Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 + FIT kostnaður 750 kr. 420 kr. samtals 420 kr. Þú getur fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar sendar í símann Viðvörun ef staðan fer niður fyrir ákveðna upphæð • Staða reikninga • Tilkynning þegar greitt er inn á reikninginn • Gengi gjaldmiðla ... og fleira í Netbanka einstaklinga * ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Gildir fyrir einstaklinga. Það er auðvelt að losna við FIT-kostnaðinn** Það geta allir lent í því að fara yfir á reikningum. Íslandsbanki hefur því ákveðið að fella niður FIT-kostnaðinn ef þú greiðir inn á reikninginn næsta virka dag eftir að þú fórst yfir. Og til að þúmissir ekki af þessu tækifæri þá getur þú skráð símanúmerið þitt í Netbank- anum og við sendum þér SMS um leið og þú ferð yfir á reikningnum. Skráðu þig í FIT viðvörun í Netbankanum. Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is. **Kostnaður af innistæðulausum tékkum – sjá verðskrá Íslandsbanka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 0 9 3 Kaffibolli á 1.170 krónur? Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dómstólaráð, ríkissaksóknari, sér- stakur saksóknari og Lögmannafélag Íslands gerðu með sér samkomulag í marsmánuði sl. sem felur í sér að hafðar verði til hliðsjónar ákveðnar sam- skiptareglur við meðferð stórra efnahagsbrota- mála fyrir héraðs- dómstólum sem rekin eru á grund- velli laga um með- ferð sakamála. Reglur þessar eru ekki bindandi og eru allar ákvarðanir á grundvelli þeirra háðar samkomulagi aðila. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að með þessum reglum sé stefnt að skilvirkri með- ferð stórra efnahagsbrotamála fyrir dómi. „Það er rétt að á rökstóla settust fulltrúar dómstólaráðs, ríkissaksókn- ara, sérstaks saksóknara og Lög- mannafélagsins, þar sem við ræddum hvort við gætum með einhverjum hætti búið okkur til samskiptareglur út af meðferð stórra efnahagsbrota- mála. Það samstarf leiddi til þess að við undirrituðum samkomulag um ákveðnar samskiptareglur, sem lúta allar að því að gera meðferð þessara mála eins skilvirka og hægt er,“ sagði Símon í samtali við Morgunblaðið. Símon benti á að stundum hefði meðferð þessara mála lent í ein- hverju fari, sem hafi gert það að verkum, að þeim hafi þokað mjög lítið áfram. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru stöðugar frávísunar- kröfur Baugsmanna, vegna ákæru á hendur þeim um skattsvik og tafir sem hlotist hafa af endurteknum frá- vísunarkröfum, ekki síst kveikjan að því að þetta samráð var tekið upp. Símon vildi ekki staðfesta að þær kröfur hefðu endilega verið kveikjan að gerð þessara samskiptareglna. 5. grein samskiptareglnanna fjallar einmitt um frávísunarkröfur og er svohljóðandi: „Telji verjandi að tilefni sé til frávísunar máls skal hann leitast við að setja slíka kröfu fram einungis einu sinni og koma þá að öll- um þeim málsástæðum sem hann tel- ur að leiða eigi til frávísunar.“ Símon benti á að hér væri fyrst og fremst um viðmiðunarreglur að ræða, sem æskilegt væri að allir tækju tillit til við málarekstur, en vissulega væru það lagareglurnar um meðferð sakamála sem byndu menn, þegar upp væri staðið. Aðeins einu sinni hægt að krefjast frávísunar  Nýjar samskiptareglur um meðferð stórra efnahagsbrotamála fyrir dóm- stólum  Ekki lagalega bindandi Símon Sigvaldason Morgunblaðið/Ernir Samskiptareglurnar eru átta tals- ins. Sú fyrsta fjallar um skjalafram- lagningu. Þar segir m.a.: „Með ákæru skal einungis senda til hér- aðsdóms þau skjöl og önnur sýni- leg sönnunargögn sem ákærandi telur að augljósa þýðingu hafi við sönnunarfærslu viðkomandi máls.“ Önnur reglan fjallar um fyrirtöku í máli utan dómsalar. Þriðja reglan fjallar um grein- argerð verjanda. Þar segir m.a.: „Óski verjandi ákærða eftir því að leggja fram greinargerð í máli, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 88/ 2008, skal honum að jafnaði veitt- ur frestur í fjórar vikur til að leggja hana fram.“ Fjórða reglan fjallar um forflutn- ing máls. Hún er svohljóðandi.: „Í forflutningi samkvæmt 2. mgr. 166. gr. laga nr. 88/2008 skulu sakflytjendur í stuttu máli gera grein fyrir ákæru og hvaða gögnum hún er studd. Stuttlega skal gera grein fyrir þeim lögfræðilegu álita- efnum sem til úrlausnar eru. Á það skal lögð áhersla að í forflutningi komi fram hver séu líkleg ágrein- ingsefni á milli sóknar og varnar í málinu. Fimmta reglan er um frávís- unarkröfur. Hún er svohljóðandi: „Telji verjandi að tilefni sé til frá- vísunar máls skal hann leitast við að setja slíka kröfu fram einungis einu sinni og að koma þá að öllum þeim málsástæðum sem hann telur að leiða eigi til frávísunar.“ Sjötta reglan er um skýrslugjöf ákærða og vitna; sú sjöunda um aðalmeðferð máls utan dómhúss og sú áttunda um gildissvið regln- anna og hún hljóðar svo: „Sam- skiptareglum þessum er ætlað að stuðla að markvissri málsmeðferð í stórum efnahagsbrotamálum. Reglur þessar eru ekki bindandi og eru allar ákvarðanir á grundvelli þeirra háðar samkomulagi aðila.“ Stuðla að markvissri máls- meðferð fyrir dómstólum NÝJU SAMSKIPTAREGLURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.