Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is V ið Íslendingar höfum af- neitað álfum og huldu- fólki í nokkra áratugi, verið að fela tengsl okk- ar við þennan heim. Nú er kominn tími til að verða vinir aftur, ef við ætlum að lifa áfram í sátt og samlyndi á jörðinni,“ segir Ragnhild- ur Jónsdóttir. Hún hefur tekið sig til og ákveðið að bæta tengsl mann- heima og huliðsheima með því að setja á laggirnar fyrstu miðstöðina um álfa og huldufólk á Íslandi í Hellisgerði í Hafnarfirði. Álfagarð- urinn nefnist hún og var opnuð form- lega um nýliðna Jónsmessuhelgi. Miðstöð garðsins er í Oddrúnarbæ sem er lítið hús í Hellisgerði. En hvaðan kemur hugmyndin að Álfa- garðinum? „Hugmyndin kemur eiginlega frá álfunum. Við búum við Hellisgerði Huliðsheimur afhjúp- aður í Hellisgerði Fjöldi álfa og huldufólks býr í Hellisgerði í Hafnarfirði. Ragnhildur Jóns- dóttir hefur haft góð kynni af þeim íbúum og kynnir þá nú fyrir mann- heimum. Álfagarðurinn nefnist fyrsta miðstöðin um álfa og huldufólk á Íslandi. Hann var opnaður í Hellisgerði um helgina. Til sýnis Oddrún Pétursdóttir myndlistarmaður stillir upp verkum sínum. Morgunblaðið/Golli Álfagarðurinn Ragnhildur Jónsdóttir fyrir framan Oddrúnarbæ þar sem er miðstöð Álfagarðsins. Í Árbæjarsafni opnaði nýlega sýning á verkum Sigrúnar Guðmundsdóttur myndhöggvara. Sýningin nefnist Damaskus-smíði – Pattern Welding og þar eru ann- ars vegar sýndir hnífar og dálkar unnir með vestrænni Damaskus- tækni sem byggist á því að sjóða saman járn- og stálflögur og hins vegar eru ljósmyndir af vinnuferli og einstökum hnífsblöðum. Sigrún hefur unnið að listsköpun í rúma fjóra áratugi eða frá því hún lauk námi frá Statens Kunstakademi í Osló árið 1969. Sýningin er í Listmunahorni Ár- bæjarsafnsins og stendur til 14. júlí. Opið er alla daga frá kl. 10-17. Endilega … … kynnist Damaskus-smíði Árbæjarsafn Þar verður margt um að vera í sumar eins og vanalega. Of mikið áfengi, fíkniefni og kynlíf, ásamt lélegu hreinlæti, getur verið hættulegt heilsunni á tónlistarhátíðum. Svo segir á vefsíðu BBC. Algengustu óhöppin á slíkum hátíðum eru sólbruni, sólstingur, tognun og annað minniháttar. En það kemur fyrir að tilkynnt er um heilsufarsvandamál tengd kynlífi, hjartaáföll og verki fyrir brjósti. Að forðast það að gera eitthvað sem er of mikið eða umfram eðli- lega hegðun er besta leiðin til að halda heilsu á hátíðum. Dr. Salter hefur farið á tónlistarhátíðir, þar á meðal Glastonbury, í tuttugu ár til að veita ráðleggingar um heilsuna til hátíðargesta. Hans bestu ráð til að lifa af tónlistarhátíðir eru meðal annars að nota smokka, drekka nóg af hreinu vatni, ganga með hatt, nota sól- arvörn og þvo hendurnar vel eftir að klósettin hafa verið notuð. „Reynsla mín eftir að hafa aðstoðað á tónlistarhátíðum í yfir tutt- ugu ár segir mér að fólk verður vanalega veikt ef það hefur drukkið of mikið áfengi, tekið inn fíkniefni, stundað kynlíf og ekki gætt að hreinlætinu. Það er óhjákvæmilegt, þegar þúsundir manna koma skyndilega saman, þar sem eru engin föst salerni eða baðaðstaða og fullt af áfengi, að sumir verði veikir þar sem hættan á sýkingum eykst. Það er því mikilvægt að fylgja góðum hreinlætisreglum og þvo sér alltaf vel um hendurnar eftir hverja klósettferð,“ segir dr. Salter. Hann ráðleggur einnig þeim að vera heima sem líður ekki vel fyrir tónlistarhátíðina, sérstaklega ef þeir eru með niðurgang. Það er auðvelt að dreifa sýkingunni í mannfjöldanum. Einnig er sniðugt að taka með sér góðar birgðir af lyfjum, komast að því hvar sjúkra- tjaldið er á svæðinu og sækja hjálp þangað ef þarf. Einnig er mik- ilvægt að passa að drekka aðeins hreint og drykkjarhæft vatn. Heilsa Hreinlæti á tónlistarhátíðum mikilvægt Glastonbury Hátíðin í ár er svolítið blaut. Á síðunni má finna mikið úrval skemmtilegra og fjölbreyttra tölvu- leikja sem hægt er að stelast í þegar lítið er um að vera í vinnunni eða þeg- ar afþreyingu vantar á kvöldin. Leikjunum er skipt niður í tæplega 40 flokka, t.a.m. orða-, spurninga-, bíla- og hasarleiki auk þess sem hægt er að ráða krossgátur, leita að földum hlutum og púsla. Þá er sér- stakur flokkur á síðunni fyrir leiki sem eru sagðir ávanabindandi og undir hann flokkast m.a. Snake og hinn vinsæli Bubble Shooter. Einnig er flokkur fyrir leiki sem að- eins er hægt að spila í iPhone- símanum, t.d. Angry Birds og Uno, og er þá vísað inn á síðu Apple þar sem hægt er að kaupa leikina. Á síðunni er einnig að finna klass- íska gamla leiki eins og Pac Man, Tetris, Space Invaders, Asteroids og Donkey Kong. Vefsíðan www.games.allmyfaves.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur Hægt er að spila Trivial Pursuit og óteljandi marga aðra leiki á netinu. Fjöldi skemmtilegra leikja Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.