Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 41

Morgunblaðið - 25.06.2011, Page 41
AF STRUMPUM Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Fyrir langa, langa löngu,lengst inni í skóginumbjuggu litlar skrýtnar verur sem kölluðu sig Strumpa. Þeir voru góðir …“ Eflaust hljómar þessi byrjun kunnuglega í eyrum margra en þetta eru einmitt upphafsorðin í teiknimyndunum um Strumpana sem íslensk börn hafa horft á í ára- raðir. En saga Strumpanna nær talsvert lengra aftur.    Þegar Pierre Culliford hóf árið1959 að strumpa stutta teikni- myndarenninga um bláleitar verur með hvíta hatta grunaði hann ef- laust ekki hversu strumpandi vin- sælar verurnar ættu eftir að verða. Belgíski teiknimyndahöfund- urinn tók sér listamannsnafnið Peyo og strumpaði fyrst um sinn teiknimyndir sem gerðust á miðöld- um fyrir Le Journal de Spirou. Í einni slíkri kom við sögu lítil blá vera sem kallaðist Schtroumpf. Lesendum þótti þessi bláa fígúra spennandi og árið 1959 strumpaðist fyrst á prenti sjálfstæð saga nokk- urra lítilla blárra karla sem köll- uðust Schtroumpf. Sú þjála nafngift vék svo nokkru síðar fyrir ensku út- gáfunni, Smurf.    Strumpar heita þeir upp á ís-lensku og orðið kemur víða við í sögunum af þeim. Það er nefnilega órjúfanlegur hluti af tungumáli þeirra bláu og er orðinu gjarnan skipt út fyrir nafnorð og lýsing- arorð þegar Strumparnir strumpa saman. Og Strumparnir hafa komið víða við á löngum ferli. Auk þess að birtast á strumpum dagblaða hafa verið gefnar út um þá teiknimynda- bækur auk fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp. Þar voru engir aukvisar fengir til verksins en teiknimynda- tvíeykið Hanna & Barbera (skap- arar Tomma og Jenna og Flinsto- nes-fjölskyldunnar), gerðu alls 256 teiknimyndir um Strumpana. Þá hafa þeir strumpað á hvíta tjaldinu auk þess sem plastlíkneski af þeim flestum hafa gengið kaup- um og sölum um heim allan í ára- tugi. Þá hafa þeir, líkt og fleiri stór- stjörnur, reynt fyrir sér á sviði tónlistar og eftir þá liggja þónokkr- ar útgefnar metsöluplötur. Plötur með Strumpunum hafa til að mynda selst í 10 milljónum eintaka á und- anförnum þremur árum á heims- vísu.    Órjúfanlegur hluti af söguStrumpanna er svo galdra- karlinn Kjartan. Einhverra hluta vegna hatar hann þessar litlu vina- legu bláu verur af öllu hjarta og eyðir öllum sínum kröftum í að elt- ast við þær en hefur sjaldnast er- indi sem erfiði. Fyrir Íslendinga er maður að nafni Laddi jafn ómiss- andi hluti af sögu Strumpanna og Peyo sjálfur því hann á heiðurinn af íslensku strumpi allra Strumpanna, Strympu, Kjartans og Brands, auk annarra gesta í Strumpalandi.    Eins óviðeigandi og það hljóm-ar hugsa eflaust margir Ís- lendingar enn til erótískra kvik- mynda þegar Strumpana ber á góma. Ekki það að litlu bláu krúttin hafi nokkurntímann farið sjálf yfir velsæmismörk heldur leyndust upp- tökur af slíkum myndum á mynd- bandsspólum sem nokkur reykvísk börn leigðu í sakleysi sínu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.    Í dag eru svo allir hvattir til aðganga um með hvítar húfur, í hvítum sokkabuxum og mála andlit sín blá í dag. Hvers vegna? Jú, í dag er hinn alþjóðlegi Strumpadagur. Dagsetningin er valin með fæðing- ardag Peyo í huga en eflaust hefur yfirvofandi frumsýning stórmyndar um Strumpana eitthvað með hátíð- isdaginn að gera. En það er gott og vel því allir dagar ættu að henta jafn vel til að heiðra þessar bláu og góðlegu ver- ur.    Þeim sem vilja gleðjast meðöðrum Strumpum í tilefni dagsins er svo bent á hátíðahöld í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum milli klukkan 10 og 18 í dag. Þar verður í boði Strumpaópal, blá and- litsmálning, blár rjómaís og Strumpablátt candy-floss. Þar geta gestir einnig leitað dyrum og dyngjum að Strumpunum sjálfum, og auk þess að sá eigi Strump sem finnur geta fundvísir einnig ratað á Strumpalega vinninga. Alveg Strumpalega góður dagur! » „Fyrir langa, langalöngu, lengst inni í skóginum bjuggu litlar skrýtnar verur sem kölluðu sig Strumpa. Þeir voru góðir …“ Strumpar Fyrir Íslendinga er maður að nafni Laddi jafn ómissandi hluti af sögu Strumpanna og Peyo sjálfur. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 90/100 VARIETY 90/100 „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGA- - IN TOUCH - HOLLYWOOD REPORTER BEINT Á TOPPIN N Í USA  - MENT WEEKLY - QU 100/100 ME JO DÝRAFJÖR MIÐASALA Á SAMBIO.IS BEASTLY kl. 4 - 6 - 8 - 10 10 SUPER 8 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 ANIMALS UNITED 3D M/ísl. tali kl. 2 BEASTLY kl. 6 - 8 10 KUNGFUPANDA2 3D M/ísl. tali kl. 4 L SUPER 8 kl. 6-8 -10:20 12 PIRATESOFTHECARIBBEAN kl. 3:30 10 THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 MR.POPPER´S PENGUINS kl. 3:30 - 8 L BEASTLY kl. 10:10 10 SUPER 8 kl. 8 12 BRIDESMAIDS 5:40 L KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 3:30 - 6 L / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 SUPER 8 kl.3:40 -5:50-8-10:20 12 KUNG FU PANDA 2 kl. 4 - 6 Ísl. tal L / SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,EGILSHÖLL,KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.