Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 13

Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 ÓTRÚLEGT VERÐ! Núna klárum við sætin i júlí. Athugið einnig önnur gisting í boði á sérkjörum. SÍÐUSTU SÆTIN Í JÚLÍ Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 47 16 3 Costa del Sol & Tyrkland Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! Kynntu þér gististaðina á www.heimsferdir.is í 14 nætur Beint morgunflug með Icelandair Verð frá 99.600 kr. Heimsferðir bjóða ótrúleg sértilboð á allra síðustu sætunum í júlí í sólina. Í boði eru frábærar ferðir til okkar vinsælustu áfangastaða, Costa del Sol á Spáni og Bodrum á Tyrklandi. Gríptu þetta einstæða tækifæri og tryggðu þér frábært sumarfrí á ótrúlegum kjörum. Fjöldi gististaða á sértilboði á hverjum áfangastað. Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Costa del Sol Frá kr. 99.600 í 14 nætur Verð m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð. Stökktu tilboð 5. júlí í 14 nætur. Verð 127.900 kr. m.v. tvo í herbergi / studio / íbúð. Stökktu tilboð 5. júlí í 14 nætur. Frá kr. 129.900 í 14 nætur - allt innifalið Verð m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með allt innifalið. Stökktu tilboð 5. júlí í 14 nætur. Verð 159.900 kr. m.v. tvo í herbergi/studio/íbúð með allt innifalið. Stökktu tilboð 5. júlí í 14 nætur. Tyrkland Frá kr. 99.900 í 14 nætur Verð m.v. tvo til fjóra í herbergi/ studíó / íbúð. Stökktu tilboð 2. júlí í 14 nætur. Aukalega m.v. hálft fæði kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. Aukalega m.v. allt innifalið kr. 35.000 fyrir fullorðna og 17.500 fyrir börn. Stökktu tilboð 2. júlí í 14 nætur. Tyrkland 2. júlí – 12 sæti 16. júlí – laus sæti 26. júlí – 8 sæti Costa del Sol 5. júlí – 14 sæti 19. júlí – laus sæti 30. júlí – laus sæti Vegna mikillar eftirspurnar hef- ur verið ákveðið að fjölga ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja úr fjórum ferðum í fimm á dag mánudaga og miðvikudaga. Þessi breyting gildir frá og með morgundeginum, mið- vikudegi 29. júní, og á að gilda að minnsta kosti fram í miðjan ágúst, segir í tilkynningu. Auka- ferðin þessa daga verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og Landeyjahöfn klukkan 16. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skoraði á yfirvöld í síðustu viku að fjölga ferðum vegna gíf- urlegrar eftirspurnar. Suma daga hafa færri komist með ferjunni til Eyja en þess hafa óskað. Framundan er mikill annatími hjá Herjólfi sem mun ná hámarki um þjóðhátíðina sem að venju er haldin um verslunarmannahelg- ina. sisi@mbl.is Herjólfur bætir við ferðum  Fimm ferðir verða tvo daga í viku Morgunblaðið/RAX Umferðin á sex völdum talningar- stöðum út frá höfuðborginni um ný- liðna helgi reyndist töluvert meiri en um fyrri helgi en var eigi að síður nokkuð minni en um sömu helgi í júní í fyrra. Umferðin austur fyrir fjall var sú sama og í fyrra en töluvert minni umferð reyndist á norðurleiðinni. Þetta leiðir talning Vegagerðarinnar í ljós. Helgarumferðin það sem af er júní, þ.e. allar helgar á þessum sex talningarstöðum, reyndist 6,3% minni en í júní í fyrra. „Samkvæmt reynslu má búast við að næstu 3-4 fjórar helgar verði svip- aðar varðandi umferðina en líklegt má telja að veðrið hafi nokkuð að segja um þróunina,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferðin um síðastliðna helgi, borin saman við sömu helgi árið 2010, var sem hér segir: Austur fyrir fjall (á þremur taln- ingastöðum) var svipuð umferð eða 0,2% aukning. Norður fyrir (á þrem- ur talningastöðum) var aftur á móti um 10% samdrátt að ræða. Jókst samdrátturinn í réttu hlutfalli við fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Ef allir talningarstaðirnir sex eru teknir með í dæmið reyndist sam- dráttur umferðar um síðustu helgi vera 4% borið saman við sömu helgi í fyrra. sisi@mbl.is Fleiri voru á faraldsfæti Morgunblaðið/Ómar  Meiri bílaumferð var um síðustu helgi en fyrri helgar í júní  Margir lögðu leið sína austur fyrir Fjall en færri norður Vegna fréttar í blaðinu í gær um kaup Flugfélags Íslands á tveimur nýjum Dash-flugvélum skal það leið- rétt að vél félagsins nauðlenti ekki í Nuuk síðasta vetur heldur skemmd- ist í lendingu. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTT Nauðlenti ekki Reykjavíkurborg auglýsti á dög- unum eftir tilboðum í 49 bifreiðar með tvíeldsneytisvél, sem gengur fyrir metani og bensíni. Ingvar Helgason ehf. /Bifreiðar og landbún- aðarvélar ehf. áttu lægsta tilboðið með Hyundai i10 bifreiðum, í sam- starfi við MeGas ehf. sem sér um að uppfæra bifreiðarnar. Borgin kaupir metangasbíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.