Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, HVAÐ ERTU AÐ GERA? HA? ÉG? EKKI NEITT ÞAÐ ER MARGT SEM ER MIKIL- VÆGARA EN TÓNLIST JÁ ER ÞAÐ? JÁ, TIL DÆMIS... TIL DÆMIS... ...STELPUR ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR SEGJA ÞETTA! ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ VIÐ GIFTUM OKKUR SVO MUNUM VIÐ EYÐA HÁTÍÐUNUM MEÐ FORELDRUM OKKAR EYÐUM EINU ÁRINU MEÐ MÍNUM FORELDRUM OG SVO NÆSTA MEÐ ÞÍNUM. TIL SKIPTIS, EKKI SATT ÞAÐ ER RANGT HJÁ ÞÉR ÞETTA ER FRÁBÆR UPPFINNING, EIGUM VIÐ EKKI AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ PRÓFA HANA Á DÝRUM? ÉG VAR BEÐINN UM AÐ VERA PLÖTUSNÚÐUR Á LJÓSAHÁTÍÐARBALLINU JÁ, ER ÞAÐ? MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ AÐ PRÓFA ÞAÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA GÓÐUR Í ÞETTA, ÞÚ HEFUR SVO MIKLA ÞEKKINGU Á TÓNLIST ÞÚ ÆTLAR SAMT EKKI AÐ SPILA ÞÁ TÓNLIST SEM ÞÚ HLUSTAR Á HÉRNA HEIMA, ER ÞAÐ NOKKUÐ? SANDMAN, ÞÚ VERÐUR AÐ SEGJA MÉR SANNLEIKANN ÞÚ FRAMDIR ÞESSA GLÆPI EINUNGIS TIL ÞESS AÐ BJARGA DÓTTUR ÞINNI, ER ÞAÐ EKKI? MARKO, EF ÞÚ HJÁLPAR MÉR, ÞÁ SKAL ÉG HJÁLPA ÞÉR JÁ ÞÚ HEFÐIR GETAÐ VARAÐ MIG VIÐ ÞVÍ AÐ HÚN STÆÐI ÞARNA Druslugöngur og fleira „Ég klæði mig eins og mér sjálfum finnst þægilegast! var gott innlegg inn í Flóru Ís- lands. Já, við erum sjálfhverf, Íslend- ingar, sumir snobba niður á við og halda að það sé flott. Segi fyrir mig að frekar vil ég sjá göt á buxum drengja en í opinn barm og langt upp eftir lærlegg stúlkna. Klæðnaður segir ótrúlega margt um viðkomandi, þannig hefur það alltaf verið. Nýjustu mótmælin eru druslugöngur; þar sem klæðnaði og ofbeldi er blandað saman, sorglegt dæmi um siðblindu. Druslugöngur þessar vekja vonandi fólk til um- hugsunar um þrifnað bæði til orðs og æðis. Í mínu ungdæmi var druslu-klæðnaður-gangur ekki tengdur ofbeldi, hinsvegar kom upp í hugann þegar maður sá druslulega klætt fólk að þar væru á ferðinni kærulausir sóðar, sem bæru hvorki virðingu fyrir sjálfum sér né öðrum. Að klæðast eins og drusla eða að vera druslulegur til fara hefur ólíkar merkingar, hvorugt hefur með fjár- hag fólks að gera, sjálfsvirðingin skiptir þar öllu máli. Í gamla daga dugði oftast að horfa bara á skóna, druslulegur klæðnaður var oftar en ekki tengdur óþrifnaði, hegðun og kæruleysi. Að vera álitin drusla er ekki gott, var neikvæð merking á líferni, þá aðallega kvenna. Fatn- aður og druslur eiga fátt sameiginlegt; druslur þekkjast lang- ar leiðir, hvort heldur þær eru kvenkyns eða karlkyns druslur. Það hryggir mig mjög árið 2011 að finna sterka líkamslykt af eldra fólki, lykt af hári getur verið mjög yfirþyrm- andi. Þegar komið er inn á öldrunarstofn- anir liggur þessi skelfi- lega lykt í loftinu, líka má finna hana heima hjá gömlu fólki úti í samfélag- inu, í biðröðum við búðarkassa og víðar. Eftir langvarandi vanrækslu á böðun og þrifnaði líkamans festist þessi lykt m.a. í fatnaði og mublum. Þessi lykt tengist óþrifnaði á lík- amanum og er okkur Íslendingum til skammar. Ég á frænda, sem býr á öldrunarstofnun í Danmörku, aldrei hef ég fundið þessa lykt þar, hvorki af honum né á göngum stofnunar- innar. Druslugangur er fyrst og fremst byggður á kæruleysi og sóða- skap. Hvernig væri að þjóðin tæki sig saman og druslaðist til að nýta heita vatnið og baða sig reglulega og baða þá sem ekki hafa getu til? ESB. Ást er… … að slökkva á GPS- tækinu og lesa á kortið fyrir hana. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Vísnahorn … með tilgerð í hverju spor Grétar Snær sonur hans sendi mér á dögunum vísnagátur Sveins Vík- ings og ráðningar Hjartar á þeim. Þessi er gáta Sveins: Fúlir jafnan hýsa hann. Á hendi talinn lítils nýtur. Veiki slæmri valda kann. Vinur tryggur, en stundum bítur. Hjörtur ræður þessa gátu með tvennum hætti: Í suma hleypur hundur þá hund ef þeir í spilum fá. Rauðum hundum vara ég við en vinalegt er hundgreyið. Og enn fremur: Í spilum hundur hljóp í flesta hund ef fengu og ergðist lundin. Rauðir hundar veiki er versta en vin minn taldi ég smalahundinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum niðri á Fríkirkjuvegi. Hann horfði yfir á Ráðhúsið og tautaði: „Ljótt eða fallegt?“ og svaraði sjálfum sér: „Það fer eftir því hver ræður húsum hér!“ Hann sagðist hafa hitt kerlinguna á Skólavörðuholtinu – hún væri upp- rifin yfir því, sagði hann, að borg- arstjórinn hefði gefið sér í afmæl- isgjöf og útnefnt sig „kerlinguna á Skólavörðuholtinu“. Og var með laxa-spray í hárinu! bætti hann við og sönglaði: Sumarið kom með sól og yl en svalt var á þessu vori. Og borgarstjórinn tekur sig til með tilgerð í hverju spori. Með það hvarf hann upp Skál- holtsstíginn. Vísur Hjartar Hjálmarssonar skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri eru alltaf skemmtilegar. Einn þeirra manna, sem sátu iðu-lega að kaffidrykkju með Tómasi skáldi Guðmundssyni á Hótel Borg um og eftir miðja tutt- ugustu öld, var Doddi kúla, sem svo var kallaður, Þórður Albertsson, bróðir Kristjáns bókmenntaskýr- anda. Hann var uppi 1899-1972 og starfaði aðallega að fisksölu erlend- is. Eitt sinn spurði Doddi kúla skáldið og var þá nýkominn til landsins: „Yrkir þú alltaf jafnvel, Tómas minn?“ Tómas svaraði: „Já, og því betur sem fleiri fást við ljóðasmíðar.“ Í annað sinn mælti Doddi: „Það sagði nú annað skáld, Tómas minn, að kona með fortíð ætti sér enga framtíð.“ Tómas svaraði þá með hægð: „En þeir, sem slíkri konu kynnast, hljóta að gera sér vonir um, að sagan endurtaki sig.“ Les- endur vita, að skáldið, sem vitnað var til, var Oscar Wilde. Hina alkunnu vísu, sem kennd er Marteini Lúther, bar eitt sinn á góma: Sá, sem aldrei elskar vín, óð né fagran svanna, hann er alla ævi sín andstyggð góðra manna. Doddi kúla kvað þá að orði: „Tómas, ég er viss um, að þú yrðir ekki í neinum vandræðum með að þrauka án söngs, en hvað myndirðu gera, ef þú þyrftir að velja á milli víns og kvenna?“ Tómas læddi þá svari út úr sér: „Ég hygg, að um hvort tveggja færi það nokkuð eftir árgöngum.“ Við annað tækifæri hreyfði Doddi kúla mikilvægu úrlausn- arefni: „Tómas, hvort finnst þér betra hvítvín eða brennivín?“ Tóm- as var snöggur til svars: „Mér finnst satt að segja svo gaman að rann- saka það mál, Doddi minn, að ég hef hvað eftir annað frestað að skera úr því.“ Enn spurði Doddi kúla: „Tómas, ef það kviknaði í húsinu þínu og þú mættir bara bera út einn hlut, hvað myndirðu þá taka?“ Skáldið þurfti ekki að hugsa sig lengi um: „Eldinn.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Með Dodda kúlu á Hótel Borg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.