Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Halldór Torfason, framkvæmda- stjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., vísar því á bug að fyrir- tækið stundi undirboð á malbiks- markaði, líkt og fram kom í Morg- unblaðinu í gær. Slíkar ásakanir séu fráleitar séu niðurstöður opinberra útboða í ár skoðaðar. Forsvarsmenn Hlaðbæjar-Colas íhuga að kæra Höfða til Samkeppniseftirlitsins fyr- ir hin meintu undirboð. Halldór segir í yfirlýsingu að frá- leitt sé að halda þessu fram. Höfði sé hlutafélag og lúti öllum lögum og reglum markaðarins, hafi alltaf greitt af lánum sínum og öll opinber gjöld, auk þess að greiða arð í sam- ræmi við afkomu hverju sinni. Mark- aðurinn hafi dregist saman og hrá- efni hækkað í verði og komi það niður á öllum í greininni. Staðan er 4 - 4 Hann tekur saman upplýsingar um það sem hann kallar ellefu helstu útboðin það sem af er árinu, en sam- kvæmt þeim hefur Hlaðbær-Colas tekið þátt í þeim öllum en Höfði í átta. Af þeim átta verkefnum sem bæði fyrirtækin buðu í fékk Colas fjögur. Í þeim tilvikum var tilboð Co- las á bilinu 85 til 97% af tilboðsupp- hæð Höfða. Höfði hreppti sömuleiðis fjögur verk og var hans tilboð þá um það bil 93 til 99% af tilboði Colas. „Helsti keppinautur Malbikunar- stöðvarinnar Höfða hf. er í eigu franska stórfyrirtækisins Colas, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki í Evrópu. Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að Malbikunarstöðin Höfði hf. stundi markviss undirboð í skjóli þess að vera í eigu opinbers að- ila og að auki skuldlaust. Hvort tveggja er rangt [...]. Tilvist fyrirtækisins tryggir að hér ríkir samkeppni á markaði,“ segir í yfir- lýsingunni. Fráleitt tal um undirboð – Höfði veitir samkeppni FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Samningafundir í kjaradeilu flug- manna og Icelandair halda áfram á hádegi í dag. Fundi var slitið klukk- an tíu mínútur fyrir ellefu í gær- kvöldi án niðurstöðu. Að sögn Kjart- ans Jónssonar, formanns FÍA, mjakaðist málið hægt áfram. Hann kvaðst vona að niðurstaða kæmi sem fyrst en sagðist þó hóflega bjartsýnn á að svo yrði. Flugi Icelandair til Kaupmanna- hafnar sem fara átti í loftið klukkan eitt í nótt var aflýst í gærkvöldi. Sömuleiðis hefur einu síðdegisflugi til Seattle verið aflýst. Ráðherrar vilja ekki setja lög Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, dró úr því á sunnudag að verið væri að hugleiða lagasetningu á aðgerðir flugmanna. Orð hennar um málið frá því á föstudag hefðu verið oftúlkuð. Hún hefði enga slíka yfirlýsingu gefið, aðeins svarað beinni spurningu um möguleikann. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur samgöngumálin á sinni könnu og heyra því flugmál undir hann. „Málið er í farvegi samningavið- ræðna og við vonum öll að þær við- ræður leiði til ásættanlegrar niður- stöðu fyrir deiluaðila. Það er mikil- vægt að það gerist eins fljótt og auðið er. Deilan hefur skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna og alla sem eru háðir samgöngum til og frá land- inu,“ segir Ögmundur. Málefni vinnumarkaðarins heyra undir velferðarráðherrann, Guð- bjart Hannesson. Aðspurður segir hann það ekkert hafa komið til tals í ríkisstjórninni, né heldur inn á hans borð, að undirbúa lög á aðgerðir flugmanna. „Ég sé ekki að lagasetning sé nein lausn í augnablikinu,“ segir Guðbjartur. Inngrip á gráu svæði Alþingi hefur áður sett niður vinnudeilur með lög- um, til dæmis þegar bund- inn var endi á sex vikna sjómannaverkfall árið 2001. Alþýðusamband Íslands fór árið eft- ir með það mál fyrir Hæstarétt, sem taldi almennt að efnahagsleg áhrif verkfalla og verkbanna gætu verið svo alvarleg að ríkir almannahags- munir réttlættu tímabundið bann við þeim. Þá var það útflutningur fiskafurða og hagsmunir fisk- vinnslufólks. Nú eru það hagsmunir ferðaþjónustunnar. Hæstiréttur hnekkti ekki því mati Alþingis að ríkir almannahagsmunir krefðust tímabundins banns við verkfallinu. Árið 2004 gagnrýndi Alþjóða- vinnumálastofnunin, ILO, stjórn- völd hins vegar harðlega fyrir þetta og önnur inngrip í kjaradeilur og sagði þau ólögmæt. Það var þá mat lögfræðings ASÍ að stjórnvöld yrðu eftirleiðis mun varfærnari við inn- grip í vinnudeilur. Verkfallsrétturinn er verndaður bæði af Mannréttindasáttmála Evr- ópu og samþykktum ILO sem Ís- land hefur staðfest fyrir sitt leyti og er því bundið af. Yfirvinnubann flugmanna er löglega boðuð verk- fallsaðgerð og nýtur því þeirrar verndar. Samkvæmt samtölum við lög- fræðinga sem sérfróðir eru um vinnurétt þarf starfsemi líka að vera sérstaklega mikilvæg svo lagasetn- ing gegn verkföllum sé talin réttlæt- anleg, til dæmis á sviði öryggismála eða bráðaþjónustu á sjúkrahúsum. Efnahagslegt mikilvægi telur líka en óvíst er hvort flugmenn fái þar sama vægi og íslenskir sjómenn. Ósamið og fundur boðaður á hádegi  Ekkert rætt um lagasetningu á vinnustöðvanir í ríkisstjórn  Óvíst hvort inngrip í verkfallsaðgerðir yrði talið lögmætt Morgunblaðið/Ernir Nýlent Vélar Icelandair lenda stundum í Reykjavík þegar aðstæður eru slæmar í Keflavík. Hér sést ein þeirra á brautarendanum við Hringbraut. Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róið hafa um- hverfis landið, tóku land í fjörunni vestan við Dyrhólaey undir kvöld í gær. Kapparnir lentu í volki í lend- ingunni, en náðu þó landi giftu- samlega. Þeir lögðu upp í för sína frá Húsavík 27. mars og hafa á leið sinni þaðan lent í alls konar veðrum og upplifað einstaka náttúru við ströndina eins og undir einum Reynisdranganna í gær. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Undir Reynisdröngum Skannaðu kóðann og lestu yfirlýs- inguna í heild. Audi Q7 4.2 FSI S-Line Sérlega vel útbúinn bíll Árgerð: 28.3.2008 Ekinn: 46.000 km Ásett verð: 9.250.000 kr. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Fimmtíu og níu flugmenn Ice- landair fengu í gær uppsagn- arbréf og 37 öðrum var sagt upp flugstjórastöðum, sem þýðir að þeir verða aðstoðarflugmenn í haust. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir þá aðeins hafa verið ráðna yfir sumartímann. Þetta sé ár- legt og helgist af sveiflunni í kringum mesta ferðamannatím- ann. Kjartan Jónsson, formaður FÍA, segir þetta það sem flug- menn þurfi að búa við. „Þetta er erfitt þegar þetta gengur svona í jafn mörg ár og raun ber vitni.“ Sátt hafi verið um það áður, að flugmenn væru bara á sumrin í tvö eða þrjú ár en nú detti út menn yfir veturinn sem hafi starfað hjá Icelandair í allt að átta ár. „Menn sjá enga framtíð í þessu svona,“ segir Kjartan. hjorturjg@mbl.is 59 árlegar uppsagnir MISSA VINNU Á HAUSTIN Karlmaður á sextugsaldri lést þeg- ar íshröngl féll á hann fyrir utan ís- helli í Kverkfjöllum á fjórða tím- anum í gær. Maðurinn sem lést var erlendur og var að skoða hellinn með sex samlöndum sínum, en þá sakaði ekki. Maðurinn var farar- stjóri hópsins, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu, en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Björgunarsveitir frá Vopnafirði fóru á staðinn og lögreglan á Egils- stöðum, sem fer með rannsókn málsins. Hún nýtur aðstoðar lög- reglunnar á Eskifirði. Beið bana í Kverkfjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.