Morgunblaðið - 28.06.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.2011, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  149. tölublað  99. árgangur  AÐSTOÐAR FÓLK VIÐ AÐ NÁ ALLA LEIÐ VINIR Í EILÍFRI HLJÓÐPRUFU ÍSLENSKAR MYNDIR Á EINUM STAÐ PÉTUR BEN OG EBERG 32 ATHAFNAKONUR 29ÞREKÞJÁLFARI 10 Bjarni Ólafsson Ómar Friðriksson Tólf mánaða verðbólga í júní er ríflega 4,2 prósent, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,50 prósent í mánuðin- um og hefur hækkað um 3,49 prósent það sem af er ári. Hraði verðbólgunnar fer vaxandi og hefur ekki verið meiri frá því í ágúst í fyrra. Verðbólga er mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í fyrra. Þann- ig spáði OECD 1,8 prósenta verðbólgu í ár og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 var spáð 3,5 prósenta verðbólgu á árinu. Tólf mánaða verðbólga er, eins og hugtakið ber með sér, hækkun neysluverðsvísitölu síðustu tólf mánuði. Á tímabilinu júní til september í fyrra var mánaðarverðbólga mjög lítil eða jafnvel neikvæð, vísitalan lækkaði. Þessir mánuðir fara að detta úr tólf mánaða verðbólgutölunum og því má búast við umtalsverðri hækkun tólf mánaða verðbólgu jafn- vel þótt mánaðarhækkun næstu mánuði verði hóf- leg. Ef gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 0,4 prósent að meðaltali á mánuði næstu sex mánuði verður tólf mánaða verðbólga í desember komin í 6,0 prósent í árslok. Þetta undirstrikar hve litlar hækkanir þurfa að vera næstu mánuði til að verð- bólga fari langt upp fyrir 2,5 prósenta verðbólgu- markmið Seðlabankans og spár opinberra aðila fyrir árið. Vaxandi hraði verðbólgunnar Morgunblaðið/Jim Smart Dýrt Kjöt og kjötvörur hafa hækkað um 6,9% frá því í seinasta mánuði.  Tólf mánaða verðbólga komin vel yfir markmið Seðlabanka og mun hækka enn á næstu mánuðum MMeiri verðbólga »16 Steypireyðar leggja gjarnan leið sína til Íslands yfir sumartímann og undanfarið hafa ferðamenn við Skjálfanda getað barið augum þess- ar stærstu skepnur sem nokkurn tíma hafa lifað á jörðu. Mikið líf er í flóanum og samkvæmt hvalaskoð- unarfyrirtækjum á Húsavík má ætla að allt að níu steypireyðar hafi svamlað þar í djúpinu síðustu daga. Að sögn heimildarmanns Morg- unblaðsins, sem sigldi um Skjálf- anda á sunnudag, brutust út mikil fagnaðarlæti meðal þýskra ferða- manna í hvalaskoðun þegar þessi mikilfenglega steypireyður sýndi sporðinn. Eflaust hafa þeir fundið til smæðar sinnar gagnvart nátt- úrunni, enda getur steypireyður náð allt að 30 metra lengd. Tungan í steypireyði vegur álíka og fíll og hjartað er á stærð við bíl, en þrátt fyrir stærðina nærist þessi skepna á smæstu lífverum sjávar, svifi og átu. Krían, sem er heldur smærri skepna, sá sér leik á borði og fylgdi risanum eftir í von um að nærvera hans væri ávísun á æti. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stingur sér Talið er að um 700-1000 steypireyðar syndi með Íslandsströndum á sumrin. Margt er hinsvegar á huldu um lífshætti þessara merkilegu dýra. Risar jarðar svamla um Skjálfandaflóa Íslenskar sjúkra- stofnanir aug- lýsa nú í auknum mæli eftir er- lendum læknum á sama tíma og íslenskir læknar flýja land. Góð reynsla er af ind- verskum læknum á Akureyri. Þá starfa hérlendis þó nokkrir pólskir læknar. Landlæknir segir mikil- vægt að tryggja að læknarnir hafi tilskilin leyfi en embættið fer vel yf- ir umsóknir sem berast. Tungu- málið er þó helsti vandinn. »6 Indverskir læknar fylla í mikilvæg skörð á Akureyri Þrotabú Baugs Group hefur gengið frá sölu á skíðaskála sem var í eigu BG Danmark, dótturfélags Baugs. Skálinn er einn af tveimur sem var í eigu Baugs, en hinn var seldur árið 2009. Kaupandi skálans sem var seldur í maí síðastliðnum er fransk- ur kaupsýslumaður. Þrotabú Baugs græðir þó harla lítið á sölunni, en milljarðarnir 1,2 (ríflega sjö millj- ónir evra) sem fengust fyrir skál- ann renna til Landsbankans í Lúx- emborg. »16 Seinni skíðaskáli Baugs seldur Kjötvörur hækkuðu um 6,9% milli maí og júní. Fuglakjöt um 13,5%, nautakjöt um 8,6% og svínakjöt um 6,2%. Hækkanir á kjúklingakjöti má rekja til verulegra hækkana á heimsmark- aðsverði á korni, að sögn Skúla Einarssonar, formanns Félags kjúklingabænda. Framleið- endur hafa tekið þessar hækkanir á sig til að halda verði óbreyttu, en geta það nú ekki lengur þegar kostnaðarhækkanir vegna kjara- samninga bætast við. ,,Við erum ekki ánægðir með þessar hækkanir, hvorki á aðföngunum til okkar né á vörunum okkar út til neytenda. En einhvern veginn verða menn að lifa.“ »18 6-13,5% hækkanir MIKLAR VERÐBREYTINGAR Á KJÖTI Breytingar Alþingis á lögum þar sem kveðið er á um endurútreikninga gengistryggðra lána breyttu samn- ingum hvað varðar verðtryggingu og vexti. Héraðsdómur Suðurlands telur það ganga framar hinni almennu reglu kröfuréttarins um gildi fyrir- varalausra kvittana. Dómurinn féllst á kröfu fjármálafyrirtækis sem gerði hærri vaxtakröfur á afborganir láns sem greitt hafði verið fyrir. Björn Þorri Viktorsson, lögmaður hjóna sem stefnt var í málinu, segir samþykkt að ráðist sé inn í samnings- samband og því breytt með afturvirk- um hætti. Það sé ekki í samræmi við almennar reglur kröfu- og samnings- réttar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir aug- ljóst að lagasetningin geri það að verkum að fólk fái ekki jafn hagstæða niðurstöðu og vænta mátti í kjölfar dóms Hæstaréttar, þ.e. þegar geng- istryggð lán voru dæmd ólögmæt. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir það vera að rætast sem á var bent. »4 Samningum verði breytt afturvirkt Bændur í Borg- arbyggð og víðar eru uggandi yfir fjölgun í refa- stofni á sama tíma og fjár- framlög til refa- veiða standa í stað eða fara minnkandi. Árið 2009 voru veiddir 275 refir en árið á undan voru þeir 476. Ríkið er hætt að endurgreiða fyrir refa- veiðar og því hætt við að enn frekar dragi úr veiðunum. »12 Fjölgun í refastofni veldur áhyggjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.