Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ODDI ÆTLAR AÐ SÍNA YKKUR LYKILINN AÐ HAMINGJUSÖMU LÍFI ÉG SKIL VEL EF ÞIÐ VILJIÐ FREKAR VERA ÓHAMINGJUSÖM ÉG STÓÐ HÉRNA ÞEGAR SÆTA STELPAN KOM OG GAF MÉR HELMINGINN AF ÍSNUM SÍNUM ÉG GLEYMI ÞESSU EKKI Á MEÐAN ÉG LIFI EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA HEIMSKI HUNDUR?! GÖMLU GÓÐU DAGARNIR ERU LIÐNIR ÞÚ ERT BÚINN AÐ SLÆPAST HÉRNA ALLT OF LENGI! FARÐU ÚT OG GERÐU EITTHVAÐ GAGNLEGT! OG TAKTU ÞENNAN ÓNYTJUNG MEÐ ÞÉR! HÚN HEFUR RÉTT FYRIR SÉR! FÖRUM Á KRÁNA OG GERUM EITTHVAÐ GAGNLEGT! ÉG HEYRI LÁGAR RADDIR SEM SEGJA MÉR AÐ GERA ALLSKONAR KLIKKAÐA HLUTI ÞETTA ERU BARA FLÆRNAR Í EYRUNUM Á ÞÉR ÉG ER AÐ SETJA UPP LAGALISTA TIL AÐ NOTA ÞEGAR ÉG VERÐ PLÖTUSNÚÐUR Á LJÓSAHÁTÍÐARBALLINU FYRST SPILA ÉG EITTHVAÐ HRESST TIL AÐ KOMA FÓLKINU Í STUÐ OG SVO EITTHVAÐ RÓLEGT SVO ÞAU GETI BORÐAÐ Í RÓLEGHEITUNUM HEFURÐU EKKI EITTHVAÐ BETRA AÐ GERA?! ÞEKKIRÐU EINHVER RÓLEG LÖG? ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM Á SÖMU BYLGJULENGD MARKO KÓNGU- LÓAR- MAÐUR! AF HVERJU ERTU AÐ TALA VIÐ RYKSUGU? ER HÚN SÖNNUNAR- GAGN? ÞIÐ MYNDUÐ ALDREI TRÚA ÞVÍ HVERSU OFT ÉG ÞARF AÐ ÞRÍFA HEIMA NEI! Gullhálsmen tapaðist Gullhálsmen tapaðist við bílastæðið neðan við Laugaveg 77 eða á leiðinni að Laugavegi 62 og til baka. Upplýs- ingar í síma 697-7924. Frábær þjónusta hjá Erninum Eftir langa vetrardvöl í bílskúrnum var nýja hjólið mitt alveg loftlaust og mér til hrellingar komst ég að því að á því voru franskir ventlar sem ég kunni ómögulega við og virtust þar að auki alltaf leka. Ég fór með hjólið í viðgerð á verkstæði Arnarins og fékk þar alveg frábæra þjónustu þrátt fyr- ir að hjólið hafi ekki verið keypt hjá þeim. Skipt var um tvær slöngur, ventla og bremsur voru lagfærðar - allt fyrir vel innan við 5000 kr. Að auki fékk ég góða aðstoð við að koma hjólinu úr og í bílinn. Fyrirmynd- arþjónusta og sanngjörn verðlagning. Bryndís Loftsdóttir. ESB enn og aftur Eins og einhverja rekur minni til ritaði fjármála- ráðherra greinar í blöð þar sem hann mælti ein- dregið gegn aðild að ESB. Eftir að hafa skrið- ið undir ríkisstjórn- arsængina hjá Jóhönnu linast ráðherra alveg og allt í einu var hann orðinn fylgjandi svokallaðri leið- beinandi þjóðaratkvæða- greiðslu um þá samninga sem næðust við ESB sem þýðir á mæltu máli að stjórnin er ekki skyldug til að virða niðurstöðu þjóðarinnar í slíkri atkvæðagreiðslu ef henni sýnist svo. Eins og kunnugt er hafnar meirihluti þjóðarinnar aðild að ESB í skoðanakönnunum. Það hlýtur að vera merki um miklar gáfur og vits- muni að skipta svona um skoðun eins og fjármálaráðherra hefur gert í þessu máli. Enginn efast um afburðagáfur fjármálaráðherra, ekki veitir honum af hinum miklu vitsmunum sínum svo hann geti eitthvað hugsað þegar hann þarf að skipta um skoðun næst í þágu þessarar mislukkuðu ríkisstjórnar sem við sitjum uppi með. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ást er… … dagurinn sem þú hættir að líta um öxl. Velvakandi Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning – sölu- sýning 30. kl. júní 13. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, lomber kl. 13 og ca- nasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opnað kl. 9.30. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Handavinna án leiðbeinanda. Pútt- völlur. Skemmtiganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9, ma. handavinna og tréútskurður. Frá há- degi er spilasalur opinn. Brids kl. 13 hjá FEB. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu, kaffi og sam- félag. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Bæna- stund kl. 10. Helga fótafræðingu á staðn- um, tímap. í síma 6984938. Hárgreiðslu- stofan er lokuð vegna sumarleyfa. Púttvöllurinn opinn alla daga. Hraunsel | Ganga frá Haukahúsi kl. 10, botsía kl. 13.30, félagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöð opin kl. 8-16. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Félagsvist á mánudögum. Lista- smiðjan opin. Bónus og bókabíll á þriðju- dögum. Kvikmyndasýning á föstudögum. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Fótaað- gerðastofa og hárgreiðslustofa. Hæð- argarður er lokaður frá og með 4. júlí til 3. ágúst. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hring- borðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 11.30, Botsía kl. 13.30, kaffi kl. 14.30. Skemmtifélag eldriborgara | Ferð um niðursveitir Árnessýslu. Leiðsögumaður Guðjón R. Jónasson. Farið frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.55, Hraunbæ kl. 9. Pantanir og upplýsingar í síma 7751340. Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leik- fimi kl. 9 15-15 30. Kóræfing kl. 13. Tölvu- kennsla kl. 12. Á veitingahúsinu Gamla Baukverður Einars vaka Benedikts- sonar annað kvöld, hinn 28. júní. Það er vel til fundið, því að í Verts- húsinu gamla, sem síðar var kallað Baukur, var Einar tíður gestur og kunna margir þessa sögu, sem höfð er eftir syni vertsins, Benedikt Sveinssyni yngra, eins og Ólöf dótt- ir hans nam söguna: Eitt sinn um vorið eða sumarið 1893 sátu þeir á tali við Svein Einar og Ásgeir læknir Blöndal. Ræddu þeir um þjóðlegan fróðleik, kvæði og vísur, og loks var farið að geta gátur. Undir kvöld fór Einar út á Héðinshöfða, en eftir skamma stund kom sendimaður og færði Sveini blað, sem á var ritað: Við glaum og sút á ég gildi tvenn, til gagns menn mig elta, en til skemmda mig hljóta, til reiða er ég hafður, um hálsa ég renn, til höfða ég stekk, en er bundinn til fóta. Meðan sendimaður drakk kaffi réð Sveinn gátuna og sendi Einari ráðninguna. Þegar þetta gerðist var faðir minn á 16. ári. Um aðrar út- gáfur vísunnar sagði faðir minn: „Svona var vísan þá, en Einar kann Vísnahorn Eldar hrapa yfir mold að hafa breytt henni síðar.“ Þessar vísur orti Einar í Hamma- met í Túnis, þar sem hann dvaldist í 9 mánuði frá nýjári til hausts 1931: Eldar hrapa yfir mold, andinn tapar vegi, eilíf gnapir undrafold efst á skapadegi. Stjörnur signa hvelin hálf, höfin lygna augum, jörðin skyggnir, sér hún sjálf sunnu stigna af laugum. Dýrmæt eru lýðsins ljóð, landsins von þau styrkja. Alltaf græðir þessi þjóð, þegar skáldin yrkja. Þessi alkunna vísa er niðurlagser- indi í kvæðinu Lysræd eftir Henrik Ibsen. Þýðinguna birti Einar í Skírni 1906, í niðurlagi ritgerðar um Ibsen nýlátinn: Ef skuggann og fylgsnin ei finn ég, þá flýr mér öll hjálp og náð; ef afrek í veröldu vinn ég, þá verða þau myrkra dáð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.