Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 5

Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 5
Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa af heilindum að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem meirihluti landsmanna styður. Til þess að þjóðinmeginjótafjölmargrakosta fullrar aðildar þarf að ná samningi sem tryggir framtíðarhagsmuni Íslendinga sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Efnahagslegur stöðugleiki, lægri vextir, afnám verðtryggingar, lægra matvælaverð og þátttaka í ákvörðunum um eigin örlög er meðal grundvallarkosta aðildar. Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi: • Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir • Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst • Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla • Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun • Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður • Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga • Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum • Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður • Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað • Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB • Íslandverði ávallt herlausþjóðog Íslendingarþurfialdrei að gegnaherskyldu Já Ísland er sameiginlegur vettvangur einstaklinga og félagasamtaka sem eru hlynnt aðild Íslands að ESB enda verði framtíðarhagsmunir þjóðarinnar tryggðir. Auglýsingin er greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Já Ísland - Skipholti 50a, 105 Reykjavík | sími 517 8874 | jaisland@jaisland.is Samninganefnd Íslands gengur nú til eiginlegra samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu í samræmi við ákvörðun Alþingis. Við óskum henni alls hins besta í erfiðu verkefni og hvetjum alla landsmenn til þess að standa þétt að baki henni og veita henni stuðning og aðhald til þess að hún nái sem bestum árangri. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. ÁSKORUN STÖNDUM SAMAN Jaisland | www.jaisland.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.