Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 26
Ómar Eyþórsson, útvarpsmaður á X-inu, stóð vaktina á grillinu. Ómar Örn og Kristófer Ágúst nutu matarins vel. Bergrós Hjálmarsdóttir fær sér sósu úr vænum dúnki með matnum. » Kveikt var uppí grillunum á Bar 11 á föstudag- inn. Dyggir hlust- endur, sem höfðu tryggt sig á gesta- lista, nutu þess að borða grillkjöt í boði Kjarnafæðis og drekka dýr- indis veigar með. Grillveisla X-ins 97,7 var haldin á Bar 11 á föstudaginn Morgunblaðið/Eggert Félagarnir Kristján B. Heiðarsson og Magni Ásgeirsson nutu þess að borða góðan mat inni á Bar 11. Garnirnar gauluðu eflaust hjá mörgum í röðinni. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er með frekar nýtt efni í iPodnum þessa stundina. Pólýfónía með Apparat Organ Quartet og Plastic Beach með Goril- laz eru að falla vel að eyra og Innundir Skinni með Ólöfu Arnalds er plata sem kom mér verulega á óvart. Svo er maður alltaf að hlusta á eitthvað tengt því sem maður er að vinna að hverju sinni, hjá mér er mikil sál þessa dagana. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Verða að nefna tvær: Moon safari með Air og Kid A með Radiohead. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Hmm... ég hlustaði lengi vel mest á kassettur, tók líka gjarnan upp lög úr útvarpinu yfir á kassettur og bjó til svokallað „mix-tapes“. Svo fór maður í gegnum plötu- safnið heima og þá geisladiska sem manni voru gefnir. En ég held að ég hafi fyrst, alveg sjálf, keypt Jagged Little Pill með Alanis Morisette árið ’95, en búðinni man ég ekki eftir. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Það er svo erfitt að velja! Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum hlustaði ég endalaust á þegar ég var yngri og mér þykir mjög vænt um hana. Annars mark- ar Debut með Björk líka tímamót í mínu lífi. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég væri til í að skyggnast inn í huga margra stórfenglegra tónlistarmanna ... en er þó ekki viss um að ég myndi vilja vera einhver önnur en ég er. Hvað syngur þú í sturtunni? Eitthvað krefjandi! Alltaf gaman að láta reyna á raddsviðið í sturtunni með Ro- bert Plant-legum rokktónum. Það gleður líka nágrannana svo mikið! Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Diskó og ekkert nema diskó! En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Það eru yfirleitt ein- hverjar af uppáhalds stjörnunum, t.d. Nina Simone og Etta James. Svo getur maður alveg verið í fíling fyrir tónlist- arkonum eins og Ane Brun eða Ólöfu Arnalds. Í mínum eyrum Margrét G. Thoroddsen (Ferlegheit) Morgunblaðið/ÞÖK Eitthvað krefjandi í sturtunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.