Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Upplýsingaveita um græna kosti í ferðamennsku hefur verið opnuð í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Að henni stendur Farfuglaheimilið í samstarfi við verkefnið Lifandi vegvísa á Höfuðborgarstofu, en þar geta ferðamenn og heimafólk feng- ið upplýsingar um græna vöru og þjónustu alla daga í sumar. „Þetta er nýjung í íslenskri ferðaþjónustu og er hugsað til að efla umhverfisvitund og ábyrgð- arkennd íslenskra og erlendra ferðamanna. Gestir eru hvattir til að ganga um náttúruna af virðingu og gera sitt besta til að draga úr umhverfisáhrifum ferðalagsins og njóta menningar og fjölbreyttra samfélaga. Með þjónustu Græna hringborðsins er gestum og gang- andi gert auðveldara að njóta sjálf- bærs lífsstíls og ferðalaga,“ segir í tilkynningu. Græn ferðamennska Í dag, þriðjudag kl. 15-17, efnir Spánsk-íslenska viðskiptaráðið til málþings um viðskipti milli Spánar og Íslands. Málþingið fer fram á 7. hæð Húss verslunarinnar. Ráðið hefur orðið vart við mik- inn áhuga einstaklinga og fyr- irtækja á að hasla sér völl á Íber- íuskaganum. Með viðskiptadegi sem þessum er ætlunin að gefa mönnum tækifæri til þess að hitt- ast og kynnast reynslu annarra á þessu sviði. Framsögumenn verða fulltrúar fyrirtækja sem hafa verið í viðskiptum við Spán í lengri eða skemmri tíma. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis, en menn eru vinsamlegast beðnir um að til- kynna þátttöku fyrirfram á kristin@chamber.is. Málþing um viðskipti við Spán Á morgun, miðvikudag, efna Sam- tök atvinnulífsins til fundar um samgöngumál kl. 8:30-10:00 á Grand Hótel Reykjavík við Gull- teig. Þar verður fjallað um mikil- vægi þess að ráðast í arðbærar samgöngufjárfestingar. Frummælendur verða Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, Kristján Möller alþingismaður og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjórri Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga. Þátttöku þarf að skrá á vef SA. Samgöngufundur Fjallahjóla- klúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar í dag, þriðjudag. Hjólað verður um eyna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar og byrj- endur. Í sumar er kaffihúsið Í Viðeyj- arstofu opið á þriðjudagskvöldum en alla jafna er það opið til kl. 17:00. Aukaferðir til Viðeyjar á þriðjudögum eru kl. 18:15 og 19:15 svo þau kvöld geta gestir komið til Viðeyjar klukkustund áður en leiðsögn hefst klukkan 19:30. Hjólað um Viðey á fjallahjólum STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sjö laxar veiddust við opnun Hofsár í Vopnafirði, á þremur vöktum til há- degis í gær, að sögn Gísla Ásgeirs- sonar, sem var einn veiðimannanna. Honum gekk vel. „Jú, ég fékk 20 punda hrygnu, 100 cm langa og grálúsuga. Hún tók hálftommu Frances-túpu í Sniðahyl á svæði tvö. Það var alveg hálftíma barátta í miklu vatni,“ segir hann. Fyrstu sex laxarnir voru fallegir stórlaxar en svo kom fyrsti smálax- inn í hvassviðrinu í gærmorgun, en Gísli sagði mikið rok og rigningu fyr- ir austan. „Hitinn er samt kominn upp í sjö gráður – það köllum við ekki kalt hér,“ sagði hann og hló. Laxveiðiárnar á norðausturhorn- inu hafa verið opnaðar hver af ann- arri síðustu daga. Ein þeirra er Hafralónsá í Þistilfirði og þar var Gísli einnig á ferðinni ásamt félaga sínum, en veitt var á tvær stangir og fengu þeir ellefu laxa. „Þetta voru allt stórir laxar, yfir 80 cm. Það vakti athygli að aðeins einn þeirra veiddist í Stapa,“ sagði hann, en venjulega veiðast flestir laxar í byrjun í veiði- stöðunum Gústa og Stapa, en þar er fyrirstaða fyrir laxinn þegar mikið vatn er í ánni snemmsumars. Nú veiddust fiskarnir neðar í ánni. Mjög góð opnun í Selá Opnunin í Selá í Vopnafirði gekk afar vel, en þar veidd- ust á þriðja tug laxa. Að sögn Orra Vigfússonar glímdu veiðimenn við 20 laxa á opn- unardaginn, laugardag, og höfðu hendur á ellefu. Tveir voru smálaxar, hinir voru allir að snúa aftur eftir tvö ár í sjó. Að vanda voru það Vífill Oddsson og fé- lagar hans sem hófu veiðar í Selá en aðeins er veitt á fjórar stangir í opnun. Sögðu þeir mikinn lax genginn í ána, til að mynda virtist Sundlaugarhylur pakkaður af laxi. Tólf stórir í Víðidalsá Greint var frá því í netútgáfu okk- ar fyrir helgi að 106 cm hængur veiddist í Hnausastreng í Vatns- dalsá. Tók hann fluguna illa og blæddi út. Vó nýgenginn fiskurinn rétt tæp 25 pund, eða 12,4 kg. Er þetta stærsti lax sumarsins til þessa. Tólf laxar veiddust í opnun Víði- dalsár og Fitjár, allt tveggja ára fiskar á bilinu 80 til 86 cm. Fiskur er greinilega búinn að dreifa sér ágæt- lega, því þótt flestir hafi veiðst á neðsta svæðinu, þ.á m. þrír í Harð- eyrarstreng, þá fengust líka laxar í Ármótum og í Laxapolli í Fitjá. Ytri-Rangá var líka opnuð um helgina og veiddust tíu laxar, víðs- vegar um ána. Mest var lífið neðan við Ægissíðufoss en fiskar veiddust einnig í Djúpós og þrír á Rangár- flúðum. Þá veiddust tíu fallegir urr- iðar, sá stærsti tíu pund. Stórir fiskar veiðast víða við opnun laxveiðiánna  Tuttugu punda hrygna í Hofsá  25 punda hængur úr Vatnsdalsá fyrir helgi Ljósmynd/Svanþór Einarsson Úr opnun Selár Einar Páll Kjærnested með 78 sm hæng sem veiddist í Sundlaugarhyl efri. Laxveiðin hófst glæsilega í Laxá í Aðaldal á dögunum. Síðan hafa laxar veiðst hér og þar í ánni en að sögn Þorra Hringssonar myndlist- armanns frá Haga, sem var við veiðar á svæðum Laxárfélagsins, er mest veitt neðan Æðarfossa – og honum gekk vel. „Á seinni vaktinni á föstudag náði ég þar fjórum löxum,“ sagði Þorri. „Allt voru þetta hrygnur, 80 til 87 cm, og mjög vel haldnar.“ Laxana veiddi hann í Bjargstreng, við Staurinn, í Stórafosspolli og á Breiðunni. Þorri sagði veðrið hafa verið „reglulega andstyggilegt“ á köfl- um. Mikið sé greinilega af fiski neðan fossa og hann velti fyrir sér hvort kuldinn og vatnsmagn yfir meðallagi væri þess valdandi að laxinn gengi hægt upp ána. Reytingur hefur verið á urriðasvæðunum í efri hluta Lax- ár, að sögn Bjarna Höskuldssonar veiðieftirlitsmanns á Aðalbóli. Um 300 fiskar hafa veiðst í Laxárdal en á átt- unda hundrað í Mývatnssveit. „Fiskurinn liggur bara ennþá í þessum kulda en hann er vel haldinn og stór, þeir sem nást, mikið af 55 til 60 cm silungum,“ segir hann. „Reglulega andstyggilegt“ KULDINN HEFUR ÁHRIF Á VEIÐINA FYRIR NORÐAN Jón Helgi Björnsson með lax. Alfons Finnsson Ólafsvík Formleg vígsla hjúkrunarheimilisins Jaðars í Ólafsvík fór fram á laugar- daginn og var bæjarbúum boðið að vera viðstaddir og nýttu fjölmargir sér boðið. Margar ræður voru fluttar og voru nokkrir þingmenn mættir og Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra tók húsnæðið formlega í notk- un. Samið var við VA-arkitekta um hönnun hússins og aðalhönnuður hússins er Ólafur Axelsson arkitekt. Byggingin er rúmir 1100 fermetrar á tveimur hæðum, í húsinu eru 12 her- bergi sem eru afar rúmgóð með bað- herbergi, auk þess er stórt eldhús með tækjum af fullkomnustu gerð og setustofur á báðum hæðum. Kostnaður um 440 millj. kr. Bygging hússins var boðin út þann 24. febrúar 2009 og alls bárust 22 gild tilboð og voru lægstbjóðendur Afltak ehf. og var þeirra tilboði í verkið tekið. Framkvæmdir hófust síðan í apríl 2009 og segja má að þær hafi staðið stanslaust frá þeim tíma til dagsins í dag. Auk þessa tók Afltak að sér að gera endurbætur á eldra húsnæðinu þannig að í dag er það sem nýtt. Kostnaður við byggingu hjúkrun- arheimilisins verður um 440 milljónir króna og skiptist hann þannig að vel- ferðarráðuneytið borgar 42%, Fram- kvæmdasjóður aldraðra borgar 37% og Snæfellsbær borgar 21%. Kristinn Jónasson bæjarstjóri sagði við vígsluna að hann vildi nota tækifærið og þakka starfsfólki og vistmönnum þolinmæðina á meðan á verkinu stóð og að allan tímann hafi vistmenn og starfsfólk tekið fram- kvæmdunum með jafnaðargeði og aldrei kvartað undan þeim óþægind- um sem fylgdu framkvæmdunum. Ekki vantaði heldur áhugann og fylgdust allir með framkvæmdunum af miklum áhuga og stundum var slegið upp veislu fyrir þá sem voru að vinna við bygginguna. Nýtt hjúkrunarheimili í Ólafsvík Jaðar Hið nýja hjúkrunarheimili í Ólafsvík er hin glæsilegasta bygging. Morgunblaðið/Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.