Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Hraustur Mark hefur byggt upp fitubrennslukerfi sem kallast Temporal Synergy Method. Hann segist sjálfur hafa eitt sinn verið feitur en svo uppgötvað hvernig best væri að brenna fitu og fá flotta magavöðva á náttúrulegan hátt. hraðann. Hann gæti haft 15% meiri hæfileika í sér sem eru enn ónýttir. Ég sé um að ná þessu sem hann á inni fram með því að þróa og þjálfa líkamann eins langt og hann kemst. Ég hjálpa íþróttamönnum að verða sterkari, hraðari, betri og kenni þeim að þjálfa þannig að minni hætta sé á meiðslum. Íslenskir íþróttamenn hafa góða möguleika, hér er mjög gott líkamlegt efni til að vinna með,“ segir Mark. Fannst fótbolti leiðinlegur Mark vinnur með íþróttaliðum og einstaklingum. Hann hefur meðal annars unnið með Loga Geirssyni handboltamanni og Árna Ísakssyni bardagakappa. „Fyrir nokkrum árum hafði Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari samband við mig og ég hjálpaði hon- um að vinna með úrvalsdeildarliði KR. Logi er núna hjá Selfossi og ég vinn þar með honum. Ég er mikið í fótboltanum sem er mjög fyndið því að þrátt fyrir að fótbolti sé risastór í Þýskalandi, þá spilaði ég hann aldrei á yngri árum og fannst hann leiðin- legur. Þegar ég og Logi Ólafsson hittumst fyrst sagði ég honum að ég væri ekki hrifinn af fótbolta en það viðhorf breyttist þegar ég kynntist íþróttinni. Þegar ég vinn með strák- unum, er inni í leiknum og liðið stendur sig vel er það heillandi. Ég er meira að segja orðinn tapsár þegar mitt lið vinnur ekki,“ segir Mark og hlær. Þróar fitubrennslukerfi Mark hyggst víkka út þjálfara- veldi sitt og hefur byggt upp fitu- brennslukerfi sem hann kallar Temporal Synergy Method. Fræðast má um það á vefsíðu sem hann heldur úti á slóðinni Tsmethod.com/blog/. „Þetta er annar hluti af vinnu minni, viðskipti sem ég er að byggja upp núna sem tengjast heilsu og fitu- brennslu. Ég var einu sinni feitur, var 120 kg og er 180 cm á hæð. Það tók mig dálítinn tíma að komast að því hvernig væri best að brenna fitu og fá fína magavöðva á náttúrulegan hátt. Ég þróaði kerfi í kringum það sem byggist á tímasetningu því tíma- setningin skiptir miklu máli. Ef þú gerir bestu fitubrennsluæfingar í heimi á vitlausum tíma brennir þú engri fitu. Bloggið er miðja þessa alls, þar getur fólk fengið góðar hugmyndir um hvað ég geri og hver ég er og les- ið sér til um TS Method,“ segir Mark. Hann ætlar að koma þessu kerfi á al- þjóðlegan markað en hefur samt eng- in plön um að yfirgefa Ísland í bráð. „Ég vinn við mína ástríðu hér og það besta við vinnuna er að sjá breyting- arnar og framþróunina hjá þeim sem ég þjálfa.“ Lesa má sér til um Mark Kíslich og vinnu hans og fá góð heilsu- og líkamsræktarráð á vefsíðunni: www.tsmethod.com/blog Fyrir norðlenska hlaupara og þá sem eiga leið um Akureyri fer fram Ak- ureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa á fimmtudaginn, 30. júní. Keppt er í þremur vegalengdum, 5 km, 10 km og hálfmaraþoni. Keppnin hefst kl. 20 og rás- og endamark er við líkams- ræktarstöðina Átak og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupa- leiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka. Hlaupið markar upphaf stórrar íþróttahelgar á Akureyri, þar sem ungir sem aldnir keppa í fótbolta á Pollamóti Þórs og N1-móti KA. Þrír aldursflokkar eru í 5 og 10 km hlaupi og tveir aldursflokkar í hálf- maraþoni. Forskráning fer fram á Hlaup.is og er opið fyrir forskráningu til kl. 20 miðvikudaginn 29. júní. Nán- ari upplýsingar um hlaupið má finna á: www.akureyrarhlaup.is. Hlaup Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Akureyrarhlaup Frá hlaupinu fyrir nokkrum árum síðan. Hlaupaleiðin er marflöt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst í ár. Hlaupið er haldið samhliða Menning- arnótt og er ræst í Lækjargötunni í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki seinna vænna að fara að skrá sig í hlaupið en þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá tím- anlega. Skráning er á vefsíðunni www.marathon.is. Þann 24. júní höfðu 1654 skráð sig til þátttöku í hlaupinu. Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið og hálft maraþon eða tæplega 600, þá hafa rúmlega 400 manns skráð sig í heilt maraþon. Skráðir þátttakendur koma frá 40 mismunandi löndum. Skráðir Íslendingar eru 982 og 672 frá öðrum löndum. Flestir erlendu þátttakend- anna koma frá Kanada og Bandaríkj- unum. Vegalengdirnar sem eru í boði eru: maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup, 42,2 km boðhlaup, 3 km skemmtiskokk. Í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka 2010 voru 10.444 skráðir til þátttöku í sex vegalengdum. Allir þátttakendur sem ljúka hlaup- inu fá verðlaunapening en verð- launafé verður veitt í karla- og kvennaflokki í maraþoni og hálf- maraþoni. Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2011 er hafin á www.hlaupastyrkur.is. En í fyrra söfnuðust um þrjátíu millj- ónir til góðra málefni. Rúmlega sjötíu góðgerðafélög eru skráð til þátttöku í söfnuninni. Ennþá er hægt að skrá fé- lög til þátttöku en skráningu lýkur miðvikudaginn 17. ágúst kl. 16. Hlaup Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurmaraþon Yfir tíuþúsund manns hlupu í maraþoninu í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið nálgast Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Magnús Bess Júl- íusson fékk brons- verðlaun á Evrópumóti í vaxtarrækt sem fór fram um nýliðna helgi í Madríd á Spáni. Keppti Magnús þar í yfir 90 kg flokki öld- unga. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur bronsverðlaun á Evrópumóti í líkams- rækt og þetta er því tvímælalaust besti ár- angur sem Íslendingur getur státað af á þess- um vettvangi, segir á vefsíðunni Fitness.is. Kristín Kristjáns- dóttir keppti í flokki 35 ára og eldri í fitness og hafnaði í sjöunda sæti sem sömuleiðis er frábær árangur. Flokkurinn hennar var einn sá sterkasti á mótinu og fjöldi meistara frá hinum ýmsu löndum sem hún keppti við. Vaxtarrækt Magnús Bess fékk brons Þrír efstu Magnús Bess með tveimur efstu sætunum. Ljósmynd/Katrín Eva Auðunsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.