Morgunblaðið - 28.06.2011, Page 12

Morgunblaðið - 28.06.2011, Page 12
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bændur í Borgarbyggð og víðar eru uggandi vegna fjölgunar í refastofninum á sama tíma og fjárframlög til refaveiða standa í stað eða fara minnkandi. Vilja menn meina að þar sem mikið sé af tófu heyrist vart fuglasöngur lengur og stafar búfénaði einnig hætta af lágfótu, sem leggst bæði á lömb og fullvaxta fé. Talsvert færri refir voru veiddir í Borgar- byggð veiðiárið 2009 en árin þar á undan. Voru t.d. veidd 275 dýr það ár, samanborið við 476 dýr árið 2008. Fjöldinn hefur síðan haldist svipaður en fyrirkomulag veiðanna er nú með þeim hætti að settur er ákveðinn kvóti í samræmi við fjár- framlag sveitarfélagsins til málaflokksins hverju sinni og veiðum hætt þegar náðst hefur upp í kvótann. 18 skyttur eru með samning við sveitar- félagið sem skipt er niður í 12 veiðisvæði og eru rúmar 14 þúsund krónur greiddar fyrir skott af vetrarveiddum ref, 17 þúsund fyrir grendýr og 8 þúsund fyrir yrðling. Frá og með núverandi veiðitímabili, sem hófst 1. september síðastliðinn, mun ríkið ekki endurgreiða fyrir refaveiðar eins og verið hefur og því ljóst að ef sveitarfélögin ákveða ekki að hækka framlög til málaflokksins munu veiðarnar minnka enn. Var rúmum 11,3 milljónum veitt til veiðanna í Borgarbyggð árið 2008. Þar af nam endurgreiðsla ríkisins 1,7 milljónum, en árin 2009 og 2010 var rúmum 5 milljónum veitt til veiðanna. Þar af nam endurgreiðsla ríkisins 1,1 milljón. Fuglalíf og búfénaður í hættu „Þegar kreppti að fóru sveitarfélögin að for- gangsraða öðruvísi og skýla sér á bak við þær skoðanir vísindamanna að veiðarnar skipti lífríkið litlu máli, en ég er á annarri skoðun,“ segir Snorri Jóhannesson, skytta og bóndi á Augastöð- um í Borgarfirði. „Menn vilja meina að fugla- stofnanir séu svo stórir að það skipti engu máli hvað sé étið af þeim, en við sem búum í þessu líf- ríki upplifum það að þar sem tófan er mikil, þar hverfur fuglinn,“ segir hann. Hvert refapar með yrðlinga drepi tugi unga á dag. Snorri segir að það sé meining einhverra manna að það eigi að leyfa lífinu að hafa sinn vanagang en hann bendir á að hér á landi hafi refaveiðar verið stundaðar frá landnámi og því ómögulegt að vita hvað gerðist ef veiðum yrði hætt. Enn fremur sé tófan mikill skaðvaldur fyrir sauðfjárbændur. „Tófan var að drepa full- orðið fé í haust og þegar menn eru búnir að hafa fyrir því að koma lömbunum út í hagann þá er helvíti hart að horfa á eftir þeim í tófu- kjaftinn. Þótt þetta séu ekki háar upphæðir miðað við þær sem menn eru að tala um í ýmsu samhengi í dag þá skiptir hvert lamb máli í afkomu sauðfjárbænda.“ Snorri, sem hefur setið í ýmsum nefnd- um varðandi refaveiðarnar, segir mikilvægt að koma betra skipulagi á veiðarnar og gera þær markvissari, m.a. ætti að skoða að samræma reglur um veiðarnar hjá sveitarfélögunum en nú séu jafnmörg kerfi í gangi og sveitarfélögin eru mörg. Ekki bara áhyggjuefni bænda „Núna eru til dæmis grenjaveiðar víða ekki stundaðar heldur lögð áhersla á vetrarveiðar ein- göngu og þær eru ekki undir nógu góðu eftirliti. Menn eru að setja út æti en sinna því ekki. Það þýðir ekkert að ætla að gera þetta í frítímanum, maður verður að vera vakinn og sofinn yfir þessu og að mínu mati þurfa að vera í þessu staðkunn- ugir menn. Það gengur ekki að sportvæða veið- arnar, sportveiðimenn geta hjálpað til en það verður að vera í samvinnu við sveitarfélögin,“ segir Snorri. Hann óttast að það gæti reynst óafturkræf ákvörðun að stórminnka eða hætta veiðunum. „Ef þessu verður hætt þá tapast þekking, vitneskja um greni og verklag sem þarf að koma til næstu kynslóðar,“ segir hann. Þetta sé ekki einka- áhyggjuefni bænda á afmörkuðu svæði. „Ég hef virkilegar áhyggjur af þróun mála og það er alveg sama við hvaða fólk þú talar á landsbyggðinni, þetta er áhyggjuefni alls staðar. Og það er ekki síður sumarbústaðafólk sem hringir og vill láta athuga með greni af því að mat sé stolið undan veröndinni og það heyrist ekki í fugli. Þetta er ekki bara mál sveitafólks, í raun er þetta mál allra sem unna íslenskri náttúru,“ segir hann. Jarm og fuglasöngur víkja fyrir tófugaggi  Refaveiðar dragast saman og bændur hafa áhyggjur af fjölgun í stofninum Morgunblaðið/RAX Refaveiðar Í Borgarbyggð er nú veitt upp í ákveðinn kvóta sem ákvarðast af fjárhagsáætlun ársins. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Meira í leiðinniWWW.N1.IS VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1 Andri Karl andri@mbl.is Allmargir blóðgjafar hafa fengið smáskilaboð eða tölvupóst frá Blóð- bankanum á undanförnum dögum og vikum þar sem þeir eru upp- lýstir um að mikil vöntun sé á blóði og þeir beðnir að koma við og gefa. Að sögn yfirlæknis Blóðbankans hefur svörun verið góð og aldrei skapast hættuástand. Blóðgjafar eru engu að síður áfram hvattir til að muna eftir bankanum, þótt í sumarfríi séu. „Þetta er staða sem okkur er kunn áður, að okkur veitist oft erf- itt að ná inn nægjanlegum fjölda blóðgjafa yfir sumarleyfistímann. Og þetta hefur verið okkur svolítið erfitt núna vegna þess að öll frí sem tilheyra vorinu eru óvenju seint á ferð, því páskarnir voru seint. Þá koma inn þessar frægu löngu helg- ar, fimmtudagsfríin, þannig að við höfum gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur,“ segir Sveinn Guð- mundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Auk þess hefur ekki verið rekstr- arfé til að reka Blóðbankabílinn ár- ið um kring og kemur það einnig niður á birgðum. „Við liggjum þó á öryggisbirgðum á rauðum blóð- kornum sem þetta snýst yfirleitt um. Þá erum við eitthvað yfir 500 einingum og höfum verið að sveifl- ast í 500 til 600 einingum. Ef við berum þetta saman við fyrri ár þá erum við í svolítið meiri brekku en að öllu jöfnu.“ Helst er það O-blóðflokkurinn sem kallað er eftir að þessu sinni og er það sökum þess að Íslendingar eru flestir í þeim flokki. „Við hvetj- um alla góða blóðgjafa að koma til okkar á næstu dögum og vikum. Það hefur ekki skapast neitt hættu- ástand en okkur er nauðsyn að byggja upp nauðsynlegar örygg- isbirgðir. Það gengur auðvitað á þær.“ Meiri brekka en að öllu jöfnu Morgunblaðið/G.Rúnar Gjöf Stutta stund tekur að gefa.  Blóðbankinn gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur  Blóðgjafar hvattir til að muna eftir blóðgjöf í sumarfrínu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo karlmenn í fimm og tveggja mánaða fangelsi fyrir fjár- svik. Mennirnir eru báðir fangar á Litla-Hrauni. Mennirnir voru sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn þjón- ustuvers Íslandsbanka í desember sl. og fengið hann til óheimilla út- tekta í tvö skipti. Alls voru þetta 280.000 krónur. Upphafsmaður málsins hringdi í þjónustuverið úr fangelsinu 7. des- ember og þóttist vera annar maður. Fanginn fékk starfsmann bankans til að millifæra 180 þúsund krónur af bankareikningi fórnarlambsins yfir á sinn reikning. 10. desember fékk upphafsmað- urinn annan fanga til að hringja í bankann og þykjast vera sami mað- ur. Að þessu sinni voru millifærðar 100 þúsund krónur á reikning upp- hafsmannsins. Málið var kært til lögreglu 13. desember. Fórnarlambið, sem er bú- settur í þjónustuíbúð fyrir fatlaða, tilkynnti þá að allir peningar á bankareikningnum hefðu verið milli- færðir út af bankareikningi sínum hjá Íslandsbanka yfir á bankareikn- ing upphafsmannsins, sem er einnig hjá Íslandsbanka. Sagðist hann hafa séð hinn 10. desember að búið hefði verið að millifæra af reikningi sínum 280.000 kr. í tveimur færslum og auk þess að yfirdráttarheimild var hækkuð um 100.000 kr. Hann sagðist hafa hringt í Íslandsbanka og fengið þær upp- lýsingar að millifærslurnar hefur verið gerðar í síma í tvígang og lagð- ar inn á reikning annars manns. Grunaði fangann strax Sá sem varð fyrir svikunum grun- aði strax fangann um verknaðinn, en mennirnir þekktust. Hann segir að fanginn hafi ekki haft neitt leyfi til að taka út af reikningnum. Hann sagðist ekki skilja hvernig fanginn hefði komist yfir leyninúmer á reikningnum og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Sá sem hlaut fimm mánaða dóm var upphafsmaður að brotunum. Hann fékk hinn fangann til hlut- deildarinnar með nokkurri þvingun samkvæmt framburði beggja um það, að því er segir í dómi héraðs- dóms. jonpetur@mbl.is Tveir fangar dæmdir fyrir fjársvik Páll Hersteinsson, prófessor í spendýrafræði við Háskóla Íslands og fyrrum veiðistjóri, segir refastofninn vera um það bil tíu sinn- um stærri í dag en hann var fyrir 35 árum. Gæsa- og vaðfuglastofnar hafi hins vegar einnig verið í vexti á sama tímabili. „Alveg eins og refum fjölgaði þrátt fyrir mikla veiði, þá stækkuðu fuglastofnarnir þrátt fyr- ir að mikið væri étið af þeim,“ segir hann en bætir því við að ef fuglastofnarnir yrðu fyrir áfalli gæti stærð refastofns- ins haft teljandi áhrif. Hann er á móti núverandi veiðifyrir- komulagi en því var breytt 1997. „Áður voru mismunandi verðlaun fyrir hlaupadýr og grendýr en þegar fyrir- komulaginu var breytt og verðlaunin voru hækkuð þá drógu menn úr grenjavinnslu og fleiri fóru að stunda vetrarveiðar. Allt of margir bera út hræ fyrir refinn og gera honum lífið mjög auðvelt en sinna þessu síðan ekki sem skyldi.“ Bæði refum og fuglum fjölgar STÆKKANDI STOFNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.