Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 5 3 1 6 9 1 2 4 4 3 2 8 4 1 6 9 5 1 8 6 2 8 4 3 9 9 4 2 5 7 6 3 6 2 7 8 9 7 3 9 8 4 2 3 7 6 5 2 8 2 4 3 5 8 2 6 4 9 8 7 5 8 3 5 7 2 4 2 3 4 1 6 3 2 9 2 3 7 4 6 5 1 8 1 8 7 9 2 5 6 3 4 5 6 4 3 1 8 2 9 7 4 7 8 2 6 1 9 5 3 2 5 9 4 8 3 1 7 6 3 1 6 5 7 9 4 8 2 8 9 5 6 3 4 7 2 1 6 3 2 1 9 7 8 4 5 7 4 1 8 5 2 3 6 9 8 2 5 9 4 6 3 7 1 7 9 3 8 5 1 4 6 2 4 1 6 3 7 2 5 8 9 2 7 8 6 9 3 1 5 4 3 6 1 5 2 4 7 9 8 9 5 4 1 8 7 6 2 3 5 3 7 2 1 9 8 4 6 1 8 2 4 6 5 9 3 7 6 4 9 7 3 8 2 1 5 6 1 5 8 7 2 9 4 3 8 4 9 6 3 5 7 2 1 3 2 7 4 1 9 5 8 6 2 7 8 3 6 1 4 5 9 4 5 6 2 9 7 3 1 8 1 9 3 5 8 4 6 7 2 9 3 4 7 2 8 1 6 5 7 8 1 9 5 6 2 3 4 5 6 2 1 4 3 8 9 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 27. júní, 178. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Sem kunnugt er þá er Víkverji meðhreint út sagt framúrskarandi skeggvöxt. Þar af leiðandi er rakstur stór hluti af hans daglega lífi. Víkverji leiðir oft hugann að hinum miklu hæfileikamönnum sem starfa við rannsóknir og vöruþróun hjá stærstu rakvélaframleiðendum heimsins. Vart líður sá mánuður en þessum miklu hæfileikamönnum takist ekki að um- bylta ríkjandi tækni og viðteknum sannindum rakstursvísindanna. Nán- ast í hvert sinn sem Víkverji fer í verslun til að festa kaup á rakvéla- blöðum sér hann ný og byltingar- kennd blöð sem gera rakvélina heima fyrir úrelta. x x x Í ljósi þessa er ekki úr vegi að veltafyrir sér hvort mannkynið myndi ekki njóta góðs af ef þetta hæfileika- fólk sem er sífellt að brjóta ný lönd í rakstursvísindum yrði fengið til þess að fást við erfiðar áskoranir á veiga- meiri sviðum hinnar mannlegu til- veru. Til dæmis í læknavísindum, svo dæmi sé tekið. x x x Auk raksturs er golfíþróttin stórhluti af lífi Víkverja. Rétt eins og engar takmarkanir virðast vera fyrir framþróun rakvélablaða þá virðist færni manna til þess að framleiða tí, eða golfnagla eins og eiginkona Vík- verja kallar þá, hafa hrakað verulega undanfarna áratugi. Víkverji man þá tíð úr æsku sinni þegar einstaka golf- nagli dugði svo mánuðum skipti, en í dag má vart taka æfingasveiflu á teig án þess að golfnaglinn brotni. x x x Víkverji braut heil tólf tí síðastþegar hann lék golfhring og þar af leiðandi hlaut af hann því umtals- verðan kostnað vegna lélegrar vöru. Þetta er töluvert áhyggjuefni, enda hefur kostnaður við golfnaglana verið sá útgjaldaliður golfiðkunar sem hef- ur verið hvað viðráðanlegastur. Og hafa verður í huga að í þeim tilfellum sem um erlenda framleiðslu er að ræða hlýst af kostnaður sem grefur undan vöruskiptajöfnuðinum og þar af leiðandi gjaldeyrisstöðu þjóðarbús- ins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dæmafátt, 8 jurt, 9 skýrði frá, 10 þegar, 11 blómið, 13 bylgjan, 15 ljóma, 18 álögu, 21 umfram, 22 sori, 23 stælir, 24 borginmennska. Lóðrétt | 2 frum- eindar, 3 flýtirinn, 4 hindra, 5 listamaður, 6 hávaði, 7 vangi, 12 starf, 14 óþétt, 15 mæli, 16 svelginn, 17 frásögnin, 18 áfall, 19 atlæti, 20 hjara. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dramb, 4 fýsir, 7 getur, 8 lærið, 9 get, 11 rann, 13 akur, 14 árleg, 15 fjör, 17 nánd, 20 krá, 22 linna, 23 lofar, 24 rýran, 25 garga. Lóðrétt: 1 dugir, 2 aftan, 3 berg, 4 falt, 5 strák, 6 ræður, 10 eflir, 12 nár, 13 agn, 15 fælir, 16 ösnur, 18 álfur, 19 dýrka, 20 kaun, 21 álag. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Blásið í lúðra. Norður ♠D1098 ♥4 ♦ÁK872 ♣KG3 Vestur Austur ♠Á63 ♠G75 ♥K1086 ♥D97532 ♦104 ♦DG3 ♣9765 ♣8 Suður ♠K42 ♥ÁG ♦965 ♣ÁD1042 Suður spilar 3G. Í mesta sakleysi kemur vestur út með ♥6 gegn 3G – fjórða hæsta í besta lit. Suður vakti á Standard-laufi, fékk tígulsvar, sýndi 12-14 hápunkta með 1G, og norður lauk samræðunni með 3G. Eins hversdagslegt og hugsast get- ur. En svo er eins og makker fari gjör- samlega af hjörunum í vörninni. Skoð- um málið með saklausum augum vesturs. Austur lætur ♥D í fyrsta slaginn og suður drepur með ás. Sagnhafi spilar tígli á kónginn og makker fylgir lit með drottningunni. Það er nefnilega það – ætli hann eigi ekki gosann líka. Næst spilar sagnhafi ♠8 úr borði og nú setur austur upp gosann! Jáhá. Vestur drep- ur ♠K suðurs og hugsar með sér að makker sé annaðhvort genginn af göfl- unum eða að reyna að segja einhverja sögu. Tekur alla vega ♥K … 27. júní 1885 Öxar við ána, ljóð Steingríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti, við upphaf Þingvalla- fundar. 27. júní 1921 Rafstöðin við Elliðaár var vígð, að dönsku konungshjón- unum viðstöddum. Þetta telst stofndagur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Framkvæmdir við stöðina tóku aðeins átján mánuði en hún var lang- stærsta vatnsaflsvirkjun landsins á sínum tíma. 27. júní 1930 Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Þingvöllum. Mark- mið þess er m.a. að veita fræðslu um gildi trjáræktar fyrir þjóðfélagið. 27. júní 2006 Mengunarslys varð í sund- lauginni á Eskifirði þegar edikssýru var hellt fyrir mis- tök á klórtank. Um þrjátíu manns voru fluttir á sjúkra- hús. „Klórgas ógnaði lífi fólks,“ sagði Fréttablaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég er ekki vön að halda miklar veislur en ætli ég skáli ekki með vinum og foreldrum mínum á af- mælisdeginum en svo ætlar Gus Gus að halda partí mér til heiðurs á Akureyri næstu helgi,“ segir Heiðdís Austfjörð Óladóttir förðunarmeistari. Heiðdís lærði förðun eða makeup artist design í London frá 2007 til 2008. „Auk þess að læra hefðbundna förðun var kennt að búa til gervi, að setja hluti á líkama fólks, búa til gerviskegg, hárkollur, klippa hár og fleira. Það var ótrúlega skemmtilegt því að þetta var svo rosalega fjölbreytt.“ Heiðdís vinnur sjálfstætt við förðun ásamt öðru og tekur að sér alls konar verkefni. „Ég mála fyrir partí, árshátíðir, auglýsingar, leikhús, eins og fyrir sýninguna Rocky Horror og hanna sminkið fyrir Hárið. Er til dæmis að farða stelpurnar í Ungfrú Norðurland keppninni þriðja árið í röð. Mér finnst skemmtilegast að búa til tröllagervi og finnst hrekkjavaka til dæmis mjög skemmtilegur tími.“ Heiðdís stefn- ir á að vinna við förðun í sjónvarpi og auglýsingum í framtíðinni. Hún er mjög ánægð með að hafa farið í förðunarnám „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ mep@mbl.is Heiðdís Austfjörð Óladóttir 25 ára í dag „Gaman að mála tröll“ Hlutavelta Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Jens Þór- arinn Jóns- son hélt tombólu í Spönginni og safnaði hann 1.756 krónum sem hann af- henti Rauða krossi Ís- lands. Flóðogfjara 27. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.21 2,9 9.33 1,2 15.54 3,2 22.15 1,2 2.59 24.03 Ísafjörður 5.28 1,6 11.42 0,7 18.07 1,8 1.36 25.36 Siglufjörður 1.33 0,5 7.46 1,0 13.42 0,5 20.10 1,1 1.19 25.19 Djúpivogur 0.25 1,5 6.29 0,8 13.05 1,8 19.27 0,9 2.15 23.47 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þig myndi aldrei dreyma um að leika leik án leikreglna. Gættu þess að reyna ekki að umbera hið ómögulega. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eitt og annað er að brjótast um í þér. Raunverulegar breytingar eiga sér hins vegar stað innra með þér en ekki í vinnunni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er ákveðið markmið sem þú vilt ná fyrir kvöldið. Láttu aðra um að leysa sín vandamál og taktu þér sjálf/ur tíma til að sjá fram úr þínum eigin. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinur þinn gefur þér eitthvað sem er frítt eða með afslætti. Kurteisi kostar ekkert og skuldbindur ekki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú ætlar á annað borð að eiga við vandamál að stríða, hafðu það þá áhugavert. Láttu innkaup alveg eiga sig þar til seinni- partinn í dag og forðastu tuskuna líka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það hefur ekkert upp á sig að ætla að leysa viðkvæmt mál í einu vetfangi. Gerðu málin upp í rólegheitum og þá líður þér betur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur sterka löngun til að brjótast út úr viðjum vanans. Hrintu áhyggjum í burtu, því annars áttu á hættu að allt fari í hund og kött. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er ómögulegt að þú haldir svona aftur af sköpunarþrá þinni. Félagslífið stendur í þvílíkum blóma að það hálfa væri nóg. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert í þeirri góðu stöðu að geta aukið umsvif þín. Fylgdu ráði góðs vinar þótt nýtt verkefni sé að reyna að soga þig til sín. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki hugfallast þótt sam- skipti þín og vinnufélaga þinna gangi ekki snurðulaust þessa dagana. Notaðu áhuga- leysi annarra þér til framdráttar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana en með réttu hug- arfari ferðu létt með það. Láttu það eftir þér að taka frí og skella þér í ferðalag, þó ekki væri nema þann daginn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er hætt við ruglingi í tengslum við fasteignamál í dag. Rannsakaðu hvernig þú passar inn í hugarheim ástvinar. Stjörnuspá Guðmundur Ó. Eggertsson hús- gagnasmíða- meistari er 80 ára í dag, 27. júní. Hann og eiginkona hans, Vilhelmína Adolphsdóttir, verða að heiman á afmælisdaginn. 80 ára 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 a6 10. d3 Be6 11. Re4 f6 12. Rc5 Bxc5 13. bxc5 Rd5 14. Bb2 Dd7 15. e4 Rde7 16. d4 exd4 17. Rxd4 Rxd4 18. Dxd4 Had8 19. Dxd7 Hxd7 20. e5 fxe5 21. Bxb7 Staðan kom upp í FM-flokki Fyrstu laugardagsmótaraðarinnar í júní sem lauk fyrir skömmu í Búda- pest í Ungverjalandi. Nökkvi Sverr- isson (1.881) hafði svart gegn Ni- kola Hocevar (2.034) frá Slóveníu. 21. … c6! 22. Bxa6 Ha8 23. Bxe5 svartur hefði einnig unnið mann eft- ir 23. Be2 Hd2. 23. … Hxa6 24. Hfe1 Bd5 25. Bc3 Rg6 26. a4 Rf8 27. He8 Kf7 28. Hb8 Re6 29. Bb4 Rd4 30. f4 Hda7 31. Kf2 Hxa4 32. Hxa4 Hxa4 og svartur vann skömmu síðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.