Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 ✝ FriðþjófurIngimundur Sigmundsson Strandberg fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 29. des- ember 1921. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 18. júní 2011. Foreldrar hans voru Magn- fríður Sigríður Sig- urðardóttir, húsfreyja og verka- kona, f. 4. janúar 1879, d. 9. apríl 1958 og Sigmundur Berg- ur Sigmundsson Strandberg, út- vegsbóndi, f. 25. júní 1861, d. 4. október 1934. Systkini Friðþjófs eru: Kristjana, f. 1916, d. 1997, Jenný, f. 1918, d. 1997 og Jón, f. 1919. Hinn 30. júní 1945 giftist Friðþjófur eftirlifandi eig- inkonu sinni Guðrúnu Magn- úsdóttur, f. 3. desember 1920. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, bóndi að Hellum í Landsveit, f. 9. júní 1891, d. 2. mars 1972 og Vilhjálmína Ingi- björg Filippusdóttir, ljósmóðir, f. 23. ágúst 1891, d. 24. október 1976. Börn þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 1945, d. 2011, maki maki hans er Kristín Jónsdóttir, f. 1955. Börn: a) Pétur Ingi, f. 1980, sambýliskona Kristín El- ísabet Alansdóttir, f. 1987. b) Jó- hann Örn, f. 1983, sambýliskona Dana Rún Heimisdóttir, f. 1986. c) Björn Þór, f. 1986. 6) Agnar, f. 1958, maki hans er Brynja Stefnisdóttir, f. 1957. Börn: a) Stefnir Ingi, f. 1981 sambýlis- kona Gígja Hrönn Árnadóttir, f. 1982. b) Silja Katrín, f. 1985 sambýlismaður Pálmar Pét- ursson, f. 1984. Barn Sólveig Alba, f. 2010. c) Elva Íris, f. 1995 Friðþjófur fór ungur til starfa til sjós á róðrarbátum frá Dýra- firði, en á 19. ári réð hann sig til sjómannsstarfa í Grindavík. Á árunum 1940-1946 var hann á síldar- og fiskflutningaskipinu Dóru frá Hafnarfirði sem sigldi reglulega í söluferðir til Bret- landseyja, á síðutogurunum árin 1946-1956; Kára VE 47 árin 1946-1947, Belgum árin 1947- 1949, Fylki RE 161 árin 1949 – 1956 (fórst 14. nóvember 1956) og Agli Skallagrímssyni ER 165 árin 1957-1963 og á vertíð- arbátum árin 1963-1973; Blakk RE 335, Drífunni RE 10, Stjörn- unni frá Keflavík og á skuttog- aranum Framtíðinni KE 4, síðar Haukur GK 25, til áramóta 1986-1987. Hann vann hjá neta- gerð Ó. Skagfjörð í allmörg ár eftir að sjómennsku lauk. Útför Friðþjófs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 27. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Gunnar Þormóðs- son, f. 1944, d. 2007. Barn: Berg- lind, f. 1966, maki Jón Bjarki Gunn- arsson, f. 1967. Börn: Hlynur Hugi, f. 1989, Dagbjört Rós, f. 1994, og Sól- rún Snót, f. 1997. 2) Auður, f. 1947. Börn hennar með fyrrum sambýlis- manni sínum Gunnlaugi Jóns- syni eru: a) Guðrún Erla, f. 1976, sambýlismaður Heiðar Reyn- isson, f. 1971. Börn: Sigurður Sævar, f. 1993, Róberta Sól, f. 1996 og Rafael Ísak, f. 2000. b) Friðþjófur Helgi, f. 1980, maki Inga Dögg Steinþórsdóttir, f. 1980. Börn: Auður, f. 2006 og María, f. 2007. Fyrir átti Inga dótturina Kristínu Helgu, f. 2000. c) Hrafnhildur Björg, f. 1983, sambýlismaður Gunnar Guðmundsson, f. 1979. Börn: El- ísabeth Líf og Helena Laufey, f. 2008. 3) Magnús, f. 1950, maki hans er Ingibjörg Bragadóttir, f. 1951. Börn: a) Guðrún, f. 1982, maki Per Arne Ericson, f. 1980. b) Bragi, f. 1984. 4) Birgir, f. 1953. 5) Sveinbjörn, f. 1954, Í dag kveð ég með söknuði elskulegan tengdaföður minn, Friðþjóf I. Strandberg sem kvaddi þennan heim að morgni 18. júní sl. Ég kynntist Friðþjófi fyrir rúmlega 30 árum þegar ég fór að vera með Sveinbirni syni hans. Hann tók mér strax mjög vel og ég man enn greinilega þegar hann sagði við son sinn: „Þú verður góður við þessa stúlku“. Ég nýt enn þessara orða hans og viður- kenni að ég notfæri mér þau við ýmis tækifæri. Tengdafaðir minn var sjómaður og því oft fjarri at- burðum sem áttu sér þá stað inn- an fjölskyldunnar. En eftir að hann kom í land ljómaði hann all- ur og var alsæll þegar honum var boðið að mæta í afmæli og aðrar uppákomur barnabarna sinna sem hann sýndi mikla ást og til- litssemi. Það var gott að eiga hann að þegar leikskólarnir voru í fríi. Mér er minnisstæð elskuleg fram- koma hans þegar þau hjónin buðu okkur fimm manna fjölskyldu að búa hjá sér í rúmlega sex vikur þegar við Sveinbjörn vorum að stækka við okkur húsnæði árið 1987. Það var þá einn daginn er hann bað mig um að keyra sig nið- ur í bæ, ég fékk ekki að vita áfangastaðinn en í þessari ferð var nýr Lada skutbíll keyptur, bíll sem átti eftir að verða ekinn í samfellt 19 ár í opnunina í Veiði- vötnum, en milli vatnaferðanna var hann í góðri geymslu í bíl- skúrnum í Melgerðinu. Það var í þessum veiðiferðum sem þú kenndir sonum mínum að um- gangast náttúruna af virðingu og gera að aflanum. Friðþjófur bauð föður mínum með þeim feðgum til vatnanna eftir að hann hætti að vinna, ég þakka fyrir þau ár og alla þá gleði sem hann veitti pabba mínum. Í fjölskylduboðum ræddu þeir aftur og aftur sögur og rifj- uðu upp minningarbrot úr þessum ferðum. Þrátt fyrir veikindi þín annað- ist þú eiginkonu þína af mikilli þrautseigju síðustu ár sem varð til þess að þið gátuð áfram búið sam- an í Melgerðinu þar til nú í apr- íllok. Það er erfitt að lýsa þeirri ást, umhyggju og nærgætni sem þú sýndir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku tengdapabbi. Minning- arnar um þig geymi ég í hugskoti mínu. Ég kveð þig með söknuði og veit að það verður vel tekið á móti þér í nýjum björtum heimkynnum og bið góðan Guð að styrkja að- standendur og Guðrúnu tengda- móður mína í hennar sorg og breyttu aðstæðum. Kristín Jónsdóttir. Í dag fylgjum við honum Frið- þjófi tengdaföður mínum hinsta spölinn. Með fáeinum orðum lang- ar mig að minnast hans. Fyrir hartnær 30 árum hafði ég af hon- um „túr“, þar sem ég hafði sagt honum að ef hann yrði ekki svara- maður Magga myndi ég ekki gift- ast honum. Ekki gat hann Frið- þjófur verið þekktur fyrir annað en að stuðla að velferð barnanna sinna og því varð hann eftir í landi þegar skipið hans lét úr höfn, í síð- ustu veiðiferðina fyrir jól það árið. Fyrstu búskaparárin okkar Magga sá hann okkur fyrir fiski í soðið, því í hvert sinn sem hann kom í land hafði hann meðferðis poka með afurðum sjávarins okk- ur til handa. Friðþjófi var mjög annt um börnin sín og allt sem að þeim sneri. Hann vissi nákvæm- lega hvenær barnabörnin og eins langafabörnin voru fædd og fylgd- ist vel með þroska þeirra og fram- gangi. Ekki var honum síður annt um velferð hennar tengdamóður minnar og stóð eins og klettur við hlið hennar. Þar til fyrir tæpum tveimur mánuðum annaðist hann hana af einskærri alúð og það meira af vilja en mætti. Það var auðvelt að gleðja Frið- þjóf og var hann ævinlega mjög þakklátur fyrir það litla sem gert var fyrir hann. Ég gerði það nú um nokkurt skeið að baka nokkr- ar pönnukökur á laugardags- morgnum og færa þeim í Mel- gerðið. Einhverju sinni nú í vetur hagaði svo til að ég átti ekki kost á að gera það á laugardegi, en dreif í því á sunnudagsmorgninum í staðinn. Þegar ég kom varð hann himinlifandi og sagði: „Ég vissi að þetta værir þú.“ Elsku tengdapabbi, hafðu þökk fyrir allt. Minningin um þig lifir, hvíl þú í friði. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Bragadóttir. Ég minnist afa míns með sökn- uði og þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Það var gott að koma til hans og ömmu í Melgerðið, – þar var alltaf tekið á móti mér með brosi á vör og þéttu handabandi. Sérstaklega er ég þakklátur fyrir veiðiferðirnar okkar sem voru þar oft til um- ræðu. Í fjölda ára fór afi með sonum sínum í veiðiferð inn í Veiðivötn þegar vötnin voru opnuð á sumrin og þegar ég náði fermingaraldri var mér fyrst boðið með í slíka ferð. Þó að fyrsta ferð mín hafi gengið brösulega sökum veðurs minnkaði ekki áhuginn næstu árin og er fjöldi slíkra ferða nú kominn vel á annan tug. Þar kynntist ég afa með öðrum hætti en áður þar sem hann naut sín hvað best í um- hverfi vatnanna og þá sérstaklega þegar veiðin gekk vel. Enda svar- aði hann ömmu gjarnan þegar hún talaði um fegurð vatnasvæð- isins að þar væri jú „fallegt þegar vel veiðist“. Síðasta ferð afa var fyrir þremur árum þar sem hann þurfti heilsu sinnar vegna að fara fyrr heim en upphaflega hafði staðið til. Þar kvaddi hann vötnin í síðasta sinn á viðeigandi hátt með því að taka hatt sinn ofan er hann yfirgaf svæðið. Þessari hefð sem hann kom á með vatnaferðunum verður vonandi haldið áfram sem lengst innan fjölskyldunnar. Þeg- ar við kvöddum afa á leið til vatna nú í ár leit hann á klukku sína og fannst við augljóslega vera seinir af stað inn úr enda hafði hann allt- af verið tímanlega á þeim ferðum sjálfur. Við kvöddum hann svo í síðasta sinn með handabandi þar sem hann óskaði okkur góðrar ferðar. Ég er ánægður með þær góðu stundir sem við áttum saman og munu minningarnar lifa áfram um ókomna tíð. Hvíldu í friði. Pétur Ingi. Aðfaranótt laugardagsins 18. júní lést afi minn Friðþjófur I. Strandberg á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Þegar ég fékk fregnir af andláti hans var ég staddur í Veiðivötnum og hugsaði strax um augnablikið þegar hann veifaði okkur veiðifélögunum vin- gjarnlega bless er við heimsóttum hann áður en við lögðum af stað. Þegar ég fór í heimsókn til hans og ömmu í Melgerði var ávallt tekið á móti mér með hlýhug og væntumþykju, þið vilduð allt fyrir mig gera. Það voru margar skemmtilegar sögur sem hann hafði að segja og hann hafði alltaf góð ráð að gefa. Við gerðum margt saman, ég man það eins og það hefði gerst í gær að við fórum saman í leiðangur í veiðibúðina Vesturröst að kaupa eitt og annað sem upp á vantaði í veiðikassann og hann keypti handa mér mína fyrstu veiðistöng, stöng sem ég mun eiga alla tíð. Hann var skemmtilegur og fyndinn maður sem talaði hreint út á skemmti- legan hátt. Í dag kveð ég afa minn með söknuði. Ég mun seint gleyma þeim frábæru stundum sem við áttum saman. Björn Þór Sveinbjörnsson. Friðþjófur I. Strandberg ✝ Margrét Guð-finna Guð- mundsdóttir fædd- ist í Grindavík 18. apríl 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Jón Helga- son, f. í Hraunkoti í Þórkötlustað- arhverfi 10. febrúar 1921, d. 27. júní 2008 og Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, f. í Kast- alabrekku í Ásahreppi 9. júlí 1926, d. 4. septembeer 2010. Margrét Guðfinna var borin og barnfædd í Grindavík og bjó þar til dánardags. Hún var einn af 7 systkinum. Systkini hennar eru: Guðmundur, f. 1947, Helgi, f. 1950, d. 30. nóvember 1984, Hermann, f. 1952, Bragi, f. 1957, Þorgeir, f. 1960 og Guð- björg Lilja, f. 1962. Margrét var dugleg kona og voru Halldór Magnússon, f. á Staðarhóli í Andakílshreppi 5. júlí 1913, d. 27. júní 1977 og Helga Jónína Ásgrímsdóttir, f. á Stóra Ási í Hálsasveit 5. mars 1912, d. 12. apríl 2003. Börn Gylfa og Margrétar eru: a) Hörður Gylfason, f. 15. febrúar 1968, sonur hans er aa) Guðmundur Bjarni, f. 22. febr- úar 2002. b) Ásgrímur Kristinn, f. 17. september 1971, sambýlis- kona hans er Rúna Szmiedo- wicz, f. 1. nóvember 1971, börn þeirra eru: ba) Valdís Ósk, f. 29. júlí 1992 sambýlismaður hennar er Jóhann Árni Snorrason, f. 30. júní 1991, dóttir þeirra er: baa) Sara Ósk, f. 27. febrúar 2011, bb) Daníel Víðar, f. 29. desem- ber 1993, bc) Alice Marý, f. 3. ágúst 1996, bd) Davíð Gylfi, f. 27. júní 2007 og be) Aron Poul, f. 26. febrúar 2010. c) Guðbjörg Gerður, f. 19. febrúar 1974 gift Ámundínusi Erni Öfjörð, f. 24. september 1972, synir þeirra eru: ca) Gylfi Örn, f. 17. desem- ber 1994, cb) Ævar Andri, f. 9. júní 1999, cc) Arnar Freyr, f. 22. ágúst 2007 og cd) Orri Sveinn, f. 19. janúar 2009. Jarðarförin fór fram 24. júní í kyrrþey að ósk hinnar látnu. vann margvísleg störf á sinni ævi. Ung fór hún að vinna í fiski og vann við hann í mörg ár. Síðustu árin vann hún sem öldrunarfulltrúi Grindavíkurbæjar við dvalarheimili aldraðra í Víðihlíð en í kjölfar veik- indanna lét hún af störfum í nóvember 2009. Hún var alla tíð dugleg kona og hamhleypa til verka. Margrét hafð mikinn áhuga á garðrækt og ber garðurinn hennar þess glögglega merki, enda hafði hún græna fingur. Garðræktin og að ferðast til Spánar, nánar tiltekið til Beni- dorm, voru áhugamál Mar- grétar. Hinn 2. nóvember 1969 giftist Margrét Gylfa Halldórssyni, f. 13. október 1944, hann lést 25. nóvember 2006. Foreldrar hans Elsku mamma, erfitt er að sætta sig við það að þú sért líka farin frá mér, en ég á margar góðar minningar um þig og hjálpa þær mér á þessum erfiðu tímum, þær fá mig til að brosa í gegnum tárin. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir.) Elsku góða mamma, ég vil þakka þér fyrir minningarnar, ánægjustundirnar sem þú bjóst mér, litlu ævintýrin sem þú leidd- ir mig út í, félagsskapinn og þann yndislega tíma sem við áttum saman. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir.) Hvíl í friði. Þín dóttir, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir. Elsku amma, þú hefur verið samofin tilveru okkar frá því við munum eftir okkur. Kímið augna- ráð, hendur útréttar til að styðja okkur og leiða eftir þörfum. Stutt er síðan við vorum að borða póló og ópal með þér og allt í einu ertu bara farin frá okkur. Sárt er að hugsa til þess að við komum ekki til með að sjá þig eða leika meira með þér. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskins- dagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og fyrir að vera amma okkar. Saknaðarkveðja frá ömmustrákunum, Gylfi Örn Öfjörð, Ævar Andri Öfjörð, Arnar Freyr Öfjörð og Orri Sveinn Öfjörð. Margrét Guðfinna Guðmundsdóttir Kveðja frá Bjarkarási Við kveðjum hér kæra sam- starfs- og vinkonu til margra ára. Sigga vann í Bjarkarási í tæp 30 ár og eignaðist marga vini á þeim tíma. Hún vann lengi á saumastofunni og þótti vand- virk við saumaskapinn, enda var hún nákvæm í vinnubrögðum og vildi skila sínu verki vel unnu. Hún vann einnig við pökkun og Sigríður Sigtryggsdóttir ✝ Sigríður Sig-tryggsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1961. Hún andaðist á heimili sínu, Vesturbrún 17, 15. júní 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Graf- arvogskirkju 22. júní 2011. álímingar og var lengi vel ein af okk- ar flinkustu starfs- mönnum. Þegar heilsunni fór að hraka naut hún sín í góðum félagsskap með handavinnu og þótti gaman að spjalla við vinnu- félagana og segja sögur. Heilsu sinn- ar vegna hætti Sigga störfum í Bjarkarási fyrir um þremur árum. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga langt og farsælt samstarf með Sigríði Sigtryggs- dóttur. Við vottum móður henn- ar, systrum og fjölskyldum þeirra ásamt öllum í Vesturbrún 17 okkar dýpstu samúð. Valgerður Unnarsdóttir og Þórhildur Garðarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn FREDRIK ROS jarðfræðingur Uppsölum, Svíþjóð og Löngulínu 9, Garðabæ lést miðvikudaginn 22. júní. Hann verður jarðsunginn í Uppsölum 21. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar Birna Þórunn Ólafsdóttir Ros.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.