Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  148. tölublað  99. árgangur  FJÖLDI ÁLFA OG HULDUFÓLKS BÝR Í HELLISGERÐI GLÆSILEGT OG FJÖRUGT PÆJUMÓT LEIKA SÉR MEÐ BÓKARFORMIÐ 800 STÚLKUR ÍÞRÓTTIR ÚTÚRDÚR Á HVERFISGÖTU 25HULIÐSHEIMUR AFHJÚPAÐUR 10 Gefa út listaverkabækur með „tvisti“ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Eigendur Bruggsmiðjunnar á Árskógsströnd standa í stórræðum þessa dagana og eru að stækka brugghúsið um 200 fermetra með nýrri viðbyggingu þar sem koma á fyrir fleiri tönkum til bjórgerðar. Stækkar húsnæðið með þessu um 40%. Um 40 milljóna króna fjárfestingu er að ræða og mun framleiðslugetan á bjórnum Kalda og fleiri tegundum fara úr 380 þúsund í 550 þús- und lítra á ári. Stefnt er að því að taka bygg- inguna í notkun í næsta mánuði en hún hefur verið reist af verktökum úr heimabyggð. „Það er allt á fleygiferð. Við urðum að stækka við okkur til að anna eftirspurn hjá ÁTVR og veit- ingastöðunum,“ segir Agnes Sigurðardóttir, stofnandi og aðaleigandi Bruggsmiðjunnar ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Þresti Ólafssyni. Þau hófu starfsemina á Árskógsströnd árið 2006 og voru þá með tvo starfsmenn til viðbótar. Nú starfa sjö manns hjá fyrirtækinu. Agnes segir viðtökur á Kalda og öðrum bjór- tegundum verksmiðjunnar hafa farið langt fram úr björtustu vonum þeirra. Eru fimm tegundir nú framleiddar allt árið um kring, auk árs- tíðabundinna tegunda eins og fyrir jólin, þorr- ann og páskana. Hafa fleiri tegundir verið að bætast í hópinn, m.a. Stinningskaldi, sem unn- inn er úr hvönn í Hrísey, í samstarfi við fyrir- tækið Saga Medica. 62 vörunúmer frá átta aðilum Brugghúsum og íslenskum bjórtegundum hefur verið að fjölga hér á landi. Nú er ÁTVR með innlendan bjór í sölu frá átta aðilum, sá nýj- asti kemur frá bænum Útvík í Skagafirði, Gæð- ingur. Alls eru 62 vörunúmer skráð í hillum ÁTVR með innlendum bjór. »16 Stækka vegna aukinnar bjórsölu  Bruggsmiðjan á Árskógsströnd bætir við sig 200 fermetra viðbyggingu  Brugghúsum fjölgar hér á landi  Íslenskur bjór með 75% hlutdeild Stækkun Ólafur Þröstur og Agnes Sig- urðardóttir í nýrri viðbyggingu sinni. Margt var um manninn á Landsmóti hestamanna sem hófst á Vind- heimamelum í Skagafirði í gær. Veðrið lék við gesti og kveðst mótstjóri bjartsýnn á að vel muni til takast í ár. Búist er við fjölda fólks enda um ein- staka skemmtun að ræða þar sem knapar og gæðingar bregða á leik. »4 Landsmótið hafið og margir í brekkunni Ljósmynd/Hilda Karen Garðarsdóttir Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Forsvarsmenn Hlaðbæjar-Colas, þjónustufyrir- tækis á sviði malbikunar, íhuga nú að kæra fram- ferði Malbikunarstöðvarinnar Höfða til Samkeppn- iseftirlitsins. 99% hlutafjár malbikunar- stöðvarinnar er í eigu Reykjavíkurborgar, en fyrirtækið var stofnað árið 1996. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir að mal- biksmarkaðurinn hafi skroppið saman frá árinu 2008 um sem nemur á bilinu 75-80%. „Við höfum skoðað að ræða við Samkeppniseftirlitið, en það fyr- irtæki sem gengur einna harðast fram í undirboð- um á þessum markaði er hlutafélag í eigu Reykja- víkurborgar, mjög öflugt og sterkt hlutafélag með engar skuldir. Hlaðbær-Colas er stórt félag og því kveinkum við okkur síðast, en þeir eru að ganga frá smærri fyrirtækjum á þessum markaði,“ segir Sig- þór í samtali við Morgunblaðið. Hann nefnir dæmi um að Malbikunarstöðin Höfði bjóði verð í útboð- um, sem er allt að 20% undir næstlægsta boði. „Þegar við sendum okkar tilboð inn þessa dagana erum við yfirleitt að miða við að koma út á núllinu. En hins vegar erum við með opinbert fyrirtæki á markaðnum sem beitir sér af mikilli hörku gegn allri samkeppni.“ Hlaðbær-Colas er í eigu erlendra aðila. „Þeir skilja hreinlega ekki hvernig kaupin gerast á eyrinni á þessum markaði hér heima.“ Hagnaður Malbikunarstöðvarinnar Höfða var tæplega 75 milljónir króna á síðasta ári. Borgin enn í tjörunni  Framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas gagnrýnir framgang malbikunarfyrirtæk- is í eigu Reykjavíkurborgar  Smærri fyrirtæki leggja upp laupana eitt af öðru MMarkaður skroppinn saman »2  Sáttafundi milli Icelandair og Félags ís- lenskra atvinnu- flugmanna var slitið á laugar- dag án þess að boðaður væri nýr fundur. Í því fel- ast skýr skilaboð um að mikið beri á milli. Einhverjar þreifingar voru í gær á milli manna en enginn fund- ur var ákveðinn. Yfirvinnubann flugmanna hefur þegar valdið því að um tíu flug hafa fallið niður. Mikil reiði er á meðal fólks í ferða- mannaþjónustunni yfir aðgerðum flugmanna. „Við höfum meiri áhyggjur af þessu en eldgosum,“ segir Bergþór Karlsson hjá Bíla- leigu Akureyrar. „Svo eru þeir að tala um atvinnuöryggi sitt en ógna atvinnuöryggi okkar í ferða- mannabransanum um allt land,“ segir Bergþór. »4 Mikil reiði innan ferðaþjónustunnar Ferðamenn á BSÍ  „Það er óneitanlega þungt hljóð í fornleifafræðingum,“ segir Elín Ósk Hreiðarsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra fornleifafræðinga, um verkefnastöðuna í sumar og þróunina á fjárveitingum til þeirra. Frá árinu 2008 hafa framlögin dregist saman um 80% og nema í ár um 27 milljónum króna. Þar af koma 18 milljónir úr Fornleifasjóði. Sextán aðilar fengu styrki úr sjóðn- um í ár en 45 umsóknir bárust. Fornleifavernd ríkisins er búin að veita 18 leyfi til rannsókna í sumar en á síðasta sumri voru gefin út um 30 leyfi. Ýmis verkefni fornleifa- fræðinga tengd framkvæmdum hafa minnkað eftir hrunið. »6 Framlög dregist saman um 80% Rannsóknir Frá Skriðuklaustri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.