Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Iðnaðarráð-herra hefurnú úthlutað rúmum eitt hundr- að milljónum króna til ýmissa aðila vegna verk- efnis sem kallað er Atvinnu- sköpun í sjávarbyggðum. Tekna til þessa verkefnis var aflað með því að selja aukningu í skötuselskvóta í stað þess að úthluta aukningunni eins og eðlilegt væri í aflamarkskerfi og gert hefur verið hingað til. Þeir sem hafa aflaheimildir, og hafa flestir keypt þær dýru verði, fá engar bætur þegar heimildir eru minnkaðar vegna verra ástands fiskistofna. Þeir ættu ekki heldur að þurfa að kaupa þær aftur þegar ástand- ið batnar. Með sölu aukningar afla- heimilda í skötusel varð til sjóður sem ríkisstjórnin ákvað að nota til að deila út pen- ingum eins og nú hefur verið gert. Umsóknir um styrki voru 123 og styrki fengu 32 verk- efni. Flest þeirra, en ekki öll, tengjast sjávarútvegi og sjáv- arbyggðum. Ríkisstjórnin telur að þetta sé æskileg þróun enda vill hún ganga lengra á þessari braut. Skötuselurinn var aðeins til- raunaverkefni en vilji stendur til þess, eins og sjá má á frum- vörpum og nýsamþykktum lögum ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun, að auka inn- grip ríkisins og úthlutunarvald ríkisstjórnarinnar. Engin verðmæti urðu til við það að ríkisstjórnin tók fé út úr sjávarútveg- inum með því að selja skötusel- saukninguna og fól iðn- aðarráðherra að úthluta fénu eftir eigin höfði. Verðmæti verða ekki heldur til með því að búa til ýmiss konar potta og tilfærslur verðmæta innan sjávarútvegsins og flytja afla- heimildir á milli sjávarbyggða. Með þessum aðgerðum er rík- isstjórnin aðeins að auka eigið úthlutunarvald og ná auknum pólitískum áhrifum með því að gera fólk, fyrirtæki og sveit- arfélög á landsbyggðinni miklu háðari ríkisvaldinu um afkomu sína en verið hefur. Um leið og þingmenn og ráð- herrar taka þátt í þessum ljóta leik gagnvart byggðum lands- ins tala þeir eins og breyting- arnar eigi að þjóna hags- munum hinna dreifðu byggða. Hagsmunum byggða lands- ins er best borgið með því að hér fái áfram að starfa öflugur sjávarútvegur. Landsbyggð- inni er enginn greiði gerður með því að draga fé út úr sjáv- arútveginum og færa það ráð- herra til úthlutunar. Sú til- færsla þjónar pólitískum hagsmunum ráðherrans og kann líka að skapa atvinnu í ráðuneytinu í Reykjavík, en hún bætir ekki við störfum á landsbyggðinni. Ríkisstjórnin vill auka völd sín á kostnað hinna dreifðu byggða} Pólitískar tilfærslur færast í aukana Fjármálaráð-herra Þýska- lands telur að enn sé hugsanlega hægt að bjarga evrunni! Banka- stjóri Englands- banka segir að lán ESB og AGS til veikluðu evru- landanna geri illt ástand þeirra verra. Uppnámið á evrusvæðinu sé ekki aðeins tifandi sprengja á meginland- inu heldur ein mesta efna- hagslega ógn sem Bretland standi frammi fyrir. Fjár- málajöfurinn Soros segir ekki lengur hægt að útiloka að ríki hverfi úr evrusvæðinu. Grundvöllur evrunnar hafi verið brenglaður frá upphafi. Þetta er hinn nýi bak- grunnur umsóknar Íslands um aðild að ESB sem byggist á kúgun annars stjórn- arflokksins á hinum og al- menns vandræðagangs á Al- þingi. Þar fer ekki fram nein vitræn umræða um Evrópumál. Íslensku háskól- arnir eru al- gjörlega ófærir um slíka umræðu. Þeir sem þaðan eru kallaðir til álits af RÚV og öðrum slíkum minna meira á áhugsama nem- endur úr efstu árgöngum skyldunáms en fræðimenn með einhverja vigt. Utanríkisráðuneytið er þannig sett að æðstu embætt- ismenn innanhúss þar sjá eng- an mun á EES-samningnum og ESB-aðild og missa vitleys- una upphátt út úr sér, án þess að það hafi nein sjáanleg áhrif á stöðu þeirra og álit. Það seg- ir þá eingöngu sorglega sögu um á hvaða plan ráðuneytið sem heild er fallið. Ætli að enn séu til einhverjir bitastæðir menn sem halda í alvöru að allt gangi þetta út á að „kíkja á hvað er í pakkanum“? Núverandi stjórnar- forysta landsins er ófær um að leiða vit- ræna umræðu um Evrópumál } Kíkja álfar enn í pakkann? F arsíminn minn liggur á borðinu fyrir framan mig. Hann er óbrot- inn en ef vel er að gáð sjást ótelj- andi margar örlitlar rispur á skjánum, og bláa áferðin er á mörgum stöðum eins og ysta lag hennar sé byrjað að bráðna af símanum. Nokia-merkið á framhliðinni er löngu dottið af, tölurnar á takkaborðinu máðust af fyrir mörgum árum og það sama á við um Nokia-merkið sem einhvern tímann var á afturhlið hans. Eftir stöðuga notk- un í átta ár lítur síminn minn dálítið út eins og hann hafi verið framleiddur í Sovétríkjunum; hann er harðneskjulegur og fábreyttur, gjör- samlega laus við íburð sem er til þess fallinn að fanga athygli á markaði og ekkert í útliti hans hvetur til frekari notkunar hans. Um leið er hann auðvitað mjög einstakur í ímyndarleysi sínu þegar hann liggur á borði kaffihúsa við hliðina á iPhone-um eða öðrum nýstárlegum farsímum sem eru þunnir eins og hrökkbrauðssneiðar, hafa ávalar og mjúkar línur, skjái sem sýna liti og myndir í ótrúlegri upplausn og hannaðir eru til þess að hafa stöðugt örvandi áhrif á eigandann. Einu sinni bilaði útstrokunarhnappurinn á símanum mínum og þannig var hann í tæpt ár. Svo lagaðist hnapp- urinn upp úr þurru. Einhvern tímann gat ég ekki kveikt á símanum í nokkra daga eftir að hann hafði fengið þungt högg en svo prófaði ég einu sinni enn og þá tendruðust ljósin skyndilega á skjánum og hann lifnaði aftur við. Í fimm ár hef ég þurft að láta hann standa uppréttan, ofan á snúru hleðslutækisins, þegar batteríið er í hleðslu, vegna einhvers konar sambandsleysis og oft hef ég þurft að nota bækur, hátalara eða glös til þess að styðja við hann í hleðslunni á nóttunni. Núna í síðustu viku gat ég hins vegar allt í einu látið hann liggja í sinni náttúrulegu stöðu og hann tók vandræðalaust við rafmagn- inu um snúruna. Á þessu hafði ég enga skýr- ingu en mikið óskaplega varð ég glaður. Mér þykir feikilega vænt um símann minn en þegar ég virði hann fyrir mér hérna á borð- inu fyrir framan mig get ég ekki varist því að fyllast öðrum þræði andúð á sjálfum mér. Hann minnir mig á alla aðra hluti sem ég hef átt á minni tiltölulega stuttu ævi og hef nálgast – í samræmi við kaupa-nýtt-kynslóðina sem ég tilheyri – bókstaflega sem sjálfsagða hluti þó ekkert við eignarhald mitt á þeim hafi verið sjálfsagt. Auðvitað er sökin ekki að öllu leyti mín, vestrænt hagkerfi snýst að stærstum hluta um að selja fólki skyndilausnir á vanda sem ekki er til og sann- færa það um að fleygja hlutum sem bila stuttu eftir að tveggja ára neytendaábyrgð rennur út. En með símanum mínum upplifi ég í fyrsta skipti hversu verðlaunandi getur verið að leggja erfiði og fyrirhöfn í að viðhalda einhverju litlu – einhverjum litlum hlut – sem skyndilega öðlast við það mikið tilfinningalegt gildi. Og loksins skil ég tilfinn- ingu föður míns þegar hann kom sigrandi hrósandi til mín og móður minnar út á svalir á hótelherbergi á Spáni eftir að hafa, með þrotlausri margra klukkustunda vinnu, tekist að laga klósettkassa með filmuboxi. haa@mbl.is Halldór Armand Ásgeirsson Pistill Sjálfsagðir hlutir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is I nnlendir bjórframleiðendur hafa á undanförnum árum verið með vaxandi hlutdeild í bjórsölu í verslunum ÁTVR, auk þess sem sala til veit- ingahúsa hefur aukist. Er hlutfall ís- lenska bjórsins nú um 75% á móti 25% af innfluttum bjór. Fyrir um tíu árum var hlutfall hins íslenska um 56%. Á síðasta ári voru nærri 15 millj- ón lítrar af bjór seldir hjá ÁTVR og þar af seldust um 10,7 milljónir lítra af innlendri framleiðslu. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð- ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, eru hlutföllin svipuð það sem af er þessu ári en stórir innlendir framleið- endur segjast þó hafa orðið varir við aukna samkeppni frá ódýrum, inn- fluttum bjór eftir að hækka þurfti ís- lenska bjórinn í verði. Með tilkomu lítilla brugghúsa hefur innlendum framleiðendum fjölgað undanfarin ár, eða síðan Bruggsmiðjan hóf starfsemi á Ár- skógsströnd með sölu á bjórnum Kalda árið 2006. Hefur þeirri verk- smiðju vaxið fiskur um hrygg og er nú að stækka við sig, eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu í dag. Ölgerðin og Vífilfell eru lang- stærstir á þessum bjórmarkaði en auk Bruggsmiðjunnar selur ÁTVR bjór frá Ölvisholti á Suðurlandi, m.a. Skjálfta, og Jökul frá Miði í Stykk- ishólmi. Nýjasta afurðin nefnist Gæð- ingur og kemur frá bænum Útvík í Skagafirði. Auk þess láta Ölgerð Reykjavíkur og Ölgerð El Grillo framleiða fyrir sig bjór hjá Brugg- smiðjunni og Ölgerðinni. Heild- arfjöldi vörunúmera af íslenskum bjór í hillum vínbúðanna er 62 en sama bjórtegund getur verið í fleiri en einu vörunúmeri, mismunandi eft- ir pakkningum. Íslenski bjórinn gengur ekki að- eins vel í landann heldur er einnig verið að flytja hann út í stórum stíl. Ölgerðin hefur verið með útflutning til Kanada og Ölvisholt hefur einbeitt sér að útflutningi til Norðurlanda, einkum Svíþjóðar, auk Kanada og Bandaríkjanna en þangað er fram- leiðsla Ölvisholts á leið inn í nokkrar sérverslanir. Nærri helmingur fram- leiðslunnar það sem af er ári hefur farið til útflutnings. Jón E. Rögn- valdsson, framkvæmdastjóri brugg- hússins í Ölvisholti, segir viðtökur er- lendis hafa verið mjög góðar, sér í lagi í Svíþjóð, bæði í vínbúðum rík- isins og á veitingahúsum. Tók kipp eftir hrunið Agnes Sigurðardóttir, stofnandi og aðaleigandi Bruggsmiðjunnar á Árskógsströnd, segir útflutning ekki á dagskrá hjá þeim. Áhersla er lögð á heimamarkað, enda segir hún Íslend- inga hafa tekið innlendum bjór fagn- andi og salan hafi tekið mikinn kipp eftir hrunið. Agnes segir íslenska vatnið hafa mikið að segja í þessu. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, tekur undir þetta. Segir sölu á innlendum bjór klárlega hafa aukist eftir hrunið og innkoma smærri brugghúsa hafa hleypt nýju lífi í markaðinn. Hefur Ölgerðin brugðist við þessari þróun og sett á laggirnar lítið brugghús þar sem framleiddar eru tegund- irnar Bjartur og Úlfur. Er brugghúsið hluti af gestastofu Ölgerðarinnar, þar sem fram fer kynning á bjór og kennsla í að nota mjöðinn með mat. „Viðtök- urnar við þessu hafa verið mjög góðar, við viljum endilega bæta bjórmenninguna á Íslandi. Við finnum mikinn áhuga hjá fólki á að prófa nýjar tegundir. Bjór er í eðli sínu ferskvara, því yngri sem hann er, því betri,“ segir Andri Þór, en bæði Bjartur og Úlfur eru komnir í almenna sölu hjá ÁTVR. Íslenski bjórinn gengur vel í landann Bjórsala í ÁTVR eftir uppruna 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Innfluttur bjór Innlendur bjór 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 44 % 44 % 40 % 39 % 36 % 36 % 36 % 34 % 32 % 24 % 25 % 56 % 56 % 60 % 61 % 64 % 64 % 64 % 66 % 68 % 76 % 75 % Bæði Agnes Sigurðardóttir og Jón E. Rögnvaldsson benda á að skattlagning á innlendum bjór sé sú sama og á innfluttum, ef ekki meiri. Minni brugghúsin séu í harðri samkeppni við risa- verksmiðjur erlendis. Engin umbun sé gefin af hálfu stjórn- valda fyrir að vera með innlenda framleiðslu. Segja þau litlu brugghúsin hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda að hafa lægri skatta á innlendan bjór. Jón bendir á að áfeng- isgjöld á innfluttum vínum séu lægri en á innlendum bjór. „Íslenska ríkið er að hygla spænskum og áströlskum vínbænd- um á meðan við erum traðkaðir niður í svað- ið. Þetta finnst okkur mjög ósanngjarnt. Yf- irleitt er þessu öfugt farið í mörgum löndum, þar reyna menn að hafa umhverfið þannig að þegnarnir í hverju landi fyrir sig hafi það þokka- legt,“ segir Jón. Ósátt við skattmann LITLU BRUGGHÚSIN Sumarið er helsti bjórtíminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.