Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Þegar Jamie Cullum hljópupp á sviðið í Hörpunni áfimmtudagskvöld var erf-itt að segja til um hvort hann myndi ná áhorfendum með sér á almennilegt flug. Cullum er ekki einungis þekktur fyrir mikla tónlist- arhæfileika. Ég var búinn að lesa mér til og kappinn átti að sögn að geta unnið áhorfendur á sitt band með heillandi persónutöfrum. Hvað sem því líður hafði ég miklar efa- semdir en „fáguð bræðsla djass og popps“ er eitthvað sem ég forðast yfirleitt eins og heitan eldinn. Fólkið í salnum samanstóð af ráðsettum Ís- lendingum sem maður sá ekki beint fyrir að myndu ná að gleyma bens- ínverði eða kvótafrumvörpum og sleppa sér í formlegri og hátíðlegri Eldborginni. Strax í upphafi varð þó ljóst að Ja- mie var staðráðinn í að fá hvern ein- asta áhorfanda til þess að láta af slíkum efasemdum og lifa sig inn í tónlistina og taka þátt í gleðinni. Sjarmatröll Eftir að hafa byrjað tónleikana frek- ar rólega með Cole Porter slag- aranum I Get a Kick Out of You, vatt hann sér í hið frábæra I’m All Over it Now af Pursuit-plötunni frá 2009. Þá var farið að glitta í hvert stefndi. Þessi smávaxni drengur (þó að hann sé kominn yfir þrítugt væri furðulegt að kalla hann eitthvað ann- að) sem á ættir að rekja til Búrma, var þá byrjaður að rífa af sér spjar- irnar og dillaði sér um sviðið af sjálfsöryggi sem í flestum tilfellum væri vafasamt. Cullum hefur þó næga innistæðu fyrir því en hann bræddi áhorfendur með góðum húmor og lofi á landið, Hörpu (Carnegie what?) og ekki síst á útlit áhorfenda. Tónleikar Cullums eru sjaldnast með fyrirfram ákveðinni lagaröð. Hann spinnur sig áfram og spilar inn á salinn. Þetta heppnaðist frá- bærlega og mögnuð hljómsveit hans fylgdi honum eins og skuggi á með- an hann teygði lögin í takt við stemninguna. Spilagleðin hreinlega lekur af honum hvort sem hann er að bítboxa eða tromma á flygilinn í Hörpu. Sá á líklega aldrei eftir að hljóta aðra eins meðferð og hjá Cullum (eins gott að yfirstjórnin var ekki að horfa). Með ómótstæðilegum persónu- töfrum sínum tókst honum jafnvel að virkja smekkfulla Eldborgina í að radda með sér í Radiohead slag- aranum High and Dry, og það í þremur pörtum! Harpa, vertu með Þessi blanda af þekktum vinsælum lögum, heimsklassa hljóðfæraleik og góðum húmor vann jafnt og þétt á salnum. Smám saman varð ljóst var að sætin í Eldborg voru eiginlega bara fyrir. Öll hljómsveitin reif sig upp og stökk út í sal og spilaði eitt lag úti á gólfi. Áhorfendur voru svo ánægðir með uppátækið að skyndi- lega gleymdu allir að bannað var að mynda í Eldborginni. Ansi mikið hefði þurft til ef yfirstjórnin hefði ætlað að tækla þessa yfirsýn æstra aðdáendanna. Nú hafði losnað um allar hömlur og í lokalaginu Mixtape voru allir í húsinu komnir á fætur og dönsuðu smitaðir af gleði sem einungis tónlist og í raun einstökum tónlist- armönnum er fært að kalla fram. Eftir uppklappið renndi bandið sér í kraftmikla útgáfu af Jimi Hendrix-klassíkinni The Wind Cries Mary og Cullum lauk tónleikunum svo einsamall með frábærri útgáfu af Gran Torino. Að lokum sá vaskur her verndara bílskýlisins um að lóðsa sátta áhorfendurna út í bjarta nóttina. Harpa Jamie Cullum bbbbb Tónleikar Jamie Cullum í Eldborgarsal Hörpu fimmtudagskvöldið 23. júní 2011. HALLUR MÁR TÓNLEIKAR Morgunblaðið/Eggert Skemmtilegum og hæfileikaríkum Cullum tókst að virkja smekkfulla Eldborgina í söng og dansi. Geri aðrir betur. Heil Harpa sjarmeruð upp úr skóm (og sætum) Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og leikarinn Ryan Gosling sem unnu sam- an í myndinni Drive og Logańs Run eru farnir að undirbúa þriðju myndina saman. Þeir vöktu mikla athygli með mynd sína Drive á Cannes-hátíðinni í vor og líkti Refn þar sambandi sínu við leikarana sem kynlífssambandi þannig að Ryan Gosling roðnaði undir lýsing- unum. Refn fékk einmitt verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir þá mynd. Búið er að fá Kristin Scott Thomas til liðs við teymið sem stendur að myndinni. Hún gerist í Taílandi og fjallar um taí- lenska löggu og breska glæpamenn. Umhverfið er hið klassíska; box, vændi og fjárhættuspil. Ryan Gosling og Refn aftur saman SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á - FRÉTTATÍMINN BAD TEACHER KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 L BRIDESMAIDS KL. 10 12 BAD TEACHER KL. 3 (TILBOÐ) - 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3 (TILBOÐ) -5.50 - 8 - 10.10 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 3 (TILBOÐ) -5.30 L PAUL KL. 8 12 FAST FIVE KL. 10.10 12 BAD TEACHER KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 BAD TEACHER Í LÚXUS KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L MR. POPPER´S PENGUINS Í LÚXUS KL. 1 - 3.40 L SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL.TL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 L HÚN FER EKKI EFTIR NEINNI KENNSLUBÓK! LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarFRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN SÝND Í 2D OG 3D Frábær fjölskyldu- og gamanmynd með Jim Carrey í fantaformi BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10 MR. POPPER’S PENGUINS Sýnd kl. 2(700kr), 4, 6 og 8 BAD TEACHER Sýnd kl. 6, 8 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(950kr) og 4 KUNG FU PANDA 2 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2(700kr) -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.