Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Reyndi að nauðga sofandi … 2. Töluðu til álfa degi fyrir óhapp 3. Með prik í maganum í 25 ár 4. Danska lögreglan bjargaði …  Þórhallur Sævarsson auglýsinga- leikstjóri hefur nú gengið til liðs við auglýsingafyrirtækið Madheart í Los Angeles. Þetta er stórt skref fyrir hann en Þórhallur er álitinn einn efni- legasti auglýsingaleikstjóri í Evrópu á sínum aldri. Þórhallur Sævarsson leikstýrir í Ameríku  Nico Muhly, tónlistarmaður hér á landi, frum- sýndi sína fyrstu óperu í London í gær og heldur síð- an til New York þar sem óperan verður sýnd á Metropolitan. Óperan er ákveðin harmsaga sem fjallar um samband tveggja drengja á netinu og myrkan heim internetsins. Ópera Nico Muhly í London og New York  Þungarokksveitirnar Sólstafir og DIMMA efna til tónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld. Sólstafir eru að gera góða hluti en þeir skrifuðu ný- lega undir plötusamning við útgáfu- fyrirtækið Season of Mist. Þeir gefa út tvöfalda hljóðversskífu í haust og halda í stíft tónleikaferðalag. DIMMA er að vakna aftur til lífsins en þetta eru fyrstu tónleikar hennar í Reykja- vík í heilt ár. Húsið verður opnað kl. 22.30 og kostar 1.000 krón- ur inn. Sólstafir með síðustu tónleikana í bili FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en ann- ars skýjað með köflum og skúrir S- og SV-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag Ákveðin NA-átt, fremur stíf SA-lands seinnipartinn með rigningu, en annars hægari og úrkomulítið og yfirleitt bjart veður SV- og V-lands. Hiti 5 til 14 stig. Á mánudag N- og NA-átt og rigning um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnan- og suðvestanlands. Heldur kólnandi, en áfram fremur milt syðst á landinu. Eyjamenn eru einu stigi á eftir KR- ingum við topp Pepsi-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 2:1, í Vest- mannaeyjum í gærkvöld. „Við verðum bara að taka öll stig sem í boði eru á heimavelli til að halda okkur í topp- baráttunni. Það er bara skylda,“ sagði Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV sem kom inná sem varamaður undir lokin og skoraði sigurmarkið. »4 Eyjamenn eru stigi á eftir KR-ingum Kári Árnason knattspyrnu- maður var rekinn frá enska félaginu Plymouth Argyle þegar hann vildi ekki skrifa undir frestun á launa- greiðslum. Plymouth skuld- ar honum rúmar 11 milljónir króna í laun. Kári er kominn til Skotlands, til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts. Það væri algjör snilld ef þetta myndi ganga upp,“ sagði Kári. »1 Plymouth skuldar Kára 11 milljónir Íris Ásta Pétursdóttir, handknatt- leikskona úr Val, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Gjövik til tveggja ára. „Ég þarf ekki að vinna og get einbeitt mér algjörlega að hand- boltanum, sem er alveg frá- bært,“ segir Íris Ásta við Morgunblaðið. »1 Íris Ásta á leiðinni í norsku úrvalsdeildina Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Flugkappanum Herði Guðmunds- syni, stofnanda og eiganda Flug- félagsins Ernis, brá heldur betur í brún við lendingu á Reykjavíkur- flugvelli í gær, þegar hann flaug sitt síðasta áætlunarflug frá Bíldu- dal. Á annað hundrað manns, vinir og samstarfsfólk, söfnuðust saman í flugskýli Ernis í tilefni dagsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég átti nú ekki von á þessu og er enn að jafna mig,“ sagði Hörður klökkur, en hann fagnaði um leið 65 ára afmæli sínu. Flugáhugi Harðar kviknaði þeg- ar hann var lítill strákur. Fór hann í sitt fyrsta flug aðeins 17 ára. „Það má segja að áhuginn sé meðfæddur, þó svo að ég hafi orð- ið pínulítið flugveikur í mínu fyrsta flugi og feginn að hafa fast land undir fótum þegar við lent- um,“ sagði hann brosandi. Allar götur síðan hefur Hörður verið í loftinu, eða í um 48 ár ævi sinnar og á hann glæsilegan feril að baki. Hann hefur m.a. flogið vítt og breitt um Afríku fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn og um þriggja ára skeið fyrir flug- félagið Air Atlanta. Stofnaði flugfélagið 24 ára Hörður stofnaði Flugfélagið Erni árið 1970, þá aðeins 24 ára. „Ég byrjaði að fljúga frá Ísafirði, en þá var ég eini starfandi flug- maðurinn hjá félaginu, menn þurftu bara að bjarga sér,“ sagði Hörður. Flugfélag Harðar þótti mikil sam- göngubót á Vestfjörðum þar sem Vestfirðingar bjuggu við mjög erfiðar vega- samgöngur á þeim tíma. Félagið hefur verið þekkt fyrir að sinna sjúkraflugi frá Vestfjörðum síðan það hóf rekstur. Hörður hefur því helgað fæðingarstað sínum ævistarf sitt og var það því viðeigandi að hann myndi enda feril sinn fyrir vestan. Að sögn Harðar átti Flugfélagið Ernir í upphafi að vera lítið félag, en í dag starfa um 60 starfsmenn hjá félaginu. „Í dag er ég mjög sáttur maður, við höfum náð að skapa atvinnutækifæri fyrir marga unga flugmenn og það þykir mér frábært,“ segir hann og bætir við að reksturinn gangi vel. Eftir bankahrunið hafi félagið verið skilgreint sem „lífvænlegt fyrir- tæki“. Að lokum segist Hörður hvergi nærri hættur að fljúga, þó hann fljúgi ekki lengur áætlunarflug. Hefur verið í loftinu í 48 ár  Flaug síðasta áætlunarflug sitt frá Bíldudal Morgunblaðið/Ernir Kátur Hörður Guðmundsson, eigandi og flugstjóri hjá flugfélaginu Erni, lengst t.v., flaug sitt síðasta flug í gær. „Hörður er einn af þeim mönnum sem ég hef dáðst að alla ævi,“ seg- ir Arngrímur Jóhannsson, stofn- andi Air Atlanta og einn þekkt- asti flugmaður Íslands fyrr og síðar. „Að halda úti flugrekstri á Vestfjörðum er meira en menn gera sér grein fyrir.“ Hann segir flugaðstæður á Vestfjörðum með þeim verstu sem gerast á land- inu. „Þetta er starf sem fáir nema Hörður hefðu getað innt af hendi jafn vel og hann hefur gert það,“ sagði Arngrímur. Að sögn Arngríms hefur Hörður unnið ómetanlegt starf fyrir íbúa á Vestfjörðum og sagði hann fá orð geta lýst þeim árangri sem hann hefur náð. „Hörður virðist ekki bara sjá vandamálið, heldur getur hann leyst það,“ sagði hann, en Hörður starfaði fyrir Arngrím um þriggja ára skeið. Verstu flugaðstæður á landinu HÖRÐUR SÉR VANDAMÁLIÐ OG LEYSIR ÞAÐ Arngrímur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.