði hönd á plóg munaði um hann, og allt sem hann vann miðaði að því að ná fram því mesta og besta fyrir Skagafjörð og Skagfirðinga. Við leiðarlok þakkar skagfirskt sjálfstæðisfólk Friðrik Jens Frið- rikssyni öll hans ágætu störf, bæði að heilbrigðis- og velferðar- málum, en ekki síður fyrir marg- háttuð framfaramál í bæ og hér- aði. Þá eru ástvinum hans sendar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks, Björn Björnsson. Friðrik læknir, eins og hann var ávallt nefndur, var lífið og sál- in í Golfklúbbi Sauðárkróks um langt árabil. Hann var í hópi þeirra sem kynntu golfíþróttina fyrir Skagfirðingum og var fremstur í flokki þeirra sem unnu að uppbyggingu klúbbsins. Friðrik var einn þeirra sem boð- uðu til fyrsta fundar í Golfklúbbi Sauðárkróks árið 1970 og var kjörinn formaður hans árið 1977. Gegndi hann því embætti til árs- ins 1984. Á þessum tíma var unn- ið gríðarlegt sjálfboðaliðastarf við uppbyggingu nýs golfvallar á Hlíðarenda og byggingu klúbb- húss. Árið 1993 var Friðrik kjörinn fyrsti heiðursfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks. Friðrik starfaði í þeim anda að golf ætti að fyrst og fremst að vera skemmtilegt, auk þess sem því fylgdi holl hreyfing og útivera fyrir alla aldurshópa. Sjálfur stundaði hann íþróttina af kappi. Þeir sem langt muna segja að einhverju sinni kom tímabil þar sem honum gekk verr á 8. braut en honum sjálfum líkaði, þá tók hann sig til í all- langan tíma og lék hana aftur og aftur uns honum tókst það sem hann vildi. Friðrik þótti hvetjandi og ljúf- ur meðspilari. Hann var athugull en gamansamur. Einhver sagði að sveiflan væri öðruvísi hjá hon- um en öðrum kylfingum. „Já, það er ekki skrítið,“ svaraði Friðrik, „beinabyggingin er ekki sú sama“. Í árdaga meðan leikið var á túninu í Skarði háttaði svo til að aðeins brautirnar voru slegnar og mikill kargi allt í kring. Frið- rik var ekki beinskeyttastur golf- kappa og þurfti stundum að leita að kúlunni. Þá bar það við að sumir félagarnir urðu óþolin- móðir. Friðrik mætti því dag nokkurn með sérútbúinn golf- bolta með áfestum, rauðum spotta til að auðvelda leitina. Vakti boltaflugið með þessu ný- stárlega stéli nokkra athygli en þótti ekki að sama skapi árang- ursríkt. Þeir skildu sneiðina sem áttu. Þar kom að heilsa Friðriks leyfði ekki meira golf. Alllengi síðar var hann þó líkt og inngró- inn hluti landslagsins á golfsvæð- inu þar sem hann sat í bíl sínum við 6. teig og víðar, fylgdist af áhuga með hvernig okkur hinum gekk, kom við í skála til að spjalla og lét sig málefni klúbbsins varða. Friðriks er saknað af golf- félögum sem þekktu hann og hann á heiður skilinn fyrir braut- ryðjendastarfið. Félagar í Golfklúbbi Sauðár- króks þakka Friðriki samfylgd- ina og senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Pétur Friðjónsson formaður. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR frá Skálmarnesmúla, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Jarðsett verður síðar í Skálmarnesmúlakirkjugarði. Jón Finnbogason, Steinunn Pétursdóttir, Finnbogi Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Þorvaldur Ottósson, Nanna Áslaug Jónsdóttir, Gísli Ásberg Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HREFNA SKAGFJÖRÐ frá Hofsósi, lést á Mörk hjúkrunarheimili miðvikudaginn 22. júní. Jarðsungið verður frá Hofsóskirkju laugar- daginn 2. júlí kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hermann Níelsson, Björn Níelsson, Halldóra Kristbjörg Þórðardóttir, Þórður P. Þórðarson, makar og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GEORG GUÐNI HAUKSSON, varð bráðkvaddur laugardaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Sigrún Jónasdóttir, Elísabet Hugrún Georgsdóttir, Guðrún Gígja Georgsdóttir, Tómas Kolbeinn Georgsson, Hrafnkell Tumi Georgsson, Jón Guðni Georgsson, Karitas Jónsdóttir, Haukur Tómasson, Sigrún Hauksdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JENNADÓTTIR WIIUM, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 20. júní. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Vilhelm Gunnar Kristinsson, Galina Shcherbina, Ásbjörn Ragnar Jóhannesson,Elín Aðalsteinsdóttir, Sigfríður Inga Wiium, Kjartan Smári Bjarnason, Margrét Sigrún Wiium, Alejandro Herrera Martin, Stefanía Gunnlaug Wiium, Jenný Hugrún Wiium, Þorsteinn Hansen, Elín Ósk Wiium, Stefán Ómar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÞÓR SNORRASON skipstjóri frá Hrísey, sem lést á líknadeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 15. júní, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans eða Krabbameinsfélagið. Þórdís Valdimarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Jón Þór Arnarson, Pálmi Viðar Harðarson, Sólveig Ása Eiríksdóttir, Hörður Þór Jóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Andri Freyr Hólm, Rakel Ósk Pálmadóttir, Birta Laufdal Pálmadóttir, Isabella Laufdal Pálmadóttir, Gabríela Ósk Pálmadóttir, Kristófer Freyr Harðarson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST VALUR GUÐMUNDSSON húsgagnasmíðameistari, Sóleyjarima 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík föstudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00. Svava Berg Þorsteinsdóttir, Jónas Ágúst Ágústsson, Halldóra G. Árnadóttir, Sólveig Björk Ágústsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Þorsteinn Valur Ágústsson, Íris Dröfn Smáradóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.