Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ný plata frá tónlistarmanninum Bon Iver hefur litið dagsins ljós og var hún nefnd eftir sjálfum listamanninum. Maðurinn á bakvið nafnið heitir Justin Vernon og höfum við, ég og hann, átt góðar stundir saman frá því að fyrri plata hans, For Emma: Forever Ago, kom út árið 2008. Sú plata fer seint úr tísku í mínum heimi. Nýja platan er einstaklega vel unnin og heldur Justin Vernon þar áfram að syngja um lífið og eins og á fyrri plötunni raular hann textana svo varlega að erfitt er að skilja hann.    Platan hefur að geyma 10 lög, sem hvert og eitt veitti honum innblástur á ákveðnum stað. Fyrsta lagið til dæmis, er nefnt eftir áströlsku borginni Perth. Lagið greip mig föstum tökum en Röddin sem rænir þér  Tónlistarmaðurinn Bon Iver með nýja plötu  Falleg hljóðfæri og leynd sorg einkenna tónlistina eins og áður  Innblástur fyrir hvert lag á ákveðnum stað það einkennist af hertrommum og hornum og minnir einna helst á marseringu. Annað lag er nefnt eftir borg í Wisconsinríki í Banda- ríkjunum, Minnesota WI. Þar fær saxofónistinn Colin Stetson að spreyta sig á sínu hljóðfæri en hann hefur spilað með hljóm- sveitum á borð við Arcade Fire og Beirut. Gítarleikarinn Greg Leisz spilar einnig inn á plötuna. Fyrri platan, For Emma var algjörlega sólóverk Vernon’s en í þetta skipt- ið ákvað hann að leyfa öðrum að fikta með sínum fingrum.    Í lögum sínum syng- ur Bon Iver um lífið í falsettu og hvað lífið getur verið mikið álag og valdið manni von- brigðum. Maðurinn hef- ur þessa ólýsanlegu rödd sem heltekur mann á nóinu. Rödd hans nær allavega í hvert skipti sem hún ómar um eyru mín að dáleiða mig í afslöpp- un og rósemi. Eins og á fyrri plötu herra Ivers fylgir lögum hans á nýju plötunni þessi ljúfa melankólía, eins og það sé einhver leynd sorg á bakvið þau. Auð- mjúkir tónar og hnuggin röddin fléttast saman í tilfinningu sem fær mann til að vilja bæta upp fyrir eitthvað sem manni hefur orðið á í lífinu. Mig langar að geta sagt að nýja platan toppi plötuna hennar Emmu, en því miður get ég það ekki. Öll lögin á fyrri plöt- unni, nema eitt, voru mín uppá- haldslög í langan tíma og það er sjálfsagt erfitt að toppa. Bon Iver er hins vegar lagskipt og ég er viss um að því oftar sem hlustað er á plötuna, því meira gefur hún af sér. Því oftar sem hlustað er á plötuna, því dýpra verður kafað í lögin og maður fer að taka eftir einhverju nýju sem fór framhjá manni í fyrra skiptið. Platan er frábær. Tónlistarmaðurinn Justin Ver- non, betur þekktur sem Bon Iver, gaf út sína fyrstu plötu árið 2008, For Emma: Forever Ago. Plötuna samdi hann eftir að hann lenti í ástarsorg en hann lokaði sig af í sum- arbústað í Norð- vestur-Wisconsin í Bandaríkjunum og samdi plötuna þar. Nú hefur sami mað- urinn, á öðrum tímapunkti í lífi sínu, komið með aðra vel heppnaða plötu. Ástarsorgin innblástur BON IVER Kathleen Hanna leiddi Bikini Kill í upphafi tíunda áratugarins, sem var með merkustu fánaberum Riot Grrrl-stefnunnar svokölluðu, sem blönduðu róttækum femínisma saman við byljandi pönk. Þegar sú sveit hætti stofnaði Hanna til verk- efnis sem kallast Julie Ruin og kom út ein plata undir þeim titli árið 1998. Eftir það einbeitti Hanna sér að tríóinu Le Tigre sem vakti þó- nokkra athygli. Hanna hefur nú hins vegar hrundið Julie Ruin af stað á nýjan leik og er plata í burð- arliðnum, tónleikatörn og fleira. Spennandi, óneitanlega … Kathleen Hanna með nýtt verkefni Flott Kathleen Hanna. Ein af betri plötum ársins 2009 var hiklaust fyrsta plata söngkonunnar Florence Welch, Lungs, sem var hljóðrituð undir heitinu Florence and the Machine. Poppheimur bíð- ur spenntur eftir plötu númer tvö en hún mun víst klárast í júlí, en upptökur eru undir styrkri stjórn Paul Epworth í Abbey Road hljóð- verinu. Florence viðurkenndi á dögunum að hún hefði tárast er hún hitti Win Butler, leiðtoga Arcade Fire, á dögunum í O2 höllinni, svo mikill aðdáandi væri hún. Hún bætti því við að hún væri gjarnan til í að vinna með sveitinni. Kannski hún sé búin að væla sig inn í sam- starf. Florence Welch klárar í júlí Reuters Grátgjörn Florence Welch. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á - FRÉTTATÍMINN BAD TEACHER KL. 6 - 8 - 10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 6 - 8 L BRIDESMAIDS KL. 10 12 BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 L PAUL KL. 8 12 FAST FIVE KL. 10.10 12 BAD TEACHER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 BAD TEACHER Í LÚXUS KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L MR. POPPER´S PENGUINS Í LÚXUS KL. 3.40 L SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 L HÚN FER EKKI EFTIR NEINNI KENNSLUBÓK! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN Frábær fjölskyldu- og gamanmynd með Jim Carrey í fantaformi BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10 MR. POPPER’S PENGUINS Sýnd kl. 4, 6 og 8 BAD TEACHER Sýnd kl. 6, 8 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.