Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Jennifer Aniston fær sér fyrsta … 2. Braust inn og barði húsráðanda 3. 5 atriði sem þú vissir ekki um … 4. „Hurðinni skellt á okkur“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari eru á tónleikaferðalagi um Kína. Fyrstu tónleikarnir fóru fram á föstu- dag í Tianjin og munu þær ferðast víða. 8. júlí halda þær tónleika í Nat- ional Centre for the Performing Arts í Peking. Sökum hönnunarinnar er það í daglegu tali kallað eggið. Ljósmynd/Jeffrey Chen Sigrún og Selma í tónleikaferð um Kína  Kvikmyndahá- tíðin í Karlovy Vary í Tékklandi hefst í vikunni. Hún er ein þekkt- asta hátíðin sem fram fer í júní og verður leikarinn John Malkovich heiðursgestur þar í ár. Á Írlandi verður Galway- kvikmyndahátíðin þar sem m.a. stór- leikarinn Martin Sheen hefur boðað komu sína. »28 Frægir mæta á kvik- myndahátíðirnar  Nýjasta plata tónlistarmannsins Bon Iver, nefnd eftir honum sjálfum, kom nýverið út og hefur hlotið góða dóma. Á plötunni má finna tíu lög, en hvert og eitt veitti söngvaranum inn- blástur á ákveðnum stað. Lögin fjalla um lífið, hve mikið álag getur fylgt því og hvað það getur valdið miklum von- brigðum. »27 Falleg hljóðfæri og leynd sorg Á þriðjudag N og NA 8-15 m/s, hvassast við A-ströndina og NV- lands. Rigning á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast S-lands. Á miðvikudag Minnkandi norðlæg átt, en hæg breytileg átt suð- austantil á landinu. Rigning með köflum, en stöku skúrir S-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 8-15 m/s, en hægari NA-lands. Rigning með köflum um austanvert landið, skýjað og úrkomulítið NV-lands, en annars bjartviðri. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR Spánverjar hömpuðu Evr- ópumeistaratitli leikmanna U21 árs og yngri en Evr- ópumótinu lauk í Danmörku á laugardagskvöldið. Spán- verjar sýndu og sönnuðu að þeir voru með besta liðið en þeir báru sigurorð af Sviss- lendingum í úrslitaleik í Ár- ósum, 2:0. Þetta er þriðji Evrópumeistaratitill Spán- verja en Ítalir hafa unnið hann oftast. »7 Spánverjar sýndu að þeir eru bestir Haraldur Franklín Magnús úr Golf- klúbbi Reykjavíkur og Tinna Jóhanns- dóttir úr Keili fögnuðu sigri á Síma- mótinu í golfi á Hvaleyri í Hafn- arfirði í gær en mótið er hluti af Eimskips- mótaröðinni. Haraldur hafði betur í bráðabana við Guð- mund Ágúst Krist- jánsson, GR. »2 Haraldur og Tinna fögn- uðu sigri á Hvaleyri KR-ingar gefa ekkert eftir í topp- baráttu Pepsi-deildarinnar í knatt- spyrnu en þeir lögðu Grindvíkinga, 3:0, suður með sjó í gærkvöld og endurheimtu fjögurra stiga for- skot í deildinni. Valur náði að knýja fram sigur gegn Víkingi á ögur- stundu á heimavelli sínum en leik Fylkis og Þórs í Árbænum lyktaði með jafntefli. »3-5 KR-ingar eru áfram á sigurbrautinni ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira en 500 ára gamall taflmaður er fundinn við fornleifauppgröft á Gufuskálum. Er þetta væntanlega peð úr tafli sem vermenn hafa stytt sér stundir við í landlegum. Fyrir þremur árum fannst kóngur úr þessu sama tafli, þegar grafið var í annarri verbúð á Gufuskálum. Fornleifafræðingar frá Fornleifa- stofnun Íslands og Cuny-háskóla í New York hafa lokið uppgreftri sumarsins í verbúðahólunum við Gufuskálavör á Snæfellsnesi. „Við gátum ekki grafið inn í nein mann- virki en ég ræð af staðsetningu þeirra og þeim munum sem fundust að þetta hafi verið sjóbúðir,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræð- ingur, sem stjórnaði uppgreftrinum. Upp komu ýmsir áhugaverðir gripir. Lilja nefnir brotinn kopar- pinna með útskorinn haus, tálgaða taflmenn eða tappa úr ýsubeini og perlu úr rafi. Það vakti hins vegar mestu ánægju fornleifafræðinganna að finna taflmann sem renndur er úr beini, hugsanlega hvalbeini. Hann er væntanlega peð úr sama tafli og kóngur sem fannst í öðru húsi við uppgröft sem Lilja stjórn- aði 2008. Þá var hún eins og nú að bjarga upplýsingum úr sjávarrofi. Hún setti ein- mitt fram þá ósk í sam- tali við Morgunblaðið við upphaf rannsóknarinnar í sumar að fleiri taflmenn myndu finnast. Peðið kom upp úr ruslalagi sem vitað er að er talsvert eldra en frá byrjun 15. aldar. „Mér finnst þessir fín- gerðu gripir benda til þess að hér hafi verið eitt- hvað meira en verbúðir, jafnvel að búið hafi verið hér allan ársins hring,“ segir Lilja og vísar til þess hversu langt er frá verbúð- unum að bæjarhólnum þar sem Gufuskálar stóðu. „Við erum búin að fá betri mynd af mannvirkjunum og séð að þau eru mismunandi. Við munum skoða það hvort þetta er munur milli byggingartíma eða jafnvel áhrif frá mismunandi lands- hlutum,“ segir Lilja. Miklum upplýsingum var safnað í þær þrjár vikur sem uppgröfturinn stóð yfir. Lilja segir að svo mörg mannvirki séu þarna að hún hafi daglega fundið ný verkefni sem áhugavert væri að fást við. Upp- blástur og sjávarrof eyði- leggja minjar á hverju ári. Í haust byrja sérfræðing- arnir að vinna úr upplýs- ingunum og greina munina sem fundust. Verðskuldar rannsóknir Lilja er staðráðin í að halda Gufu- skálarannsókninni áfram á næsta ári. „Ég mun reyna að fá fjármagn til að gera sem mest. Mér finnst staðurinn verðskulda það,“ segir hún og bætir við að þótt Gufuskála- vör sé þekktur staður og hafi verið mikilvæg verstöð, sé lítið vitað um einstök mannvirki og notkun þeirra. Peð bætist í 500 ára gamalt tafl  Fornleifafræðingnum varð að ósk sinni  Fann kóng úr tafli í verbúðum fyrir þremur árum og peð úr sama tafli í sumar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Opinn dagur Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, vitjaði fornleifafræðinganna þegar þeir efndu til opins dags á minjasvæðinu við Gufuskála- vör. Hann vísaði Lilju Björk Pálsdóttur og Adolf Friðrikssyni á ýmsar minjar. Fjöldi mannvirkja er til minja um þessa miklu verstöð. Tafl Kóng- urinn í taflinu fannst 2008. Peðið Rennda peðið er væntanlega úr taflinu og tálguðu hlutirnir gætu verið menn úr öðru tafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.