Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 11
og þar er mikil álfabyggð. Ég er alin upp við Hellisgerði og það var leik- svæði mitt. Þegar ég var lítil átti ég ósýnilega vinkonu og lék við álfana og ég bara hætti því aldrei, óx aldrei upp úr því. Ég er enn í góðum tengslum við þá og það er út af því sem þetta kemur,“ segir Ragnhildur. Álfasögur og huldufólkskaffi Margt verður í boði í Álfagarð- inum. Opnuð hefur verið sýning á listaverkum í Oddrúnarbæ eftir nokkra listamenn sem tengjast Hellisgerði. Tveir þeirra eru afkom- endur síðasta íbúa Oddrúnarbæjar. „Listamennirnir fá hugmyndir frá þessum heimi og frá náttúrunni. Kristbergur Pétursson sýnir málverk og málaðar flöskur, Oddrún Péturs- dóttir sýnir málverk með blandaðri tækni. Þóra Breiðfjörð leirlistakona sýnir álfatebolla og hraunmola úr keramik, Guðrún Bjarnadóttir gull- smiður sýnir álfaskartgripi sína og ég sýni saumamálverk og myndir úr álfabók sem er í prentun. Við erum rétt að byrja með Álfa- garðinn en eitt af því sem við ætlum að gera er að safna sögum og helst sem nýjustum sögum um tengsl fólks við þessar verur. Sögurnar ætlum við að setja inn á vefsíðu sem er í vinnslu og jafnvel gefa þær síðar út á bók. Í Oddrúnarbæ verðum við með list- muni og handverk til sölu og svo ætl- um við að selja svokallað nesti – líf- rænt huldufólkskaffi og álfate. Það verður hægt að fá lánuð teppi og fara í lautarferð í garðinum. Ég býð líka upp á göngur um garðinn. Þá fer ég ákveðinn hring og við heilsum upp á nokkrar verur. Svo býð ég upp á það sem við köllum álfaúttekt. Ef þú ert með klett í garðinum og langar að vita hvort einhver býr þar þá get ég komið og kíkt í klettinn. Ég teikna verurnar upp og segi skilaboð frá þeim eða hvað þær eru að sýsla,“ seg- ir Ragnhildur um það sem Álfagarð- urinn býður upp á. Ragnhildur rekur Álfagarðinn ásamt fjölskyldu sinni. „Allir koma að þessu, hver á sinn hátt. Maður þarf ekki að hafa fulla trú á álfum til að hafa gaman af sögunum. Flestir hafa enn innra barnið í sér sem hefur ennþá gaman af ævintýrum. Það er ekkert skilyrði að trúa á þá eins og ég geri.“ Ragnhildur hefur umgengist álfa og huldufólk frá barnæsku. Hvernig sér hún þessar verur? „Hver augu sjá svolítið út frá sjálfum sér en heildarsýnin er ótrú- lega svipuð. Huldufólk er mjög líkt okkur en kannski aðeins fínlegra. Álf- ar eru af mörgum gerðum, blómálfar, trjáverur og álfar sem eru eins og börn á hæð. Það er ótrúlegur fjöldi af tegundum í Hellisgerði og margir sem búa þar.“ Telur hún álfa- og huldufólks- trúna vera að deyja út? „Ég ætla svo sannarlega að vona ekki, það er bara eins og að útiloka einn lit úr regnbog- anum. Þetta er partur af lífinu. Ég ætla að auðga þann part og minna að- eins á þennan heim með Álfagarð- inum.“ Hellisgerði Fallegur skrúðgarður í Hafnarfirði sem býður upp á margt skemmtilegt fyrir fjölskylduna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Í tillögu að frumvarpi til nýrra laga um velferð dýra er m.a. gert ráð fyrir því að þvingunarúrræði verði gerð fjölbreyttari en nú er. Í tillögunni er gert ráð fyrir að hin nýju lög leysi eldri lög um dýravernd af hólmi auk þess að taka til atriða sem nú er að finna í lögum um búfjárhald og hafa þannig víðari skírskotun en eldri lög- in. Núna er það svo að þegar brotið er gegn dýravernd í landbúnaði er ákvæðum laga um búfjárhald beitt. Þvingunarúrræði laga um búfjárhald eru ekki fjölbreytt en þau felast í því að kæra brot til lögreglu eða taka dýr úr vörslu fólks þegar ekki er orðið við kröfum um úrbætur. Í mörgum til- vikum er kæra til lögreglu ekki rétta úrræðið og vörslusvipting er að sama skapi harkalegt úrræði og ekki beitt nema það sé nauðsynlegt. Vörslu- svipting hefur auk þess gefist mis- jafnlega vel vegna þess að fram- kvæmd málanna hvílir á mörgum opinberum aðilum og er því þung- lamaleg. Það er því skortur á fjöl- breyttari úrræðum sem nýtast myndu við að taka á þeim ólíku mál- um sem upp geta komið. Með tillögu að frumvarpi til nýrra laga er ætlunin að fjölga úrræðum sem Matvælastofnun (MAST) er heimilt að beita. Meðal nýmæla er heimild til að skerða opinberar greiðslur í landbúnaði, beita dagsekt- um, stjórnvaldssektum og þá er gert ráð fyrir einfaldari málsmeðferð þeg- ar kemur að því að taka dýr úr vörslu fólks. Verður nú getið um tvær af þessum breytingum. Stærstur hluti greiðslna í landbún- aði er óháður því að viðkomandi fari eftir reglum um velferð dýra. Líklega myndi það úrræði að skerða fjár- stuðning við bændur njóta stuðnings neytenda og þorra bænda. Neyt- endur eiga almennt ekki kost á að sniðganga afurðir þeirra er brjóta lög er varða dýravelferð og þá er óorði komið á starfsgreinar bænda þegar dýravelferðarmál koma upp. Þá fer það illa saman að stjórnvöld styrki búskap hjá bændum á sama tíma og opinberir aðilar eru að beita þving- unarúrræðum vegna þess að sami bú- skapur stenst ekki lög um dýra- velferð. Enginn vafi er á að þetta úrræði yrði skilvirkt og áhrifaríkt. Samkvæmt núgildandi löggjöf er það lögreglustjóri sem ákveður að taka dýr úr vörslu bænda að fenginni kröfu frá MAST. Áður en slík krafa er gerð þarf úttekt eftirlitsaðila, fresti til úrbóta og úttekt á úrbótum. Ef vörslusvipting fer fram annast sveitarfélög fóðrun dýranna og annað umstang. Í fyrrgreindri tillögu að frumvarpi er þessi framkvæmd ein- földuð og gert ráð fyrir að einn og sami aðili taki ákvörðun um vörslu- sviptingu og sjái um framkvæmd hennar með aðstoð lögreglu. Á fleiri nýmæli í tillögu að frum- varpi mætti minnast en þetta verður látið nægja að sinni. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun. Heilbrigði og velferð dýra Reuters Tekist á „Núna er það svo að þegar brotið er gegn dýravernd í landbúnaði er ákvæðum laga um búfjárhald beitt,“ segir í pistlinum frá Matvælastofnun. Ný þvingunar- úrræði vegna dýravelferðarmála www.mast.is Þann 24. júní fagnaði Hellisgerði 88 ára afmæli sínu. Af því tilefni verð- ur sett á stofn Hollvinafélag Hellisgerðis, opið öllum sem vilja vinna að vexti og viðgangi Hellisgerðis í samvinnu við bæjaryfirvöld í Hafnar- firði. Hellisgerði er einstakur skrúðgarður með úrvali af trjám og plöntum og hraunmyndum sem sýna vel hið fallega bæjarstæði Hafnar- fjarðar. Í Oddrúnarbæ mun liggja frammi bók þar sem safnað verður undirskriftum fólks sem vill taka þátt í stofnun hollvinafélagsins. „Það er sterk væntumþykja hjá bæjarbúum til Hellisgerðis,“ segir Ragnhildur. Álfagarðurinn verður opinn daglega frá kl. 12 til 16 og eftir sam- komulagi í síma 694-3153. Hollvinafélag stofnað HELLISGERÐI Litríkt Álfatebollar eftir Þóru Breiðfjörð leirlistakonu eru til sýnis í Oddrúnarbæ. SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra Gas-hellur Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Gas-ofnar Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas-eldavélar Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w B  Reykja k   Opið virka daga frá kl     Gleðilegt sumar Led-ljós Borð-eldavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.