Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. fyrst og fremst ódýr ÓDÝRT ALLA DAGA Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Malbiksmarkaðurinn veltir um þess- ar mundir um tveimur milljörðum króna á ári. Það er um 75% sam- dráttur frá þensluárunum fyrir hrun bankanna. Útlagning malbiks nem- ur síðan um þriðjungi þess sem framleiðslan veltir. Sem dæmi má nefna að markaðurinn á höfuðborg- arsvæðinu var talinn vera um 250- 300 þúsund tonn á ári á árabilinu 2005 til 2008. Í dag er markaðurinn í heild um 65.000 tonn. Malbikunar- stöðin Höfði, sem er í 99% eigu Reykjavíkurborgar, er stærsti aðil- inn á malbikunarmarkaðnum á Ís- landi, en á árinu 2010 nam öll sala fyrirtækisins meira en 1,3 milljarði króna, að því er kemur fram í skýrslu stjórnar fyrirtækisins fyrir síðasta ár (bæði framleiðsla og út- lagning). Jafnframt kemur fram í skýrslunni að 56% af allri sölu mætti rekja til verkefna hjá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Keppinautar kvarta Á Íslandi eru það fyrst og fremst Höfði og Hlaðbær-Colas sem standa að malbiksframleiðslu. Bæði fyrir- tækin starfa einnig á sviði útlagn- ingar, ásamt nokkrum smærri keppinautum, sem horfa nú margir eða flestir til þess að hætta starf- semi. Morgunblaðið ræddi við lítinn verktaka á sviði malbikunar í gær, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann sagði að litlu fyrirtækin væru alltaf háð stærri aðilunum sem fram- leiddu malbikið. Stóru fyrirtækin væru hins vegar í miklu betri að- stöðu í útboðum vegna útlagningar malbiks, enda sjálf framleiðendur. „Mikill styrkur félagsins“ Í skýrslu stjórnar Höfða fyrir árið 2010 segir meðal annars um starf- semina: „Mikið af verkefnum þurfti að sækja út á land, [það] eykur nokkuð tilkostnaðinn, en jöfn dreifing verk- efna yfir árið hafði í ríkjandi ástandi afgerandi áhrif á afkomu fyrirtæk- isins. Þrátt fyrir nokkuð óhag- stæða þróun hráefnisverðs, einkum olíuverðs sem hækkaði mjög mikið á árinu, og nokkrar skuldbindingar á gömlu[] verð[i], sýnir ársreikningur fyrir árið 2010 mikinn styrk fé- lagsins.“ Markaður skroppinn saman  Eftirspurn á malbiksmarkaði dregist saman um að minnsta kosti 75% á síðast- liðnum tveimur árum  Starfsemi Höfða sögð rekin á markaðslegum forsendum Morgunblaðið/Kristinn Malbikun Framkvæmdir við mal- bikun hafa dregist mikið saman. Fjölmargir skátar voru með jólasveinahúfur á árlegu skátamóti Landnema, sem haldið var í Viðey um helgina. Jólin voru þema mótsins en um 200 skátar af öllu landinu voru samankomnir í eynni. Landnemar hafa haldið skátamót í um 50 ár og sönn gleði alltaf verið ríkjandi. Jólaþema á skátamóti Landnema í Viðey Morgunblaðið/Eggert „Dætur mínar héldu upp á afmæli mitt. Það var indælt og ánægjulegt hve margir af mínum vinum og kunningjum sáu sér fært að mæta,“ segir Guðrún Bjarnadóttir sem hélt upp á ald- arafmæli sitt síðastliðinn laugardag. Guðrún er fædd á Akur- eyri hinn 25. júní árið 1911 og er óhætt að segja að hún hafi lif- að tímana tvenna, enda upplifað báðar heimsstyrjaldir. Er Guðrún var sjö ára gömul, sá hún sterkan bjarma á himni frá heimabæ sínum Akureyri. Síðar kom í ljós að um var að ræða eldglæringar Kötlugossins og kveðst Guðrún seint gleyma þeirri upplifun. Margt hefur á daga hennar drifið. Vert er að geta þess að árið 1930 sýndi hún ásamt tveimur systrum sínum, Maríu og Guðfinnu, fimleika á Alþingishátíðinni. Á sínum yngri árum fór hún, ásamt systur sinni Maríu, í nám til Þýskalands árið 1936 og síðar til Svíþjóðar. Leiðir þeirra systra skildi um tíma er Guðrún hélt heim á leið en systir henn- ar fór aftur til Þýskalands og kynntist þar manni sínum Arnoldi Henckell. Guðrún hefur ávallt haft mikið dálæti á tónlist. „Ég hef fylgst með Sinfóníuhljómsveitinni allt frá stofnun árið 1950. Ég og maðurinn minn vorum fastagestir á öllum tónleikum,“ segir Guðrún og kveðst hafa átt mjög ánægjuleg 100 ár. „Hundrað ár virðast sem langur tími, en þau voru fljót að líða. Ég hef átt ánægjulega ævi,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf átt góða að. Með eiginmanni sínum, Hauki Helgasyni hagfræðingi, eignaðist hún fjórar dætur. khj@mbl.is Árin hundrað liðu fljótt Ljósmynd/Hörður Sveinsson Kjarnakona Guðrún Bjarnadóttir kveðst þakklát fyrir innihaldsríka og ánægjulega ævi.  „Ánægjulegt að sjá allt þetta fína frændfólk sem mætti“  Sá bjarma Kötlugossins 1918 frá heimabæ sínum Nokkur erill var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina. Maður var handtekinn á Eyrarbakka, þar sem fram fór Jónsmessuhátíð, eft- ir að hann fór að ógna fólki með brotinni flösku og var með al- mennar óspektir. Að öðru leyti var nokkuð um smávægileg ólæti og pústra á milli manna á Eyr- arbakka og þurfti lögregla að skakka leikinn í nokkrum til- fellum. Tilkynnt var um eina minniháttar líkamsárás á Eyr- arbakka og einn var tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á veginum á milli Selfoss og Eyrarbakka. Ógnaði fólki á Eyrar- bakka með flösku Fjórir voru í bifreið sem valt í Vík- urskarði síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Akureyri sakaði engan farþeganna. Bifreiðin fór út af, niður aflíðandi vegarkant og lenti á stórum steini og valt við það. Óhætt er því að segja að betur hafi farið en á horfðist. Þeir sem í bílnum voru, mest- megnis fólk á miðjum aldri, voru fluttir af lögreglu á Akureyri og bifreiðin fjarlægð, en hún er líklega talin ónýt. Fjórir í bílveltu á Víkurskarðinu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, var stjórnar- formaður Malbikunarstöðv- arinnar Höfða um þriggja ára skeið, en hann hvarf úr þeim stóli í maí síðastliðnum. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki fengið neina meðgjöf frá eig- anda sínum frá árinu 1997, þegar fyrirtækið var stofnað. „Höfði hefur þurft að lúta lög- málum markaðarins eins og önnur fyrirtæki. Send eru inn tilboð þegar útboð eru haldin. Það er fjarri sanni að halda því fram að markviss und- irboð hafi verið í gangi á síðastliðnum árum,“ segir Vilhjálmur. Engin með- gjöf frá ’97 OPINBERT EIGNARHALD Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.