Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 ✝ Hörður ÞórSnorrason fæddist á Syðstabæ í Hrísey 27. júní 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 15. júní 2011. Hann var sonur hjónanna Snorra Jónssonar, f. 8. september 1906, d. 5. mars 1974, og Elínrósar Eiðs- dóttur, f. 3. desember 1919, d. 9. júní 1957. Hörður var aðeins 16 ára gamall þegar móðir hans lést. Hann var næstelstur sinna systkina. Elstur er Pálmi Viðar búsettur í Ástralíu, Jón Eiður bú- settur í Grundarfirði, Arnheiður Fanney, hún lést 1969 aðeins 23 ára gömul. Hún var búsett í Grundarfirði. Tvær hálfsystur átti Hörður sammæðra þær Ástu Grímsdóttur, búsetta í Hafn- arfirði, og Höllu Grímsdóttur, búsetta á Laugum í Þingeyj- arsýslu. Hörður var fæddur og uppal- inn í Hrísey. Hann byrjaði ungur að árum til sjós, bæði á togurum og minni bátum. Tvítugur ákvað hann að skella sér í Stýrimanna- hans er Flemming Þór Hólm. Pálmi Viðar er í sambúð með Sól- veigu Ásu Eiríksdóttur, dóttir þeirra er Gabríela Ósk, f. 9. mars 2009. Fyrir á Pálmi dæturnar, Rakel Ósk, f. 17. okt. 1992. Móðir hennar er Guðrún Halldórs- dóttir. Birta Laufdal, f. 15. jan- úar 1999 og Isabella Laufdal, f. 26. september 2001. Móðir þeirra er Katrín Laufdal. Hörður var með eigin útgerð ásamt Óla vini sínum,en þeir áttu saman Eyfellið, 10 tonna trébát. Einnig var hann hitaveitustjóri í Hrísey sem og kirkjugarðs- vörður, sem hann sinnti ein- staklega vel sem og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hörð- ur varði 20 árum sem skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari ásamt Smára Thorarensen. En þeir ásamt Pétri Steinþórssyni sáu um rekstur ferjunnar síðustu ár- in. Fyrir tveimur árum ákvað Hörður að láta af störfum og fara að njóta lífsins, en þá tóku veik- indi að herja á hann, sem hann tók á með æðruleysi. Hörður var afar listrænn, hvort sem var með pensil, blýant eða skrautskrift- arpennann. Hörður og Þórdís voru dugleg að ferðast, bæði inn- anlands og utan, og fóru þau reglulega til sólarlanda og þá oft- ar en ekki um jól og áramót. Útför Harðar Þórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. skólann í Reykjavík. Stuttu seinna sama ár kynnist hann ást- inni sinni frá Ísa- firði, Þórdísi Sól- veigu Valdimarsdóttur, sem var komin suð- ur til að vinna. Þannig að nú í haust eru því 50 ár frá því Hörður og Þórdís kynntust. Foreldrar Þórdísar voru Guðrún Kristjáns- dóttir og Valdimar Veturliðason. Hörður og Þórdís hófu búskap 1962 í Reykjavík og gengu þau í hjónaband 1963. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Elínrós Helga, f. 12. febrúar 1964, hún lést 1995, 31 árs gömul. 2) Guðrún, f. 16. júní 1967, 3) Pálmi Viðar, f. 21. október 1973 og 4) drengur f. 3. nóvember, hann lést sama dag. Synir Elínrósar Helgu eru Hörð- ur Þór, f. 23. janúar 1982, hann á soninn Kristófer Frey, f. 7. júlí 2010, og Steingrímur, f. 30. sept- ember 1984. Faðir þeirra er Jó- hannes Steingrímsson. Guðrún er í sambúð með Jóni Þór Arn- arsyni. Hennar sonur er Andri Freyr, f. 16. janúar 1990. Faðir Elsku pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst besti pabbi í heimi. Ekki hefði ég getað hugsað mér betri föður. Ég var svo heppin að eign- ast þig sem föður. Alltaf gat ég leitað til þín, alveg sama með hvað það var. Þú varst alltaf svo ljúfur og góður. Þú varst hógvær, traustur og ábyrgur maður. Veikindum þínum tókstu á með miklu æðruleysi, sem og mörgu öðru. Eins og Andri sonur minn sagði, afi er alltaf svo rólegur. Já, þú varst ekki mikið að æsa þig yf- ir hlutunum. Aldrei heyrði ég þig kvarta og kveina yfir einu né neinu, þótt þú hefðir sannarlega ástæðu til. Það var helst að þú kvartaðir yfir því að vera svolítið þreyttur, nú eftir að þú veiktist, elsku kallinn. En þú barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm sem dró þig allt of snemma til dauða. Nú þegar þið mamma ætluðuð að fara að njóta lífsins. Þú og mamma voruð svo sam- rýmd og falleg hjón. Alltaf voruð þig samstiga. Þið virtuð heilshug- ar hvort annað. Ég er mjög ánægð með að hafa fengið að alast upp í Hrísey, á þínum æskuslóð- um. Það verður skrítið að koma heim til Hríseyjar og þú, elsku pabbi, ekki að taka á móti okkur. En ég veit að þú verður alltaf með okkur í anda. Mömmu mína mun ég varðveita og hugsa vel um eins vel og ég get og þú mátt sko alveg hnippa í mig. Því ég vil að þú getir verið stoltur af mér og mínum. Ég er þakklát fyrir það, að þú og mamma gátuð flutt til okkar Jóns og Andra nú í byrjun apríl, og er þessi tími okkur mjög dýr- mætur. Það var svo miklu betra að hafa ykkur hér hjá okkur, því hugur okkar var alltaf fyrir norð- an hjá ykkur. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér í „sumarlandinu“ af elskulegri Helgu dóttur þinni, syni þínum sem lést sama dag og hann fæddist, sem og af foreldr- um þínum og systur ásamt öllum okkar ættingjum og vinum. Að lokum, elsku pabbi, viljum við, ég, Jón Þór og Andri Freyr, þakka þér fyrir samfylgdina. Sjáumst svo aftur síðar. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Guðrún. Elsku besti afi minn Hörður Þór Snorrason hefði orðið 70 ára í dag en í staðinn fyrir að halda upp á afmælið hans þurfum við að kveðja hann með miklum söknuði og eftirsjá. Afi minn var mér afar kær og þótti mér alltaf gaman að koma til hans og ömmu í Hrísey eða þegar þau gistu hjá Guðrúnu frænku í Vættaborgum – hljóp með stórt bros til hans og sagði hátt „afi“. Það var alveg sama hvað leið langt á milli þess sem við hittumst það var alltaf kátt í kringum okk- ur en best var þó þegar ís var á boðstólum – uppáhald okkar beggja. Ég á ekki eftir að gleyma honum afa mínum, sé myndir af honum alls staðar og svo margt sem minnir mig á hann. Bara núna um daginn settist einhver í stólinn hans og þá var ég fljót að segja „afi á!“ og alltaf spyr ég um hann þegar við heimsækjum ömmu. Það eru margar minningar sem hann skilur eftir sig sem mamma, pabbi, amma og Guðrún frænka munu rifja upp með mér þegar ég verð eldri. Stórt knús til þín, elsku afi minn. Gabríela Ósk, tveggja ára. Hann Hörður Snorrason var maðurinn hennar Dísu, systur hans pabba, en ég kallaði hann oft Hörð frænda og það gera dætur mína einnig í dag. Ég á góðar minningar um Hörð frænda og þá aðallega frá Hrísey, þar sem hann og Dísa höfðu búið fjölskyldu sinni og þremur börnum fallegt heimili og þar var manni tekið opnum örmum í hverri Hríseyj- arheimsókn, af mikilli gestrisni. Í mínum huga var Hörður frændi alltaf ljúfur, tryggur og glaðlyndur. Hann kunni að hlusta og sýndi því áhuga sem maður hafði að segja, hann tranaði sér aldrei fram og var hógvær í fram- komu sinni. Ég byrjaði að heim- sækja Dísu og Hörð í Hrísey, í barnæsku, þegar ég fór þangað margar ferðir með foreldrum mínum í frí. Stundum leigðum við hús og stundum gistum við hjá Dísu og Herði. Það var alltaf skemmtilegt í Hrísey og alltaf sól. Minn helsti og besti leikfélagi var Helga, elsta dóttir Harðar og Dísu, en hún lést langt fyrir aldur fram, úr krabbameini. Ég sé fyrir mér Hörð við eld- húsborðið á Austurveginum með kaffibolla í hendi og bros á vör, bros sem náði sannarlega til augnanna og ég sé hann einnig í brúnni á ferjunni, einbeittan og traustan við stýrið. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allar þessar góðu minningar, kæri Hörður minn. Elsku Dísa, Guðrún, Pálmi og fjölskyldan öll, ykkar missir og söknuður er mikill. Guð gefi ykk- ur styrk. Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir. Fallinn er frá kær vinur og vinnufélagi eftir langt stríð sem að lokum tapaðist. Samstarf okk- ar hefur staðið yfir á Hríseyjar- ferjunni í rúm 20 ár og þar af und- anfarin 10 ár í eigin rekstri eftir að sú ferja sem nú er kom og Vegagerðin bauð ferjurekstur út. Samstarf með manni eins og Herði er örugglega vandfundið þar sem hann í sínum rólegheit- um brosti bara út í annað ef eitt- hvað bjátaði á eða honum fannst menn æsa sig fullmikið út af litlu eða engu og aldrei bar skugga á vináttu okkar allan þann tíma sem við unnum saman. Reglusemin og snyrtimennskan þar sem húsið hans og garðurinn bera því glöggt vitni, ásamt því að vera listateikn- ari með rithönd sem afbar voru hans helstu einkenni og fengum við vel að njóta þess þegar á þurfti að halda hvort sem eitthvað þurfti að merkja eða mála og er hans sárt saknað þessa dagana þegar árleg málningarvinna stendur yf- ir sem hann var vanur að stjórna. Við félagarnir þrír höfum alltaf fundað reglulega til að fara yfir málin og ákveða það sem fram- undan var og þá gjarnan tekið út úr einum bauk í leiðinni til að fríska upp á umræðuna en aldrei á öllum þessum árum þurfti að takast á um neitt, þannig var sam- staðan. Það var á einum svona fundi fyrir þremur árum sem Hörður fór að ræða um framtíð- ina þar sem hann var elstur að sig langaði til að vinna þar til hann yrði sjötugur. Nokkrum mánuð- um síðar fór hann að finna fyrir því sem nú hefur lagt hann að velli og varð að hætta fastri vinnu fljót- lega en leysti okkur samt af þegar á þurfti að halda alveg fram á síð- asta sumar. Um leið og við vottum Dísu og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úð þökkum við þér með þessum fátæklegu orðum, ágæti félagi, fyrir allt í gegnum árin og sjáum hvað lífið er hverfult þegar við berum þig til grafar á sjötugsaf- mælisdaginn. Hvíl í friði, kæri vinur. Smári og Steinunn, Pétur og Guðrún. Hörður Þór Snorrason ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SVAVAR DAVÍÐSSON framkvæmdastjóri, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 18. júní, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Birna Baldursdóttir, Baldur Ó. Svavarsson, Kristín E. Guðjónsdóttir, Nína Björk Svavarsdóttir, Bryndís Björk Svavarsdóttir, Stefán Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR frá Skálmarnesmúla, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Jarðsett verður síðar í Skálmarnesmúlakirkjugarði. Jón Finnbogason, Steinunn Pétursdóttir, Finnbogi Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Þorvaldur Ottósson, Nanna Áslaug Jónsdóttir, Gísli Ásberg Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞURÍÐUR SVAVA KJARTANSDÓTTIR, Sólvöllum 7, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 18. júní. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Óli Þ. Guðbjartsson, Kjartan Ólason, Valgerður Bjarnadóttir, Anna María Óladóttir, Jóhann M. Lenharðsson, Guðbjartur Ólason, Margrét Sverrisdóttir, Haraldur Óli Kjartansson, Melkorka Kjartansdóttir, Elín Svava Kjartansdóttir, Þórunn Anna Guðbjartsdóttir, Óli Þorbjörn Guðbjartsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 30. júní kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Rauða krossinn eða Minningarsjóð Hrafnistu njóta þess. Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Höskuldarvöllum 19, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hörður Gylfason, Ásgrímur Kristinn Gylfason, Rúna Szmiedowicz, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir, Ámundínus Örn Öfjörð, ömmubörnin kæru; Valdís Ósk, Daníel Víðar, Alice Mary, Gylfi Örn, Ævar Andri, Guðmundur Bjarni, Davíð Gylfi, Arnar Freyr, Orri Sveinn og Aron Poul, systkini og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri LEÓPOLD JÓN JÓHANNESSON fyrrv. verkstjóri og veitingamaður í Hreðavantsskála lést 23. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, föstudaginn 1. júlí kl. 15. Aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir BRYNHILDUR INGADÓTTIR lífeindafræðingur, til heimilis að Fjallalind 88, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 24. júní. Útförin verður auglýst síðar. Þorkell L. Magnússon, Margrét S. Þorkelsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Friðrik Ó. Þorkelsson, Ingi Kristinsson, Hildur Þórisdóttir, Þórir Ingason, Þorbjörg Karlsdóttir, Kristinn Ingason, Bergdís Jónsdóttir, og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.