Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Sólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! FÍB gerði í gær alvarlegar at-hugasemdir við rangfærslur fjármálaráðherra í umræðum um bensínverð og skattlagningu um- ferðar.    Stein-grímur J. hafði full- yrt eftirfar- andi: „Hinir mörkuðu tekjustofnar Vegagerð- arinnar duga ekki til að standa undir þeim samgöngufram- kvæmdum sem hér hafa verið undanfarin ár. Við höfum þurft að millifæra peninga úr almenn- um skatttekjum ríkisins yfir í samgöngumálin vegna þess að mörkuðu tekjustofnarnir hrökkva ekki til.“    FÍB bendir á að hið rétta sé aðríkissjóður muni hafa hátt í 50 milljarða króna í tekjur af um- ferð á þessu ári en aðeins 16 milljarðar fari til Vegagerð- arinnar og þar af aðeins 6 millj- arðar til nýframkvæmda. Afgang- urinn fari í almenn útgjöld ríkissjóðs.    FÍB bendir einnig á að þvert áfullyrðingar fjármálaráð- herra hafi tekjur ríkisins af sam- göngum ekkert hækkað þrátt fyr- ir hækkun skatta. Afleiðingarnar hafi verið minnkandi umferð og þar með minnkandi tekjur.    Þeir sem hafa slæman málstaðað verja grípa einatt til ósannindanna. Þetta er vafalítið helsta ástæða þess að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru svo oft staðnir að ósannindum.    Getur nokkuð annað en slæmurmálstaður skýrt það að fjár- málaráðherra reynir ítrekað að afvegaleiða umræðuna um skatta á bifreiðaeigendur? Afvegaleiðir umræðu um vegi STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 8 rigning Kirkjubæjarkl. 15 léttskýjað Vestmannaeyjar 12 skýjað Nuuk 2 súld Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 16 alskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 31 heiðskírt Brussel 32 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 30 heiðskírt París 35 heiðskírt Amsterdam 30 heiðskírt Hamborg 27 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 32 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 17 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 25 skýjað Chicago 21 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:01 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:16 23:46 Í dag siglir skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 inn í Reykjavíkur- höfn. Íslenska landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélags- ins Landsbjargar sigla á móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess. Eagle heimsótti meðal annars Írland, England og Þýskaland og héðan heldur það til Halifax. Eagles tilheyrir bandarísku strandgæslunni og US Coast Guards Academy sem er 4 ára heilsársskóli þar sem verðandi yfirmenn banda- rísku strandgæslunnar hljóta mennt- un sína. Nemendur sigla hálft sum- arið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundum varðskipum, en á vet- urna stunda þeir háskólanám. Tekin upp í stríðslaun Skipið á að baki langa sögu, sem rekja má fyrst til Hamborgar árið 1936 þar sem það var smíðað af Blohm og Voss-skipasmíðastöðvum, ásamt tveimur systurskipum. Fyrst voru skipin notuð sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn en í stríðinu voru þau notuð sem flutningaskip. Að stríðinu loknu voru þau tekin upp í stríðslaun. Eitt skipanna sigldi til Rússlands en fórst nokkrum árum seinna, en hin tvö skipin eru enn notuð sem skóla- skip. Annað skipið varð eign Brasilíu og var síðan selt til Portúgals. Þar er skipið notað sem skólaskip portú- galska flotans og heitir Sagres. Þriðja skipið, sem hét þá Horst Wessel en heitir nú Eagle eins og önnur skóla- skip strandgæslunnar, sigldi til Con- necticut, sem hefur verið heimahöfn skipsins. Eagle er 100 metra langt seglskip og vegur um 1900 tonn. Eagle er barkur, sem er tegund af seglskipi sem er með þrjú möstur, tvö fremri eru með bæði þverseglum og lang- seglum en aftasta mastrið með lang- seglum. Hannes Þ. Hafstein fyrrum fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Ís- lands sigldi með Eagle árið 1949 þar sem hann hlaut tveggja ára starfs- þjálfun á vegum bandarísku strand- gæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, núverandi yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs sigldi með skipinu fjögur sumur 1983- 1986 sem nemandi US Coast Guard Academy og útskrifaðist vorið 1987, á sama tíma og núverandi skipstjóri Eagle, Eric Jones. Hann segir frá því að á þessum fjórum sumrum hafi hann siglt með Eagle, meðal annars í Karabíska hafinu við austurströnd Bandaríkjanna og upp að Kanada. 1986 sigldi Hannes með Eagle upp Hudson-ána að frelsisstyttunni, en skipið leiddi þá flota alþjóðlegra skólaskipa. Hann lýsir reynslunni m.a. sem skemmtilegri og að mikill liðsandi hafi einkennt áhöfnina. Fyrstu tvö sumrin sinna sjóliðsforingjaefnin hefðbundnum störfum áhafnar, en á seinni tveim sumrunum gegna nem- endur störfum yfirmanna á skipinu, til dæmis stjórnun á áhöfn masturs, en hvert mastur hefur sína eigin áhöfn. Hannes og Ásgrímur hafa sagt að dvölin á Eagle hafi nýst vel í störf- um þeirra hjá Slysavarnafélagi Ís- lands og Landhelgisgæslunni. Örninn á Íslandi  Skólaskipið Eagle fagnar 75 ára afmæli með viðkomu á Íslandi  Nokkrir Íslendingar komu við sögu skipsins Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn hafði í vörslu sinni 87,75 g af kannabis- laufum og 17 kannabisplöntur. Efnin fundust við húsleit lög- reglu á heimili mannsins í Reykja- vík. Maðurinn játaði brot sitt að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá segir að sannað sé með játning- unni og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Haldi maðurinn skilorð næstu tvö árin mun refsingin falla niður. Efn- in voru gerð upptæk. Fangelsi fyrir fíkniefnabrot Árið 1942 týndu um þrjátíu sjóliðar lífi sínu í Faxaflóa þegar skipið USCGC Alexand- er Hamilton, úr flota banda- rísku strandgæslunnar, varð fyrir árás þýsks kafbáts. Ís- lenskir fiskimenn náðu að bjarga fjölda manns úr áhöfn- inni. Til að minnast þess mun Eagle sigla frá Reykjavík að Snæfellsnesi föstudaginn 1. júlí kl. 10 og leggja krans á sjóinn þar sem eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hef- ur staðsett flak Alexanders Hamilton. Eagle verður opið almenn- ingi frá 13-19 í dag, á morgun miðvikudag frá 10-17 og á fimmtudaginn frá 10-19. Eagle til skoðunar GESTIR VELKOMNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.