Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 ✝ Ragnhildur Sig-urðardóttir var fædd í Sólheimakoti í Mýrdal 24. janúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 5. júní 2011. Foreldar hennar voru hjónin Sig- urður E. Högnason (1888-1960) og Þor- gerður Erlingsdóttir (1889-1974) bændur í Sólheimakoti. Systkini Ragnhildar voru þrjú. 1.) Högni, verkamaður í Garðabæ (f. 1915, d. 2005) 2. Erlingur bóndi í Sól- heimakoti (f. 1917, d. 2000). 3. Guðrún, búsett í Reykjavík (f. 1924). Ragnhildur stundaði barna- skólanám að hætti sinnar tíðar og fór á tvítugsaldri í vist og til vinnukonustarfa meðal annars í Vík í Mýrdal og til Reykjavíkur. ursteinn Gunnar og Ragnhildur. 3) Ragnheiður, skólaliði á Sel- fossi, f. 10. júlí 1955, eiginmaður hennar er Magnús Kolbeinsson lögregluþjónn. Börn þeirra eru Sigrún og Ívar Bjarki. 4) Geir- þrúður Fanney, tónlistarkennari í Njarðvík, f. 23. janúar 1961. Eiginmaður hennar er Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri. Börn þeirra eru þrjú: Bogi, Har- aldur og Hildur. – Lang- ömmubörn eru 12. Árið 1952 reistu Ragnhildur og Bogi nýbýlið Hlíðarból, sem byggt var út úr landi Kirkjulækj- ar. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1971, þá fluttu þau á Sel- foss og áttu þar heimili að Sunnuvegi 18. Búsett á Selfossi stundaði Ragnhildur ýmis störf, lengst sem ráðskona, meðal ann- ars á virkjunarsvæðum, hjá vegavinnuflokkum og í verbúð- um allt fram til sjötugs. Ragn- hildur dvaldist á hjúkrunarheim- ilinu Lundi á Hellu frá árinu 1997. Ragnhildur verður jarðsungin í dag, 25. júní 2011, frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einnig að Breiða- bólstað í Fljótshlíð til sr. Sveinbjörns Högnasonar móðurbróður síns. Í Fljótshlíðinni kynntist hún eig- inmanni sínum, Boga Nikulássyni frá Kirkjulæk í Fljótshlíð (f. 10. apríl 1912, d. 1. des- ember 1996). Þau stofnuðu heim- ili að Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar sem Bogi starfaði við til- raunastöð í landbúnaði. Dætur Ragnhildar og Boga eru fjórar. Elst er 1) Ragnhildur Guðrún, f. 18. september 1943. Dóttir hennar er Marta Þyrí. 2) Sigrún Gerður, sjúkraliði á Sel- fossi, f. 20. apríl 1948, eig- inmaður hennar er Sævar Sig- ursteinsson rafvirki. Börn þeirra eru þrjú: Sigurður Bogi, Sig- Nú skiljast leiðir okkar Ragn- hildar Sigurðardóttur, tengdamóð- ur minnar. Ég kynntist henni í árs- byrjun 1977, þá 17 ára gamall og nýorðinn unnusti Geirþrúðar, yngstu dóttur hennar. Okkar leiðir lágu því saman í meira en 34 ár. Mér varð strax ljóst við kynni okkar Ragnhildar, að þar fór afar dugleg og ákveðin kona, réttsýn og einstaklega skynsöm. Hún og Bogi Nikulásarson, tengdafaðir minn, tóku mér opnum örmum og ég fann fljótt væntumþykju þeirra og hlýju í minn garð. Það var sitthvað sem hinn 17 ára strákur hvorki vissi né kunni og Ragnhildur kenndi mér margt. Eitt það mikilvægasta sem ég lærði af henni er, að hver er sinnar gæfu smiður og að dugnaður gegn- ir þar lykilhlutverki. Annað var framsýni og nýtni. Þessi atriði hafa verið ómetanlegt veganesti okkar Geirþrúðar í lífinu og við höfum reynt að koma þeim áleiðis til barnanna okkar. Ragnhildi var mjög umhugað um að við Geirþrúður menntuðum okkur í því sem hugur okkar stóð til og studdi okkur og hvatti til dáða á þeim vettvangi eins og hún hafði tök á. Einnig var henni mjög annt um afkomu okkar og þau Bogi gerðu ýmislegt til að létta okkur leikinn, sem skipti sköpum fyrstu árin og ekki síður eftir að við flutt- um til Njarðvíkur og fjölskyldan tók að stækka. Ragnhildur og Bogi sýndu mér mikla þolinmæði. Til dæmis hafði ég oft hljóðfærið mitt með mér þegar við fórum í heimsókn til þeirra um helgar. Það hlýtur að hafa verið þreytandi fyrir þau að hlusta á þetta háværa hljóðfæri heilu og hálfu dagana, þegar þau voru loksins komin heim í helgarfrí frá erfiðri vinnu. En þau voru ekk- ert nema brosið og skilningurinn. Ragnhildur kallaði mig oft strákinn sinn og þegar við hittumst síðast, þá kvaddi hún mig með hlýj- um orðum um „strákinn sinn“. Það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast þeim Ragnhildi og Boga. Í samvistum við þau þroskaðist ég mikið og vitkaðist og þau höfðu af- gerandi áhrif á líf mitt og viðhorf. Mér þykir mjög vænt um Ragn- hildi tengdamóður mína og kveð hana með virðingu og þakklæti. Haraldur Árni Haraldsson. Unga stúlkan stóð og horfði út um gluggann á spítalanum inn við Sund. Vornóttin læddist yfir í sín- um ljósu klæðum með blankalogni og allt var með kyrrum kjörum. En skyndilega var friður úti. Nætur- kyrrðin rofin með flugvélargný sem var óvenjulegt. Eina flugvél Íslendinga hafði brotnað nokkru fyrr og því hlaut vélin að vera er- lend. Það vakti sömuleiðis athygli stúlkunnar að út við sjóndeildar- hring sáust dílar sem færðust nær og stækkuðu. Við Engey voru þeir orðnir að allmörgum stórskipum sem nú skriðu inn á Reykjavíkur- höfn. Nú þótti rétt að vekja hjúkr- unarkonuna. Sú var snör í snúning- um eins og alltaf; fór í betri fötin og flýtti sér inn í bæ. Og hér voru stór- tíðindi að gerast, skipin voru bresk og í áhöfn þeirra offisérar, mar- skálkar og ungir dátar komnir til að hertaka landið. Þvílík nótt. Amma mín, Ragnhildur Sigurð- ardóttir, lifði í níutíu ár og þremur betur á mesta umbrotatíma Ís- landssögunnar. Af mörgu því sem hún sagði mér, frá sinni löngu ævi, ber söguna af hernáminu, sem hún varð vitni að, líklega hæst. Sveita- stúlkan úr Mýrdalnum ólst þar upp við aðstæður sem voru með líku lagi og verið hafði um aldir. Bar- áttan fyrir brauðinu var verkefni dagsins. Síðasta förukona á Íslandi stikaði um sveitina og bændurnir gengu fram á sand og réru til fiskj- ar úr Máríuhliði við Jökulsárósa. Mýrdalurinn var ömmu kær alla tíð, hugurinn leitaði oft þangað og víst hefði hún getað sagt eins og forsetinn okkar, Kristján Eldjárn, sagði um sína heimasveit: Faðir minn átti fagurt land. Svo fór stúlkan í vist í Fljótshlíð- ina, þar sem örlög hennar réðust. Leiðir manns og konu sköruðust. Þau amma mín og afi, Bogi Niku- lásson, stofnuðu þar heimili. Hófu síðar búskap á eigin jörð, Hlíðar- bóli, og erjuðu þar í áratugi uns að- stæður breyttust og þau fluttu á mölina. Eftir það starfaði amma í áraraðir sem ráðskona á virkjunar- svæðum inn við Þórisvatn, mallaði ofan í vegavinnukarla, í verbúð suð- ur með sjó og víðar. Mér er raunar næst að halda að veturnir þegar hún var matselja hjá Þorbirninum í Grindavík hafi verið einn besti tím- inn í hennar lífi enda gat hún Grindavíkurfólks jafnan að góðu. Amma var fjarri því værðarleg kona. En hún stóð með sínu fólki; stappaði í það stálinu ef á móti blés, samgladdist á góðum stundum og létti undir ef þurfti. „Hún var drengur góður,“ eins og sagt var í Njálu um Bergþóru. Hefði því aldr- ei brugðist sínu fólki á ögurstundu líkt og Hallgerður, svo aftur sé vitnað til Njálu og valkyrja í Rang- árþingi. Síðustu þrettán árin dvaldist amma mín, þrotin að kröfum, á dvalarheimilinu Lundi á Hellu þar sem hún naut frábærrar umönnun- ar, sem hér skal þökkuð. Á vor- morgni kvaddi hún jarðvistina, sátt og hvíldinni fegin eftir langan dag. Í dag verður hún svo jarðsungin og borin til moldar á Breiðabólstað í Fljótshlíðinni, sem sumir segja fal- legustu sveit á Íslandi. Sigurður Bogi Sævarsson. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði. Þakka þér fyrir ást- ina, hlýjuna og allar samveru- stundirnar sem voru ævintýri lík- astar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Marta Þyri Gunndórsdóttir. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins gangur og í dag kveðjum við okkar kæru móðursystur, Ragn- hildi Sigurðardóttur, sem átti stóran sess í hjörtum okkar allra. Ragnhildur og mamma voru mjög nánar, hittust eins oft og þær gátu og spjölluðu þess á milli saman í síma. Forvitnast var þá um börn og barnabörn og alltaf spurði Ragnhildur eftir þeim sem áttu erfitt eða voru veikir. Hún var mjög stolt af sínum nánustu sem allt er mikið sómafólk og ekki þótti henni minna vænt um skyld- menni sín öll og aðra samferða- menn. Fljótlega eftir að móðir okkar tók sig upp og flutti frá Skógum skapaðist sú hefð að Ragnhildur kom og tók þátt í laufabrauðsgerð fyrir jólin. Stundum voru það bara hún og Bogi en oftar voru þó ein- hverjar af dætrum hennar og barnabörnum með í för. Þessir dagar urðu að eins konar ættar- móti því oftar en ekki var líka ein- hver með úr hópnum hans Ella bróður þeirra, og þá var dagurinn fullkominn í huga okkar. Þessum dögum gleymum við systkinin aldrei, þær systur í essinu sínu, mamma hnoðaði og flatti og Ragnhildur steikti og pressaði með „raritetinu“ sem Steini útbjó. Eftir að við fluttum í Voga- hverfið færðist kökugerðin að mestu heim til Jónu. Oftast létu þær systur sig þá hverfa þegar líða tók á laufabrauðsdaginn, fóru heim í Skeiðarvog og bjuggu til heimsins bestu kjötsúpu. Síðan mætti öll hersingin í mat, stund- um yfir 20 manns á þessum ynd- islegu dögum. Það var enginn vafi í hugum okkar að enginn syði betri súpu heldur en þær tvær. Það eru fyrst og fremst góðu og ánægjulegu stundirnar sem við minnumst, systunar gátu gleymt sér við spjall um liðna tíma, sögðu frá afa og ömmu og öllu fólkinu sem var þeim samtíða á Sólheimatorfunni. Við fjölskyldan áttum alltaf öruggt skjól hjá Ragnhildi og Boga, fyrst á Hlíðarbóli, svo á Sunnuveginum. Símaherbergið var alltaf til reiðu og ef margir voru á ferð var stofan undirlögð. Það var alveg sama hvernig á stóð, alltaf var tekið vel á móti manni, opinn og hlýr faðmur frænku og rólegheitin í kringum Boga. Alltaf mátti fá í eldhúsinu ískalda mjólk og heimabakaðar kleinur, jólaköku eða flatkökur, sem nú aðeins lifa í dásamlegri minningu æskuáranna. Þá hugs- uðum við ekki um sólsetur lífsins þó svo að við þekktum það af eigin raun, heldur lifðum í eilífu sólskini með vissu um það að ávallt væri hægt að fá heimabakað sæta- brauð og flatkökur hjá Ragnhildi frænku. Elsku frænka, hjartans þakkir fyrir allt og allt, vertu svo kært af okkur kvödd. Guð geymi þig. Systkinin frá Skógum, Þorgerður, Jóna, Krist- ján, Sigríður og Willa. Ragnhildur Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma, við eigum eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo góð við okkur og það var svo gott að koma til þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthól- um) Victor og Vilma. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, FRIÐÞJÓFUR I. STRANDBERG sjómaður, til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní kl. 13.00. Guðrún Magnúsdóttir Strandberg, Auður Strandberg, Magnús Strandberg, Ingibjörg Bragadóttir, Birgir Strandberg, Sveinbjörn Strandberg, Kristín Jónsdóttir, Agnar Strandberg, Brynja Stefnisdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, afa og bróður, JÓHANNESAR ÞÓRS EGILSSONAR framkvæmdastjóra, Lækjargötu 13, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar fyrir frábæra, góða og hlýja umönnun. Kærar þakkir til ykkar allra. Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, Jóhannes Markús Magnússon, Geirlaug Egilsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát systur minnar, STEINUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR, og vottuðu minningu hennar virðingu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórgunnur Ingimundardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og fyrrverandi sambýlismanns, JÚLÍUSAR ARNARSSONAR íþróttakennara og formanns ÍFR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka hlýju og umönnun. Óli Þór Júlíusson, Eva Hrund Harðardóttir, Lóa Lind Óladóttir, Erna Þrúður Matthíasdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU SIGMUNDSDÓTTUR frá Björgum. Sérstakar þakkir til séra Gunnars Jóhannes- sonar og starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Sigurður Kristjánsson, Kristín R. Fjólmundsdóttir, Aðalheiður S. Kristjánsdóttir, Fjólmundur Fjólmundsson og fjölskyldur. ✝ Einlægar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, BARBÖRU MARÍU SUCHANEK, Ási, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fossheima á Selfossi fyrir góða umönnun. Eiríkur Steindórsson, Helena Eiríksdóttir, Sigmundur Brynjólfsson, Steindór Eiríksson, Lilja Ásgeirsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Birkir Böðvarsson og barnabörn. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengda- föður, ÓLAFS GAUKS ÞÓRHALLSSONAR tónlistarmanns. Fyrir hönd fjöskyldunnar, Svanhildur Jakobsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Cal Worthington, Andri Gaukur Ólafsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ingunn Ólafsdóttir, Hlöðver Már Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Árnason. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.