Morgunblaðið - 25.06.2011, Síða 37

Morgunblaðið - 25.06.2011, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Halldór Guðmundsson, verkefn- isstjóri Sögueyjunnar, og Claudio Al- brecht, aðalforstjóri Actavis, kynntu umfangsmikinn starfssamning á fundi með fulltrúum fjölmiðla í gær- morgun. Samningurinn felur í sér tugmilljóna stuðning Actavis við Sögueyjuna sem heldur utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókasýn- ingunni í Frankfurt í haust. Samkvæmt tilkynningu gekk Ac- tavis til liðs við Sögueyjuna fyrir ári en hefur ákveðið að auka stuðning sinn enn frekar á þessu ári og segir að sá stuðningur muni koma sér afar vel vegna góðra undirtekta sem Ís- land hefur fengið sem heiðursgestur. Auk þess tryggir samingurinn að Sögueyjunni verði kleift að auglýsa dagskrá sína með áberandi hætti á sýningarsvæðinu í Frankfurt. Krefst mikils undirbúnings Að sögn Halldórs Guðmundssonar liggur mikill undirbúningur að baki verkefninu og hefur hann staðið í þrjú ár. Hann segir mikilvægasta þátt undirbúningsferlisins vera að hafa samband við þýsk bókaforlög og fá þau til að taka íslensk verk til út- gáfu. Stærsta þýðingarverkefnið sé ný þýðing á Íslendingasögunum og það hafi sannarlega ekki veitt af þriggja ára undirbúningi fyrir útgáfu þeirra. „Þetta er það sem við höfum verið að gera, hafa samband við bóka- forlögin, og undirtektir hafa farið fram úr björtustu vonum. Það er ver- ið að þýða og gefa út mjög mikið en það þarf alltaf ákveðinn aðdraganda, menn hrista þetta ekki fram úr erm- inni“ segir Halldór. Hann segir að í upphafi undirbún- ingsins hafi verið vonast til að um 100 íslenskar bækur og bækur um Ísland og íslenska menningu yrðu gefnar út en bækur sem komi út á þýskum bókamarkaði á þessu ári verði yfir 180 og það hefði enginn getað séð fyr- ir. Samkvæmt Halldóri felst kynn- ingin á Íslandi sem heiðursgesti þó ekki eingöngu í útgáfu bóka. „Við er- um með svokallaða rammadagskrá í kringum þetta. Það verða a. m. k. átta listsýningar í söfnum í Frankfurt og kannski víðar, það verða tónleikar og svo eru upplestrar og bókakynningar allt árið. Sýningin er mjög mikilvæg en hún er eiginlega bara punkturinn yfir i-ið,“ segir hann. Samfellan hefur heillandi kraft Halldór segir að vinnunni ljúki ekki um leið og bókahátíðin er yf- irstaðin. „Vegna þess að árangurinn er þetta mikill verður að gæta að því að þetta haldi áfram,“ segir hann og bætir við að áhrif þýsks bókamark- aðar á markaðinn í löndunum í kring eigi eftir að koma í ljós og fari eftir því hvernig bókunum er tekið. Ein- hverra áhrifa gætir þó nú þegar og hefur Amazon ákveðið að gefa út tíu íslenskar bækur á ensku í Bandaríkj- unum. Spurður að því hvað það sé við ís- lenskar bókmenntir sem heillar segir Halldór að það hafi verið einhver samhljómur í íslenskum og þýskum bókmenntum um langt skeið. „Ég held að það sem Þjóðverjar hafi mest gaman af í íslenskum bókmenntum sé frásagnargleðin og þessi ákveðna samfella sem er í íslenskum bók- menntum frá upphafi. Hún hefur ákveðinn heillandi kraft,“ segir Hall- dór. Frásagnargleðin og þessi ákveðna samfella Morgunblaðið/Ernir Samhljómur Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, og Clau- dio Albrecht, aðalforstjóri Actavis, kynna stuðning Actavis við Sögueyjuna.  Ísland hefur fengið góðar undirtektir sem heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt í haust Íbók sinni Bankastræti núllhugsar Einar Már Guðmunds-son upphátt. Nokkrar bækureldri samtímahöfunda hafa komið út að undanförnu sem eru í svipuðum stíl einsog bækur Njarðar P. Njarðvík, Matthíasar Jo- hannesen, Einars Más Jónssonar og fleiri. Þetta er þó- nokkuð vinsælt á þessum tímum eftir hrun fjár- málakerfisins í heiminum, ekki aðeins á Íslandi heldur var ein vinsælasta bókin í Frakklandi á síð- asta ári Indignez-vous! eftir Stép- hane Frédéric Hessel sem var í svip- uðum stíl. En allir eru þessir höf- undar á því að þetta hafi verið betra þegar þeir voru ungir en síðan hafi þetta farið á verri veg. Bók Einars Más er í sama stíl og hinar hvað þetta varðar. Það er þekkt trikk úr gömlu bíó- myndunum að þegar hetjan mætir á svæðið þá klappar hún hundinum en þegar skúrkurinn mætir á svæðið þá sparkar hann í hundinn. Þá veit áhorfandinn strax hver er góði mað- urinn. Sú tilhneiging hefur skapast á Íslandi að listamenn þurfi að byrja á því að sparka í hundinn Hannes Hólmstein Gissurarson til að hægt sé að hlusta á þá. Einar Már gerir það samviskusamlega áður en hann fer af stað með skemmtilega orðræðu sína. Bók hans er skemmtileg aflestrar, þegar verst lætur verður þetta hálf- gert röfl og blaður en þegar best læt- ur er þetta leiftrandi skemmtilegt. Hann er með ýmiskonar óvæntar tengingar í texta sínum og skemmti- legar frásagnir úr eigin lífi. Hann lætur ýmsa fá það óþvegið, meira að segja foringja sinn, fjármálaráðherr- ann Steingrím J. Sigfússon, fyrir að framkvæma allt það sem hann var á móti þegar hann var í stjórnarand- stöðu. Það er nefnilega hægt að segja það um Einar Má að hann lætur eng- an stýra sér. Hann fylgir ekki flokki sínum blint. Á meðan flestir lista- menn fylgdu flokkslínunum blint í Icesave-málinu þá spyrnti hann við fótunum, en biðst þó afsökunar á framferði sínu með orðunum: „Vandi stjórnmálamanna er ekki þeir sem gagnrýna þá heldur jáhirðin í kring- um þá, bitlingasnatarnir, metorða- stritararnir og þeir sem halda að þeir eigi alltaf að vera þægir og að gagn- rýni lýsi óánægju.“ Það er áhugavert þegar maður lítur til eldri höfunda einsog Njarðar og Matthíasar að þá vitna þeir eingöngu í ljóð; Einar Már vitnar bæði í ljóð og lagatexta og það kæmi manni ekki á óvart að enn yngri höfundur myndi bara vitna í lagatexta við gerð svipaðrar bókar til samtíma síns. Stundum miðlar hann vangavelt- um úr daglega lífinu einsog um það hvernig Bítlaplötur voru upplifaðar í gamla daga sem heild, það var hlust- að á þær frá upphafi til enda en í dag eru það örfá lög sem ná í gegn af plötum listamannanna. Stundum miðlar hann vangaveltum um Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (sem hann kallar land- stjóra) eða fjallar um aðra stóralvar- lega atburði úr samtímanum. Þannig að hann fer víða. Sumt er áhugavert en annað ekki. Bankastræti Núll bbbnn Eftir Einar Má Guðmundsson. Mál og menning 2011 BÖRKUR GUNNARSSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Íbygginn Einar Már hugsar upphátt um samtímann í nýjustu bók sinni. Spjall um samtímann Nú stendur yfir sýning Kristínar Þorkelsdóttur, Ljósdægur, í Fræðslumiðstöð Þingvalla. Kristín sýnir 17 vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á Þingvöllum á ár- unum 2006-2010 og er þetta 21. einkasýning hennar á vatns- litamyndum. Vekur myndræna skynjun Að sögn Kristínar byrjaði hún myndlistarferil sinn á Þingvöllum árið 1984 og segir einskæra til- viljun hafi ráðið því að hún tæki upp penslana í þjóðgarðinum. „Ég var þarna á ferðinni með fjölskyld- unni í veiðitúr og var búin að missa veiðidelluna. Ég var með vatnsliti í bílnum og settist bara á þúfu og fór að veiða myndir í staðinn.“ Hún segir að Þingvellir séu í sín- um augum ótrúlegur griðastaður sem veki myndræna tjáningu og nautn. „Þingvellir hafa alveg ótrú- leg áhrif á mig. Form og litir nátt- úrunnar er með eindæmum fjöl- breytt, hér megum vera og við eigum þennan stað öll,“ segir Kristín. Hún segist oft fara til Þingvalla til að sækja sér myndkveikjur og það allan ársins hring en mest spennandi finnist henni haustið og veturinn sem myndrænt viðfangs- efni. Hún segist hafa ætlað sér að setja upp Þingvallasýningu í Gall- ery 13 sem hún rekur ásamt manni sínum, en gripið tækifærið þegar henni bauðst að sýna í Fræðslu- miðstöðinni. „Það má segja að það sé viss innsetning að sýna myndir af Þingvöllum á Þingvöllum.“ Að vera í augnablikinu og njóta Kristín segist fyrst og fremst reyna að fanga hughrif með mynd- um sínum. „Ég nota náttúruna sem kveikju að myndum. Ég fer frjáls- lega með viðfangsefnið og er ekki endilega að mála staðinn sem slík- an heldur andrými hans,“ segir hún. Að eigin sögn finnst Kristínu hún ná þessum hughrifum best fram með vatnslitunum. „Vatnslit- urinn er í eðli sínu þannig að hann svarar „spontant“ og tekur þátt í myndsköpuninni. Hann er við- kvæmur fyrir hitastigi og það verð- ur að þekkja eðli hans og skynja gjafir hans sem þú getur líka kall- að slys! Þetta er spurning um við- horf.“ Hún segist fyrir löngu hætt að leggja upp með ákveðnar vænt- ingar og að það skipti sig höfuð- máli að vera opin fyrir því sem kann að gerast. „Þetta er spurning um að vera í augnablikinu og njóta þess,“ segir Kristín að lokum. diana@mbl.is Tilviljun Fyrir Kristínu Þorkelsdóttur eru Þingvellir griðastaður sem vekur myndræna tjáningu og nautn. Settist á þúfu og fór að veiða myndir  Kristín Þorkelsdóttir sýnir vatns- litamyndir frá Þingvöllum á Þingvöllum Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june Hetja / Hero Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.